Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 89

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 89
SJO A FYRIR AVE-VERS 93 Afar sennilegt er að átt sé við slíka bæn í heitbréfinu og kemur þá meðal annars til álita þekkt Maríusekvensía eða bæn (Chevalier nr. 7021) um sjö himneska fögnuði Maríu sem til er bæði í sænskri og danskri þýðingu og afláti er í báðum tilvikum heitið fyrir lestur hennar, þótt vitaskuld sé engin leiða að fullyrða um það með neinni vissu vegna þess hve margar bænir hafa þetta sama upphaf. I Önnu sögu og Maríu í Reykjahólabók frá um 1530-40 er frásögn af munki sem María mey birtist til að útskýra fyrir honum sjö himneska fögnuði sína: I einn tíma var einn guðlegur munkur. Hann tók í venju sína að hann heiðraði jungfrú Maríu hversdaglega með sjö fögnuðum með miklum kærleika, og einkanlega lagði hann fyrir sig í sitt hjarta að minnast á þá fögnuði er jungfrú María hafði þá sem hennar blessaði sonur hafði hana með sér til himna með mikilli verðugheit. Eitt sinn þá birtist honum jungfrú María og sagði til hans: „Þú hefur mikla áhyggju um mína fagn- aði þá sem umliðnir eru. En þú leggur ekki neitt til þeirra óumræðilega fagnaði sem eg er nú hafandi og brúkandi um aldur og ævi af mildleika almáttugs guðs. En til að þú megir því gjör vita hverjir að þeir eru, þá vil eg greina þér þá. Þann fyrsti fögnuður er eg nú hefi er sá að hann yfirgengur fögnuð allra heilagra manna og engla. Annar fagnaður er sá að eg er svo sem bjartur dagur sá sem sólin prýðir hjá dimmri nótt. Svo fagna allir helgir minnar verðugheitar. Þriðji fögnuður er að allur himn- eskur herskapur heiðra mig og vegsama svo sem vel verðugt er, rétt svo sem eina móður hins hæsta konungs. Þann fjórða fögnuð er eg hefir <er> að minn vilji er gjörsamlega orðinn undir eins og vilji heilagrar þrenningar. Þann fimmti fögnuður er að fyrir alla þá sem mér þjóna þá má eg fá laun eftir mínurn vilja. Sá er hinn sjötti að eg er upp hafin yfir alla englakóra. Þann sjöundi fögnuður er að mín frygð o^ gleði sem eg hefir verður ævinlegana blífandi en aldregi forgangandi." Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst að fögnuðir Maríu hafa verið vel þekktir hér á landi og í ljósi þess hve útbreidd bænargerð tengd sjö fögn- uðum Maríu var á síðmiðöldum og fyrir að lesa hana var auk þess heitið afláti er freistandi að ætla að A-in sjö á Reykjaklæðinu hafi verið hugsuð til minnis fyrir þann sem gerði slíka bæn frammi fyrir altarisklæðinu. IV I máldaga kirkjunnar í Arnesi í Trékyllisvík sem talinn er frá 1327 er „aue maria" meðal kirkjugripa. Giskað hefur verið á að þetta hafi verið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.