Alþýðublaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (Sb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Arni Gunnarsson. — Eitstjómarfuiltrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Keykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintaklð. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Orð skattsfjórans SKATTSTJÓMNN í Kaupmannahöfn, Anton Christphersen, hefur látið af störfum fyrir aldurs sakir. Átti dagblaðið Aktuelt viðtal við hann í til- ■efni af þessum tímamótum. Blaðamaðurinn lét sig hafa það að spyrja, hvort aldrei hefði hvarflað að ekattstjóranum að stinga undan skatti í framtölum isínum! Christophersen svaraði: „Staða mín gefur mér að vísu sérstaka ástæðu til að gera það ekki, en þar við bætist, að það er andstætt siðgæðiskennd minni að svíkja nokkurn mann. Sá, sem aldrei lætur sér til hugar koma að svíkja kaupmanninn, verður að gera sér ljóst, að skattsvikin koma ekki niður á ríki eða bæ. Þau irnunu sannarlega fá sitt. Skattsvikin koma niður á öðru fólki, ættingjum, vinum og nábúum“. Skyldu skattsvikararnir hér á íslandi nokkru sinni hugsa um þetta? Aldarfjórðungur Útsala Útsala Seljum í dag og á morgun mikið úrval af karlmannafatnaði og stökum jökkum. VERÐIÐ ER AFAR LÁGT Notið þetta einstaka tækifæri Andersen & Lauth hf. Vesturgötu 17 - Laugavegi 39. ÞESSA DAGA er liðinn aldarfjórðungur síð- <■ an önnur heimsstyrjöldin hófst með innrás Þjóð- verja í Pólland. Verður að telja styrjöldina mest- an viðburð mannkynssögunnar í minni núlifandi ífólks, ekki aðeins vegna hinna hrikalegu hernað- arátaka og hörmulegrar eyðileggingar, heldur vegna þeirra varanlegu breytinga, sem styrjöidin olli' á högum mannkynsins. ; Hlutur kommúnista í aðdraganda styrjaldar- innar og fyrstu tveim árum hennar var sorglegur. Sökum misviturra kennisetninga börðust þeir á íkreppuárunum meira gegn jafnaðarmönnum en inazistum, og áttu þarmeð verulegan hlut að valda- töku Hitlers x Þýzkalandi. í stað þess að hefja styrjöld við nazismann út af innrásinni í Pólland, gerðu kommúnistar griðasamning við Hitler og skiptu með honum löndum í Evrópu. Meðan Hitler ' herjaði í vesturátt, lögðu Sovétríkin undir sig Eystrasaltsríkin og réðust á Finnland. , Þessi saga er einn svartasti bletturinn í sögu hins sovézka kommúnista, og' það er íslenzkum kommúnistum til ævarandi svívirðu, að þeir skyldu styðja Sovétríkin gegnum þykkt og þunnt á þessum árum. Enn virðast þeir engu hafa gleymt og ekkert hafa lært. Þeir birta þessa daga greinar i í Þjóðviljanum, þar sem sagt er, að vesturveldin hafi ætlað að ráðast á Sovétríkin gegnum Finn- land, og hafi árás Rússa því verið vamarstríð! Og einnig, að vesturveldin hafi neytt Stalín til að gera vináttusamning við Hitler! Skyldu almennir kommúnistar vera þeir ein- feldingar að trúa slíkri sagnaritun? iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiii lllllfIMIllllltlllllltlIfl 111111111111111 HlfIIIIIIIIHIIIIIIIIllllIIIIIII I l*t llllHIIIIIIIIIHIIIIIIIIHWn^ Kveðja frá Hrafnistu. itr Gamli sjómaSurinn og nútíðin. ir Halldóra Bjarnadóttir ræðir um ættarnöfnin. TÍr „Rifjar" upp baráttuna um þau. (■iiiiiiii iinii kiiniiuniii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii^inim^^n^^^nn^^^^^ H. J. sendir mér eftiríarandi kveöju með bréfi. Það er nokkurs konar kveðja frá nafnlausum sjó- manni í Hrafnistu: „Það má kanski segja að maður hafi bjarg' að mannslífum, ég veit það ekki“. Hann hafði staðið aleinn við stýrið á skútunni langtímum saman, í fárviðri og hafró'-i, svo engum var fært um dekkið. Skipið komst inn og allir lífs. Þeir voru svona sjó- mennirnir, jafnt hásetar og skip- stjórnarmenn, virtu skylduna, viku aldrei af verðinum, lögðu líf ið að veði. Meðfædd karlmennska og kjarkur, æðrulaus ró og örugg trú á handieiðslu Guðs gerði þá „mikla menn. „Heldurðu að bleyðurnar í bátnum megi búast við sálubjálp“. HANN LIGGUR í sjúkradeild Hrafnistu og bíður. Framfærsla hans er talin eftir af letingjum, og sælkerum, sem hann þó vann fyrir með starfi sínu. Margt gamla fólkið reyndi örbirgð og skort, jafnvel hungur. Kotin voru lireysi klæðin tötrar. En það var stórt í smæðinni, sannar hetjur. Flest er það farið, annað bíður byrs ströndinni. Landtakan verður góð, höfnin örugg. Hið milda ljós lýsir leiðina. Hann bað mig að skila kveðju o gþakklæti til vina sinna, til allra í Hrafnistu fyrir góðvild, hjúkrun og aðbúð alla“. HALLDÓRA Bjarnadóttir skrif ar frá Blönduósi: „Fyrir 40-50 ár- um gaus upp úlfaþytur mikiil liér j íendir meðal þjóðrækninna manna I sem óttuðust alvarlega, að helm- ingur þjóðarinnar hætti að kenna sig við föður sinn, að fornum sið, en tæki upp ættarnöfn, misjafn- lega heppileg: Svo sem Giljan, Strjúgan, o. s. frv. En þá óð fram á vígvöllinn kappi einn mikill, víg reifur og þjóðrækinn vel, sem kom máli þessu fyrir káttarnef, svo það hefur ekki skotið upp kollinum síðan. — Var það Bjarni Jónsson frá Vogi. HANN BARÐIST með linúum og hnefum á móti málinu á Alþingi og með harðylgi sínu og háðglós- um fékk hann lögleitt bann við notkun ættarnafna. En ekki treysti Bjarni sér til, þó slyngur væri, að ganga I berhögg við gömlu ættarnöfnin, sem ungir menn í liégómaskap sínum tóku upp á Hafnarslóð á öldinni sem leið. — Þau fengu að halda velli. HINS VEGAR fannst sumum gæta nokkurs þröngsýnis, eða misræmis, er útlendir menn, sem leita sér atvinnu, urðu með lög- um, að afsala sér gömlum ættar- nöfnum og nefna sig nú Ólafsson, Larsson o. s. frv. Og ekki fékk Bjarni rönd við reist, með lögum þessum, að konur, íslenzkar konur, urðu skyndilega nefndar son, syn- ir feðra sinna, en ekki dætur. Fot setafrúin okkar, hefur haldið 6r fram að vera dóttir föður síns, Þórhallsdóttir, þó að nafnið hafl böglazt fyrir brjósti erlendra þjóð höfðingja, varð svo að vera. —< Þjóðræknar íslands dætur föga< uðu þeirri ákvörðun. ÞETTA ættarnafnamál liefup, eins og öll mál, fleiri hliðar, sem gaman er að athuga. Mun það t.d. verða ekki nafni sínu til minnb- unar, verða ættarskömm eða öðruvísi á göfugum ættai> meiði. Óneitanlega er það líka, aQ mörgu leyti þægilegra í sambúQ og samvinnu manna að grípa tll ættarnafna, en þeim fjölda af Jónum Jónssonum t.d. úir og grúir af á landi liér, svo eitthvað sé nefnt. > NOKKRIR AF ÞEIM mönnum, sem algengustu nöfnin báru, grlpu til þess ráðs að kenna sig við fæðingarstað sinn, eða ættaróðaL Gekk þar fremst í flokki baráttu- maðurinn Bjarni frá Vogl. — Nálg umst við þar landssið Norðmanna sem nær undantekningalaust kenna sig við fæðingarstaði sína eða ættaróðal. Eru það um leiS urnefni þau, sem fornsögur vorar Framhald á 11. síðu. / 2 4- sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.