Morgunblaðið - 01.11.1997, Síða 56

Morgunblaðið - 01.11.1997, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ÞORFINNUR Ómarsson, Friðrik Þór Friðriksson, Björn Björnsson, forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Gríms- son, og Dalla Ólafsdóttir. KRISTÍN Árnadóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arsljóri, Kristín Blöndal og Hjörleifur Sveinbjörnsson liöfðu það notalegt yfír vínglasi að sýningu lokinni. SIGRÍÐUR Steina Lúðvíksdóttir var afskaplega stolt af dóttur sinni, Svanbjörgu Einarsdóttur, sem er starfsmað- ur Kvikmyndahátíðar og helsti skipuleggjandi hennar. Kvikmyndahátíð sett HAMLET eftir Kenneth Branagh var opnunarmynd Kvikmyndahá- tíðar í Reykjavík sem sett var í 13. skipti í Regnboganum á fimmtu- dagskvöld, og stendur yfir til 9. nóvember. Urval góðra kvikmynda verður sýnt á þessu tímabili, og munu sjálfsagt margir nýir sem gamlir aðdáendur kvikmyndalist- arinnar eiga ánægjulegar stundir í y* kvikmyndasölum borgarinnar. Þorfinnur Ómarsson, formaður Kvikmyndasjóðs íslands, talaði um mikilvægi kvikmyndahátíða, og sagði íslenskar kvikmyndir fara á um 200 hátíðir um allan heim ár- lega. Kvikmyndahátíð í Reykjavík kvað hann þá elstu sinnar tegund- ar á Norðurlöndunum, en hún var haldin í fyrsta sinni þremur vikum á undan Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, og eru aðstandendur hennar sífellt að reyna að stela heiðrinum frá Islendingum. Borgarstjóri Reykjavíkur, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, sagði mikilvægt að Reykvíkingar ættu sína árlegu kvikmyndahátíð, m.a. vegna þess að úrval kvikmynda- húsanna væri að öllu jöfnu meira á myndum með afþreyingargildi en þeirra sem vega þungt í listrænu tilliti. Það hefði þó sínar já- kvæðu hliðar því ungdómurinn í dag kann jafn vel að lesa mynd- mál, eins og eldri kynslóðir kunna að lesa fagurbókmennt- ir. Væri það ekki gæðum kvik- myndanna að þakka heldur fjölda. Eftir kvikmyndasýninguna var áhorfendum boðið upp á léttar veitingar í boði borgar- innar, og var þá tilvistar- vandamál Hamlets rætt af ánægðum áhorfendum; að vera eða vera ekki, er það einhver spurning? Aggi Slæ og Tamlasveitin auk hinnar frábæru söngkonu Sigrúnar Evu standa fyrir mögnuðum dansleik firá kl. 23.30 til kl. 3. Allabaddarj Frönsk og fjörug skemmtidagskrá í Súlnasal. Uppselt í kvöld á skemmtidagskrá. Raggi Bjama og Stefán Jökulsson alltaf hressir á Mímisbar DÓRA Einarsdóttir og Thor Vilhjálmsson hafa sjálfsagt haft margt gáfulegt og fyndið að segja hvort öðru. ÞÓRUNN Sigurðardótt- ir og Karítas Gunnars- dóttir voru spekingsleg- ar í sínum samræðum. Bakvið þær spjalla Edda Arnljótsdóttir og Guð- mundur Guðmundsson. Frosið fyrir skilningarvitin RÆTT var við Guðmund Steins- son, rithöfund og leikritaskáld, í sjónvarpi á sunnudagskvöld og sýnt leikrit eftir hann, sem nefn- ist Stundarfriður. Guðmundur lést fyrir nokkru, en meðan á veikindum hans stóð ræddi Jón Viðar Jónsson við höfundinn um ævi hans og leikritasmíð. I stuttu máli sagt var hér um að ræða ágætt viðtal og ágætt leikrit, en Guðmundur er nokkuð seint á ferli og verður ekki bætt úr því. Þegar menn voru ungir íýrir og eftir miðja öldina skrifaði Guðmundur Steinsson tvær skáldsögur og var kunnur höfundur áður en hann hóf að skrifa leikrit. Hann var hógvær og hæglátur maður og kom svo- lítið aftan að sinni þjóð með skrif- um sínum, sem vissi varla hvað var á seiði, svo hógvær var hann. En skrif hans bera vitni um merkilegan mann, sem lifði lífi sínu utan flóðljósanna, en lifði samt ekki til einskis, síður en svo. Þannig er þessu varið með fleiri höfunda, sem komast ekkert áfram fyrir stóðhestalátum í súperstjörnum og tískusýning- ar“dömum“. A laugardagskvöldum reyna dagskrármenn að vanda sig við dagskrárgerðina og tekst sæmi- lega með sumt, sem er þó gefið fyrir. Fyrst ber að telja Stöðvar- vík núna síðast, sem náði sér ekki alveg á strik, eins og höfundar hennar hefðu haft of mikið að gera við snjómokstur áður en SJONVARPA LAUGARDEGI þeir hófu gamanverkið. Þeir voru svolítið daprir. Oskiljanlegt er, að þeim skyldi ekki detta í hug að framkvæma legnám, af því það hefur sést til kvenmanns í hópn- um og athöfnin hefur rutt sér til rúms í sjónvarpi. Omögulegt er að láta Jón Arsæl og „Island í dag“ á Stöð 2 sitja eina uppi með legnám í sjónvarpi. Þátturinn fær jafnvel kvörtun í lesenda- bréfi í Mbl., þar sem púðrið, eða eigum við að segja líffærið, þótti heldur ómerkilegt. Ekki er þó annað vitað en úr þessu líffæri séu allir íslendingar komnir, svona flottir og fínir, hvað sem um líffærið má segja. Hvernig væri að framkvæma leg- nám á Erni. Hann fer stundum ágætlega með kvenhlutverkin. Og nú hefur Simpson-fjöl- skyldan kvatt að sinni. Ekki var seinna vænna, enda „Ráðgátur" komnar í spilið. En hægt var að bæta sér upp þetta tap á sunnu- dagskvöldið, þegar Gyðja ástar- innar og Woody Allen stigu fram á sviðið. Mia Sorvino sýndi fínan leik og fékk Oskar, en Allen var sami rindillinn og áður, svo eng- inn vissi hvort hann mundi rjúka um koll í næsta atriði. Hann kann vel að velja sér mótleikara, enda var Sorvino alveg að gera út af við hann, ekki síður en önnur Mia þar á undan - nefnilega Farrow. A meðan Allen leikur sín lífshlut- verk á móti Mium er hann á fleygiferð að eltast við tökubörn þeirra á götum New York. Það verður þó aldrei af honum skafið að hann er mikilhæfur leikari, sem lítur alltaf út eins og hann sé á þriðja andvarpinu eða að drukkna í kvenmönnum. Mér brá nokkuð í brún þegar þátturinn um Cecil Rhodes var ekki á dagskrá síðasta miðviku- dag. Það var eins og maðurinn hefði orðið mannætum að bráð í Matabelelandi. Hann er kominn aftur á dagskrá góðu heilli, en það sýnir oflæti mikið hjá dag- skrárgerðarfólki að geta þess að engu þegar heilu þættirnir eru felldir niður, eins og skrifstofu- blækurnar hafi „kortslúttað". Aukagetan Sýn er stundum með bestu dagskrána, líklega fyrir það að enginn af uppum sjónvarpsins sinnir henni hið minnsta. Hún er svona lausa- leikskrói sem er allur í íþróttum og setur að öðru leyti saman dag- skrá án uppa metnaðar. Sýn er stundum dálítið annars heims og gæði dagskrár skrykkjótt. Einn daginn er sýndur þáttur að hand- an, hvað sem það nú er. Bubbi lýsir hvernig útlendingum er ekki bannað að gefa á lúðurinn. Ljósbláar myndir eru stundum sýndar eftir miðnætti til að örva gróðann af símtölum sem boðið er upp á í auglýsingadálkum DV. A mánudaginn var svo sýnd mynd frá elliheimili með Bob Hoskins, þar sem frosið hafði að mestu fyrir skOningarvitin. Þetta var í stuttu máli með allra skemmtilegustu myndum. Indriði G. Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.