Morgunblaðið - 01.11.1997, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.11.1997, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VHÐSKIPTI Umskipti í rekstri FH en 51 milljónar króna tap af reglulegri starfsemi Afkoman batnaði um 147 milljónir Fiskiðjusamlag Húsavíkur hl Ársuppgjör .... . i L 1. september 1996 • 31. ágúst 1997 Rekstrarreikningur Míiijónír króna 1997 1996 Breyt. Rekstrartekjur 2.064,4 1.584.1 30.3% Rekstrargjöld 1.804,7 1.629.0 10.8% Hagnaður fyrir afskriftir Afskriftir Fjármagnsgjöld umfram tekjur 259,4 (151,2) (159.5) (44,9) (79,1) (74,0) Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi (51,4) (197,9) Hagnaður (tap) tímabilsins 131,9 (186,0) Efnahagsreikningur 31/8 '97 31/8 '96 I Eianir: \ Milljónir króna Veltufjármunir 672,6 607,3 10,8% Fastafjármunir 2.222,5 1.474,0 50,8% Eignir samtals 2.895,1 2.081,3 39,1% I Skuidir oa eiaiO fé: I Milljónir króna Skammtímaskuldir 908,6 905,5 0,3% Langtímaskuldir 1.302,5 909,5 43,2% Eigið fé 684,0 266,4 156,8% Skuldir og eigið fé alls 2.895,1 2.081,3 39,1% Veltufé frá rekstri 123,3 (173,4) AFKOMA Fiskiðjusamlagsins á Húsavík batnaði verulega á nýliðnu reikningsári, sem stendur frá 1. september til ágústloka. Eigi að síður nam tap af reglulegri starf- semi rúmlega 51 milljón króna. Hagnaður ársins nam hins vegar tæplega 132 milljónum vegna rúm- lega 195 milljóna króna söluhagn- aðar. Á reikningsárinu 1995/96 nam tap félagsins af reglulegri starfsemi hins vegar tæplega 198 milljónum króna. Einar Svansson, framkvæmda- stjóri FH segir að þessi afkomubati sé í grófum dráttum í samræmi við áætlanir félagsins. Framlegðar- áætlun hafi staðist en afkoman hafi þó verið lakari en ráð hafí ver- ið fyrir gert vegna meiri afskrifta og fjármagnsgjalda. Afskriftir hafí reynst meiri vegna aukinna fjárfest- inga. Fjármagnsgjöldin hafi og ver- ið um 40 milljónum króna meiri en gert hafí verið ráð fyrir í áætlun og valdi því m.a. 20 milljóna króna gengistap. „Rekstrarútkoman úr deildunum er hins vegar alveg samkvæmt áætlun. Við lítum á þetta sem eitt skref í því ferli að skila hluthöfum okkar arði,“ segir Einar. Einar segir að það sem skýri bætta afkomu á milli ára sé fyrst og fremst betri nýting á kvóta auk þess sem landvinnslan hafí skilað mjög góðri afkomu. „Við erum út af fyrir sig að ná nokkuð góðri framlegð út úr fyrir- tækinu miðað við hvað við eigum lítinn kvóta. Við eigum ekki nema rúm 4.000 þorskígildi og erum að ná út úr þeim um 260 milljóna króna framlegð. Það eru fá fyrir- tæki af þessari stærðargráðu að ná því út úr svo litlum kvóta.“ Gert ráð fyrir hagnaði á yfirstandandi reikningsári Einar segist nokkuð sáttur við afkomuna. Erfítt hafi verið að gera áætlanir þar sem fyrirtækið hafi verið rekið með mjög miklu tapi á síðasta ári. „Það má segja að fram- legðaráætlunin í heild stenst. Ég er því út af fyrir sig nokkuð sáttur við það þó ég hefði gjarnan viljað sjá hagnað af reglulegri starfsemi. Við erum í það minnsta á réttri leið,“ segir Einar. „Svona miklar breytingar taka hins vegar alltaf nokkum tíma og það getur komið niður á rekstrinum." Einar segir að gert sé ráð fyrir 20 milljóna króna hagnaði á yfirstand- andi rekstrarári. Þær skipulags- breytingar sem gerðar hafi verið í haust eigi að skila fyrirtækinu um 100 milljónum króna í aukinni framlegð, sem nema muni rúmum 4000 milljónum króna. Sú aukning eigi að duga til að hagnaður verði af reglulegri starfsemi. „Þá eigum við eftir að selja eign- ir fyrir 300 milljónir króna í þessu uppgjöri, höfum raunar þegar selt um helming þeirra, og við munum nýta þær tekjur til að lækka skuld- ir. Við gerum ráð fyrir því að vera með svipaðar heildarskuldir um ára- mót og áður en miklu verðmætari eignir." Siemens- deild seld Frankfurt. Reuters. SIEMENS AG hefur bundið enda á vangaveltur um framtíð varnar- og rafeindadeildarinnar SI með því að selja hana samtökum þýzkra og brezkra aðila og hafna tilboði Thom- son-CSF í Frakklandi. Siemens sagði að SI hefði verið seld Daimler-Benz Aerospace AG í Þýzkalandi og British Áerospace. Ekki var skýrt frá verðinu, en heim- ildir herma fyrirtækið fái um 500 milljónir marka í sinn hlut. ------»-■♦ ♦---- NatWest hafnar boðiDeutsche f London. Reuters. NATIONAL Westminster bankinn í I Bretlandi hefur hafnað boði Deutse- he Bank um að kaupa heimsverð- bréfadeild ijárfestingabankaarmsins NatWest Markets. NatWest sagði að óumbeðið boð íjárfestingabanka þýzka bankans, Deutsche Morgan Grenfell (DMG), „þjónaði ekki beztu hagsmunum hluthafa okkar eða starfsmanna." -----------+-+-4----- Framkvæmda- ! stjóraskipti hjá Árnesi PÉTUR Reimarsson, framkvæmda- stjóri Ámess hf. í Þorlákshöfn hefur sagt upp starfi sínu og verður starf- ið auglýst laust til umsóknar. Að því er stefnt að framkvæmda- stjóraskiptin verði fljótlega og að I Pétur gegni starfinu þar til nýr mað- } ur tekur við, segir í frétt. Jökull hf. eykur liluta fé um 100 milljóuir Rekstraráætlun Jökuls hf. 1997-1998 Áætlun 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 902,2 1.055,3 ■14,5% Rekstrargjöld 725,3 802,9 -9,7% Rekstrarhagn. fyrir afskriftir 176,9 252,4 ■29,9% Afskriftir 115,2 123,3 ■6,6% Rekstrarhagn. fyrir fjármagnsgjöld 61,7 129,1 -52,2% Fjármagnskostnaður 96,8 84,0 +15,2% Hagnaður af regluegri starfsemi -35,1 45,1 Óreglulegar tekjur 169,2 0 Hagnaður 134,1 45,1 +197,3% Nýtt skipurit Islenskra aðalverktaka Stefnt að skráningu á VÞI um áramót Vogum, Vatnsleysuströnd. Morgunblaðið. STJÓRN Jökuls hf. hefur ákveðið að auka hlutafé félagsins um 100 milljónir króna að nafnvirði. Sala bréfanna til forkaupsréttarhafa hófst í gær og stendur til 14. nóvember nk. Sölugengi til for- kaupsréttarhafa verður 4,95. Verði einhver hlutabréf óseld að for- kaupsréttartímabilinu loknu verða þau boðin almennum fjárfestum til kaups. Að sögn Sævars Helgasonar hjá Landsbréfum á Norðurlandi, sem hefur umsjón með hlutafjárútboð- inu, er tilgangur þess að styrkja eiginfjárstöðu Jökuls og mæta kostnaði vegna fjárfestinga sem fyrirtækið hafí ráðist í að undan- fömu. Félagið keypti rækjufrysti- skipið Rauðanúp og tog- og nóta- skipið Atlanúp af Fiskiðjusamlagi Húsavíkur nýverið. í útboðslýsingu kemur fram að fyrirtækið hyggist auka áherslu á veiðar uppsjávarfísks og bolfisks. Stefnt sé að því að auka veiðar á loðnu og síld og auka frekar rækju- vinnslu á sjó. Þá eigi að auka fram- legð og veltu fiskvinnslu fyrirtækis- ins á Raufarhöfn. Aðaláherslan verði lögð á frystingu á loðnu og síld en þess á milli verði unninn bæði ein- og tvífrystur þorskur sem keyptur er af mörkuðum og af Rússum. Lakari afkoma en gert var ráð fyrir á fyrri árshelmingi Afkoman hjá Jökli hf. á fyrri árshelmingi þessa árs var nokkru lakari en búist hafði verið við. Tap af reglulegri starfsemi nam 42 milljónum króna en sökum umtals- verðs söluhagnaðar af eignum nam hagnaður tímabilsins 126 milljón- um. Samkvæmt rekstaráætlun fyrir yfírstandandi rekstarár er gert ráð fyrir um 134 milljóna hagnaði og að tap af reglulegri starfsemi verði 35 milljónir króna. Þá er gert ráð fyrir því að á næsta ári muni af- koma félagsins snúast til hins betra og að um 45 milljóna króna hagnað- ur verði af reglulegri starfsemi þess. Ekki er þar gert ráð fyrir frek- ari tekjum vegna óreglulegra liða. Hlutafé Jökuls eftir þessa aukn- ingu verður 224,7 milljónir. Sölu- gengi hlutabréfanna hefur verið á bilinu 4,25-4,95 í þessum mánuði. ISLENSKIR aðalverktakar hf. boðuðu starfsmenn fyrirtækisins til fundar í mötuneyti IAV á fimmtudaginn, þar sem starfs- mönnum var kynnt nýtt skipurit yfirstjórnar fyrirtækisins. Það fel- ur meðal annars í sér að Stefán Friðfinnsson forstjóri verður fram- kvæmdastjóri og fyrirtækinu verð- ur deildaskipt í framkvæmdasvið og ijármálasvið. í ávarpi Jóns Sveinssonar stjóm- arformanns kom fram að unnið er að því að koma fyrirtækinu á skrá á Verðbréfaþingi íslands og vonast hann til að það verði í lok þessa árs eða í síðasta lagi í janúar á næsta ári. Skipulagsbreytingarnar eru liður í þeirri vinnu. Hann sagði eigendur 68% hluta í Íslenskum aðalverktölum vilja selja hluti sína, og við sölu þeirra muni starfsmenn njóta forgangs. Í ávarpi Stefáns Friðfinnssonar kom fram að verkefni hjá varnar- liðinu hafa dregist mikið saman og að á næsta ári verði þau 10-20% af því sem var best. Fyrir- tækið hefur verið að hasla sér völl á innlendum markaði og fengið verkefni á Grundartanga fyrir upp undir milljarð, í Hágöngum, á Nesjavöllum og víðar. Hann sagði ennfremur að breyt- ingar hefðu orðið á Keflavíkurflug- velli, þar sem varnarliðið gerir til dæmis ekki lengur kröfur um sér- stakan viðbúnað, og borgar því ekki fyrir það. Á fundinum voru einnig kynntir yfirmenn fyrirtækisins. Stefán Friðfinnsson framkvæmdastjóri, Úlfur S. Friðriksson, fjármála- stjóri, Haukur Frímannsson, yfír- maður tæknideildar, Guðmundur Geir Jónsson, yfirmaður fram- kvæmdadeildar og Eysteinn Har- aldsson, yfirmaður véladeildar. > > . i í I I I I L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.