Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Síða 22

Eimreiðin - 01.01.1908, Síða 22
22 styijöld óhugsanleg. Eftir baráttu Voltaires fyrir umburðarlyndinu eru opinberar blóðugar trúarofsóknir óhugsanlegar. Eftir því sem þekking á lögum og öflum náttúrunnar fer í vöxt, hverfur meir og meir trúin á, að hið yfirnáttúrlega breyti rás viðburð- anna, og þá um leið óttinn fyrir djöflinum og verkfærum hans, galdra og töframönnum. Ekki þarf að eyða orðum að því að sanna, þvílík framför var í því í áttina til bróðurkærleikans, að galdramálin hurfu úr sög- unni með öllum sínum svívirðingum. Hlægileg má oss finnast öll þessi mótspyrna eldri tíma gegn vís- indalegum uppgötvunum, t. d. að jörðin gangi kringum sólina; og ekkert vit finst oss í, hvað trúræknir menn voru hræddir við þær. Á hinn bóginn gera menn sér í hugarlund, að seinni alda vísindi séu á alt annan, og enn skaðlegri hátt, fjandsamleg kristindómnum. Fyrir því vil ég gera mér far um að komast að hinu sanna í þessu efni. Eftir því sem ég kemst næst, þarf að fara til 17. aldarinnar til að finna þessa hættulegri stefnu fyrir kristindóminn. Á þeim tímurn var það að óhlutdrægur, sterkur og sigursæll rannsóknarandi ruddi sér braut, einkum á Englandi. Hann skapaði »ákefðarríkan kærleika til sannleikans, sem ýtti á stað fullkominni umbyltingu í öllum fræðigrein- um. Frá þeim áhrifum hefir hin rnikla gagnrýna hreyfing upptök sín, sem hefir endurfætt alla sögu, öll vísindi og alla guðfræði.........og breytt víðtæki og einkennum samhygðar vorrar« (W. E. H. Lecky). Frá enskum djúphyggjumönnum hafði Voltaire og lærisveinar hans frumhugtök þau, sem kollvörpuðu hinni blóðugu harðstjórn kaþólsku kirkjunnar á Frakklandi, og ruddi braut anda umburðarlyndisins. Ensku djúphyggjumennirnir höfðu stórfengleg áhrif á frakknesku spekingana yfirleitt, og af þessum áhrifum spratt frakkneska stjórnarbyltingin. Menn hafa sagt, að þar sem stjórnarbyltingin á Englandi hafi falið í sér frelsi Englands, hafi stjórnarbyltingin á Frakklandi falið í sér frelsi heimsins. f’rátt fyrir alla árás frakkneskra spekinga 18. aldarinnar á kristindóminn, verður það þó ekki af þeim skafið, að þeir voru hinir fyrstu, sem áræði höfðu til að framkvæma þá bróðurhugsun, sem Jesús hafði hleypt inn í framfaralífið. Þeir voru hinir fyrstu, er kröfð- ust jafnréttis fyrir alla menn, einnig í hinu borgarlega og stjórnfræðis- lega lífi. Þeir létu sér ekki lynda að göfga bróðurhugsunina sem fagra fræðikenning og með glamuryrðum frá prédikunarstólnum, er engu að síður mætti troða undir fótum, þá er á skyldi herða, eða létu sér nægja framkvæmd hennar í öðru lífi. Með jafnaðarkröfu þessari er grundvöllurinn lagður að alþjóðlegu frelsi, sem 19. öldin hefir svo mjög borið fyrir brjósti, og smámsaman valdið gersamlegri breytingu á skilningi Norðurálfunnar á bróðurhugsun kristindómsins. Alt til tíma hinna frakknesku frelsis og jafnréttis prédikara, hafði hugsun þessi í sinni fullu stærð verið óskír í kristninni. Alt til þess tíma lá nærri að bróðurhugmyndin væri bygð á miskunseminni. Frá þessum tíma fær hún fastari stöðvar sem réttlætiskrafa. Hið siðferðislega víðtæki á breytingunni, sem þannig varð á skiln- ingi bróðernisins, verður ómetanlegt. Það hefir leitt til víðtækari og víðtækari starfsemi til að útbreiða upplýsing og fróðleik lengra og

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.