Þjóðviljinn - 07.05.1965, Síða 2

Þjóðviljinn - 07.05.1965, Síða 2
2 SIÐA HÖÐVILIINN Undirbúin stofnun skóla í bóklegum fögum flugmanna Frá þlngslitahófinu: Hákon Guðmundsson yfirborg-ardómari ræðir við fulltrúa svifflugmanna, Þórhall Filippussoni og Þórð Hafliðas. Fulltrúar á landsþingi í þingslitahófi. Frá vinstri: Ásbjöm Magn- ússon sölustjóri, Bjöm Sveinbjörasson vearkfræðingur og Hrafn Þórisson fuiltrúl Eitt sinn var guð ákallað- ur með þakklæti fyrir það að hæstiréttur væri til, og trúlega hafa ráðherramir gert slíkt hið sama í fyrra- dag, þegar hinir virðulegu ' dómarar buðu stjórnarmönn- um í Starfsmannafélagi tJt- vegsbankans upp á það að velja á milli fésektar eða sex daga vistar á dvalarheimilum íslenzkra afbrotamanna. Þó er svo að sjá sem dómaram- ir hafi átt dálítið erfitt með að færa ráðherrunum þenn- an glaðning. Samkvæmt lög- um þeim sem dæmt var eftir er lágmarkssekt — ef „sér- stakar málsbætur“ eru fyrir hendi — nær 4.000 kr., en hámarkssekt tæpar 100.000 krónur. Samt voru stjórnar- mennirnir aðeins dæmdir í 3.000 króna sekt, þannig að hæstaréttardómararnir virð- ast hafa talið málsbæturnar einstaklega miklar, þótt löng- unin til að gleðja ráðherrana yrði yfirsterkari siðgæðismati hinna háu embættismanna. Forustumenn starfsmanna- félagsins eru ekki dæmdir sem stjómarmenn, heldurað- eins sem almennir þátttak- endur í verkfallinu. Hér er því um fordæmi að ræða sern hittir alla starfsmenn bank- ans, og vafalaust verða þeir sem eftir eru senn dregnir fyrir dómstólana; hér á Is- landi eiga allir að vera jafn- ir fyrir lögum og óheimilt að hengja bakara fyrir smið. Má telja líklegt að þeim hóp- dómum afstöðnum að starfs- fólk bankans kjósi heldur að njóta sex daga gistivm*tt-i hins opinbera en standa í fjárútlátum að ástæðulausu, og væri þá tilvalið að söktn yrði afplánuð í sumar þegar heyskapur stendur hvað hæst á Litla Hrauni. Ekki þyrfti starfsemi bankans að bíða nevpn hnekki af þeim sök- um; Bragi Sigurjónsson myndi eflaust taka störfin að sér. I sjálfs sín sök Annars er aðstaða Hæsta- réttar að verða næsta ein- kennileg. Þessum æðsta dóm- stóli var í upphafi ætlað að hafa algerlega óháða stöðu í þjóðfélaginu, þannig að dómendurnir væm yfir hvert mál hafnir og gætu metið þau af sjónarhóli hins óskor- aða réttlætis. En á undan- fömum árum hefur það færzt mjög í vöxt að Hæsti- réttur væri gerður aðili að hverskyns vandamálum og deilumálum í þjóðfélaginu; sérstaklega gerðardómum sem eiga að skammta mönnum kaup og kjör og réttindi, til að mynda opinberum starfs- mönnum og þar á meðal bankamönnum. Þannig hefur hæstiréttur verið gerður beinn og óbeinn þátttakandi í ýmsum þeim deilumálum og álitamálum sem hæst ber, og vandséð hvernig dómar hans um þvílík efni geta notið virðingar; það hefur hingað til ekki verið talið fagurt réttlæti á Islandi að dæma f sjélfs sín sök. En kannski er að því stefnt að engir ,hafi eft’rieiðis ástæðu til að lofa guð fyrir dóma bæstaréttar asrir en ráðherr- amir. — Austrl. Fyrsta landsþing Flijgmála- félags Islands var haldið I Reykjavík 10. og 11. fyrra mánaðar. Á fyrra ári var lögum Flug- málaféélagsins breytt til sam- ræmis við það sem tíðkast i nágrannalöndunum, þannig að það er hvorttveggja í senn: fé- lag einstaklinga sem áhuga hafa á flugmálum yfirleitt, auk þess sem það er samband sérfélaga sem leggja stund á eina eða fleiri greinar flug- sports. Helztu sérfélög innan Flug- málafélags íslands eru nú Svifflugfélögin í Reykjavík, Akureyri, Sauðárkróki og Blönduósi og Félag isienzkra®- einkaflugmanna. Flugmálafélag íslands er að- ili að Flugmálasambandi Norö- urlanda (Nordisk Flyvefor- bund) og ennfremur að Alþjóðaflugmálasambandinu (Federation Aeronautique Int- emationale). Þetta fyrsta landsþing Flug- málafélags lslands hófst laug- ardaginn 10. apríl s.l. með setningarræðu forseta þess, Baldvins Jónssonar hrl. For- setar þingsins voru kjömir Agnar Koefoed-Hansen flug- málastjóri, en hann var aðal- hvatamaður að stofnun Flug- málafélagsins á sínum tíma, og Hákon Guðmundsson yfir- borgardómari, en ritarar þings- ins voru þeir Bogi Þcrsteins- son yfirflugumferðarstjóri og og Bjöm Sveinbjömsson verk- fræðingur. Til þingsins voru mættir alls 35 kjömir fulltrúar. Fjórar nefndir störfuðu á þinginu: Fjárhagsnefnd, vélflugnefnd, svifflugnefnd og allsherjar- nefnd. Þingið gerði fjölmargar á- lyktanir, um ýmis málefni, er varða flugmálin, svo sem vél- flug, svifflug, modelflug og kennslumál flugmanna, t. d. bóklegt nám. Var stjórn fé- lagsins falið að undirbúa fasta skólastofmm í bóklegum fög- um einka- og atvinnuflug- manna. Samþykkt var að senda á- skorun til yfirvalda um að auka mjög áburðardreifingu og sáningu úr flugvélum og bent á hagkvæma þýðingu þessa starfs fyrir landbúnaðinn. Þá voru ályktanir gerðar um aukna þátttöku íslenzkra á- hugamanna f erlendum keppn- ismótum í flugfþróttwm o. fl. o. fl. í lok landsþingsins fór fram stjórnarkjör til næsta tvéggja ára tímabils. Var Baldvin Jónsson hrl. endurkjörinn for- seti Flugmálafélagsins, en auk hans voru kjörnir í stjórnina þeir Úlfar Þórðarson læknir, Hafsteinn Guðmundsson prent- smiðjustjóri, Ásbjöm Magnús- son sölufulltrúi og Leifur Magnússon verkfræðingur, en í varastjóm þeir Bárður Dan- íelsson verkfræðingur og Njörður Snæhólm varðstjóri. Ákveðið var að næsta lands- þing Flugmálafélags íslands verði haldið á Akureyri að tveim árum liðnum. Ivkov efstur í Zagreb Að k>knum 14 umferðum á alþjóðlega skákmótinu í Zagr- eb í Júgóslavíu er staða efstu manna þessi:, 1. Ivkov 10 vinn., 2.—3. Parma og Uhlmann 9f/?, 4.—5. Petrosjan og Bronstein 9, 6. Portisch 8V2 og biðskák og 7/ Bent Larsen B1/z- Þátttakendur eru 20 talsins, meðal þeirra sem hér voru ekki taldir má nefna Gligoric, Filip og Bisgu- ier. í 14. umferð vann Ivkov Bent Larsen, en þeir eiga að mætast í einvígi í næsta mán- uði, svo sem kunnugt er. Nígería í EBE? BRUSSEL 5/5 — Samningar um aukaaðild Nígeríu og Efnahagsbandalags Evrópu eru nú nær komnir í strand. Nígería hefur 40 miljónir íbúa og er fjölmennasta ríki Afríku. Undirbúningsviðræð- ur hafa farið fram með full- trúum Nígeríu og ráðherra- nefndar EBE í Brussel, en mikill ágreiningur er enn um ýmis atriði væntanlegs samkomulags. Nýir kjarasamning- ar garðyrkjumanna A'ðalfundur Félags garðyrkju- manna var haldinn 1 Hvera- gerði sunnudaginn 25. apríl sl. Helztu mál, sem lágu fyrir fundinum voru m.a. nýir kjarasamningar félagsins við garffyrkjubændur, og hlutu samningarnir fullnaðar sam- þykkt á fundinum. Með þess- um kjarasamningum hefur Fé- Iag garðyrkjumanna náð full- um launajöfnuffi við aðrar iffnstéttir landsins. Annað höfuðmál fundarins var um lögvemdun garðyrkju sem iðngreinar, en það mál hefur í tvo áratugi verið eitt af aðal baráttumálum stéttar- innar; en iðnaðarmenn hafa enn sem komið er, ekki viljað samþykkja garðyrkjuna sem iðn. Veldur þetta viðhorf iðn- aðarmanna því, að ungir menn fást ekki til garðyrkjunáms og mikil vöntun er á lærðum garðyrkjumönnum. Samþykkt var að halda þessari baráttu áfram og stjórn félagsins falið að undirbúa málið og leggja það fyrir næsta Iðnþing, ef ástæða þykir þá til að ætla að málið fái viðunandi með- ferð, en á það hefur garð- yrkjumönnum þótt nokkuð vanta hjá undanfömum þing- um iðnaðarmanna. Þá urðu miklar umræður á fundinum um Garðyrkjuskól- ann og fræðslumál garðyrkju- stéttarinnar, en nú standa yfir byggingar á nýjum skólahús- um fyrir Garðyrkjuskólann að Reykjum í ölfusi og jafnframt er reglugerð fyrir skólann í endurskoðun. Fundurinn sam- þykkti að beina þeim tilmæl- um til landbúnaðarráðuneytis- ins, að frestað yrði setningu nýrrar reglugerðar um garð- yrkjunámið, þar sem nýtt laga- frumvarp liggur nú fyrir Al- þingi um iðnfræðslu, og taldi fundurinn, að sníða bæri garð- yrkjunámið í höfuðatriðum eft- ir iðnnáminu í landinu, eins og það verður á hverjum tíma. Samþykkt var að taka upp viðræður við fulltrúa garð- yrkjubænda um fræðslumál garðyrkjustéttarinnar. Samþykkt var, að beina þeim tilmælum til stjómenda ríkis og bæjarstofnana, að þau garðyrkjuefni, sem þessir aðil- ar hafa ekki tök á, að vinna með því vinnuafli, sem- þeir hafa í þjónustu sinni, séu boðin út. Sjórn Félags garðyrkju- manna er nú skipuð þessum mönnum: Steingrímur Bene- diktsson, formaður, Þórður Þórðarson, varaformaður, Guð- jón Bjarnfreðsson, ritari, Theódór Halldórsson, gjald- keri, Guðjón Bjömsson, með- stjórnandi. .r Föstudagur 7. maí 1965 Gunnar Eyjólfsson, og Valur Gíslason í hlutvcrkum sínum í sönglciknum „JÁRNHAUSNUM”. Mikil aðsókn að Þjóðleikhiísinu ■ Aðsókn að leiksýningum Þjóðleikhússins hefur ver- jð mjög góð að undanfömu og hafa sjaldan verið jafn- margar sýningar í leikhúsinu og á liðnum vetri. í janú- armánuði voru t.d. 35 sýningar og í febrúar 37, en það er mesti sýningarfjöldinn á einum mánuði. Fimm leikrit eru sýnd um þessar mundir í leikhúsinu: „Hver er hræddur við Virgin- íu Woolf?“ hefur nú verið sýnt 28 sinnum og jafnan við húsfylli. Sýningum á þessu leikriti verður haldið áfram til næstu mánaðamóta, en í júní- mánuði-, -verður- farið í leikför út á land með þetta leikrit og verður það sýnt í öllum helztu samkomuhúsum lands- ins. Hið vinsæla bamaleikrit „Kardimommubærinn“ hefur nú verið sýnt 91 sinni í Þjóð- leikhúsinu við metaðsókn. Að- eins eru eftir þrjár sýningar, sú næsta á sunnudaginn kem- ur. „Járnhausinn", söngleikur þeirra bræðra Jónasar og Jóns Múla Árnasonar, var sem kunnugt er frumsýndur í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkra á 15 ára afmæli leikhússins. Uppselt hefur verið á allar sýningar leiksins og hafa færri komizt að en vildu. Þetta leikrit virðist mikið sótt af fólki úr nærliggjandi byggð- arlögum og að undanförrru hafa komið margir langferða- bílar með sýningargesti úr næstu héraðum. Á Litla svlðinu í Lindarbæ standa enn yfir sýningar á einþáttungunum „Nöldri“ og „Sköllóttu söngkonunni", en þeir hafa nú verið sýndir 27 sinnum við ágæta aðsókn. Æfingar standa yfir á leik- riti Arthurs Millers „Eftir syndafallið“, og verður það fullæft í vor en frumsýnt í byrjun næsta leikárs. Einnig standa yfir æfingar á óperunni „Madame Butter- fly“ eftir Giacomi Puccini, en frumsýning á óperunni verður 3. júní n.k. Verður það síðasta frumsýning í Þjóðleikhúsirru á þessy leikári. Sænski leikstjór- inn Leif Söderström kom til landsins fyrir nokkrum dögum til að stjórna æfingum á óper- unni. Frá Sjómannadagsráði: Sumardvöl barna SJÓMANNADAGSRÁÐ rekur sumardvalarheimili fyrir böm í heimavistarskólanum að Laugalandi, Holtum, á tímabilinu frá 15. júní til 25. ágúst. Aðeihs verður tekið við bömum sem fædd eru á timabilinu frá 1. janúar 1957 til 1. júni 1961. ' Gjald fyrir börnin verður það sama og hjá Rauða krossi íslands, kr. 60(1,00 á viku. Skriflegar umsóknir skulu hafa borizt fyrir 15. maí n.k. Þau sjómannsböm munu njóta forgangsrétt, sem misst hafa föður eða móður, eða búa við sérstakar heimilisástæður. Nokkur slík böm munu fá ókeypis dvöl og skal sækja um það sérstaklega. Helm- ingur gjalds skal greiðast fyrir brottför bama, en af- gangurinn fyrir 15. júlí. Þær umsóknír, sem ekki verður svarað fyrir 30. maí, verða ekkj teknar til greina. Nánari upplýsingar gefnar að skrifstofu Sjómannafélags Reykjavíkur, sími 11915. \

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.