Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 4
148 vera afkvæmi annars eldra heims, sem á undan honum var og honum líkur, og með þessum hætti fengjum vjer marga heima koll af kolli, hvern upp aí öðrum, í það óendanlega, en — hver hefði þá skapað fyrsta heiminn ? — 3. Þess vegna hlýtur smiður, byggingármeistari að hafa smíðað heiminn, enda ber hann það með sjer«. Þótt þessar tvær sannanir sjeu vel hugsaðar, þá þurfa þær þó einnig þess við, að þær sjeu bættar upp með — trú. Trúin er hvervetna óhjákvæmileg, en sjer í lagi í einni vísindagrein er hún einvöld, — sagnafræðinni. Þekk- ing á sögunni er ómöguleg án trúar. Daglegt líf er ólif- andi án trúar; vjer erum til neyddir að trúa hver öðrum, því trúin er undirstaða alls fjelagsskapar. Loksins er trú- in hið einasta, sem maðurinn hefir fram yfir dýrin. Þau hafa meira vit, en margur ætlar, en trú skortir allar skepnur nema manninn. Þó það sje eigi tekið fram í öllum sálarfræðiskennslu- bókum, þá er þó trú, trúin yfir höfuð, fullt eins vel sjer- stakur sálareiginlegleiki, eins og t. d. skilningurinn; sjest það bezt á því, að trúin tekur við, þegar skilningurinn gefur frá sjer, og að öllum mönnum er trú gefin á lægra. eða æðra stigi. Er oss því ætlað, að nota hana og efia eins og aðra sálarkrapta. Þó að postulinn Páll segi (Rómv. 10, 10), að »trúað sje með hjartanu«, þá hafa sál og hjarta þar, eins og víðar, sömu þýðingu. Eins og vonin er trú- in misjafnlega sterk hjá mönnum; sumir eru trúaðir og vongóðir, sumir síður; hjá sumum eru báðar um of, hjá öðrum van. Til forna var svo álitið, að sterk von og sterk trú væri vottur göfuglyndis; magni est animi, diu sperare (o: það er göfugiyndis einkenni, að vona lengi) segir hinn mikli mannþekkjari Tacitus, og optast mun trúardeyfð, tortryggni og vonleysi vera sálarþrengslum samfara. »Ó! þjer litiltrúaðir!« sagði frelsarinn, og af ávöxtunum fyrir lffið munu flestir finna, hvort er hollara trú eða trúleysi. Orvænting og sjálfsmorð fylgja trúleys- inu, trúnni ánægja og rósemi. Ekkert stórvirki, hvorki verklega nje í andans ríki hefir verið unnið án trúar, og flestir, sem engu þykjast trúa nema sínu hyggjuviti, óska þess fyr eða síðar, að þeir gætu truað, en — þá eru þeir

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.