Alþýðublaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 12
rwwvw wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww' ÍSLENZKAR NJÓSN- IR í MERKRI BÓK Reykjavík, 3. sept. - HP í BÓK sinni „The Craft of Iu> telligencc” sem út kom í fyrra, skýrir Allen Dulles, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyni- þjónustunnar, frá því, þegar so vézkir sendiráðsstarfsmenn í Reykjavík reyndu að fá Ragnar Gunnarsson til aó njósna fyrir á Keflavíkurfluffvelli snemma árs 1963, en hann skýrði íslenzku lögregrlunni frá Alian Dulles málinu, og hún stóð sendiráðs- mennina að verki, eins og mörg um mun enn í fersku minni. Alþýðublaðið bar þann kafla, sem um mál Ragnars fjallar, undir hann I dag, og kvað hann þar rétt frá skýrt að öðru leyti en því, að hann gæti ekki tal- izt flokksbundinn kommúnisti eftir atburðinn í fyrra. Hann hefði þá enn átt sitt gamla flokksskírteini, en ekki notlð fullra flokksréttinda vegna skuldar. Hefði þá fyrir skömmu verið búinn að koma tU hans starfsmaður frá Sósialistafélagi Reykjavíkur og biðja hann að borga, 'en hann ekki sinnt því. Þegar skýrt var frá málinu i blöðunum, lýsti Þjóðviljinn því yfir, að Ragnar væri ekki í flokknum, og síðan kvaðst hann ekki hafa haft neinn hug á að endurnýja flokksréttindi sín og kommúnistar hér ekkert sklpt sér af honum. Fer hér á eftir sá kafli úr bók Dulles, er fjali- ar um Ragnar: „Tvö atvik, sem nýlega gerð* ust sitt á hvoru heimshorni, bera að minu áliti mjög greini- lega vott um þau vandræði, sem leyniþjónusta Sovétríkjanna á nú í. Fyrir skömmu voru tveir sovézkir sendiráðsstarfsmenn reknir frá íslandi, þar eð þeir reyndu að fá ungan, íslcnzkan vörubílstjóra til að njósna fyrir Framhald á 3. síðu. Ragnar Gunnarsson Hárgreiðslusýn- ðng í Klúbbnum Reykjavík 3. sept., GG, FIMM fegurðardísir og fjöldi greiðslukvenna og manna munu sýna helztu nýjungar í hágreiðslu, Uárlitun og öðru er lýtur að fegr tín hársins í Klúbbnum n.k. sunnu dagskvöld kl. 9 e. h. Meðal þeirra, sem greitt verður, verða la.m.k. tvær af þeim yngismeyjum, sem tóku þátt í siðustu fegurðarsam- feeppni. Ennfremur má geta þess,. að þarna sýnir Óskar Friðþjófs- son, sem verið hefur undanfarið ár í París við nám í hárgreiðslu. Á sýningunni verða sýndar helztu nýjungar í hárlitun og mun Minna Breiðfjörð á Hárgreiðslu- stofunni Perlu aðallega sjá um það atriði. Ennfremur verður sýnd þarna notkun alls konar hárkolla, svo og notkun flétta og hárbúta til að breyta í skyndi hárgreiðsl- unni, t. d. ef farið er út að kvöldi. Bob Kennedy segir af sér WASHINGTON, 3. sept. (NTB-Reuter). Robert Kennedy dómsmálaráð- herra, bróðir John heitins Kenne dys forseta, sagði í dag af sér em bætti sínu í stjórninni til að geta boðið sig fram í kosningunum til öldungadeildarinnar í New York- ríki. Kennedy var tilncfndur fram Frh. á 3. síðu. Óskar Friðþjófsson að starfi í gær. HÆSTI MEÐAL- AFLI Á BÁT Reykjavík, 3. sept. - GO SÍÐASTLIÐINN sólarhringur var sá gjöfulasti á allri vertíðinni í sumar, sé miðað við ineðalafla á skip. 66 skip fengu 71.400 mál og tunnur á miðunum út af Langa- nesi, þar af mörg mjög góðan afla. Veður er gott, en þoka og sfldin er mjög blönduð og slæm í salt. — Reynt er þó að salta eftir föngum. Bræðslurými á Raufarhöfn var þrotlð um 6 leytið í kvöld. Þessi skip fengu 1500 mál og þar yfir gær: Bjarmi II 1800, Súl- an 1700, Helga RE 1800, Náttfari 1500, Elliði 1600, Hugrún 1600, Arnfirðingur 1500, Hafrún ÍS 1700, Hannes Hafstein 1500, Jörundur III, 2600 tunnur, Þórður Jónasson 2000 og Héðinn 1500. Veður er nú að batna á svæð- inu austur af Dalatanga og vilað var um a. m. k. eitt skip, sem fékk veiði þar í dag, Huginn II VE, sem fékk 1500 mál í einu kasti. Eftirtalin skip liafa tilkynnt um afla sinn síðan kl. 7 í morgun: Skipaskagi 400, Guðrún KG 1800 mál, Árni Magnússon 1800 tn., Sigurður Bjarnason 1500 mál, Ólaf ur bekkur 1200 og Ólafur Frið- bertsson 1100 mál. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Eftirtalin skip tilkynntu veiði yfir 1000 mál og tunnur til Dalatanga í dag og kvöld: Heimir 100 tú, Guð rún Jónsdóttir 1050 mál, Ásbjörg 100, Sigurpáll 1600, Víðir 11.1200 Óskar Halldórsson 1600 Huginn II 1500 Gullfaxi 1600, Hamravík 1000 Guðrún 1800. Ólafur Tryggva son 1200 Hafþór NK 1400, GÚð- björg GK 1600, Þorgeir 1050 Björg vin 1350, Sæúlfur 100 Ingiber Ól- afsson II 1200, Seley 1400 og Berg ur 1900 tunnur. Til Raufarhafnar melduðu sig Ólafur Friðbertssan 1100, Sæþór ÓF, 900, Siglfirðingur 2000 og Gjaf ar 1600. KLUKKAN 12.17 í gær var slökkvi liðið kallað að Austurbar í Austur- bæjarbíói. Var þar eldur í feiti á góifi og bak við eldavél. Var allt fulit af reyk, en fljótlega tókst að slökkva eldinn. Skemmdirnar urðu talsverðar af reyk. MmmWMMMHMtHWMMMmUMUUmwmitMMUMMM Magnús Kjartans- son fór til Kína RITSTJÓRI Þjóðviljans - Magnús Kjartansson - er far- inn í heimsókn til Kína samkvæmt boði þarlendra að- ila. Hefur þessi heimsókn vak- ið mikla atliygli meðal komm- únista, sem hafa þungar áhyggj ur af átökunum milli Kínverja og Rússa. Þessi átök eiga sér einnig stað meðal kommúnista hér á landi. Brynjólfur Bjarnason og hópur áhrifamanna, sem venju- lega eru kallaðir einangrunar- sinnar innan flokksins, liafa samúð með Kínverjum. Á móti þeim eru svonefndir Centristar undir foruslu Einars Olgeirs- sonar,, sem ekki þora að slíta tengslin við Rússa vegna hins margvíslega stuðnings,sem þeir hafa af þeim. Fréttabréf rússneska sendi- ráðsins í Reykjavík hafa und- anfarið borið með sér, að hér færi fram barátta á bak við tjöldin milli Rússa og Kínverja. Hyert bréfið á fætur öðru hef- ur verið helgað þessum átök- um og hefur scndiráðið dreift <) liörðum árásum á afstöðu Kin- verja. Af þessuin sökum er það at- hyglisvert, að stjórnmálarit- stjóri Þjóðviljans, máigagns ís- lenzkra kommúnista, skuli þiggja boð um heimsókn til Kina. Verður varla betur séð en þetta sé spark í Rússa og Centrista innan flokksins. Má búast við, að þessi mál komi við sögu, ef kommúnistar haida flokksþing í haust eins og þeini ber samkvæmt flokkslögum. VMMMMMMMMMMHHHMMMMMtMMMMHMMMMMMMM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.