Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 74

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 74
78 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS á að skoða samhengi forms og tíma (þ.e. útlit eða gerð muna og mann- virkja á mismunandi tímum). Aðaláherslan hefur legið á að greina breyt- ingar sem geta verið til marks um þróun einhverra fyrirbæra. Það er hvorki tilviljun né vangá að þetta viðfangsefni hefur hlotið mesta umfjöllun. Ástæðan er sú að um það er hægt að ræða innan ramma hefðbundinnar söguhugsunar; það fellur vel að viðteknum áhugamálum fortíðarfræða og krefst ekki sjálfstæðs hugmyndakerfis. Öðru máli gegnir um samhengi rúms og forms. Um það er erfitt að fjalla vegna þess að það krefst þess að orsök og afleiðing mannlegrar hegðunar sé skilin á forsendum rúms en ekki tíma. Ekki er lengra síðan en 30 ár að erlendir fornleifafræðingar fóru að sinna þessu viðfangsefni, og þá undir beinum áhrifum félagsvísinda, sem buðu upp á hugmyndakerfi og hugtök til að fjalla um hegðun manns- ins án tilvísunar til tíma. Vandi fornleifafræðinnar er sá að hún hefur orð- ið að laga orðræðu félagsvísindanna að sínum sérkennum, sem eru fyrst og fremst að gögnin eru aldrei fullkomin og vægi þeirra er oftast óþekkt. Þessvegna er sjaldnast hægt að nota aðferðir félagsvísindanna beint, held- ur verður að sníða þær til og þróa sjálfstæða aðferðafræði um hvernig túlka megi niðurstöður. Þessi vandi er tvíþættur og koma báðar hliðar hans vel fram í grein Bjarna. Vandamálið er annarsvegar að til þess að hægt sé að tala um þessi mál á skynsamlegan hátt verður að hafa skýr og skiljanleg hugtök og heildstæð hugtakakerfi. Það er ekki hægt að taka hugtök beint úr sálfræði, félagsfræði eða landafræði og nota þau athugasemdalaust í fornleifafræði- legri umræðu, einfaldlega vegna þess að grunnurinn er annar (þ.e. ófull- kominn) og þar með eru forsendur umræðunnar aðrar. Það er alveg ljóst hvað t.d. mannfræðingar eiga við þegar þeir tala um það sem Bjarni kallar „trúarbundið atferli"; það er einhver sú hegðun sem stjórnast af trúarhug- myndum manna, og um þetta geta þeir talað af því að þeir hafa aðgang bæði að trúarhugmyndunum og geta virt fyrir sér hegðun lifandi fólks. Hvorugt gerist í fornleifafræði og þó að við finnum stundum minjar sem með góðum rökum má telja merki um einhverja trúarhætti, þá eru mögu- leikar okkar á að sýna í hverju þessir trúarhættir fólust takmarkaðir og lík- indin á að við getum endurgert hugmyndirnar sem að baki lágu nánast engar. Það er nauðsynlegt að geta fjallað skynsamlega um trúarhætti horf- inna samfélaga (af því að við vitum að þeir skiptu máli), en ályktanirnar sem við getum dregið af fornleifaheimildum um slík mál hljóta alltaf að verða annars eðlis og umfangs en t.d. mannfræðingar geta leyft sér. Það á þessvegna ekki við að nota sömu hugtök í báðum þessum fræðigreinum, og ef menn þurfa endilega að nota sömu orð (sem vel má), þá er ástæða til að krefjast þess að skilgreint sé hvað átt er við. Ef það er ekki gert, þá er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.