Þjóðviljinn - 26.06.1951, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.06.1951, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. júní 1951 ÞJÓÐVILJINN — (7 ÍA,il# ,UJ K Kaup — Sala Umboðssala: íÚtvarpsfónar, útvarpstæki, gólfteppi, karlmannafatnað- ur, gamlar bækur og fleira. Verzlunin Grettisgötu 31, Sími 3562. Daglega ný egg, soðin og hrá. — Kaffisalan, Hafnarstræti 16. Ödýr loftljós Iðja h.f„ Lækjargötu 10. Gólfteppi keypt og tekið í umboðsölu. sími 6682. Fornsalan Lauga- veg 47. Kaupum — Seljum allskonar verkfæri. Vöruvelt an Hverfisgötu 59, sími 6922 Almenna Fasteignasalan, Ingólfsstræti 3. Sími 81320. %<%> Minningarspjöld dvalarheimilis aldraðra sjó- manna fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: skrif- stofu Sjómannadagsráðs, Grófinni í, sími 80788 gengið inn frá Tryggva- götu), skrifstofu Sjómanna- félags Reykjavikur, Alþýðu- húsinu, Hverfisgötu 8—10, Tóbaksverzluninni Boston, Laugaveg 8, bókaverzluninni Fróða, Leifsgötu 4, verzlun- inni Laugateigur, Laugateig 41, og Nesbúðinni, Nesveg 39. í Hafnarfirði hjá V. Long. Herraíöt — Húsgögn Kaupum og seljum ný og notuð húsgögn, karlmanna- föt o. m. fl. — Sækjum — Sendum. — Sölusltálinn, Klapparstig 11, sími 2926. Mnnið kaffisöluna í Háfnarstræti 16. Seljúm allskonár húsgögn o.fl. undir hálfvirði. PAKKHCSSAI.AN, Ingólfsstrætl 11. Sími 4663. raigiasi Nýja efnalaugin, Höfðatúni 2, Laugaveg 20B, sími 7264. Sendibílastöðin h. f., Ingólfsstræti 11. Sími 5113. Saumavéiaviðgerðir- skrifstofuvélaviðgerðir Sylgja, Laufásveg 19. Sími 2656. Lögfræðingar: Áki Jakobsson og Kristjánl; Eiríksson, Laugaveg 27, 1. hæð. — Sími 1453. Viðgerðir á allskonar stoppuðum hús- gögnum. — Húsgagnaverk- smiðjan Bergþórugötu 11. Ragnar Ölafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi: — j; Lögfræðistörf, endurskoðun ‘ og fasteignasala. — Vonar- stræti 12. Sími 5999. Gúmmíviðgerðir Stórliolti 27. Móttaka einnig í Kamp Knox G-9. Utvarpsviðgerðir Kadíóvinnustofan, Laugaveg 166. Nýja sendibílasföðiu Aðalstræti 16. Sími 1395 Mmmm ! Lítið gullarmbandsúr ; með teygjuarmbandi tapað- ; ist síðastliðinn þriðjudag, ; sennilega í miðbænum eð» i Laugarneshverfi. Finnandi ^hringi vinsamlega í síma i 5135. Fundarlaun. Tóbaksdósir Tapast hafa. tóbaksdósir, Imerktar: Sigurður Svcinsson ; Skilvís finnandi tilkynni í •ima 7328 gegn góðum fund- i arlaunum. HæsfiiréStar sýkiiar Framhald af 8. síðu. harkan svo mikil að Jónasi var meinað að skera upp konu sem lá fyrir dauðanum á Sólheim- um og hefði senniiega verið liægt að bjarga með uppskurði. Bauðst Jónas þó til að skera hana upp undir lögreglueftirliti, en því var ekki sinnt, og Jónas fluttur í fangelsi þar sem hon- um var haldið i 3 vikur. Tveim dögum siðar lézt sjúklingur- inn. Eitt af þvi sem Hæstiréttur fann a'ð störfum sakadómara var að gleymzt hefði að ein- angra hina kærðu stúlku, með þeim afleiðingum að Hæstirétt- ur telur ekki einu sinni full- ar sönnur fyrir því að stúlkan hafi verið vanfær! Mun nánar vikið að þessu máli síðar hér í blaðinu. Ræða Jóhannesar úr Kötlum Framhald af 5. síðu. því miður er það of oft sann- mæli að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. En aldrei þýðir að sakast um orð- inn hlut. Hitt er hverjum vakn- andi dreng samboðnast að bregða snöggt við og freista að bjarga því sem bjargað verð- ur. Og það mun verða gert. Því minnast skulum við þess að enda þótt raunverulegt stjórnfrelsi okkar sé nú glatað um sinn, efnahagslegt sjálf- stæði afnumið, friðsamlegri til- veru okkar teflt í bráðan voða, þá eigum við þó enn óbrotinn þann grundvöll sem þjóðerni okkar hvílir á: tunguna, menn- ingararfinn, snillinga í listum og vísindum, óspillt alþýðufólk, glæsilegan æskulýð. Og síðast en ekki sízt eigum við þrótt- mikla verkalýðsstétt og vckula sósíalíska leiðtoga sem eigi munu víkja. Öll þessi öfl munu nú sameinast í þeirri nýju sjálf- stæðisbaráttu sem framundan er og eigi linna vörn né sókn á meðan tungan má sig hræra og hönd veldur penna eða reku. Framundan eru örlagatímar, úrslitatímar, ekki einungis fyrir okkur íslendinga, heldur mann- kynið allt. Lífskjör alþýðu í öllum vestrænum löndum munu halda áfram að tærast upp í skugga sívaxandi auðsöfnunar. Nú mun hagnaður af setuliðs- vinnu ökki ofþyngja pyngju venjulegs fólks hér á landi — fyrir því verður séð. En því meir sem ar.ðránið og öngþveitið færist í aukana, því hærra mun níðið um sósíalismann gjalla, þeim mun oftar fullyrðingin um að rússarnir ætli að ráðast á okkur á morgun. Æ ofan í æ mun okkur verða tilkynnt að Bretar á Malakkaskaga, Frakk- ar í Indókína og Bandaríkja- menn í Kóreu séu þar að brenna upp lönd og þjóöir af martnúðarástæðum. Æ fleiri stríðsglæpamenn munu verða náðaðir, æ fleiri íslenzkir vald- hafar drökka dús við fasism- ann á Spáni. Allt mun halda áfram að hljóta páfalega bless- un sem vill lijálpa til að myrða kommúnismann — það er að segja: alþýðuna og þróunina. Hinn mikli elskhugi atóm- sprengjunnar, Bandaríkjafor- seti, rak nýlega upp herfilegt gól út af yfirvofandi verðbólgu í ríki sínu og lét svo um mælt að ef ekki yrði komið í veg fyrir hana þegar i stað mundi kommúnisminn sigra án þess að þurfa að hleypa af einu einasta skoti. Þetta er einmitt mergurinn málsins. Svo sann- arlega þarf sósíalisminn ekki að skjóta til þess að sigra. Sovétþjóðirnar hafa engu skoti af hleypt síðan þær stóðu sigur- sælar á rústum nazismans cg björguðu þar með siðmenning- unni að dómi MacArthurs. Nú er verið ■ að vekja hann upp aftur og magna til höfuðs þeim. En ’hin eina eðlilega sigúrleið sameignarstefnunnar er friður- inn og ekkert annað en friður- inn. Hennar mannúð birtist ekki í því að varpa vítissprengjum á lönd og þjóðir, heldúr í því að nota orkuvísindin til að flytja fjöll, lifandi fólki til hagsbóta og menningar. Þessi er nákvæm- lega munurinn á sósíalisma og kapítalisma — og það er gæfu- munurinn. Sá munur gerir sósíalismann sigurvegara í friði — en einnig í stríði ef á hann er ráðizt svo sem hið mikla ferska dæmi vottar. I friðsamlegri þróun sér kapí- talisminn aftur á móti sína geig- vænlegustu hættu. Hann getur ekki bjargað sér frá verðhólg- unni, kreppunni, hruninu, með öðru en linnulausri skothrið: fasisma og styrjöld. Þessum vonlausa sjúklingi eigum við, íslenzk alþýða, að gefa blóð okkar til innspýtingar í dauða- teygjum hans — forhertir stríðsgróðamenn okkar virðast staðráðnir í að fórna honum hverju því sem hann krefst. En samkvæmt lögmálum allrar til- veru, einnig hins kristna dóms, leiðir forherðing til fordæming- ar. Og nú er það undir okkur sjalfum komið hversu lengi skömm og svívirðing þessara manna verður okkar niðurlæg- ing. Meðan enn er hér leyfð ganga að almennu kjörborði er það á okkar valdi, alls almenn- ings, að gjalda þeim rauðan belg fyrir gráan. Hér við hjartastað landsins stofnuðum við lýðveldi fyrir sjö árum síðan. Á þeim mikla hátíðisdegi útheilti íslenzk nátt- úra mörgum fögrum tárum, en það raskaði ekki hinum lát- lausa fögnuði þúsundanna, þar sem þær í þvi teikni þóttust aðeins skynja nótt og harm þess horfna. I dag dettur manni hinsvegar í hug að þá hafi land- vættir verið að gráta það sem nú er fram komið. íslandsklulck- Tillaga Maliks Framhald af 1. síðu. ráðherra Bretlands og Morri- son utanríkisráðherra ræddu hana í fyrradag og í gær var hún rædd á fundi brezku stjórn arinnar. Á þingfundi sagði Morrison, að brezka stjórnin fagnaði tillögu Maliks og von- aði, að stjórnir Kína og Norð- ur-Kóreu reynaust á sama máli. Sehuman, utanríkisrácherra Frakklands kallaði ræðu Maliks jákvætt framlag. Vi'ðtokurnar, sem tillagan hefur fengið í Bandaríkjunum hafa verið held ur kuldalegri, Truman hélt ræðu um utanrikismál í gær og minntist hvergi beinlínis á hana, en kunnugt er, að hlutar af ræðu forsetans voru endursamd ir eftir að Malik hélt ræðu sína. Nasrolish Entesam. liinn ír- anski forseti þings SÞ og for- maður nefndar þeirrar, sem þingið kaus til að aðstoða við að koma á friði í Kóreu, fór flugleiðis til New York í gær og hefur beðið um viðtal við Malik á fimmtudag. Orðrómur geng- ur um það, að Entesam hafi í hýggju a'ð skora á stríðsaðila í Kóreu i dag að leggja þegar niður vopn. Jebb, aðalfulltrúa Breta hjá SÞ, hefur verið falið að fá viðtál við Malik og grensl- ast nánar eftir sköðunuín hans. Fulltrúar Bandaríkjanna og þeirra ríkja, sem sent hafa her til liðs við þau í Kóreu, hafa átt viðræður í Washington um friðartillögu Máliks. I aðalmálgagni Kinastjórnar, ,,Alþýðudagblaðinu“ í Peldng, var ræða Maliks birt í gær og vikið að lienni í ritstjórnar- grein, sem skrifuð var í tilefni þess, að ár va'r liðið frá upp- hafi Kóreustríðsins. Segir þar, að kinverska þjóðin styðji til- lögu Maliks og nú reyni á, hvort Bandaríkjastjórn hafi nokkuð lært, hvort hún sé nú tilleiðan- leg til að ganga að sanngjörn- um friðarskilmálpm. Ef svo sé ekki, þá sé alþýðuher Kóreu og kinverskir sjálfboðaliðar færir um að sigra árásarheri hennar. an sem þá hringdi endurskirð — hún er nú aftur brostin. En eigi skulum við þó óttast né sýta, heldur steypa dýrari málm í brestinn unz alskærum ómi slær út yfir frjálst land og fagnandi þjóð á ný. Þess strengjum við öll heit við ljós þessarar jónsmessu, við helgi þessa staðar, við arf og framlíf sögu okkar og tungu. Þess strengjum við öll heit við minn- ingu þeirra sem hér komu sam- an fyrir róttri öld síðan til þess að skipuleggja þá þjóðfrelsis- baráttu er átti sína sigurhátíð 17. júní 1944. MegL okkar nýja þjóðfrelsisbarátta hefjast af fullum þunga á þessum degi í hinum sama hreina, ósveigjan- lega anda og á Þingvöllum 1851. Látum svo hina sem hér ætla að koma saman um næstu helgi ráðgast í friði um sína amerísku stjórnarskrá. Öskadraumur hinnar látnu skáldkonu, Huldu: Svo aldrei framar Islands byggð sé öðrum þjóðum háð, hefur nú verið að engu gerður og það af sumum þeim er hún sízt mundi hafa ætlað. Aftur á móti eru þau orð mín sem höfð voru mest að háði: flaug þá stundum fjaðra- laus feðra vorra andi, fullgild í sínu umkomuleysi enn þann dag í dag. Þegar verið er sýknt og heilagt að slíta af okkur flugfjaðrirnar, ræna okkur hin- um ytri skilyrðum og tækifær- um til andlegrar menningar, þá verður sþurningin fyrst og síðast þessi: ætlum við að kúra í stíunni hjá hinum gúmmi- jórtrandi, skrílfilmugónandi raarsjalhænsnum sem hafa gleymt til hvers vængirnir eru — eða ætlum við að endurtaka kraftaverkið og fljúga að dæmi feðranna, öllu sviptir, hvað sem á dynur, þangað upp til hinna stoltu fjalla sem svanir íslands hafa sungið í þúsund ár? til Snæfellsnesshafna og Flat- eyjar á Breiöafirði hinn 29. þ. m. Tekið á móti flutningi í dag og á morgun. Farseölar seldir fimmtudaginn. Annami fer til Vestmannaeyja í kvöld Tekið á móti flutningi í dag. Esja austur um land til Siglufjarð- ar hinn 3. júlí n.k. Tekið á móti flutningi til Fá- skrúðsfjarðar, Revðarf jarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavíkur á mórgun og fimmtu dag. Farseðlar selclir árdegis á laugardaginn. til Vestfjarðar hinn 3. júlí n.k. Tekið á móti flutningi til hafna milli Patreksfjarðar og ísaf jarð ar á morgun og fimmtudag. Farseðlar seldir á mánudag. Hekla fer næstu ferð frá Reykjayík til Glasgow miðvikudaginn 4. júlí n. ;k. Farmiðar í þá ferð verða seldir fimmtudaginn 28. júní. Sýna þarf -fullgild vega- bréf þegar farmiðinn er keyptr ur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.