Morgunblaðið - 03.10.2000, Síða 66

Morgunblaðið - 03.10.2000, Síða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÖO)j ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 .... KORTASALA STENDUR YFIR ÁSKRIFTARKORT - OPIÐ KORT Stóra sVibib: SJÁLFSTÆTT FÓLK — Halldór Kiljan Laxness. Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. BJARTUR - ÁSTA SÓLLILJA Langir leikhúsdagar — Fyrri hluti kl. 15—17.45, síðari hluti kl. 20—23. Lau. 7/10, uppselt. Aukasýning sun. 8/10 nokkur sæti laus. Aðeins þessar sýningar. Aðeins þessar sýningar. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ — Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Sun. 15/10 kl. 14.00 og kl. 17.00. Takmarkaður sýningafjöldi. Litla sóiðið kl. 20.00 HORFÐU REIÐUR UM ÖXL - John Osborne Mið. 4/10 uppselt, fim. 5/10 uppselt, fös. 6/10 uppselt, mið. 11/10 upp- selt, fim. 12/10 uppselt, fös. 13/10 uppselt, lau. 14/10 uppselt, mið. 18/10 örfá sæti laus, fim. 19/10 örfá sæti laus, lau. 21/10 uppselt, mið. 25/10 nokkur sæti laus, fim. 26/10 nokkur sæti laus, fös. 27/10 nokkur sæti laus, sun. 29/10, mið. 1/11, fim. 2/11 og fös. 3/11. Smiðaóerkstœðið kl. 20.30 Leikflokkurinn Bandamenn — í samstarfi við Þjóðleikhúsið edda.ris — Sveinn Einarsson. Fös. 6/10. Allra síðasta sýning. www.leikhusid.is midasala®leikhusid.is Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Miðasalan er opin mán.—þri. kl. 13—18, mið,—sun. kl. 13—20. Leikfélag íslands Leikhúskortið: í sölu til 15. október lMaEnm 552 3000 Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI fös 6/10 kl 20 A og B kort gilda örfá sæti laus sun 15/10 kl 20 C, D og G kort gilda örfá sæti laus fös 20/10 kl 20 E, F og H kort gilda örfá sæti laus sun. 22/10 kl. 20 Nokkur sæti laus SJEIKSPÍR EINS 0G HANN LEGGUR SIG lau 7/10 kl 20 örfá sæti laus fös. 13/10 kl. 20 örfá sæti laus PAN0DIL FYRIR TVO lau 14/10 kl 20 H kort gilda. síðasta sýn. EGG-Leikhúsið og LÍ. sýna. SH0PPING & FUCKING lau. 7/10 kl. 22.30 örfá sæti fim. 12/10 kl.20.30, fös. 13/10 kl. 23.30 530 3O3O JÓN GNARR Ég var einu sinni nörd fös 6/10 kl 20 örfá sæti - síðasta sýn. STJÖRNUR Á MORGUNHIMNI fös. 13/10 kl 20 H kort gilda Nokkur sæti laus sun 15/10 kl 20 Síðasta sýning Dansleikhús með ekka sýnir TILVIST Frumsýning lau 7/10 kl. 20 UPPSELT mið. 11/10 kl. 20 nokkur sæti laus Miðasalan er opin í Iðnó frá 12-18 virka daga, frá kl. 14 laugard. og frá kl. 16. sunnud. Uppl. um opnunar- tíma í Loftkastalanum fást í sfma 530 3030. Miðar óskast sóttir í Iðnó en fyrir sýningu f viðkomandi leik- hús. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. ATH. Ekki er hleypt ínn í salinn eftir að sýn. hefst. IfatíiLcikhúsið Vcsturpötu 3 Háaloft ettir Völu Þórsdóttur Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Leikmynd og búningar: Rannveig Gylfadóttir. Einleikari: Vala Þórsdóttir. Allt fer í Háaloft endrum og sinnum og hjá sumum oftar en öðrum. Frumsýning mið. 4.10 kl. 21 - uppselt 2. sýning þri. 10.10 örfá sæti laus 3. sýning fös. 13.10 The lcelandic Take Away Theatre ámörífjkunum i mm Ljúffengur málsverður fyrir kvöldsýningar Barnaeinleikurinn Stormur og Ormur í Möguleikhúsinu fimmtudag kl. 19.30 Miðasala í síma 551 9055 -^£-®Einhver í dyrunum ^Lérkonungur Q© Abigail heldur partí ■^LSSSkáldanótt 63 Móglí Sð Þjóðníðingur ® Öndvegiskonur íd: Rui Horta &JoStr0mgren ® Kontrabassinn Q© Beðið eftir Godot ©Blúndur ogblásýra Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 ogfram að sýningu sýningartfaga. Sfmi miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 midasala@borgarfeikhus.is www.borgarleikhus.is Sýnt í Tjarnarbíói Sýningar hefjast kl. 20.30 fim. 5/10, uppselt lau. 14/10, örfá sæti iaus fös. 20/10, aukasýning Miðapantanir í síma 561 0280. Miða8ölusími er opinn alla daga kl. 12-19. Miðinn gildir 2 fyrir 1 í Argentína steikhús. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, biússur og piis. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 ART musik.ís/art2000 Forsaia á netinu LU discovericeland.is FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Jón Svavarsson „Cliff og Shadows-sýningin einkennist af fölskvalausri gleði, er skemmtileg og gerð af augljósum áhuga og einlægni þeirra sem þátt taka,“ segir Amar Eggert m.a. í dómi sinum. skemmtilegt TOIVLIST Söng- og tónlistarsýning CLIFF OG SHADOWS-SÝNING Cliff og Shadows-sýning, sýning byggð á tónlist The Shadows og Cliffs Richards, færð upp í Broad- way, föstudaginn 29. september 2000. Gítarleikararnir Gunnar Þórðarson, Vilhjálmur Guðjónsson og Árni Jörgensen brugðu sér í gervi Hanks Marvins og Eyjólfur Kristjánsson túlkaði Cliff Richard. Aðrir hljóðfæraleikarar voru þeir Haraldur Þorsteinsson (bassi), Sigfús Óttarsson (trommur) og Þórir Ulfarsson (hljómborð). Kynnir var Theódór Júlíusson. FLESTA dreymir einhvern tíma um að geta farið í klæði þess sem þeir halda upp á, dýrka og dá, þó ekki væri nema í plati. Stundum ganga menn skrefinu lengra, blása lífi í óskhyggjuna og halda tónleika eða sýningar, tileinkaðar þessum hetjum sínum. Cliff og Shadows-sýn- ingin er einmitt þessa eðlis, heiðar- leg hylling á einni fremstu gítarsveit allra tíma svo og á einni af ómót- stæðilegustu poppstjörnum sem Bretland hefur alið. Sýningin byrjaði á því að eldhress kynnirinn hóf upp raustina og kynnti tón„leikara“ kvöldsins sem tíndust inn á svið einn af öðrum. Þeir biðu ekki boðanna heldur renndu sér strax í það Shadows-lag sem er lík- lega hvað þekktast, „Apache“, og var það Árni Jörgensen, „Hank Marvin- ISI I VHK V 01*115 V\ =hIN Sími 5U 4200 Gamanleikrit I leíkstjórn SígurSar Sigurjónssonar fös 20/10 kl. 20 örfó sæti laus lau 21/10 kl. 19 næst síðasta sýning örfá sæti faus lau 28/10 kl. 19 siðasta sýning örfá sæti laus Mlðasölusími 551 1475 Miðasala opin kl. 15—19 mán—lau. og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir frá kl. 10. aðdáandi nr. 1“ eins og kynnirinn kallaði hann, sem leiddi gítarleikinn en svo skiptu gítarleikararnir þrír einleiknum bróðurlega á milli sín það sem eftir var sýningar. Osungin lög Shadows einkennast fyrst og fremst af glymjandi tærum og melódískum gítartónum Hanks Marvins og það þarf töluverða tækni til að leika þetta eftir; áskorun sem skýrir þær fjölmörgu hermisveitir sem reknar eru út um allan heim og einbeita sér að því að ná „rétta“ hljómnum. Rými til túlkunar er því lítið, til- gangurinn er að ná að hanka rétta Hankhljóminn ef svo mætti að orði komast. Gítarleikarar kvöldsins komu að þessu verkefni hver á sinn hátt og leystu það dável af hendi þó ekki væri um nákvæma eftiriíkingu að ræða, enda slíkt næsta ómöguleg krafa. Ahugamaðurinn Arni Jörgensen náði að mörgu leyti að nálgast „hljóminn" hvað best, hljómur hans var mjúkur og sannfærandi en kannski eilítið máttlaus á stundum. Atvinnuspilararnir Gunnar Þórðar- son og Vilhjálmur Guðjónsson leystu sín hlutverk fagmannlega af hendi eins og við mátti búast, hljómur þeirra var þó öllu harðari og gat ver- ið fullkaldur. Oftúlkunar gætti á köflum í sýningunni og til dæmis þótti mér „Cavatina“, sem er stefið úr myndinni Deer Hunter og hvert mannsbarn getur flautað fyrir munni sér, fara fulllangt út fyrir upprunalegu laglínuna. Það gætti eilítils óöryggis í fyrri hluta sýningar, bæði hjá Shadows- mönnum og svo hjá Eyjólfi Krist- jánssyni sem túlkaði Cliff. Sýningin tók svo sveig upp á við stuttu fyrir hlé er Eyjólfur settist afslappaður niður á stól og söng hið fallega „Vis- ions“ af innblásnu öryggi. Síðasta lag fyrir hlé var svo hið galsafengna „Little B“, hvar trommuleikarinn fær að láta öllum góðum Iátum. Það tekur ekki hver sem er í kjuðana hans Brians Bennetts en Sigfús trommari, eða Fúsi fallbyssa eins og hann er stundum kallaður, stóð sig af stakri prýði og sólóið var einkar glæsilegt, enda var sprellað með ljósin út og suður meðan á því stóð. Gítartríóið byrjaði seinni hluta sýningarinnar með trompi. Þeir hristu sig rækilega saman í kröftug- um flutningi á hinu spænskkryddaða lagi „Guitar Tango“ og hófust svo handa við að spila sígilda smelli eins og „Foot Tapper“ og „FBI“. Nú var allt annað að sjá sveitarmeðlimi, lög- in keyrðu þeir í gegn af dugi og þor og áhorfendur voru heldur en ekki með á nótunum. Eitt af vörumerkj- um Shadows voru skemmtilega sam- hæfð dansspor sem Hank, Bruce og félagar stigu jafnan á hljómleikum. Eitthvað vöfðust þessi dansspor nú fyrir íslensku Skuggunum og fundu þeir ógjarnan taktinn, stundum reyndar alls ekki. Þessu björguðu þeir þó fyrir horn undir enda sýning- arinnar er þeir tóku til við að sparka hátt og hreykilega upp í loftið, áhorf- endum til mikillar kátínu. Spörkin voru nú ekki í takt frekar en áður en þau voru eitthvað svo einlæg og sæt að áhorfendur hrifust með og hvöttu piltana óspart áfram. Sýningin var því komin á fullt stím þegar Eyjólfur kom aftur inn á svið og sýndi sitt rétta andlit og tók hann þegar til við að vefja salnum um fingur sér af uggleysi hins sjóaða sviðsmanns. Söng hann perlur Cliffs með glæsi- brag og endaði sýningin á laginu „We don’t talk anymore“ en þá var salurinn orðinn vel heitur. Kynnirinn kom þá inn á svið, en hann fær stórt prik fyrir að vera sá allra sprækasti maður sem ég hef fyrirhitt lengi - engu líkara en hann hafi alið manninn í Las Vegas lung- ann af ævinni. Hann tilkynnti dúnd- urhress um uppklappslag og hann, Eyjólfur, Skuggarnir og áhorfendur tóku undir í „syngja með“-laginu „Bachelor Boy“. Cliff og Shadows-sýningin ein- kennist af fölskvalausri gleði, er skemmtileg og gerð af augljósum áhuga og einlægni þeirra sem þátt taka. Þegar maður horfði á gítarleik- arana glíma við þessi frábæru, tíma- lausu lög skildi maður loks trúarhit- ann sem fylgir því að vera Shadowsaðdáandi og ég er ekki hissa á því að fyrstu Shadowsplöt- umai' hafi verið spilaðar í gegn í Reykjavík í kringum 1960. Það staf- ar óskiljanlegur svalleiki af þessum lögum og það er næsta auðvelt að hlusta á þau aftur og aftur... og aftur. Þess má geta að maturinn sem framreiddur var fyrir sýningu var hreinasta afbragð; tómatíseruð sjáv- arréttasúpa var í fullkomnu jafn- vægi og kjúklingabringur í sveppa- sósu hreinlega bráðnuðu í munninum. Eftirrétturinn, blábérja- ísréttur, setti svo punktinn yfir i-ið. Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.