Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 49 + Björgvin Jónsson fæddist á Ási í Hegranesi í Skaga- fírði 28. ágúst 1929. Hann lést á heimili sínu 17. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 23. september. Nú á þessum fyrstu haustdögum lést vinur okkar og nágranni, Björgvin Jónsson, eftir Iangvarandi baráttu við hjartasjúkdóm. Kynni okkar hóíúst fyrii- meira en tuttugu árum, þegar við byggðum okkur hús hlið við hlið í Brennihlíðinni. Við urð- um þess fljótt meðvituð að betri nágranna var vart hægt að hugsa sér en þau hjón Björgvin og Lillu. Á þessum tíma fæddust tveir litlir snáð- ar, Björgvin og Lilla eignast Kristin en við hjón Sigurð Guðjón. Þessir ungu menn hafa verið óaðskiljanlegir vinir allt frá barnæsku og urðu þá tengslin milli fjölskyldna þehra meiri og nánari. Þótt Björgvin hafi starfað mest við skrifstofustörf var hann alla tíð miMU bóndi í sér. Hann átti alltaf nokkrar kindur sér til gamans og voru strákarnir oft með honum við lambféð eða þegar verið var að flytja á fjall og ég tala nú ekki um réttimar. Björgvin hafði gaman af fjárdragi og réttum og var glöggur á mörk enda oft fenginn til að markskoða ef vafi lék á um eiganda. Veit ég að margir eiga eftir að sakna hans og óeigin- gjamri vinnu hans í Staðarréttinni og réttunum hér í kringum Krókinn. Annað áhugamál Björgvins var söngurinn. Hann söng í kirkjukór Sauðárkrókskirkju í marga áratugi og einnig hafði hann unun af að hlusta á söng og var því tíður gestur á söngskemmtanir hér á svæðinu. Það er margs að minnast er leiðir skilja að sinni. Allra kaffisopanna í eldhúsinu hennar Lillu og spjalli um lífsins gang og nauðsynjar, eða Björgvin að koma frá því að vitja um silunganetin og gefur okkur í matinn, eða Björgvin á leið út í kirkju að syngja með kirkjukóm- um við einhverja at- höfn, og svona mætti lengi telja. Það em forréttindi að fá að kynnast fólki eins og Björgvini og Lillu og eiga þau fyrir vini, ekki síst fyrir Sig- urð Guðjón, sem hefur alla tíð fengið að vera inni á þeirra heimili, sem þeirra eigin sonm’, ef foreldrar hans hafa þurft að víkja sér frá og er söknuður hans mikill nú við fráfall Björgvins. Við fjölskyldan söknum góðs vinar og munum við minnast hans með virð- ingu og þökk. Elsku Lilla, Kristinn, Jón Ingi og fjölskylda. Missir ykkar er mikill og biðjum við góðan Guð um að létta ykkur sorgina og láta sólargeisla sína lýsa upp lífið framundan, því minn- ingin um góðan dreng mun lifa. Innilegar samúðarkveðjur. Fjölskyldan Brennihlíð 3. Þegar löngu og erfiðu sjúkdóms- stríði er lokið; þegar sálin yfirgefur Hkama, sem þrotinn er að kröftum og þreki, þá em tilfinningar okkar oft æði blendnar. Við vitum, að sá sem kveður er hvíldinni feginn. Við vitum, að nánustu aðstandendur era einnig iðulega búnir að vaka og leggja sig alla fram við að sinna fárveikum ást- vini og stundum langt fram yfir að orðið örmagna lýsi líkamlegu og sál- rænu ástandi þeirra. Samt grípur sorgin um hjörtun eins og köld krumla. Þessu verður víst seint breytt og öll viljum við halda þeim, sem okkur era hjartfólgnir, sem lengst hjá okkur. Það er þáttur í mannlegu eðh og verður vonandi sem lengst. Björgvin Jónsson frá Ási er nú lagður af stað í þá ferð, sem bíður okkar allra að lokum. Áratuga sjúk- dómsstríði er nú lokið, nú hefur hann loksins fengið hvfld frá þjáningum sínum. Það getur ekki farið hjá því, að langvinn veikindi setji mark sitt á þá, sem fyrir slíku verða, sem og fjöl- skyldur þeirra og ástvini. Það er svo margt af því, sem okkur, sem erum svo lánsöm að njóta góðrar heilsu, finnst sjálfsagður og eðlilegur þáttur í tilveranni, sem þeir verða að neita sér um. En samt er fagnaðarefni og þakkarvert, hversu oft einmitt slík- um einstaklingum tekst að beina huga sínum og kröftum að öðram þáttum, öðram viðfangsefnum, sem hinum, er betri líkamlegri heilsu njóta, sést yfir að sinna og yrðu ella eftir í vegkantinum í þeysireið nútím- ans. Um áratuga skeið var Björgvin í Ási starfsmaður Kaupfélags Skag- fu-ðinga, síðustu starfsár sín sem skiifstofumaður hjá Mjólkursamlagi KS. Það var alveg sama að hveiju Björgvin gekk, öll hans verk bára merki um snyrtimennsku og vand- virkni. Hann hafði einhverja fegurstu rithönd sem um getur og hann var töluglöggur með afbrigðum, minnug- ur og hafði góða yfirsýn yfir viðfangs- efni sín. Það vissu allir, sem tóku við þeim verkefnum, sem hann hafði sinnt, að á þeim væri enginn galh, allt var afstemmt og yfirfarið af ná- kvæmni og réttsýni. Slíkir menn era fágætir og dýrmætir þeim, sem njóta verka þeirra. Stundvísi hans var við- bragðið og hann mætti oft til starfa sinna síðustu starfsárin, án þess að líkamlegt þrek hans í raun leyfði það, slík var skylduræknin og samvisku- semin. Þar kom þó, að hann varð að láta í minni pokann fyrir sjúkdómn- um og lét af störfum allnokkra fyrr, en ella hefði verið. Hann fylgdist þó vel með á sínum gamla vinnustað, hitti gömlu félagana þegar heilsan leyfði bæjarferðir og spjallaði um dag ogveg. Síðustu mánuðina var þó öllum ljóst og ekki síst honum sjálfum að hverju dró og þrekið dvínaði í raun dag frá degi. Gamlir vinnufélagar hans veittu því athygli, að hann kvaddi þá með virktum í hvert sinn sem fundum bar saman og enginn vafi að hann gerði sér grein fyrir því að hvert skipti gat verið það síðasta. Fyrir það eram við þakklátir nú, sem og að hafa átt Björgvin að félaga og vini. Eftirlifandi eiginkonu Björgvins frá Ási, bömum þeirra og fjölskyldu allri era færðar innilegar samúðar- kveðjur. Guðbr. Þorkell Guðbrandsson. BJORGVIN JÓNSSON JÓHANN KRISTJÁNSSON + Jóhann Krist- jánsson fæddist í Bolungarvík 28. nóv- ember 1925. Hann lést á heimili sínu 16. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Hólskirkju í Bolungarvík 23. september. Elsku afi, það era liðin nokkur ár frá því að við fóram saman niður að húsum til að gefa kindunum. Og þau era ófá sporin sem við gengum saman, og elsku afi, ég vildi óska að ég hefði haft betra tækifæri til að sýna þér hversu vænt mér þótti um þig og hversu stolt ég var að eiga afa eins og þig. Minnist ég þá sér- staklega þegar þú komst heim með yrðlingana, ég man vel eftir lyktinni, ekki var hún góð. Eitt af því sem ég mun sakna mikið og kem til að sakna í komandi framtíð, er að ég eigi ekki eftir að sjá þig meira heima og í Minni-Hlíð og þegar smalamennska er. Og núna þegar ég sit hér og hugsa til baka um allt það sem skeði og allt það sem var gert og sagt þá vildi ég óska að við hefðum haft meiri tíma saman, ég vildi óska að þú gætir komið til mín og skoðað heim- ilið mitt því þú hefur bara komið til mín einu sinni, var ég þá nýflutt og ung. Eg er búin að gera svo margt síðan þá en nú ertu farinn þangað sem ég hef aldrei verið, en minn- ingin um þig lifir enn, minningin um hraustan mann sem tókst á við staðreyndir eins og þær vora. Og ekki síður á hún amma mín hlut að máli þegar gleði og góðar minningar ber á góma. Ég er mjög þakklát fyrir þann tíma sem við átt- um saman bæði í gleði og sorg. Elsku amma, ég vil votta þér mína dýpstu samúð vegna fráfalls afa og bið góð- an guð að varðveita þig og styrkja. Megi minningin um afa minn, Jó- hann Kristjánsson bónda í Minni- Hlíð, lifa um ókomna tíð. Sásemlifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir íhjartaogminni mannaerhanssakna. Þeireruhimnarnir honum yfir. (Hannes Péturss.) Þín Álfheiður Elín. GARÐHEIMAR. BLÓMABÚÐ • S'I'LKKJAKBAKKA 6 SÍMI 540 3320 ' J.U1II i ii i ix x iixU H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 iiiiiiiiuimi H H H H H H H H H H H H £ Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má grein- ar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbUs). Nauðsyn- legt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heima- síðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ct) ÚTFARARÞJÓNUSTAN Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir fyrir landsmenn í 10 ár. Súni 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri_________________útfararstjóri JÓN HELGASON + Jón Helgason skósmíðameist- ari fæddist á Neðri- Núpi, Miðfirði, V- Húnavatnssýslu 11. september 1910. Hann lést 20. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seltjarnar- neskirkju 28. sept- ember. Jarðsett var í Akureyrarkirkjug- arði. Nú höfum við kvatt góðan vin, Jón Helga- son skósmið og verkstjóra hjá skó- verksmiðjunni Iðunni á Akureyri í marga áratugi. Jón var kvæntur föðursystur minni, Petronellu Pétursdóttur. Þau reistu sér hús í Helgamagrastræti 13 á Akureyri. Þar var snyrtimennskan í fyrirrúmi, garðurinn þeirra bar þess glöggt merki enda var hann margverðlaunaður og lýsti vel þeirri natni og reglusemi sem ríkti á þeirra bæ, þar var gott að koma og vel tekið á móti gestum. Fjölskylda mín átti margar góðar stundir með Jóni og Nellu, sérstaklega ég og yngri dóttir mín, því oft komum við í Helgamagr- astrætið þegar við vor- um í gönguferðum okk- ar. Það var gaman að fylgjast með hvað Jón var að föndra, hann batt inn bækur, bjó til hluti úr leðri og svo ótal margt annað. Það var gaman að setjast niður og spjalla við Jón og alltaf var stutt í brosið. Jón flutti til Kópa- vogs eftir andlát Nellu og bjó þar ásamt syni þeirra, Gylfa, og fjöl- skyldu, en síðustu árin bjó hann á Grund. Jón var mjög fé- lagslyndur maður, hann starfaði í bræðrafélagi Akureyrarkirkju og var duglegur að sækja félagsstarf aldraðra og söng með kór aldraðra. Hann hafði mjög gaman af að ferðast og ef hann hafði ekki samfylgd fór hann bara einn. Það var oftar en ekki að Jón var nýkominn úr ferðalagi eða var að fara eitthvað þegar maður hitti hann. Við þökkum Jóni góðar samver- ustundir og sendum Gylfa, Solveigu Lára og fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur. Ragna og ljölskylda. Frágangur afmælis- 0 0 0 og minmngargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. + Ástkær móðir mín, amma okkar og lang- amma, ODDNÝ BJARNADÓTTIR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu föstudaginn 29. september. Hún verður jarðsungin frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum fimmtudaginn 5. október kl. 16.30. Hanna M. Jóhannsdóttir, Rósa Mikaelsdóttir, Bjarndís H. Mikaelsdóttir og barnabarnabörn. + Systir okkar og fóstursystir, ÁSLAUG ÓLAFSDÓTTIR WHITE, frá Vestmannaeyjum, til heimilis á 22 Hillsdale Road, Edison, New Jersey 08820, USA, andaðist á heimili sínu föstudaginn 29. sept- ember sl. Útförin fer fram í New Jersey 3. október. Helga S. Ólafsdóttir, Alfreð Ólafsson, Ólafur K. Ólafsson, Sigrún Sveinsdóttir Hickey. + Ástkær móðir okkar, frú HELGA SÍMONARDÓTTIR MELSTEÐ frá Vatnskoti í Þingvaliasveit, áðurtil heimilis á Rauðarárstíg 3, Reykjavík, er látin. Sigursteinn G. Melsteð, Jónína G. Melsteð, Pétur G. Melsteð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.