Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Qupperneq 11

Eimreiðin - 01.01.1908, Qupperneq 11
Nytsemi vísindanna fyrir þroska trúarlífsins. Fyrirlestur haldinn á málfundi í Kristiansand 1905. Eftir HANNA ISAACHSEN. Fyrir nokkuru síðan var lögð fyrir tólf framúrskarandi menn Norðurálfunnar spurningin: »Hvaða bók hefir haft gagngerðust áhrif á líf yðar?« Sex af þessum tólf voru guðfræðingar. Níu þeirra svöruðu: »Uppruni tegundanna« (Origin of species) eftir Darwín. Það er og ætlun mín. að öfgalaust sé að fullyrða, að engin bók 19. aldarinnar hafi fest dýpri rætur í andlegu lífi Norðurálfunnar en þessi bók. Valdið, sem hún hefir náð yfir hugum manna, má þakka kenn- ingu þessa hugvitssama snillings um »náttúruvalið«. Prófessor Rómanes segir, að ættum vér að meta nytsemi hverrar frumhugsunar eftir því, hve mjög hún breytir hugsunarhættinum, þá sé frumhugsun þessi — náttúruvalið — tvfmælalaust hin ábrifamesta hugsjón, er nokkuru sinni hafi fæðst í mannssálunni. Ekki verður því heldur neitað, að áhrif kenningar þessarar á trúarlífið hafi verið hin gagngerðustu. Neita má því ekki, að rótað hefir hún til í kristilegri kirkju. Því með fræðikenningunni um nátt- úrúvalið er ósjálfrátt frumtak sett í stað hins skapandi guðs, — að vísu ekki hvað lífið sjálft snertir, því kenning Darwíns gerir ráð fyrir lífinu sem gefnu — heldur aðeins að því, er snertir hinar sérstöku tegundir. Ekki var það nema sjálfsagt, að þetta hlyti að breyta afstöðu vísindanna til trúarbragðanna. Ögrandi hafa vísindin með þessu hrópað til trúarbragðanna: »Hvar er nú guð þinn?« Vísindamenn sögðu fyrir dauða kristinnar trúar, með því jafngóð kenning, er stæði á vísindalegum grundvelli, hefði steypt henni — eða þá að ágizkunar- kenningin: guð mundi falla af sjálfu sér með verkun sömu orsaka, sem höfðu sett hana á laggirnar. ■ Þetta er þó ekkert nýtt fyrir kristindóminn. Mótstöðumenn hans hafa svo oft spáð honum falli. Enginn ástæða fyrir oss að kippa oss upp við það. En það, sem oss má furða á, er kvíðbogi kristinna manna fyrir framtíð kristindómsins. Og ekki sízt kirkjunnar sjálfrar. Á hvem einn sigur í heimi vísindanna hefir kirkjan alla kirkjusöguna í gegn litið tortrygnis augum, og skoðað hann háskalegan fyrir trúna. Þannig hefir kirkjan sjálf, með efasemdum um llfsmagn trúar sinnar, unnið að því, að afflytja sitt mál í augum vantrúarinnar. Eitt sinn þótti mönnum trúarbrögðunum háski búinn af því, að trúa á tilveru andfætinga. Háski var að trúa því, að jörðin gengi kringum sólina. Já, þá var það ekki lítill háski fyrir trúna, að efast um, að til væru galdranornir og fjölkyngismenn. Við brosum nú að þess kyns bamaskap. En andinn lifir æ hinn sami hjá kristnum mönn- um og kristilegri kirkju, meðan hún reynir að binda hendur á vísinda-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.