Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Side 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1914, Side 42
42 vinstri kinn og með hægri hendi undir olnboga vinstri handar, skikkju hefir hann á herðum og um sig, og er skaut hennar lagt yfir hægri framhandlegg. Steinn þessi kom upp úr kirkjugarðinum í Görðum á Akra- nesi; efnið er þursaberg og finst þessi tegund þess sum- staðar í sjávarbökkum nálægt Grörðum. Virðist vera frá miðöldunum. Afhentur af fornmenjaverði. 6245. 12/s Handklœði (manutergium) úr hvítu lérefti, 1. 76 em., br. um 25 cm., alt útsaumað með hvítum léreftssaum með hinni mestu snild og þannig að 15 bekkir eru yfir þvert handklæðið og sinn uppdrátturinn og, að nokkru leyti, saumurinn á hverjum bekk, 2 jafnvel með tvennskon- ar saum hvor; uppdrættirnir eru »a la greque«, tiglar, ferhyrningar, rúður og krákustigir. — Við endana eru bekkir með silkisaumi, nú bleikum og blágrænum, og má spretta þeim frá er handklæðið er þvegið; við þá er fest mjóu kögri. Handklæði þetta er kirkjulegt og er frá Stað á ölduhrygg (Staðarstað); það hefir verið notað við handþvott presta í messunni í katólskum sið og er víst frá 16. öld. — í vísitatium Finns byskups Jónssonar (1759) og Stgr. byskups Jónssonar (1831) er handklæði þetta nefnt »Corporalsklútur« og »Kaleiks- klútur«, en upprunalega hefir það eigi verið haft sem slíkur dúkur. 6246. — Dúkur eða tjald hálft, sem altarisdúkurinn nr. 5900 (frá Hraungerði) er að eins bútur (fjórðungur) af, sbr. Árb. 1910, bls. 86. Er þetta efri helmingur tjaldsins eftir miðmyndinni að dæma, en hinar myndirnar snúa hverj- ar fyrir sig út að næsta jaðri. Tjald þetta hefir verið að lengd (hæð) 250 cm. og að breidd 220 cm., nú vant- ar af því neðri fjórðunginn hægra megin og 35 cm. breiða skák vinstra megin utan af hinum neðra fjórð- unginum, að mestu leyti alla, en sá fjórðungur er hinn fyrnefndi bútur, nr. 5900. Á miðju tjaldinu hefir verið stór blaðakrans, um 80 cm. að þvermáli og hefir hann innilukt fjórar myndir: Sköpun Evu, gifting vorra fyrstu foreldra, syndafall þeirra, og að líkindum ennfremur brottrekstur þeirra úr Paradís, en þá mynd vantar. Blaðakrans þessum halda uppi tveir englar, er standa hvor til sinnar hliðar við hann. Út frá þessum mið- myndum á fjóra vegu hafa verið fjórar myndir í minnni blaðakrönsum og áletran í hring um hvern þeirra, alls
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.