Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 75

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 75
ATHUGASEMDIR VIÐ GREIN BJARNA F. EINARSSONAR 79 hætta á að menn láti hugtökin blekkja sig til að tala um hluti sem ekki er hægt að tala um. Þannig virðist Bjarni halda, eftir að hafa upplýst í inn- gangi að trúarbrögð séu einn þáttur mannlegrar hegðunar (sem er hárrétt og gagnleg athugun), að hann geti sagt eitthvað um trúmál þeirra Grana- staðamanna - sem er allt annað mál. Það getur ekki verið nein önnur ástæða fyrir því, að hann telur sig geta sleppt því að rökstyðja afhverju herbergi I á að vera trúarlegt eldhús, og að hann telur sig geta gefið í skyn að það að engar byggingar séu milli herbergis 1 og kumlsins, hafi einhverja merkingu. Við verðum auðvitað að gera ráð fyrir að Bjarni hafi eitthvað til síns máls, það mun t.d. væntanlega koma fram í lokaskýrslu um uppgröft- inn að herbergi I og hús 9C hafi gegnt sínum eldhúshlutverkum á ná- kvæmlega sama tíma, og að kljásteinarnir/snældusnúðarnir í húsi 9C bendi til þess að þar hafi aldrei neitt annað farið fram en eldamennska. Það hefði margfaldað gildi athugana Bjarna um þessi mál hefði hann haft fyrir því að rökstyðja hvernig hægt er að setja fram svona kenningar, en eins og þær standa er lítil ástæða til að taka þær alvarlega. Meiri samúð er hægt að hafa með þeim vanda sem felst í að þýða erlend hugtök yfir á íslensku, slíkt er ekki einnar nætur verk, einkanlega þegar erlendu fyrirmyndirnar hafa ekki sérlega skýrar merkingar. Það hefði hins- vegar átt að verða Bjarna tilefni til að ræða og skýra betur þau hugtök sem hann notar, en úr því hann lætur það hjá líða, þá verðum við að skilja það sem áskorun um að íslenskir fornleifafræðingar fari að sinna nýyrðasmíð og margefli með sér kennilega umræðu. Ég auglýsi t.a.m. eftir dæmi um „umhverfisbundið atferli". Ég á nefnilega eftir að hitta það tré eða fjall sem fær mig til að hegða mér á einhvern ákveðinn hátt, og ég átta mig ómögulega á gagnsemi þess að hafa hugtak um að einhver atferli eigi sér stað í umhverfi (frekar en einhvers staðar annars staðar?). Einnig er mér stórlega til efs, jafnvel þó að íslenskir fornleifafræðingar vilji örugglega vera þekktir fyrir kímnigáfu og léttlyndi, að hugtakið „atferli í rúmslegu samhengi" muni þykja tækt í fornleifafræðilegri umræðu til lengdar. Subbuskapur í meðferð hugtaka getur aldrei þjónað markmiði vísindanna og getur aðeins orðið til þess að rýra gildi annars athyglisverðra rann- sókna. Hin hliðin á þeim vanda að nota aðferðir félagsvísinda í fornleifafræði- legri greiningu og umræðu hefur lítið með vísindi að gera, heldur er hann sprottinn af því sem Bjarni myndi kalla „fræðibundið atferli". Það er, að svoleiðis aðferðir virðast mönnum oft þvílík töfratæki, að þeir halda að það sé nóg að beita einhverri slíkri aðferð og þá muni snilldarlegar niður- stöður framkallast, og/ eða menn halda að góð og skynsamleg aðferð geti einhvernveginn aukið gildi léttvægra niðurstaðna. Þetta er gildra sem auð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.