Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 11
155 hafði tekið trú, fóru kristniboðendur frá hinum tveimur systureyjum Bretlandi og írlandi, cg unnu mið- og norð- urhluta Evrópu undir kristindóminn. Um 430 kristnaði Patrekur helgi íra og hinn keltneski og einkum írski kristindómur feykti í burtu með miklum krapti heið- indóminum viðsvegar um norðurálfuna. Um 513 kristn- aði Kolumba Skotlandseyjar, Aidan varð postuli Norð- ymbra, Gallus Svisslendinga og Kilían Týringa, Um 600 kristnaði Ágústínus Engilsaxa og frá þeim fóru aptur kristni- boðendur til Þjóðverja t. d. Bonifacíus. Á 9. öld varð Ansgar postuli Norðurlanda og um sama leyti snjeru þeir Kyrillus og Meþódius, Ottó og Aðalbjartur vesturslaf- nesku þjóðunum til kristni. Um árið 1000 kristnaðist Rússland, Norvegur og Island. Á síðasta hluta miðalda var lítið um kristniboð, þó tóku Lithavar trú á 14 öld og eptir að vesturálfan fannst, vann Bartólomeus de las Casas að útbreiðslu kristninnar meðal Indíánanna. I nið- urlöndum Asíu boðaði Eranciscus Xavier kristna trú víða, þótt eigi yrði mikið ágengt. Á siðabótartímanum var lítið hugsað um kristniboð, því hugir manna snjerust mest megnis að endurbót kirkj- unnar allt fram undir árið 1600. Eptir þann tíma var líka deyfð í trúboðinu, er hjelzt nálega fram á síðustu aldamót. Þó fór Hans Egede frá Norvegi og boðaði Grænlendingum kristni með allgóðuin árangri, og John Eliot varð postuli hinna rauðu manna í Norður-Amerku. Sá maður sem einna fyrst vakti á ný áhugann á kristniboði var William Carey, fátækur baptisti, er stund- aði skóariðn 1 Nottingham. Það var 1792 að hann hjelt sína nafnfrægu ræðu um kristniboðið og hafði fyrir um- talsefni: »Ráðstu í mikla hluti Guðs vegna og vonaðu mikilla hluta af honum«, sem varð til þess að stofnað var baptista-kristniboðsfjelagið. Carey varð trúboði á Indlandi ásamt öðrum manni. Sydney Smith rjeðist með allri sinni fyndi á þetta aumingjalega fyrirtæki og dró það í sundur með háði, en heimurinn, sem auðveldlega hafði gleymt að postularnir vóru fátækir fiskimenn, og að Drottinn Jesús sjálfur hafði unnið að smíðum i Naza- ret, hló innilega að þessu öllu, einkum samskotunum er

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.