Tíminn - 31.12.1872, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.12.1872, Blaðsíða 1
irífiiWMo 2. ar. Reykjavík, 31. desember 1872. 4.-5. blað. Auglýsingar verða teknar í blaðið 2 sk. fyrir (Corpus), stærri leturslínuna, en 3 sk. fyrir (Petit), smærri leturslínuna. — «Tíminn», 2. árgangur, er ákveðið að verði 12 arkir að stærð, og kosti 64 sk.; pappírinn er að ólíkum mun betri og dýrari en í «Göngu-Hrólíi», svo verðmunurinn er lítillá þessum blöðum. Um leið og jeg auglýsi þetta, get jeg eigi undanfellt, að þakka löndum mínum fyrir þær góðu viðtökur, er þeir hafa sýnt blaðinu, og sjer í lagi Reykjavíkurbúum hvar »Tíminn» hefir rúmlega 100 kaupendur. 2. dag jóla. Ábyrgðarmaðurinn. Ferð til Akureyrar og Þingeyarsýslu með Indriða Sigurðssyni frá Veturliðastöðum í Fnjóskadal, byrjar hjeðan 3.—4. janúar 1873, og geta allir sem vilja, komið brjefum og smásendingum með þessari ferð fyrir sanngjarnan burðareyrir til Páls gullsmiðs Eyúlfssonar. (Aðsent). "Skrímslið góða». Herra Jón Guðmundsson ritstjóri «í’jóðólfs», sem hefir kallað blað sitt «þjóðblað•>, hefir nefnt hina nýju samþykkt um bæjarstjórn í Reykjavík sveitastjórnarskrímsli, hallmælt og hinum frjálsu bæarstjórnarlögum sem nú eiga að gilda. Af því að samþykktin sjálf og lögin ekki hafa hans sköpu- lag, þá er eigi tiltökumál þó að hann segi þetta; en svo ber J. G. mesta lofsorð á tilskipun eða reglugjörð 27. nóv. 1846 og segir að frágangur- inn á henni verði hinu fyrsta alþingi til verulegs og maklegs sóma. Þá sat nú J. G. sjálfur á þingi, og hrósar bezt sjálfum sjer — því oss er spurn, — hvernig stendur á því að hr. J. G. «þjóðblaðs»- stjóri, gat þá með köldu blóði, veitt því jákvæði sitt að tómthúsmenn hjer í bænum væru sviptir jafnrjetti við aðra bæjarbúa, skildir frá og hnepptir í minni manna flokk sjer, til að kjósa einn —jeg segi og skrifa einn bæjarfulltrúa — eða ef jeg má svo að orði komast, utanveltubesefa við bæjar- stjórnina? Oss er spurn: hvernig gat hinn «lög- fulli», ótrauði allsherjar «fullnaðar» þjóðkappi neitað bæjarbúum um kosningarrjett, nema þeir ættu timbur- eða múrhús. Því áttu eptir hinum "ómeingaða rjettbæra» vilja J. G. húsmenn hvort heldur þeir heyrðu til embættisstjettar, verzlunar, iðnaðar eður annarar atvinnu að vera atkvæðis- lausir, nema þeir ættu timburhús að nafninu til eða eins og J. G. sjálfur. tessu hrósar J. G. og þó að — svo sem jeg mætti að orði kveða — skömm sje frá að segja, þá fer hann að gylla öll þessi blessuðu lóðartollslög. Mjer er sem jeg sjái dýrðina skína um hans «lögfulla, lögbundna» líkama og sál, fyrir að það var hann, sem átti þátt í því, að annar tollur var lagð- ur á tómthúsmenn en aðra bæjarmenn, og guð má vita, hvort að vjer eigum honum að þakka að vjer ekki vorum hraktir eins og skepnur út úr Grófinni án nokkurs undirbúnings. Alltþetta sýnir frjálslyndi J. G. í samanburði við aðra menn fyrst hann fór að hreifa þessu máli. Þegar nú kemur til hinnar nýju bæjarstjórn- ar, þá erum vjer í vanda staddir, af því að okkur þykir eigi aðgengilegt að kjósa J. G. eptir að hann hefir kallað suma af bæjarfulltrúunum «ambáttir», það sjer hver sjálfur, að ef að vjer kysum hann, þá yrðum vjer að setja hann hjá ambáttunum, og er næsta tvísýnt, að þær vilji hafa hann. Nú er eptir að víkja að skrírnslinu góða, samþykktinni, hún stendur til bóta ef að reynsl- an sýnir að henni sje í nokkru ábótavant, en það höldum við, að eigi sje vert að «bana» henni strax, heldur laga hana, ef að gallar koma fram. Við ættum því að reyna til að kjósa beztu menn okkar í bæjarstjórnina, og ætti vel við, að «Tím-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.