Tíminn - 31.12.1872, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.12.1872, Blaðsíða 8
20 armenn hans fóru inn í þorpið, urðu þeir varir við hóp af Arabamönnum og stóð þar í þyrping- unni hvítur maður fölur og gráhærður og gekk hið ljósleita útlit hans mjög í augu, innanum hina aðra sem voru mjög sólbrenndir. Hvíti maðurinn \ar í rauðri uilarskyrtu, og á höfði sínu bar hann sjómannshúu með gullsnúru er var mjög upplituð. Stanley gat þess strax til að þetta væri Livingstone og ætlað strax að hlaupa til og umfaðma hann, en þá kom honum til hugar að hann væri meðal Araba, sem ætíð eru dulir á tilfinningum sínum og meta útlendinga því meir sem þeir í þessu fylgja siðum þeirra. Gamail höfðingi arabiskur stóð þar hjá, og varð hann því fastráðnari í því, hvernig hann skyldi fara að. Hann gekk þá hægt fram fyrir Livingstone, hneigði sig og sagði: «að líkindum Dr. Livingstone»; Livingstone sá strax, hvernig í þessu lá, brosti stillilega og sagði, jál |»að var fyrst mörgum klukkustundum síðar að þeir gálu fundist undir fjögur augu, og sagt hver öðrum frá í hverjum þrautum þeir höfðu verið og fögnnðu fundi sínum. (»Norsk Folkeblad»). — í Parísarborg eru 5,300 kaffehús og í þeim 50,000 manns sem gangast fyrir beina, á þeim er eytt sem næst 50 millíónum ríkisdala og telzt svo til að þeir muni fá 2 millíónir ríkisdala í drykkju- peninea. — Sonur konungsins í Egyptalandi að nafni Hasan, hefir tekið próf við háskólan í Oxford. — Síðan að «Tíminn» kom út seinast, hefir veðuráttufarið verið á þessa leið: oftast norðanátt með frostnm, er mest hafa orðið 11°. Ifólga og norðanstormur var um hátíðina, en mestur á |>orl. messu, 2. og 3. í jólum. — Aflabrögð voru hjer ágæt í efstu vikunni fyrir jólin af þorski, stútung og nokkuð lítið eitt af ísu. — Heilsufar má heita hjer allgott, en talið er að sömu veikindi haldist enn austur um og vestur um land, sem getið var um áður í «Tímanum«. — í áibáknm 19. aldar þessa lands, má telja ár þetta sem nú er renna út, eitthvert hib bezta og hagfeldasta í flest- nm greinum, af þeim 72 árum, sem af henni eru libin í skaut eilífbarinnar. AUGLÝSING. f>ar eð ákveðið er að 2. árg. «Tímans» eigi að kosta 64 sk. þá leyfi jeg mjer bjer með að óska þess að hinir heiðruðu útsölumenn og kaupendur «Tímans» greiði mjer helming (32 sk.) andvirðis- ins, fyrir lok aprílmánaðar 1873, þar til er ætlast að fyrri helmingur tjeðs blaðs þá verði kominn út, en síðari helming andvirðisins óska jeg að mjer verði greiddur fyrir lok septembermánaðar 1873. Reykjavík, 28. desember 1872. Fáll Eyjúlfsson, ábyrgðarm. KVEÐJA VIÐ ÁRSLOK 1872. 1. Ástkæru landar, og íslandsvinir, fetið vel fram á frelsisins vegi, burtu með doða deyfð og heimsku, og slítið harðsnúna hlekki ánauða. 2. Vitið að tíminn tafarlaust hverfur, vjer honum eigum vel að fylgja; árið er liðið en annað byrjar, áfram og áfram allir því höldum. 3. Árið hið liðna oss hefir verið sem fyrirboði framkvæmda’ og heiðurs, og árinu nýja allir því fögnum, og óskum hver öðrum allrar farsældar. _____________________________S. -f T._____________ Útgefendur: Nokkrir Reykvíkingar. ________Ábyrgðarmaður: Páll Eyjúlfsson.___________ Prentabur í prentsmibju Islands. Einar pórbarsoB.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.