Morgunblaðið - 01.11.1997, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.11.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 39 SKOÐUN Dagsbrún og Framsókn sættu sig við orðinn hlut. Það var ekki fyrr en félagsmenn Framsóknar ákváðu að leggja niður vinnu við ræstingar í grunnskólum borgarinnar í upp- hafí skólaárs nú í haust, að borgin bauð upp á sama samning og gerð- ur hafði verið við starfsmannafélag- ið til lausnar málinu. Það var um seinan. Þá var þegar búið að ráða í allar stðður skólaliða í skólunum þremur á óviðunandi og ófullnægj- andi samningskjörum á grundvelli kjarasamnings við starfsmannafé- lagið og félagsaðildar að því. Varð úr að fara með málið fyrir Félags- dóm til að skera úr um gildi for- gangsréttarákvæðisins. Niðurstað- an varð sem fyrr segir sú, að kjara- samningur Dagsbrúnar og Fram- sóknar gilti ekki um starfið og þar með væri íorgangsréttur ekki fyrir hendi. Niðurstaðan skapar í raun fleiri vandamál en hún leysir, eins og forsvarsmönnum borgarinnar var reyndar tjáð áður en til meðferðar málsins kom fyrir Félagsdómi. Strax eftir dómsuppsögu kröfðust Dagsbrún og Framsókn þess að gerður yrði kjarasamningur um starfið og munu fylgja þeirri kröfu eftir með þeim aðgerðum sem lög leyfa. Meðan kjarasamningur hefur ekki verið gerður við félögin um starf skólaliða er dagljóst, að friða- skylda er ekki fyrir hendi. Trúnaður er að sama skapi brostinn gagnvart Reykjavíkurborg og starfsmannafé- lagi þess, eins og nærri má geta af forsögu málsins. Reykjavíkur- borg hefur til þessa borið gæfu til þess að semja um jafnviðkvæm mál og samskipti við stéttarfélög verið byggð á gagnkvæmum trúnaði. Nú er öldin önnur. Meirihluti dómsins blessar hreppaflutninga Dómur breytir í sjálfu sér litlu um gildi samninga milli atvinnurek- enda og stéttarfélaga um forgangs- rétt. Forgangsréttarákvæði, sem byggð eru á samningsfrelsi aðila hafa margsinnis verið viðurkennd með dómum Félagsdóms og reyndar einnig af Mannréttindadómstóli Evrópu og mynda grundvöll að skipulagi á vinnumarkaði í dag. Að gefnu tilefni í forystugrein Morgun- blaðsins er rétt að taka fram, að dómurinn gengur þvert á þá skoðun margra að einstaklingar eigi að ráða stéttarfélagsaðild sinni og samn- ingsumboði. Meirihluti dómsins leggur blessun sína yfir samninga borgarinnar og starfsmannafélags- ins um hreppaflutninga félags- manna Framsóknar yfír i starfs- mannafélagið. Af dóminum má draga þá ályktun að ástæða kunni að vera til þess að orða forgangs- réttarákvæði með öðrum og ná- kvæmari hætti en verið hefur. Þá kann vel að vera að óbilgjarnir at- vinnurekendur muni í kjölfar dóms- ins reyna að breyta starfsheitum og hafa þannig áhrif á val einstakl- inga á stéttarfélögum. Það verður væntanlega til þess eins, að sami atvinnurekandi verði að semja við mörg stéttarfélög um sömu störf. Það mun skapa torleystan ófrið milli atvinnurekenda og stéttarfé- laga og enn frekar milli stéttarfé- laga. Þannig gengur óbilgjörn fram- ganga Reykjavíkurborgar og starfs- mannafélagsins í skólaliðamálinu þvert á tilraunir verkalýðshreyfíng- arinnar í sameiningarmálum. Reykjavíkurborg mun þurfa axla ábyrgð af gerðum sínum á næstu mánuðum og misserum. Verður að trúa þvi að félagshyggjuöfl R-listans nái félagslegum áttum í málinu og virði samningsrétt og kjarasamn- inga elstu stéttarfélaga verkakarla og verkakvenna í Reykjavík og fé- lagafrelsi félagsmanna þeirra. Ragna Bergmann er formaður Vkf. Framsóknar, Halldór Björnsson er vmf. Dagsbrúnar. BRIDS Umsjón: Arnór G. Ragnarsson íslandsmót (h)eldri spilara í tvímenningi 1997 ÍSLANDSMÓT (h)eldri spilara 1997 verður haldið helgina 8.-9. nóvember í húsnæði BSI, Þöngla- bakka 1. Spilamennska byijar kl. 11 á laugardeginum. Tímaáætlun fer eftir parafjölda. Keppnisfyrir- komulag er Barómeter. Þátt- tökurétt hafa allir spilarar sem eru orðnir 50 ára að því tilskildu að samanlagður aldur parsins sé a.m.k. 110 ár. Keppnisgjald er 5.000 kr. og tekið er við skráningu hjá BSÍ s. 587-9360. Einnig er hægt að skrá sig á heimasíðu BSÍ, www.islan- dia.is/'isbridge. íslandsmeistarar heldri spilara 1996 eru Gylfi Bald- ursson og Jón Hjaltason. íslandsmót yngri spilara í tvímenningi 1997 íslandsmót yngri spilara í tví- menning verður haldið helgina 8.-9. nóvember í húsnæði BSÍ, Þönglabakka 1. Spilamennska byij- ar kl. 11 á laugardeginum og frek- ari tímaáætlun fer eftir þátttöku. Spilaður verður Barómeter tví- menningur. Þátttökurétt hafa spil- arar sem eru fæddir 1973 eða síð- ar. Sérstaklega skal tekið fram að það er ekkert keppnisgjald í þessu móti og vonast er eftir að það hvetji yngri spilara, hvar á landi sem er, til að taka þátt í mótinu. Tekið er við skráningu hjá BSÍ s. 587-9360. Einnig er hægtað skrá sig á heima- síðu BSÍ, www.islan- dia.is/ ' isbridge. íslandsmeistarar yngri spilara í tvímenningi eru Ragnar Torfi Jónasson og Tryggvi Ingason. Landstvímenningurinn spilaður 14. nóvember nk. Landstvímenningurinn 1997 verður spilaður með nýju sniði ann- að árið í röð. Evrópusambandinu hefur ekki tekist að finna nýja styrktaraðila fyrir Philip Morris þannig að bridssamtökin á Norður- löndunum hafa ákveðið að spila sömu spil 14. nóvember og krýna norræna sigurvegara. Á íslandi verður jafnframt spilaður Landstvímenningur á sama tíma. Þau félög sem hafa áhuga að taka þátt í þessum keppn- um eru vinsamlegast beðin að hafa samband á skrifstofu BSÍ, s: 587-9360. •" RaÖgreiðslurtilaj vihur, skápur með Ijósum, longd 7,1)0 m. p Siöumúla 20, sími 7<>ll 117‘í‘í. H.iin,u»tra*ti 22 Akureyri, sími46l 1113 Ntj fást amcrísku Serta rúmin á amerísku ver5i í Hagkaupi. A5eins 50 rúm komu til landssins og eru ¥ eingöngu seid í Hagkaupi tKringlunni, Skeifunni, Akureyri, ^ yNUar&vík Vcr& á dýmjm mefc ramma: Miiiistíf IN^júk Queen 152X203 59.900 64.900 King 193X203 79.800 87.700 Öll rúiriin eai seld á grind en án gafla Mundu eftir Fnkortinu! HAGKAUP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.