Þjóðviljinn - 07.05.1965, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 07.05.1965, Qupperneq 4
4 SÍ0A ÞJÓÐVnjINN Útgeíandi: SaxrveLningarflokfcur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartanason* Sigurður Guðmxmdssan. Fréttaritstjóri: Sigur&ur V. Friðþjófsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði. EHendir auðmagnsfjötrar Með frarnkomu sinni undanfama daga hefur ríkisstjóm íhaldsins og Alþýðuflokksins geng- ið furðulangt í því að gera störf Alþingis og þing- ræðið á íslandi að skrípaleik. Hinum örlagarík- ustu málum er dengt inn í Alþingi þegar fáir dag- ar eru til þingslita. Frumvarpið um Landsvirkjun er alþingismönnum ætlað að afgreiða á einni viku í því flaustri og ónæði sem jafnan einkennir síð- ustu daga hvers þings. Alúmínverksmiðjumálinu er fleygt á borð þingmanna sem „skýrslu“ frá rík- isstjóminni og gert ráð fyrir að stjórnin haldi á- fram og jafnvel ljúki samningum um það mikla deilumál í sumar meðan Alþingi er hvergi nærri, og síðar verði þinginu í haust stillt frammi fyrir gerðum hlut: Ríkiss'tjórnin hafi þegar samið um að afhenda hinum erlenda auðhring aðstöðu og fríð- indi sem jafngilda miklum völdum og gróðafær- um í íslenzku efnahagslífi; Alþingi megi drattast á eftir og samþykkja breytingalaust það sem menn- imir í ráðherrastólunum og „sérfræðingar“ þeirra eru búnir að gera. Það er áreiðanlega ekki ofmælt að með slíkri framkomu í garð þings og þjóðar er gengið býsna langt í því að óvirða íslenzkt lýðræði, og ekki er farið dult með að þessi sýning mála á Alþingi sé einungis fyrir siðasakir, í innstu klíkum stjórnarflokkanna sé það þegar afgreitt mál, að þeir vilji og ætli að ofurselja hinum erlenda auð- hring íslenzkar auðlindir. Vandamálið sem flokks- foringjarnir glíma við, í hræsni sinni og skamm- sýni, er einungis hvernig fjötri hins erlenda auð- magns verði smeygt á íslendinga án þess að þjóð- in rísi upp og segi við þessa flokka, sem þannig bregðast trausti hennar og trúnaði: Hingað og ekki lengra! ‘ ^ðferðin til að koma vondum og hættulegum málum í kring er orðin þrautréýnd; forystu- mönnum þessara sömu flokka tókst að svíkja ís- land inn í Atlanzhafsbandalagið með svipuðum að- ferðum. Þeir hafa þjálfað sig í brigðum við mál- stað þjóðarinnar með undanlátssemi stig af stigi við erlendri ásælni allt frá stríðslokum. Og það á að fara eins að í alúmínverksmiðjumálinu. Verði það látið viðgangast og fái þessir flokkar að fara lengur með völd á íslandi, mun haldið áfram á þeirri braut að opna erlendum auðhringum leið inn í íslenzkt efnahagslíf. Einmitt þessi ár og áratugi berjast margar hinna nýfrjálsu þjóða hetjubaráttu til þess að losa um tök erlendra auð- hringa á auðlindum landanna, arfinn frá nýlendu- kúgun og harðstjórn, og þrælatökunum er ekki sleppt fyrr en í fulla hnefana. Islendingar geta enn afstýrt því að duglaus ríkisstjórn, trúlaus á land og þjóð, bindi komandi kynslóðum svo þunga bagga. Það getur kostað miklu meiri baráttu síðar að losa um fjötrana, þó verkalýðshreyfingin hljóti að beita vaxandi tökum á stjórnmálum og efna- hagslífi að því marki. Svo gæti þó farið að hið er- lenda auðfélag yrði skamma stund fegið því tang- arhaldi er það telur nú að nást muni á íslenzkum auðlindum,.jafnvel þó svo færi að ríkisstjórn íhalds og Alþýðuflokks tækist áform sín í bráð. —s. r . - . ' !../•.;>* ’i Föstudagur 7. maí 1965 ÍSLENZKUR FATNAÐUR 1965 Tuttugu og tvö fyrirtæki halda kaUpstefnu og sýningu á fram- leiðsluvörum sínum í fataiðnaðinum í Lídó þessa dagana ■ Ejhs og frá hefur ver- -f( ið skýrt í Þjóðviljanum stendur yfir kaupstefna og sýning á íslenzkum iðnaði í L' 'ó um þessar mundir. Þarna sýna 22 fyrirtæki framleiðsluvörur sínar og er sýningin í heild mjög fjölbreytt og athyglisverð. Tæp vika er nú frá opnun sýningarinnar og hafa þeg- ar mörg þúsund manns lagt leið sína í Lídó til að skoða og kaupa framleiðsluvörur hinna ýmsu fyrirtækja og láta sannfærast um ágæti innlendrar framleiðslu. ■ Blaðamaður og Ijós- myndari Þjóðviljans gengu um sýninguna í gær og hér á síðunni eru myndir frá nokkrum sýningardeildum. Það eru 22 fatnaðarframleið- endur, sem sýna framleiðslu sína þama í Lídó. Hver sýn- andi hefur sinn sýningarbás, en frá básunum er mjög smekk- lega gengið við báða langveggi salarins, svo og á miðju gólfi. Kjartan Guðjónsson hefur haft yfirumsjón með uppsetn- ingu sýnihgarinnar og hann er jafnframt framkvæmdastjóri hennar. Á vinstri hönd, þegar inn er komið verður fyrst fyrir auga sýningaTgestsins bás Fata hf., en síðan rekur hvert fyrirtækið annað: Max hf., Vinnufatagerð Islands hf., Andrés Andrésson hf., Kólibrí- föt h.f., Elgur h.f., og Prjóna- stofa önnu Þórðardóttur' hf. Við hinn vegginn eru svo sýn- ingarbásar Prjónastofunnar Ið- unn hf., fatagerðar L. H. Mull- er, Barnafatagerðarinnar sf., og Klæðagerðarinnar Skikkju, Model Magasin, Sokkaverksm. Evu hf., Sportvers hf., Prjóna- stofunnar Peysunnar, Skjól- fatagerðarinnar hf. og SAVA. Á miðju gólfi eru loks sýning- ardeildir Vinnufatagerðar ís- lánds hf., Dúks hf., Fatagerð- arinnar Burkna hf. og Lady hf. Fatnaður á sýningunni er margvíslegur: Prjónafatnaður, bamafatnaður, lífstykkjavör- ur, skyrtur, kvenfatnaður, karlmannaföt, vinnufatnaður, sportfatnaður, karlmanna- írakkar, sjóklæði, úlpur, við- leguútbúnaður, vettlingar, háls- bindi, nærfatnaður, sokkar og margt fleira; með öðrum orð- um: sýningin vitnar um fjöl- breytni mikla í íslenzkum fata- iðnaði. Vinnufatagerft Islands h.f. er stærsti sýnandinn á kaupstefnunni og vörusýninguiini í Lídó. Sýning- arbásar fyrirtækisins þar eru tveir og er myndin af öðrum þeirra, þar sem sýndur er hverskonar vinnufatnaftur, sportf atnaður-og ferðaföt. LADY h.f. sýnir nærfatnað kvenpa og lífstykkja-vörur svonefndae. Það cr ckki miklu hrúgað í sýnjngarbásana, en smekklega frá flestum gcngið eiras og t.d. þessum bás FATA h.f. Andrés Andrésson h.f. hefur Iöngrm verið eitt stærsta fyrir- tækið hér á landi á svið. karlmannafatagerðar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.