Þjóðviljinn - 26.06.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.06.1951, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. júní 1951 ÞJÓÐVILJINN — (3 ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI: FRlMANN HELGASON Frjáls|róUamenn fara til Osló í nótt Formaður FRÍ segir: „Við ættum að hafa sigur- möguleika ef allt gengur að óskum og heppnin er með, en keppnin verður jöfn og hörð.” Erla skáldkona sextug Prjálsíþróttamenn þeir sem keppa eiga við Norðmenn og Dani á fimmtudag og föstudag í Osló, voru valdir fyrir helg- ina af stjórn frjálsíþróttasam- bandsins og hafa þessir menn verið valdir: 100 m hlaup: Hörður Har- aldsson, Haukur Clausen. 200 m hlaup:í Sömu menn og í 100 m. 400 m hlaup: Guðmundur Lárusson, Ásmundur Bjarna- son. 800 m hlaup: Guðmundur Lárusson og Sig. Guðnason. 1500 m hlaup: Sig. Guðnason (óákveðið). 5000 m hlaup: Kristján Jó- hannsson og Stefán Gunnars- son. 10 000 m hl.: Victor Munch, (óákveðið). 110 m grindahlaup: Ingi Þor- steinsson og Örn Clausen. 400 m grindahlaup: Ingi Þor- steinsson, Örn Clausen. 4x100 mi3 Hörður, Örn, Hauk- ur, Ásmundur. 4x400 m: Ásmundur, Guð- mundur, Örn, Haukur. 3000 m hindrunarhl.: Eirik- Biíið að velja landslið og varamenn iyrir lands- leikinn viS Svía í Knatt- spyrnu sem fram íer á föstudag Landsliðsnefnd KSl mun hafa valið núna rétt fyrir helgina þá menn sem koma til greina að keppa við Svíana, en ekki er með vissu vitað hverjir verði hinir 11 „útvöldu". Hin 17 nöfn eru þessi: Bergur Bergsson KR, Helgi Daníelsson, Val, Karl Guðmundsson Fram, Guðbjörn Jónsson KR, Haukur Bjamason Fram, Hafsteinn Guðmundsson Val, Einar Halldórsson Val, Sæmundur Gíslason Fram, Guð- jón Finnbogason ÍA, Ölafur Hannesson KR, Ríkharður Jóns osn ÍA. Þórður Þórðarson ÍA, Halldór Halldórsson Val, Gunn- ar Guðmannsson KR, Gunn- laugur Lárusson Víking, Bjarni Guðnason Víking og Hörður Óskarsson KR. — Þjálfari liðs- ins er Óli B. Jónsson. Sænska landsliðið kemur annað kvöld. Á það að leika a. m. k. 2 leiki auk landsleiksins. Ekki mun ákveðið við hvaða lið keppt verður en telja má víst að Akranesi verði boði'ð að keppa við þá og mælir allt með því. ur Haraldsson, Hörður Hafliða- son . Hástökk: Skúli Guðmunds- son, Sigurður Friðfinnsson. Langstökk: Torfi Bryngeirs- son, Örn Clausen. Stangarstökk: Torfi Bryn- geirsson, Kolbeinn Kristinsson. Þrístökk: Kári Sólmundarson, Kristleifur Magnússon. Kringlukast: Gunnar Huse- by, Þorsteinn Löve. Kúluvarp: Gunnar Huseby, Ágúst Ásgrímsson. Spjótkast: Jóel Sigurðsson, Adolf Óskarsson. Sleggjukast: Páll Jónsson. Eggert Sigurlásson hafði ver- ið valinn til að keppa í 800 m hlaupi, en hann hefur tilkynnt forföll og keppir Sig- Þótt fyrir dyrum standi tveir landsleikir, annar í Rvík og hinn í Osló nú í vikunni, þá hafa umræður um þá hálfkafn- að fyrir umræðum um sigur Akurnesinga í íslandsmótinu. -— Þó er engan veginn hægt að segja að hann hafi komið á ó- vart. Undanfarin ár hafa þeir sýnt stöðugar framfarir. — Á sama tíma hafa Reykjavíkurfé- lögin staðið í stáð. Margir hafa spurt: „Hvernig má það ske að knattspyrnumenn Reykja- víkur standa í stað, en knatt- spyrnumenn í fámennum út- gerðarbæ taka svo örum fram- förum?“ Og þeir bæta viðíí „Eru ekki fengnir þjálfarar frá ýmsum löndum til að kenna þessum mönnum hér, og til þess varið tugum iþúsunda. Hafa ekki hundruð þúsunda verið látin í nýja velli og félagsheim- ili. Ekki vantar að þeir hafi verið „að læra“ í erlendum ferðalögum og í keppni við er- lenda menn í Reykjavík. Hér hlýtur eitthvað að vera í ólagi“. Þetta eru ekki óeðlilegar spurningar. Það væri nógu fróð elgt að heyra hverju þeir svör- uðu sem næst því stánda, en bað eru knattspyrnumennirnir sjálfir. Svar íþróttasíðunnar hefur á undanförnum árum ver- ið að birtast, og sigur Akur- nesinga er sönnun þess, sem þar hefur verið haldið fram. Ný leiktækni? Margir hafa spurt hvort þess- ir menn hefðu komi’ð með nýja leiktækni sem hinir hefðu ekki varazt. — Það var engan veg- inn tilfellið. Allt var þetta áður þekkt. En það sem gerði gæfu- muninn var, að þeir léku sam- urður Guðnason í hans stað. 1500 m hlaup: Stefán Gunn- arsson eða Kristján Jóhannsson og sá þeirra sem ekki hleypur 1500 m á að hlaupa 10 000 m. Ekki er öruggt að Sigurður Friðfinnsson geti farið vegna smámeiðsla á " fæti og mun Kolbeinn Kristinsson þá keppa í hástökki í hans stað. Guðm. Lárusson hafði orðið fyrir því óhappi að fá nagla uppí fótinn en það hefur hafst vel við og vonir standa til að hann verði orðinn góður þeg- ar til keppninnar kemur. Dagskrá keppninnar verður þessi: Fyrri dagur, fimmtud.;: 400 m grindahlaup, 200 m, 800 m, 3 km hindrunarhl., 5000 m 4x100 m, Kúluvarp, lang- stökk, sleggjukast, hástökk. Síðari dagur: föstudagur: 110 m grindahl., 100 m, 400 Framhald á 6. síðu. an á einfaldan og leikandi hátt, léku með allan tímann. Þeir voru nákyæmari í spyrnum og fljótari að hlaupa. Með öðr- um orðum: þeir hafa lagt meiri rækt við íþrótt sína og þar af lei'ðandi fullkomnari knatt- spyrna s6m þeir sýna. Ekkert til að hryggjast yfir Fyrir þá sem fylgzt hafa með málum knattspyrnunnar í Reykjavík og þieim dofa sem hún er lostin nú í augablikinu, eru úrslit íslandsmótsins á- nægjuefni. Fátt eða ekkert ann- að gat orðið til þess að hrista af reykvískum knattspyrnu- mönnum sjálfsánægjumókið. Ég er þess fullviss, að afleið- ingin af þessum sigri Akurnes- inga á eftir að hafa mikil og góð áhrif á þroska knattspyrn- unnar, ekki aðeins í Reykjavík, heldur einnig úti um landið Akranes „átti“ áhorfendur Þáð var athyglisvert og ánægjulegt að Akurnesingar virtust ,,eiga“ áhorfendur. Það var líka athyglisvert hve fjöl- mennt var á leikjum þeirra mitt í því að áhorfendum held- ,ur fækkar á leikjum Reykja- víkurfélaganna, frá því sem áð- ur var. Er ekki þama enn ein áminningin til reykvískra knatt spyrnumanna og hún er þessi: Áhorfendur eru óánægðir með bá knattspyrnu sem þeim er boðið upp á hér leik eftir leik. Nú kemur lið sem sýnir hressi- lega leiki og oft góða knatt- spyrnu, þá er fjölmennt; þeim verður lika ósárt um þó þetta lið „þeirra“ verði til þess að sýna reykvískum knattspymu- Framhald á 6. síðu. Guðfinna Þorsteinsdóttir ólst upp í Krossavík í Vopnafirði frá fimm ára aldri. Það voru glaðir menn og gáfaðir, sem hún átti samneyti við í æsku. Heimilis- hættirnir stórbrotnir og fjöl- breyttir hið ytra, en fíngerðir hið innra. Skáldin heimilisguðir, en dísir voru þar úr sagnlistar- og verkmenntavéum íslendinga. Guðfinna hefur alla ævi borið þess mót að vera alin upp á þessu heimili, bæði í ytri og innri hátt- um lífsins. Hún hefur lifað stór- brotnu og erfiðu lífi að ytri að- stæðum, en óvenjumenntu innra lífi, í eins konar skrúðgarði ís- lenzkra linda og blóma, í lífs- nautnarsólskini af sögu- og bók- menntahimni þjóðar sinnar. Það bar snemma á hagmælsku henn- ar, enda var hún af því fólki komin, sem veriðí hafði hlut- gengt á þeim vettvangi um marga ættliði. Sigfús afi henn- ar hafði verið á ferð og „stelpan" móðir hennar með honum. Sigfús kvað í sólskininu: Snæfellstind- inn háa, hreina / himinlindar gylltir binda. Botnaðu nú, stelpa, sagði hann. Hans er strindi, höld- ar meina, / hversdags-yndi sum- arvinda, sagði „stelpa“. Og þótti það einkennandi fyrir margt fólk af ættinni, að það notaði fornt bókmál í tilsvörum og tali, og sumt af því þegar á barnsaldri. Guðfinna dvaldist fram yfir tví- tugsaldur hjá fósturforeldrum sínum í Krossavík, og á þeim ár- um sótti hún vetrarlangt ung- lingaskóla á Vopnafirði. Er það öll hennar skólaganga, en kom henni svo vel að liði að jafnan síðan hefur hún lesið enska tungu, og þýtt mikinn fjölda kvæða úr því máli. Er dvöl henn- ar sleppti í Krossavík, fór hún norður í Þingeyjarsýslu, og kynntist þá Þorgilsi Gjallanda, og þó mest er bæði lágu þungt haldin í sjúkrahúsi á Húsavík, hvaðan Gjallandi ekki gekk til leiks í landi sínu framar. Haustið 1915 kom hún aftur til Vopna- fjarðar og var á Bustarfelli um veturinn. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Valdemar Jó- hannessyni frá Syðri-Vík. Hófu þau búskap vorið 1917 að Bruna- hvammi, heiðardalskoti innarlega í Hofsárdal, og eru þar þó land- kostir góðir. Efni voru lítil, og urðu 24 pottar af olíu að sigra allt vetrarmyrkrið, austan undir Möðrudalsfjallgarði, hin fyrstu ár. Frá Brunahvammi fluttust þau hjónin að Hróaldsstöðum í Vopnafirði, og þaðan að .Felli í sömu sveit árið 1923. Þar bjuggu þau til vors 1927, að þau fluttu í Teig, og hafa dvalið þar síðan. Á þessum árum fæddust flest börn þeirra, niu að tölu, og þarf ekki alla þá erfiðissögu að rekja, svo skýrt sem hún blasir við af þessum staðreyndum. En sú hin erfiða saga er enn ekki að öllu sögð, því þessi kona er löngu landskunn af skáldskap sínum. Og enn er þar óhermd saga, því ekki minna en fjögur bindi, og öll stór, mundu liggja eftir þessa konu, af kvæðum, þýðingum og sagnaþáttum. En aðeins tvær meðalstórar ljóðabækur hafá komið út, og er enn erfiðissögu að rekja því ekkert af verkum hennar hefur birzt í bók nema það sem misvitrir bókaútgefendr ur hafa talið líklegt að græddist fé á að gefa út. Slík er hin „aka- demíska heiðríkja“ á íslandi þeg- ar alþýðumaður á í hlut, enda er það öfugganga í allri sögu, þeg- ar týra hans fer að skyggja á „heiðríkjuna“. Utgefendur hafa ekki fengizt til að koma verkum hennar hinum meiri á framfæri, nema hún vildi vera svo lítillát að gefa þeim verkin, en Guðfinna hefur erfiðað sig fram úr þeim kosti að lítillækka sig fyrir þeim heiðríku, og það erfiðið mun. henni endast til loka. Hin miklu verk hennar, eins og kvæðið um Helgu Bárðardóttur Snæfellsáss, og söguljóðið mikla Farmanns- kona, 27 kvæði og mesta sagn- ljóðaverk í nýjum tíma á íslandi, þau liggja enn í skúffunni í Teigi. Sömuleiðis því nær 200 kvæði þýdd úr ensku og norðurlanda- málum, og öll með ágætum. Hér er komið að máli, sem nokkur þörf væri að taka til athugunar, því ef til vill nær sanngirni í launagreiðslum til kvenna alla leið til þess, að ódýrara sé að yrkja kvæði með kvenheila en karlmanns. Sýnt er það að kven- rithöfundar standa verr að vígi með verk sín en aðrir rithöfund- ar. KOenrithöfundar eru flestir í alþýðustétt, og í alþýðusporum að lífsaðstöðu, einkum menntun, og síðan Látra-Björgu leið hafa þær ekki einu sinni getað flakkað um landið sitt fagra. Þetta er enginn þjóðarhagur í menntamálum, því án þess þátt- ar í alþýðubókmenntunum, sem liggur eftir konur, væri menn- ingarsaga íslands fátækari, eink- um varðandi frásagnir af lífi og þjóðmenningu er stundir líða. Það eru ætíð bókmenntirnar, er al- þýðan skapar, sem fá þetta þjóð- fræðahlutverk, þegar heimspek- ingar tímans, þjóðskáldin skulum' við segja, gufa upp með gömlu spekinni, og hinum úreltu tökt- um tímans, sem þeir kappkosta jafnan að fylgja og verða fræg- astir fyrir — um stundarbið. Hinn tæri slcáldskapur er lind alþýðulífsins í tilfinningum og lífsreynslu, og hann fylgir síðan þjóðarsálinni í þjóðlífssögunni, sem ætíð er alþýðulífssaga. Þetta sanna þjóðkvæðin íslenzku, ó- dauðleg lisfaverk af því þau geyma svo ríkulega tilfinningar alþýðulífsins, og svo vill til, að einkum konur hafa ó síðustu tím- um tekið í þennan strenginn í bókmenntum íslendinga. Guð- finna Þorsteinsdóttir ó í kvæðum sínum vítt svið af alþýðulífi, í öll- um þrótti þess og þjáningum, en. einkum ást þess og varma, og er þetta bezt og gleggst samanofið í söguljóðinu mikla, Farmanns- kona. Þó mætti svo fara, að þessi Framhald á 6. síðu. ;. tlJ Eftirþcmkaf fslandsmótsins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.