Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 176

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 176
180 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS 1992 var því fyrsta heila starfsárið sem minningarstofan er opin. Safnvörður Byggðasafns Dalvíkur er Friðjón Kristinsson. Byggðasafn Egils Ólafssonnr að Hnjóti i Örlygshöfn Byggðasafn Egils Olafssonar að Hnjóti í Orlygshöfn er opið yfir sumartímann frá 20. maí til 1. október. Á þeim tíma komu 3.600 gestir. Egill Ólafsson, safnvörður, hefur byggt safnið upp í frístundum sínum og eru þar nú 2.200 munir og barst honum töluverður fjöldi í hend- ur á árinu. Stækkun safnsins hófst á þessu ári og var viðbyggingin, sem er spegilmynd gamla húss- ins, glerjuð nú í vetur. Nú er því stærsta hluta verksins lokið og vantar aðeins herslumuninn til að það verði fullunnið. Tengibygging sem er um 100 fermetrar kemur m.a. til með að hýsa fjölþætta starfsemi, s.s. kaffisölu o.fl. Stefnt er að opnun árið 1994. Byggðasafn Vestfjarða Starfsemi Byggðasafns Vestfjarða var að mestu hefðbundin á árinu. Jón Sigurpálsson, for- stöðumaður, er eini fasti starfsmaður safnsins og mæðir því flest á honum, en yfir sumartím- ann voru ráðnir tveir starfsmenn til yfirsetu í safninu. Fjölmargar gjafir voru gefnar á árinu og hafa gjafir tengdar sjósókn orðið mun meira áberandi hin síðari ár. Má sennilega rekja það til þess tíma er sjóminjadeild safnsins opnaði í Turnhúsinu í Neðstakaupstað 1987. Safngestir á seinasta ári losuðu sjöunda þúsundið. Hingað til hefur ekki verið selt inn á safnið en kassi fyrir frjáls framlög og gestabók hafa legið frammi. Drjúgt safnaðist í kassann og um 75% gesta rituðu nafn sitt í gestabók. I safninu var hægt að kaupa safnvísinn, póst- kortin og veggspjaldið, sem Tryggvi Ólafsson listmálari gaf safninu svo og harðfisk. Byggða- safn Vestfjarða er tvískipt á þann hátt að þeir safnmunir, sem ekki teljast til sjóminja hafa verið til sýnis í risi sundhallarinnar við Austurveg. Það húsnæði er einstaklega óhentugt og sl. sumar var ekki mögulegt að hafa það húsnæði opið. Vilji manna stendur til að finna nýtt húsnæði eða byggja og þá helst í nágrenni við Sjóminjasafnið í Neðstakaupstað. Safnið opnaði útibú á Flateyri í tilefni af 75 ára afmæli Flateyrarhrepps 25. júní og fékk til afnota „Sænska húsið", sem er í eigu Sparisjóðs Flateyrarhrepps. Safngestir þá tvo mánuði, sem útibúið var opið voru rúmlega 2.500. Fjölmargir munir bárust safninu í kjölfarið og er hugmyndin að þar verði minjasafn Önfirðinga. Byggðasafn Húnvctninga og Strandamanna Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði er opið almenningi þrjá mánuði yfir sumartímann; júní, júlí og ágúst. Á þeim tíma komu í safnið 1.195 gestir. Yfir vetrarmánuðina er safnið opið þeim nemendum sem stunda nám í skólabúðum í Reykja- skóla og komu 1.959 nemendur og kennarar á árinu í safnið svo samtals sóttu það um 3.154 gestir. Forstöðumaður safnsins er Guðmundur Karlsson. Helsta verkefnið á árinu var vinna inni í safninu við uppsetningu skálabæjar frá Tungu- nesi í Austur-Húnavatnssýslu, en ekki vannst tími til að ljúka því verki áður en safnið opn- aði. Vonir standa til að því verki Ijúki fyrir komandi sumar. Byggðasafn Skagfirðinga Þann 14. júní var haldið upp á 40 ára opnunarafmæli Byggðasafns Skagfirðinga að Glaum- bæ og heimsóttu 16.350 gestir safnið afmælisárið, en það eru um 2.000 færri en árið áður. Innlendum gestum fer þó fjölgandi. Eftir hátíðardagskrá í Glaumbæjarkirkju var gestum boðið í heitt súkkulaði og meðlæti í Glaumbæ. Þar inni í baðstofu sátu nokkrar konur og sýndu vinnubrögð tengd tóvinnu í gamla daga og þrír félagar úr harmonikkuklúbb sýslunn- ar þöndu nikkurnar. Sumir tóku undir með söng, aðrir stigu dans og var glatt á hjalla. Af öðrum uppákomum má nefna að hópur skólanema kom í safnið og fékk uppfræðslu um bú- skaparhætti og byggingar fyrri tíðar. Þá var um mánaðamótin júní-júlí opnuð svo kölluð Drangeyjarsýning á vegum Byggðasafnsins í Pakkhúsinu á Hofsósi. Þar voru sýndir munir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.