Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Qupperneq 48

Eimreiðin - 01.01.1908, Qupperneq 48
48 þá mundum vér og hafa mælst til hins sama af herra Orluf, ef viðlíka ókurteis ummæli hefðu orðið í svari hans, sem nú eru þar (t. d. »fölsun«, »bjánaleg dirfska« o. s. frv.). Nú höfum vér þó álitið réttast að lofa þessum ummælum hans að standa óhögg- uðum, og geta þau þá fallist í faðma við það, er ókurteislega hefir verið mælt í hans garð. Að finna að því, að herra S. G. hafi varið minna rúmi til að. skýra frá efninu í grein herra Orlufs, en greinin sjálf tók upp, er allsendis ástæðulaust. Pví til þess var hann blátt áfram neyddur rúmsins vegna, enda gátu þá þeir, er lesa vildu greinina í heild sinni, fengið sér sjálfa greinina á dönsku, er búið var að benda þeim á hana. Par sem herra Orluf ber S. G. á brýn, að hann hafi skýrt »rangt« frá miðkaflanum í ritgjörð hans og »falsað« innihaldið 1 konungsbréfinu 23. sept. 1848, þá er oss eigi ljóst, við hvað hann á, með því hann getur ekki um, í hverju þessi fölsun sé fólgin. En þrátt fyrir nákvæman samburð á báðum greinunum og eins á konungsbréfinu, hefir oss ekki tekist að koma auga á þessa »föls- un«, og höfum vér þó leitað að henni eins og saumnál. Vér fá- um ekki betur séð, en að S. G. hafi hér frá öllu rétt skýrt, svo langt sem frásögn hans nær; en hann sleppir auðvitað ýmsu, sem betur skýrir skoðun herra Orlufs á málinu, Hér er því ekki nema tvent til: annaðhvort er þessi »fölsun« svo fíngerð og dulklædd, að oss brestur skarpskygni til að finna hana, eða hún er aðeins ímynduð, og þannig til komin, að herra Orluf hefir misskilið hin íslenzku ummæli S. G.; og það er oss næst að halda. Vér skulum þá stuttlega minnast á hina einstöku töluliði í grein herra Orlufs, en látum þess þó fyrir fram getið, að rúm Eimr. leyfir eigi að elta ólar við allar staðhæfingar hans, enda mundi það stundum verða mestmegnis óþörf endurtekning á því, sem herra S. G. hefir tekið fram í grein sinni og hann víðast hvar hefir bygt á ritum Jóns Sigurðssonar. 1. Pó að Islendingar gengju á vald Hákoni konungi, þá verður ekki af því ályktað, að þeir hafi um leið gengið á vald hinu sameiginlega norska ríkisvaldi, eða ríkisráði Norðmanna eftir að það var stofnsett. Lutu máske Norðmenn að sjálfsögðu ríkis- ráði Svía á 19. öldinni, þótt þeir hefðu samþykt að hafa sam- eiginlegan konung? Eða svo vér tökum eldri dæmi: Laut Dan- mörlc Noregi á dögum Magnúsar góða, af því konungurinn var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.