Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 77

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 77
ATHUGASEMDIR VIÐ GREIN BJARNA F. EINARSSONAR 81 allnokkrum mæli og þó að þær séu færri og ótíðari í þeim en kvennakuml- um, þá breytir það því ekki að einhverjir karlar hafa klárlega borið slíkar tölur. Ég sé enga ástæðu til að ætla að karlmenn á Granastöðum hafi verið annað en hinir mestu tilhaldsmenn og set hér fram þá kenningu að allar tölurnar á Granastöðum séu af skarti karla - og hef í því ámóta mikið til míns máls og Bjarni í sínu. Það er algerlega óleyfilegt að bera fyrir sig aðra fræðimenn, þegar vitað er að þeir hafa ekki fært neitt fram nema máttlaust álit. Þessi kvennagripaáhugi gengur raunar útí nokkrar öfgar þegar tinnu- flögurnar verða líka kvennagripir af því að þær finnast innan um sörvis- tölurnar. Ekki efast ég um að á Granastöðum hafi verið prútt og siðsamt heimili, en fyrr má nú vera náttúruleysið ef karlarnir hafa ekki einusinni þorað að ganga um kvennahópinn, hvað þá að taka þær sér á kné. I alvöru talað þá skil ég ekki hvað er svo fráleitt við það að konur og karlar hafi unnið hvert innan um annað, ég get að minnsta kosti ekki séð hvernig það á að vera ólíklegra en hitt. Ekki er nóg með að tinnuflögurnar séu gerðar að kvennagripum, heldur eru kljásteinar og snældusnúðar það líka - og enn er hægt að fallast á að það sé líklegt, það er hinsvegar ekki hægt að rökstyðja. Þegar svo er komið, þá er engum karlagripum til að dreifa og þykir mér ráð að setja fram þá kenningu að í raun hafi engir karlar búið á Granastöðum, heldur hafi þar verið kvennabær. Og þá sjáum við strax hvar Eddukvæðin voru skrifuð. Það er nauðsynlegt að gera greinarmun á rökstuddum líkindum og órök- studdu áliti; hið síðarnefnda er gott og sjálfsagt að hafa, en á því er ekki hægt að byggja kenningar sem að einhverju eru hafandi. Að lokum eitt smámál. Kljásteinar eru steinar með gati, en ekki eru allir steinar með gati kljásteinar. Kljásteinar hafa þá náttúru að til þess að geta gegnt hlutverki sínu þurfa þeir að hanga saman í hóp. Þegar menn finna hrúgu af kljásteinum, þá segja menn því sem svo að þar hafi vefstaðurinn verið og hrúgan sé því merki um vefnað. Ef hinsvegar stakur steinn með gati finnst einhvers staðar undir vegg, þá er ekki hægt að draga slíka álykt- un. Ef steinar með gati finnast um heilu og hálfu bæjarstæðin, stakir eða tveir og þrír saman, þá er það vísbending um að slíkir steinar hafi gegnt einhverju öðru hlutverki en að vera kljásteinar og þarf raunar ekki öflugt hugmyndaflug til að sjá hvernig lóð geta verið til margra hluta nytsamleg. Bjarni beitir mjög skynsamlegum aðferðum í grein sinni. Annarsvegar sýnir hann hvernig líta megi á horfin samfélög sem heild (þ.e. öll feriin) en það er nauðsynleg afstaða ef takast á að nýta sér allar upplýsingar sem í gögnunum felast og skapa úr þeim samhangandi mynd. Hinsvegar greinir hann dreifingu muna á kerfisbundinn hátt, sem byggir á nákvæmri og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.