Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 14.06.1985, Qupperneq 5

Lögberg-Heimskringla - 14.06.1985, Qupperneq 5
WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1985-5 Egill Skallagrímsson í háskasjóum Togarinn Egill Skallagrimsson fékk stóráfall og lagðist á hliðina. Skipið rak fyrir fárviðri og stórsjóum í yfir 30 stundir meðan áhöfnin barðist hetjubaráttu við að ausa það og rétta. Kannske sáu þeir lengst þeirra, sem af komust. Loftskeytamaðurinn á Agli Skallagrímssyni sat uppi í klefanum og bjóst til að taka veðurfregnir frá T.F.A. Hann stillti viðtækið og renndi augum upp eftir leiðslunum, þar sem gildir loftnetseinangrarar gengu í gegnum þakið, Veðrið hafði versnað og Hilmar Norðfjörð loftskeytamaður var að hugsa um hvort loftnetið væri ekki örugglega í lagi. Loftskeytaklefinn var úr timbri og stóð uppi yfir eldhúsinu, og þegar hann var byrjaður að skrifa niður á eyðublaðið heyrði hann að slegið var úr blökkinni og þeir byrjaðir að hífa upp. Hilmar lauk móttöku veðurfréttanna og flýtti sér síðan fram í brú til skipstjórans, Snæbjarnar Stefánssonar og fékk honum blaðið. Sjór var orðinn þungur, og það var tekið að snjóa, en veður ennþá stillt. Hilmar ílengdist í brúnni og horfði á mennina vinna á þilfarinu. Það leið ekki á löngu þar til tók að hvessa af suðaustri og snjókoman jókst. Skipin voru mjög þétt þarna á Halanum, og þeir urðu að gæta sín að rekast ekki á. Það var lítið í vörpunni, og eftir litla stund var kastað á ný. Snæbjörn togaði heldur stutt í þetta sinn, og um klukkan hálf tólf var trollið híft upp og bundið. Snæbjörn Stefánsson var meðal þeirra skipstjóra, sem heldur sigldi í var en halda sjó í vondum veðrum, en í þetta sinn ákvað hann að leita ekki til lands. Veiðiferðin var á enda og lítil kol orðin eftir, kol til svona þriggja daga. Hann ákvað því að eyða ekki kolaforðanum í siglingu inn á firði, heldur láta reka og geta þá verið einum degi lengur á veiðum áður en hann héldi af stað til Reykjavíkur. Loftvog stóð lágt, og Snæbjörn var viss um, að hann yrði hvass, en rok höfðu þeir oft fengið áður og ekkert orðið að. Það var því ekki ástæða til æðru nú, væri rétt á haldið. Hann sneri skipinu upp í meðan gengið var frá á þilfari. Varpan var bundin, fiskikassinn tekinn niður og gengið frá öllu sem rammlegast. Skipstjóri fór síðan niður, vélin var stöðvuð og brátt flatrak Egil Skallagrímsson og fór vel undir í fyrstu. Mennirnir hröðuðu sér inn í borðsal þegar vinnu var lokið á þilfarinu og fóru síðan fram í lúkar hvíldinni fegnir. Þeir, sem átt höfðu frívakt komu upp, borðuðu og hröðuðu sér síðan til að leysa félaga sína af klukkan hálf eitt. Hann var enn hvass á suðaustan, mikil snjókoma og sjólagið óreglulegt of skipið valt. Erlendur Helgason yfirvélstjóri kom upp ásamt Haraldi Erlingssyni kyndara, en niðri höfðu Magnús Einarsson og Eiríkur Gíslason tekið við. A stjórnpalli var Guðmundur Halldórsson 1. stýrimaður ásamt tveimur hásetum. Varla gat heitið að boðabjart væri. Eftir matinn fór Hilmar loftskeytamaður upp í klefann og hlustaði. Hann hafði samband við nokkra starsfélaga sína á öðrum skipum. Sumir voru nýhættir, en aðrir enn að veiðum. Ekkert skip hafði fiskað neitt að ráði um nóttina nema Leifur heppni, sem hafði fiskað vel. Mennirnirí brúnni sáu grilla í skip rétt hjá. Það var enn á veióum og þegar kom nær, sáu þeir að þetta var Leifur heppni og hafði þó nokkurn fisk á þilfari. Skipið bar fljótt undan og hríðin byrgði frekara útsýni. Um fjögur leytið um daginn brast óveðrið á. Vindáttin, sem hingað til hafði verið suðaustan, snerist nú svo snöggt í norðuastur að það var eins og hendi væri veifað. Til viðbótar við bylinn rauk nú sjórinn sem mjöll og óveðrið lagði skipið á rekinu. Snæbjörn skipstjóri kom upp í brú og sagði við Finnboga Finnbogason, sem var vaktarformaður, að líklega væri bezt að halda í áttina til lands. Hann gekk að vélsímanum og hringdi á hálfa ferð áfram. Hringingunni var svarað úr vélarrúmi og brátt sigldi Egill Skallagrímsson í átt til lands með bylinn og vaxandi sjóinn á bakboræð. Sjó staerði mjög fljótt og ekki leið á löngu þar til skipið fór að detta ískyggilega; þeir urðu að slá af vegna káskasjóa. Um leið og norðaustan áttin skall á, kólnaði og eftir litla stund var komið grimmdar frost. Um það leyti er Egill Skallagrímsson hafði siglt í klukkutíma í átt til lands, var frostharkan orðin svo mikil að hver sletta, sem kom á yfirbyggingu, reiða og bátaþilfar fraus þar föst, en um þilfarið skolaði sjóinn viðstöðulaust og þar festi ekki. Norðaustan sjóirnir æddu að skipinu og fárviðrið lagði það og þegar hér var komið, var ekki lengur ferðaveður. Þeir töldu sig hafa siglt 4—5 sílur þennan klukkutíma, sem þeir stefndu að landi. Skipstjóri lét leggja stýrinu yfir til bakborða og hungðist ná skipinu upp i veðrið, en það hrakti undan. Hann hringdi á fulla ferð og þá loksins eftir ítrekaðar tilraunir komst skipið upp að. Pannig gekk fram til kvölds, að þeir andæfðu upp í veðrið. Veðrið jókst og bylurinn og að sama skapi stærði sjóinn. Vélin var oft knúin til hins ýtrasta til að halda skipinu í horfinu. Niðri í vélarúmi var Erlendur Helgason 1. vélstjóri á vaktinni, og milli þess sem hann svaraði hringingum úr brúnni og jók eða minnkaði snúningshraða vélarinnar smurði hann, þreifaði um legur og leit eftir að allt væri í góðu lagi. Stjórnborðsmegin í vélarúminu gekk ljósavélin, lítil gufuvél og rafall, og það var orðið nokkuð heitt niðri því þeir höfðu orðið að loka hágluggunum. Laust fyrir klukkan 23.00 fór Erlendur fram í kyndistöðina og aðstoðaði kyndarann við að hreinsa og koma öskunni fyrir borð. Það var ekkert sældarverk eins og á stóð og gott þegar því var lokið. Skipið efiðaði í stórsjóunum og þetta voru gífurleg átök. Sjólagið var óreglulegt, og straumhnútar köstuðust á skipið. Fyrsti stýrimaður var á stjornpalli, en Finnbogi Finnbogason, gamall og reyndur sjómaður, var vaktarformaður á kvöldvaktinni. Með honum voru þeir Þorgils Bjarnason, Guðmundur Thorlacíus og Vilhjálmur Þórarinsson. Þegar skipstjóri fór niður í herbergi sitt, nær miðri vakt, lagði hann svo fyrir, að enginn færi úr brúnni án þess hann vissi. Klukkan rúmlega ellefu um kvöldið spurði Finnbogi Vilhjálm, hvort hann treysti sér að fara fram í lúkar of ræsæ hásetana, sem áttu vakt um miðnætti. Vilhjálnrur vissi að það myndi mikil hættuför, í náttmyrkri og ofsaveðri. Hann vildi sarnt ekki neita, því togaraplássin voru vandfengin, og sagðist skyldu reyna. Þorgils stóð við stýrið. Hann kallaðí til Finnboga, að hann skyldi heldur fara frameftir, því Vilhjálmur væri ekki eins vanur. En Vilhjálmur var kominn út í dyr, og veðurgnýrinn og öskrið í hafrótinu yfirgnæfði það, sem talað var. Hann átti í erfiðleikum með hemja sig. Ofsaveðrið stóð í stakkinn og hann komst við illan leik niður á þilfarið. Um leið og hann var að komast niður, kallaði vaktarformaður til hans og bað hann að hreyfa spilið. Vilhjálmur vissi, að ekki hafði verið blasið úr strokkunum, og hætta var á að það frostspringi. Hann handfetaði sig að vindunni, opnaði gufuhanann og var byrjaður að hreyfa vinduna, þegar brotsjór hvolfdist yfir skipið. Sjórinn hreif Vilhjálm, hann hvarf í blágrænan svelginn, og sem örskot laust gegnum hug hans þeirri hugsun, að skipið væri að sökkva og hann hugsaði: Jæja, svona endaði þetta þá fyrir mér. Síðan varð allt svart. Uppi í brúnni sagði Þorgils: ,,Nú hefur þú drepið strákinn." Þeir Guðmundur Thorlacius og Þorgils fóru út á brúarvænginn bakborðsmegin og svipuðust um. Guðjón Finnbogason bátsmaður, sem var afturí kom upp úr káetunni um svipað leyti og hnúturinn reið á skipið. Hann skyggndizt út og sa, hvar maður flaut í sjónum við skipssíðuna. Um leið og skipið lagðist, flaut maðurinn inn og stöðvaðist við afturgálgann. Guðjón snaraðist út og náði handfesti á manninum, og í sama bili komu þeir Þorgils og Guðmundur. Þeir tóku Vilhjálm, sem nú var kominn til meðvitundar og drösluðu honum upp á vélarreisnina. Hann ætlaði að hjálpa til, en þegar Guðmundur tók undir hægri handlegg hans fann hann skerandi sársauka. Handleggurinn lafði máttlaus niður neð síðunni. Þeir drösluðu Vilhjálmi með sér upp í bríu. Snæbjörn skipstjóri var kominn upp og var ómjúkur í máli, þar sem skipun hans um að enginn mætti fara úr brúnni hafði ekki verið hlýtt. Það var ljóst, að Vilhjálmur var slasaður, og Snæbjörn sagði þeim að fara aftur í og reyna að gera eitthvað fyrir hann. Aftur í káetu var Hilmar loftskeytamaður, sem að boði skipstjórans svaf ekki í loftskeytaklefanum þegar slæmt var veður. Þeir Guðjón og Hilmar hófust nú handa um að rista fötin utan af Vilhjálmi og binda um handlegginn, sem var þverbrotinn fyrir ofan olnboga. Vilhjálmi var síðan komið fyrir í neðri koju bakborðsmegin í káetunni. Honurn leið illa, fékk mikil skjálftaköst og hafði kvalir í handleggnum. Framh. á bls. 6 Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi FORSETI: OLI NARFASON Gimli, Manitoba ICELANDIC NATIONAL LEAGUE Support the League and its Chapters by joining: MEMBERSHIP: Individuals $3.00 Families $5.00 Mail your cheque to your local Chapter or Lilja Arnason, 1057 Dominion St., Winnipeg, Man. R3E 2P3

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.