Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 59
HIÐ FÉLAGSLEGA RÝMI AÐ GRANASTÖÐUM 63 - Tóvinnuáhöld hafa tilhneigingu til að safnast saman og hlaðast upp þar sem textílvinna er stunduð. - Gripir tengdir athöfnum kvenna hafa tilhneigingu til að safnast saman og hlaðast upp þar sem konur halda til. - Sama gildir um alla aðra gripi, sem hægt er að binda við kyn, vinnu eða önnur félagsleg tengsl. - Herbergjaskipan skálans er ekki tilviljun háð, heldur er hún m. a. háð félagslegum þáttum, ásamt vistfræðilegum og trúarlegum þáttum. - Dreifing beina í húsum, á bæjarstæðinu og í ruslahaugnum er ekki heldur tilviljanakennd. Hún sýnir m. a. hvar matur hefur verið gerður og hans neytt og hvar matarleifum hefur verið fleygt. - Skipulag bæjarstæðisins er ekki tilviljunarkennt. - Perlur (sörvistölur) og skrautsteinar tengjast konum og það gera tóvinnuáhöld einnig. Gripir þeir sem ég kem til með að ræða nánar hér á eftir eru perlur, skrautsteinar, snældusnúðar, kljásteinar, hrafntinnuflögur, eldsláttu- steinar, hnífar og bein. Aðrir gripaflokkar eru of smáir til að gagnast í urn- ræðunni, en koma þó til með að skjóta upp kollinum endrum og eins. Eftir að fjallað hefur verið um dreifingu gripanna mun ég stilla upp nokkrum andstæðum, sem hægt er að lesa út úr efniviðnum, svo sem karl - kona, úti - inni o. s. frv. Undirstaða þessa er að menn skilgreina um- hverfi sitt og flokka það m. a. með hjálp andstæðna. Ég tel ekki að andstæðurnar, sem lenda sömu megin séu endilega í samhljómi hver við aðra, t. d. þegar ég set karl og framleiðslu í sama dálkinn þýðir það ekki að þessir þættir séu ætíð tengdir hvor öðrum. Ég viðurkenni fúslega að ekki eru nægjanlegar upplýsingar fyrir hendi, enn sem komið er, til að sanna eitt né neitt endanlega í þessu sambandi, en tel þó að umræðan geti haft ákveðið gildi í sjálfu sér og fyrir framtíðina. 1) Dreifing perlna og skrautsteina, mynd 8 Perlurnar og skrautsteinarnir í ruslahaugnum eru þar líklega vegna þess að þau hafa lent óvart með rusli úr skálanum, líklega úr herbergi III. Ég lít í stórum dráttum framhjá þeim gripum sem fundust í ruslahaugn- um (nema beinunum). Aðrar perlur eða skrautsteinar fundust einvörðungu í herbergi III nema ein perla í húsi 9B og skrautsteinn í húsi 3. Gripaflokkur þessi hafði til- hneigingu til vestlægrar dreifingar og ég tel að hann styrki tilgátuna um að herbergi III sé höfuðvistarveran í skálanum og að jarðhýsið sé manna- bústaður.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.