Tíminn - 31.12.1872, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.12.1872, Blaðsíða 6
18 undir berum himni, að freista til þess, að beið- ast gistingar, og reið því Flœrðin á vaðið, (því liún var hvívetna fyrir svörum á ferð okkar). Hún spurði nú Einvald, hvert þær systur væru gengn- ar til rekkju, og hvert við mundum geta fengið þar húsaskjól yfir nóttina. þegar Einvaldur heyrði þetta, kom heldur en ekki snúður á karlfuglinn, og mælli hann þannig: «Auðlegð fer hvorki dag eða nótt úr rúminu, því systir hennar situr æön- lega á stokknum, og kvelur hana og naumlega held jeg að Nízka gefi samþykki sitt til þess, að þið fáið hjer inngöngu, nema hún viti, að þið hafið því meira skotsilfur meðferðis». Við sögð- um honum hreint og beint, að við hefðum engan einasta skilding, og gætum engan veginn borgað næturgreiðan í þetta sinn. Hann gekk inn í bæinn og skellti grimmdarlega hurðum; en við skunduð- um fram í hlaðvarpan og hvíldum okkar lúnu bein i snæskaíli, er þar var. Nú leið og beið, og við vorum að skrafa og skeggræða um hver úrslit mál þetta mundi fá, og var Flœrð miklu vonsterkari en jeg, að hún fengi inngöngu í bæinn. Loksins kom Einvaldur fram, og var fremur úfinn i bragði. Hann sagði okkur að þær systur vildu hafa tal af okkur, og risum við því upp og fylgd- um honum inn löng og krókótt göng, þar til er við komum inn á baðstofupall. — Þar lá Auðlegð í glæsilegri lokrekkju, og heljarmikil Ijósakróna sveimaði uppi yfir henni. Nízka sat þar flötum beinum á gólfinu, og var að reita grátitling. Þær spurðu okkur út í alla heima, um ætt og óðul, og þar næst fórum við að hefja máls á því, hvert þær vildu miskuna sig yfir okkur um nóttina. Jeg bar það fram með hógværð og auðmýkt eins og mjer er lagið. — En Flœrð tók upp hjá sjer stór- an gullhamar og sló honum ótt og tílt í kringum þær systur. Hún kvaðst hafa farið um alla ver- öldina, og hvívetna heyrt rómað rausn og stór- mennsku þeirra systra, og þess vegna hafl hún gjört sjer ferð á hendur, til þess annaðhvort að geta staðfest, eða borið til baka þennan orðróm. — Þegar við höfðum lokið ræðu okkar, hvíslaði Nízka einhverju að systur sinni, svo hún reis upp á stokkinn, stundi hátt og mælti: «^að ætti jeg að muna skækjan þín! hve henni Drambsemi móður minni var illa til hennar Hreinskilni móður þinn- ar — og þess bað hún mig á dauðastundinni, að skjóta aldrei skjólshúsi yfir afkvæmi fjandkonu sinnar. En þjer — sagði hún í því hún sneri sjer til Flœrðar «eru æfinlega velkomin hús mín, pú œttir að njóta nafns, pó eltlci vœri annað“. Nú sá jeg mína sæng upp reidda, segir Auðmýkt. Kvaddi þær allar og lötraði hrygg í huga fram aptur, og heyrði jeg að Einvaldur var stöðugt ( hælunum á mjer, með 3 álna langa veldispíru, sem glumdi í við hvert fótmál. — Þegar jeg kom út, fór jeg að litast um, hvar bezt mundi vera að fyrir- berast um nóttina, og varð mjer þá litið á dálít- inn kotbæ neðanvert í túninu, sem jeg áleit vera hjáleigu. Jeg gekk ofan í túnið, og sá jeg þáað kona slóð í dyrum úti, þrekleg ásýndum og hrein- lega búin. Jeg heilsa henni kurteyslega og spyr hana að nafni. Hún kveðst heita Fátœkt, og ráða þar húsum. Hún biður mig um að ganga inn og þiggja beina, og það tók jeg mjer sem nærri má gela með mestu þökknm. Jeg átti þar líka ágæta nótt, og um morgunin leiddi Fátœkt mig úr garði og gaf mjer nesti og nýja skó. Áður en við skild- um, sagði jeg henni sögn mína kveldið áður, og ráðlagði hún mjer að hirða ekki neitt um sam- fylgd Flœrðar; kvöddustum við síðan með mestu bliðu, Fátœkt gekk brosandi heim aptur, en jeg hjelt áleiðis. (Útlagt eptir gömlum handritum úr dæmisögum hins «útlifaða tima«). STUTT OG LAGGOTT. Hattasmiður nokkur tók sjer bólfestu í borg einni, og vildi fá sjer einkennisspjald fyrir sig með laglegu innihaldi, til að hengja upp yfir hús- dyrum sínum. Hann bjó þá sjálfur spjaldið til, eins og hann hafði bezt vit á, og stóðu á því þessi orð: Pjetur hattasmiður býr til og selur hatta fyr- ir peninga út i hönd, og neðan undir þessu var

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.