Lögberg-Heimskringla - 14.06.1985, Side 6

Lögberg-Heimskringla - 14.06.1985, Side 6
6-WlNNIPEG, FÖSTÚDAGUR Í4. jÚNÍ 1985 Egill Skallagrímsson í háskasjóum Aðgerð í frosti og særoki. ísinn hefur náð að festa á grindverki á vöntum og á gálgabörum. Framh. af bls. 5 Það leið að miðnætti og vaktaskiptum í brú og vél. Elías Benediktsson, sem var netamaður og hafði stýrimannspróf, var næsti vaktarformaður. Hann ásamt þrem félögum sínum kom upp í lúkarskappann og beið lags. Stöðugt gekk yfir þilfarið, og skipið lá með sjó inn að lúgum. Skipið hálsaði sjóina þannig, að vindur og sjór stóð framarlega á stjórnborðskinnung. En þeim ætlaði ekki að lánast að komast aftur í brú. Þeir biðu lags í fullan hálftíma. Allan þann tíma var þilfarið stöðugt undir sjó og braut á því, þó að ekki kæmu stór ólög. Loks um síðir kom lag og þeir hröðuðu sér eftir þilfarinu aftur í brú og leystu kvöldvaktina af. Sama sagan endurtók sig þegar mennirnir af kvöldvaktinni fóru fram í. Þeir komust þó klakklaust í lúkarinn og fórun í koju. Þorgils dreymdi, að tvær rottur voru kommar niður á bringu á honum. Honum varð illa við, þóttist þrífa til rottanna og kremja þær í höndum sér og kasta þeim síðan frá sér, en blóð lagaði úr. Hann vaknaði við þetta og þótti draumurinn ljótur, en sofnaði aftur. Enn dreymdi hann, og nú að hann flygist á við tvo seli. Þeir voru illvígir, en um síðir þótti honum selirnir lúta í lægra haldi og hann geta drepið báða. — En hvað var þetta? Hann flaut upp úr kojunni ísköldun sjó. Sjór fór með boðaföllum um lúkarinn og allt varí einni bendu, menn, sængurföt og annað dót. Þorgils var andartak að átta sig a því hvort hann væri lífs eða liðinn, en varð það fyrst fyrir að biðja Guð að hjálpa sér. En sagði síðan: Strákar, þið þurfið ekki að vera Hræddir, við förumst ekki í þessu veðri. Sumir, sem einnig höfðu áttað sig hlógu, en aðrir bölvuðu látunum. Skipið lá á bakborðshlið og þrjár kojuraðir í lúkarnum voru í sjó. Frammi undir hvalbaknum voru geymdir grandrópar og bobbingar og fleira til skipsins. I sama bili og skipið kastaðist niður á bakborðshliðina kastaðist 24 tommu bobbingur á lúkarshurðina, braut hana inn og hafnaði niður í koju Jóns Júníussonar háseta, eins fjórmenninganna, sem rétt áður var farinn á vakt á stjórnpalli. I sama bili séll kolblár sjór niður um lúkarskappann. Valdimar Halldórsson háseti var einn þeirra, sem var fram í. Hann vaknaði við, að sjóblautum sængum var fleygt upp í kojuna til hans, en bakborðsmegin voru allar kojur í sjó. Einhverjum tókst að loka lúkarshurðinni, svo að sjórinn streymdi ekki lengur siður, en hér var ömurlegt um að litast. Eflaust datt flestum í hug, að nú væri síðasta stundin komin. Þeir drifu sig í stakkana og bjuggust til að fara upp og aftur eftir. Öllum var ljóst, að kastazt hafði til í skipinu og bráðan bug yrði að vinda að því að rétta það. Þeir fóru upp í lúkarskappann og freistuðu þess að komast aftur eftir þilfarinu. Steini í Lindinni, sem var af félögun sínum talinn orðhákur sagðist ekkert fara, það væri sama hvar maður dræpist, en auðvitað vissu allir að þetta var aðeins grátt gaman. Mennirnir í brúnni höfðu séð, hvar brotsjór hvolfdist inn yfir bóginn stjórnborðsmeginn, æddi yfir þilfarið og yfirbyggingu og kastaði skipinu niður á bakborðshlið. Allar rúður í brúnni brotnuðu, og stýrishúsið fylltist af sjó. Elías stóð við vélsímann, en Jón Juníusson var við stýrið og stóð bakborðsmegin við stýrishjólið. Sjórinn tók honum á miðja bringu. Mennirnir hrötuðu til, en naðu samt fljótt fótfestu á bakborðsþilinu, því skipið rétti sig ekki, en lá nú á bakborðshliðinni þvert fyrir ofviðri og stórsjóum, svo að vatnaði inn í stýrishúsið. Sjórinn rann brátt úr brúnni, út um dyrnar og niður í íbúð skipstjóra. Skipstjóri var kominn upp. Hann skipaði að leggja stýrið hart í bakborða og binda það. Þeir vissu, að fiskur og salt í lestinni hafði kastazt til og ekki þyddi að reyna að ná skipinu upp í fyrr en búið væri að jafna þar til. Allar lifrartunnurnar og flest lauslegt tók fyrir borð. Niðri í vél og kyndistöð var ömurlegt um að litast. Þegar skipið kastaðist á hliðina, hentust gólfplötur úr kyndistöðinni út í síður, en sjórinn fossaði niður um ristina og í gegnum bakborðsloftventilinn, sem lá í sjó. Hágluggi á vélarúmi var óþéttur, og einnig þar kom sjór niður. Aftur í káetu hentust þeir, sem voru í kojum bakborðsmegin, fram úr, en í sömu mund fossaði sjór niður í ká etuna. Loftræstirör, sem lá upp í gegnum bátaþilfarioð, hafði kubbazt í sundur, og vegna þess að skipið lá á hliðinni, fossaði sjórinn inn í kojuna, þar sem Vilhjálmur lá handleggsbrotinn og sárþjáður. Vilhjálmur reyndi að komast upp úr kojunni, en straumurinn var slíkur og hann sjálfur dasaður, að hann hafði ekki afl til þess að rísa upp og flaug nú í fyrsta skipti alvarlega í hug, að nú mundi hann drukkna. í sama bili komu þeir Hilmar loftskeytamaður og Gísli Kristjánsson háseti honum til hjálpar og drógu hann út úr kojunni. Einhver þreif vatteppi, og þeir hjálpuðust að því að troða teppinu saman vöðluðu upp í loftæstirörið og stöðva sjórennslið niður í káetuna. En sjórinn streymdi niður um ventilinn yfir kyndistöðinni, og það var orðinn ískyggilega mikill sjór í vélarúminu. Hásetarnir í lúkarnum höfðu allir að einum undanteknum, sem var veikur, sjóbúizt og biðu lags að komast aftur þilfarið. Þeir lögðu af stað einn eftir annan, handfetuðu sig kulmegin í skjóli við lunninguna og héldu sér í vörpuna, sem hafði stokkfrosið eftir áð skipið lagðist. Bylurinn æddi, og þeir vissu, að ólags var von á hverri stundu. Þeir komust allir aftur ganginn og inn í yfirbygginguna að aftan. Þeir fóru rakleitt niður í vélarrúm og ætluðu þaðan gegnum tunnelinn, sem liggur fram úr kyndistöðinni og milli kolaboxanna fram í afturlestina, en þar var ekki greitt aðgöngu. Mikill sjór var í kyndistöðinni, sem hafði sjóðhitnað af katlinum, og þegar þeir komust fram í tunnelinn, var lúgan fram í lestina föst. Allt var fullt af gufu og reyk of sjórinn, sem nú hitnaði æ meir frá katli og eldholum gerði mönnum lífið næstum óbærilegt. I tunnelnum var hann svo djúpur, að aðeins höfuðið stóð upp úr. Þorgils Barnason var kominn fram í tunnelinn og reyndi ásamt fleirum að opna lúguna, en hún var óbifanleg. Þeir fengu sér ,,slæs'' úr kyndistOðinni, og með honum gátu þeir loksins mölvað lúguma fram í lestina. Engin raflýsing var í lestinni, Tallin & Kristjansson Barristers and Solicitors 501-55 Donald St. Winnipeg, Manitoba R3C 1L8 942-8171 en kerti stóðu í stjökum hér og þar. Þeim lánaðist að kveikja og tóku til að kasta fiskinum, sem henzt hafði út Framh. á bls. 7 MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja JOHN V. ARVIDSON PASTOR 10:30 a.m. The Service followed by Sunday School & coffee hour. BARDAL FGNERAL HOME AND CREMATORIOM W/innifxgs original Bardal Funeral Home has VVbeen seruing the city's needs since 1894. Bardal Funeral Homes offers a wide uarietu of traditional and modern seruices forall faiths. For consultation contact Dauid Pritchard or Jack C. Farrell. CALL 774-7474 24 Hours a Day 843 Sherbrook Street

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.