Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Page 74

Eimreiðin - 01.01.1908, Page 74
74 í ritlingi þessum skrifar B. S. um 5 »nýjar« fiskategundir við íslandsstrendur o. fl., ennfremur um fuglalíf umhverfis ísland (á sjónum), og er mikill fróðleikur í því fólginn fyrir þá, er deili kunna á slíkum hlutum í smáu og stóru. G. Sv. »HITT F0ROYSKA BÓKMENTAFELAGID« kalla Færeyingar félag, sem þeir hafa nýlega stofnað hjá sér með þeim tilgangi, að gefa út söguleg heimildar- rit, er snerta Færeyjar, á hverju máli sem er, og enn fremur rit á færeysku, bæði eldri og yngri. — Árstillagið er 5 kr. og fá menn gegn því öll þau rit, sem félagið gefur út. Ósk um upptöku í félagið sendist til séra A. C. Evensen, Sando pr. Thorshavn. V. G. ÞÝÐINGAR ÚR ÍSLENZKU. í þýzka tímaritinu »Kunstwart« XX, 16 (Dres- den 1907) liefir prófessor A. Heusler birt ágætar þýðingar á þætti Þorsteins stangarhöggs og tveimur köflum úr Ljósvetningasögu, ásamt nokkrum inngangsorðum til skýringar. V. G, RUDOI.F MEISSNER: EINE ISLÁNDISCHE URKUNDE (sérpr. úr »Han- sische Geschichtsblátter«). Höfundurinn hefur kynt sér rækilega verzlunarsögu Islands á miðöldunum. Lýsir hann af lærdómi miklum samkepni Englendinga við Hansastaðakaupmenn, rán- skapi þeirra og yfirgangi. Hann skýrir frá íslenzku skjali í vDas hansische Ur- kundenbuch«, er menn hafa ekki vitað af til þessa dags. Skjal þetta er dagsett 10. júní 1476 og segir þar, að Englendingar hafi ráðist á skip keppinauta sinna árið áður (1475) °£ rænt v‘ð »Sudwellisiokull« (— Snæfellsjökull) og hafi síðan verið kærðir fyrir Játvarði Englandskonungi af Hansastaðakaupmönnum. Jafnframt er þess getið, að kaupmenn þeir, er rændir voru af Engl., hafi verið norskir frá Björgvin, þegnar Danakonungs, og því hafi Hansastaðakaupmenn engan rétt haft til að skifta sér af þessu máli. Ensku kaupmennirnir vildu flækja málið, og höf. kemst að þeirri niðurstöðu, að þeir hafi annaðhvort komist í skjal þetta og vikið þar ýmsu við, eða haft áhrif á þann, er skjalið samdi, eða þá falsað það algjörlega og stolið nafni og innsigli af öðru skjali. Reynir höf. að sanna þetta með ýmsu. Aftast í greininni er skrá yfir hafnarstaði útlendinga á Islandi á miðöldunum, og skal þess getið, Dönum til fyrirmyndar, að nöfnin eru öll rétt stafsett (ég tel ekki Ólfúsá f. Ölfusá). J. Sig. Leiðrétting’ar. í EIMR. XIII. eru menn beðnir að leiðrétta þessar prentvillur: Bls. 98,37: »íbúðarhús« les áburðarhús. — 99,18; »aftast« 1. oftast. — ioi.37: »Saumarnir« 1. Taumarnir. — 195.7- >>S(>1 Fjallkonunnar« 1. sál Fjallkonunnar.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.