Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Page 49

Eimreiðin - 01.01.1908, Page 49
49 sameiginlegur og sat í Noregi? Og enn fremur: varð Danmörk enskur ríkishluti á dögum Knúts ríka, af því konungurinn var sameiginlegur og sat á Englandi? Ef herra Orluf kveður nei við þessum þremur spurningum, sem vér hyggjum hann muni gera, þá verður líka sama svar að gilda um afstöðu Islands til Noregs samkvæmt Gamla sáttmála. —- Skjal alþingis 1319 (eða 1320, sem mun réttara) er engin sönnun fyrir því, að íslendingar hafi kannast við, að þeir lytu ríkisráðinu norska. Að það er stílað til þess, kemur blátt áfram af því, að ríkisráðið hafði snúið sér til alþingis eða Islendinga fyrir hönd konungs með tilmælum um að sverja honum hollustueið, en þeir neita að gera það fyr en þeir fái skriflega trygging ríkisráðsins fyrir því, að óskir þeirra og forn skilyrði verði uppfylt. Að þeir heimta trygging frá ríkisráðinu, en ekki konunginum, kemur náttúrlega til af því, að þeir skoða ríkisráðið sem umbjóðanda konungs, svo að skuldbinding þess væri sama sem skuldbinding konungs. Petta var líka alveg rétt, hlaut svo að vera og gat ekki öðruvísi verið. Konungurinn, Magnús Eiríksson, var þá þriggja vetra gamalt barn, sem því engu gat lofað sjálfur. Ríkisráðið varð því að gera alt fyrir hans hönd og var sama og sjálft konungsvaldið. 2. Skattgjald Islendinga gat ekki fremur gert ísland að lýð- lendu, er háð væri Noregi, en skattgjald Dana til Magnúsar góða eða Knúts ríka gerði Danmörku að norskri eða enskri lýðlendu, sem hr. Orluf þó trautt mun játa, að Danmörk hafi nokkru sinni verið. Hér er sem sé alveg sama máli að gegna, því bæði Magnús góði og Knútur ríki gátu (eins og Hákon) varið sköttum sínum frá Danmörku alveg eftir geðþótta sínum. — Hnýfilyrðum herra Orlufs til Jóns Sigurðssonar er óþarft að svara, því allir sjá, við hver rök þau hafa að styðjast. 3—4. Pótt löggjafarvald alþingis sé ekki með beinum orð- utn nefnt í Gamla sáttmála, þá er síður en svo, að það sé nokkur sönnun fyrir afnámi þess, heldur einmitt hið gagnstæða. Hefði um afnám þess verið að ræða, þá hefði þurft að taka það fram og hvað ætti að koma í staðinn. En þar sem meiningin var, að það skyldi haldast, hefir þótt óþarfi að taka annað fram, en að farið skyldi eftir »íslenzkum« (en ekki »norskum«) lögum. Um það, að alþingi hélt löggjafarvaldi sínu langa hríð, er heldur eng- um blöðum að fletta, því saga landsins sýnir það ljóslega, og er 4

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.