Tíminn - 31.12.1872, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.12.1872, Blaðsíða 3
15 út kom i Kristjaníu 1848, bls. 37, en þar segir svo, þar sem talað er um ísland: «Á því landi er málmr sá mikill, er járn skal af gjöra, ok kalia menn þann málm rauða, eptir mállýzku sinni, ok svá kalla menn hjer™. Það hefir verið meining ýmsra lærðra manna að járngjörð fornmanna hafi verið úr mýramálmi, og að það sje einmitt hann, er þeir hafi brætt járnið úr, en þetta þvkir mjer mikið efunarmál, því að jeg hefi hvergi hjer á landi sjeð svo þykk lög af mýramálmi, að þau mætti til járngjörðar hafa, enda er járn það, er brætt er úr mýramálmi, optastnær mjög kaldór-kennt, sökum þess að það er bæði blandað brennisteini og ljósberaefni. Jeg hygg að gömlu ísiendingar hafi brætt járn sitt úr járnmeinguðu stuðlabergi, og á þessa meining komst jeg við að skoða stóra járngjörðarsmiðju í Thúringerwald á Þýzkalandi, hvar menn bræddu málminn úr járnmeinguðu stuðlabergi, enda er það vfst, að menn og í Böhmen bræða járn úr stuðla- bergi. þegar uppsprettuvatu eða sjóvatn rennur yfir járnblandið stuðlaberg eða járnblandna hraun- steina, þá verða steinarnir rauðir útlits, og þegar þeir klofna í smámola, og verða eins og að leðju- kendri jörð, þá er sá leir, sem úr þeim myndast allajafna rauður, og það er án efa, hygg jeg, þess háttar steinar, er þeir hafa kallað rauða, og við haft til járngjörðar sinnar. Álesti fjöldi af stuðlabergi voru, er svo mjög járnmeingað að það inniheldur yfir 30% af hreinu járni, og sumstaðar án efa talsvert meira. í hraunum finnst og sumstaðar járnmálmur sá, er járnglans kallast, en hann er sá bezti járnmálm- ur, er menn þekkja, því að hann inniheldur 72% af hreinu járni. Jeg hefi sjeð 2 slika steina hjer á landi. Annar þeirra átti að vera tekinn úr hraunbelti norður undir Sljettu., en hinn steininn hafði herra Isaac Sharp með sjer, er hann kom að vestan, en eigi mundi hann, hvar hann hafði tekið hann. Jeg efast alls eigi um, að væri grandgæfilega að gáð, kynnu slíkir járnsteinar að finnast hjer á landi, enda má hjer víða á melum finna stórt stykki af titanjárnsteini, sem inniheldur bjer um bil 50% af hreinu járni, en það er sá galli á þeim járnsteini, að hann er nærfellt ó- bræðanlegur, og er því í raun og veru miklu minna hæfilegur til járngjörðar, en stuðlabergsjárnstein- arnir. í flestöilum af hinum nýjari steinafræðisbók- um (Mineralogium) sjá menn talað um járntrap- stein, sem eigi að innihalda um 80 parta af járni í hverju hundraði; nú með því að stuðlaberg og trapsteinar opt merkjahið sama, þá þyki mjer Ijósast, að með járntrapsteininum sje í raun og veru meinað járnstuðlaberg, en þó hef jeg aldrei sjeð nokkurt járnstuðlaberg hjer á landi, sem jeg get ímyndað mjer að innihjeldi meira en sem svaraði 50 hlutum af járni í hverju hundraði af slíku stuðlabergi, enda rounu það þó vera fæst stuðlaberg þó járnblandin sjeu, er innihaldi meira en sem svari 20 til 30 parta af hreinu járni. Þá er og ein steinategund hjá oss er «pala- gonit» kallast, sem opt er talsvert járnblandin, og mynda þessir palagonit steinar opt lög þau í fjöll- um ervjer köllum móberg og þussaberg, en sum- staðar hefir steinategund þessi að ytra áliti miklá líkingu með steinkolum, og hafa ýmsir landa vorra villst á því, en hún inniheldur í raun og veru ekki hina minnstu ögn af steinkolaefni. Skömmu eptir að barón Walthershausen er var hjer á íslandi 1846 hafði fundið palagonitinn í Seljadalnum ogíFossvog, var þessi steinn sund- urliðaður af barón Berzeiius, ogprofessor Forckham- mer og fleirum, og fundu menn þá að hann inni- hjelt 14 parta af járnriði (Jernoxyd) en það svarar til 10 í hundrað pörtum af hreinu járni. Eptir því sem nú gjörist, mun mönnum almennt þykja þeir steinar óhæfir til járngjörðar er eigi innihalda allt að 30 pörtum af járni í hverju hundraði af steininum, og þessvegna hygg jeg það hæpið að palagonitinn geti verið svo járnmeingaður að hann sje hæfilegur til járngjörðar. Nú í sumar er leið, kom hjer einn landi vor frá Englandi, er þar hefir verið í mörg ár, sem sje herra Þorlákur Johnsen, sonur prófasts sira Ólafs á Stað, þess erindis, að skygnast um járn- !stein nokkurn þar vestra, og hafði hann í fylgd með sjer enskan járngjörðarmann alvanan rauða-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.