Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 15
159 ÍífiS. Munið eptir þessu, kæru börn. Hveruig ættí orS Gíuðs að geta nefnzt ljós á yðar vegum (Sálm. 119. 105.) nema því að eins að þjer hafið það til að 1/sa yður með. Menn kveykja ekki ljósið, segir frelsari vor, til þess, að setja það undir mæliker, held- ur yfir ljósahaldinu, svo það lýsi öllum þeim, sem í húsinu eru. Svo lysi yðar ljós fyrir mönnum, að þeir sjái yöar góðverk og dýrki yðar himneska föður (Matth. 5. 15.—16.). Heyrið það! börn mín góö; það eru yðar góðverk, sem mennirnir umhverfis yður eiga að sjá, en ekki myrkraverk heimsins undir kristilegu yfir- skini. Eptir þessari kenningu ber yður nú að afleggja hátíðlegan eið, svo látandi eið, að kristin trú hjá yöur skuli eigi að eins heyrast á vörunum, heldur og sjást í verkinu. Það er auövelt fyrir þann, sem hefir óvandað hugarfar, að lofa og sverja: að hann alla sína æfi skuli afneita djöflinum, verkum hans og athæfi, en hlaupa síðan innan stundar í liö með honum og hans erindsrekum hjei' í heimi í því, að spilla Guðs akri; það er hægt fyrir svik- sama og óorðheldna mannsnáttúru, að lofa og sverja þríeinum Guði sterka og ávaxtarsama trú, en bera síöan velflesta, ef eigi alla, vantrúarinnar eiturávexti. En ærleg og Guði kær náttúra getur þetta ekki. Hún sver eiöinn að vísu, bæði eptir skyldu og af fúsum vilja, því hún vill komast í samband við Guð og lifa i elskunni til hans; en hjartaö titrar og skelfur; innri maðurinn grætur af tilfinningu nálægðar Guðs allrahelgustu hátignar og eig- in óverðugleika, sem og þeirrar þungu byrði, sem maðurinn á þessum degi leggur á sínar veiku herðar. ÞaS hjarta er haröara en stál eða steinn, sem getur með rósemi og tilfinningarleysi heyrt skírnareiðinn staðfestan á vörum hinna ungu, en sjálft þó er sjer þess meðvitandi, eða að minnsta kosti ætti að finna það, að það er orðið gamallt og gráhært í þjónustu syndarinnar, þó aldur lik- amans sje, ef til vill ekki orðinn mjög svo hár, því það þarf ekki langa æfi til þess, að komast á hið hættulega stig andvaraleysis og kaldsinnis, á hina banvænu leið til eilífs dauða. Sólin getur þó þítt hinn kalda ís, og leiptur skýjanna hefir molað sundur hin hörðustu björg; en kaldsinni manna hæSist að ilgeislum Guðs eil- ífu kærleikssólar og stendur óhaggað fyrir hinum dynjandi þrum- um lögmálsins, og sjálfur himininn úthellir beisku táraflóði yfir eymd þeirra og andlegum dauða, því þá sýnist sem sjálfu al- mættinu verði ráðafátt, svo það ekki geti bjargað. Kæru börn! gætið yðar í Guðs nafni, því hjer er ekki um hjegómamál að ræða. Frelsari yðar mætir yður nú sjálfur í dag, og breiðir móti yöur sinn blessaðan miskunnarfaðm, svo segjandi: »Ungu bræður mínir og systur! Hvað þjer nú ætliö að gjöra, þá gjörið það nú með

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.