Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 B 7 KOSNINGAR 8. APRÍL Viltu stj órn eða sirkus? SIRKUS er skemmtilegt fyrirbæri þar sem má hafa gam- an af ýmsum skepnum og trúðum, kúnstum þeirra og uppátækjum, auk ýmislegs fleira. En sirkus á heima á sínum sérstaka vettvangi og sá vettvangur er ekki á sviði stjórnmála. Ég held í raun að kjósend- ur standi nú frammi fyrir tveimur valkost- um: Annars vegar nokkurskonar sirkus sem samanstendur af fjórum til fimm vinstri flokkum og hins vegar öflugri stjórn tveggja flokka þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn er kjölfestan. Ríkis- stjórnin skilar nú af sér með sýni- legum góðum árangri. En það skipt- ir öllu að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram að leiða það uppbyggingar- starf sem grunnur hefur verið lagð- ur að á kjörtímabilinu. Engin vinstri stjórn hingað til hefur enst út kjör- tímabilið og ekki ástæða til að ætla að svo verði í framtíðinni. Til þess standa of ólík öfl að slíkum stjóm- um, öfl sem setja stundarhagsmuni á oddinn og eiga í illdeilum innbyrð- is. Við fáum hvað eftir annað færð- an heim sanninn um það, að þótt við eigum sóknarfæri víða, bæði hér heima og erlendis, þá búum við líka við erfiðar aðstæður hvort sem litið er til landfræðilegra aðstæðna, veð- urfars, atvinnuvega eða efnahags- umhverfís almennt. Til að spila vel úr tækifærum okkar og sigrast á erfiðleikum þurfum við sterka og samhenta stjórn. Hún verður ekki fyrir hendi nema undir forystu Sjálf- stæðisflokksins. Upphlaupsframboð eyðileggja Viðreisnarstjórnin stjórnaði land- inu í tólf ár. Vinnufriður ríkti og stöðugleiki. Haftastefna var lögð af og fjöldamörg framfaramál litu dagsins ljós, svo sem álverið og aðildin að EFTA sem allir sjá nú að voru heillaspor, en þá voru vinstri flokkarnir heiftúðugir á móti þessum og mörgum öðrum þörf- um málum. Skamm- sýni var þeirra ein- kenni. Það urðu á þess- um árum efnahagsörð- ugleikar sem alfarið stöfuðu af ytri orsök- um, þyngst vóg þar óvenju mikill aflabrest- ur. Ríkisstjórnin sigr- aðist á þessum erfið- leikum með markviss- um aðgerðum, en missti samt meirihluta sinn í kosningunum 1971, þótt Sjálfstæð- isflokkurinn héldi nokkurn veginn sínu fylgi og tapaði raunar minnu en stærsti stjórnarandstöðuflokkur- inn. Samstarfsflokkurinn, sem þá Viljum við áframhald- andi uppbyggingu í framhaldi af því kjör- tímabili sem nú er að ljúka, spyr Leo Inga- son, eða viljum við end- urtaka sorgarleikinn frá 1971 ogaðrarkoll- steypur vinstri stjóma fyrr og síðar? var eins og raunar nú, Alþýðuflokk- urinn, beið hinsvegar afhroð og því féll stjórnin. Ástæðan var upp- hlaups- og lýðskrumsframboðið „Samtök fijálslyndra og vinstri manna,, sem nú eru löngu dauð, en stórsköðuðu þjóðarbúið með því að skapa grundvöll fyrir vinstri stjóm sem ekki var lengi að eyði- leggja stöðugleikann, enda tekur það jafnan mun skemmri tíma að eyðileggja stöðugleika en skapa Leo Ingason hann. Af þessari ástæðu vara ég við framboði „tjóðvaka" nú. Hann er nákvæmlega samskonar upp- hlaupsframboð sem getur á sama hátt valdið stórtjóni, og komið því til leiðar að ávinningur kjörtímabils- ins nú fer fyrir lítið. Raunar er það yflrlýst stefna hans, því hann boðar beinlínis að hann útiloki stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ég vil líka vara við brosum annarra flokka í átt til hægri og miðju. Það er nefni- lega hætta á að þau atkvæði sem kunna að fást út á þau bros verði misnotuð, það er, notuð til að mynda vinstri stjórn eftir kosning- ar, og þú þannig plataður og niður- lægður, kjósandi góður. Þú sem kýst einhvern þessara flokka í þeirri trú og von að hann muni mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum skalt treysta. þeim varlega. .Einu atkvæðin sem örugglega stuðla að því að hér ríki stjórn en ekki sirkus eftir kosningar eru atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum. Kosningarnar nú Valkostimir era skýrir. Viljum við áframhaldandi uppbyggingu í fram- haldi af því kjörtímabili sem nú er að ljúka? Eða viljum við endurtaka sorgarleikinn frá 1971 og aðrar koll- steypur vinstri stjóma fyrr og síðar? Um þetta verður tekist í kosningun- um hinn 8. apríl næstkomandi. Vinstri stjóm núna myndi þar að auki verða mynduð af flokkum sem hafa bitist óvenjuharkalega innbyrð- is undanfarið, eða hafíð þið ekki séð hvemig Alþýðubandalagið veitist harkalega að forystumanni „íjóð- vaka“ í sjónvarpskynningu og gagn- kvæmar sendingar hafa flogið hina leiðina. Og hvernig Framsóknar- flokkurinn lýsir því yfir að „lausn- ina“ sé ekki að fínna til vinstri? Þannig mætti áfram telja. Sjálfstæð- isflokkurinn er sáttaafl og kjölfesta í íslenskum stjórnmálum. Hann hef- ur við erfíðar aðstæður náð góðum árangri í efnahags-, atvinnu og kjaramálum. Hann hefur markvissa sjávarútvegsstefnu, gert átak í menntamálum og vegamálum. Hann hefur föst tök í ríkisfjármálum og stefnir að nýskipan í ríkisrekstri. Hann hefur lækkað vexti, greitt nið- ur erlendar skuldir í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins þrjú ár í röð, lækk- að ríkisútgjöld á mann og lækkað skatta svo eitthvað sé talið. Hann horfir bjartsýnn til 21. aldarinnar. Höfundur er cand. mag. í sagnfræði og bókasafns- og upplýsingafræðingur. Sjálfstæðis- flokkurinn er hættulega stór í ÞEIRRI kosninga- baráttu sem nú stendur yfir hefur Sjálfstæðis- flokkurinn sloppið ótrú- lega vel. Þó er Sjálf- stæðisflokkurinn alvar- legasta pólitíska vanda- málið á íslandi. Það er alveg makalaust hversu litla athygli þessi stað- reynd hefur fengið í kosningabaráttunni. Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn á ekki hagsmunalega samleið nema með brotabroti þess fylgis sem styður Sjálfstæðis- flokkinn. Sjálfstæðis- flokkurinn er nefniiega vörsluflokk- ur sérhagsmuna og fjármagnsins og eru um það mýmörg dæmi. Nefni Þessi: 1. Sjálfstæðisflokkurinn hyglaði sem meirihlutaflokkur í borgarstjóm ákveðnum verktökum og söluaðilum umfram alla aðra og skeytti þá hvorki um skömm né heiður heldur gekk fram hjá hæfum aðilum bæði byggingameisturum og arkitektum svo dæmi séu nefnd. 2. Sjálfstæðisflokkurinn ber að- alábyrgð á því að ísland er eina land- ið á byggðu bóli sem ekki hefur fjár- magnstekjuskatt. 3. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf staðið gegn því að hér yrðu lagður á hátekjuskattur og hann beitti sér fyrir því á þessu kjörtíma- bili að hátekjuskattur sem lagður hafði verið á var lækkaður. 4. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér sérstaklega fyrir því að skattar fyrir- tækja voru lækkaðir þannig að fyrir- tæki borga lægri skattprósentu en almenningur. 5. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir því að svokallaður ekknaskatt- ur var felldur niður (það var skattur sem lagðist á 10 milljón króna eign eða meiri, enda varð viðkomandi að hafa í tekjur 167 þúsund krónur á mánuði). 6. Sjálfstæðisflokkurinn á bein Itök í flestum stærstu fyrirtækjum landsins og flestir æðstu yfirmenn stærstu fyrirtækjanna í landinu eru flokks- bundnir í Sjálfstæðis- flokknum. 7. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur lagt undif sig völdin í flestum stærstu ríkisfyrirtækj- unum. Þannig eru flokksmenn hans sér- staklega útnefndir sem bankastjórar allra ríkis- banka landsins _að ekki sé minnst á íslands- banka og stærstu spari- sjóðina. 8. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur bein flokksleg tengsl við eigendur og eða ráðamenn allra stærstu fjölmiðla landsins fyrir utan Það er þjóðarnauðsyn að Sj álfstæðisflokkur- - inn minnki, segir Svavar Gestsson, heétur kjósendur til að gera veg G-listans sem mestan. Ríkisútvarpið. Einnig þar hefur hann reynt að læsa kólnum í seinni tíð með einkavinavæðingunni. Hann er alls staðar. Það er hættulegt að láta þessar staðreyndir fram hjá sér fara. Á móti þessu hægra liði þarf að efla vinstra mótvægi. Það er Alþýðu- bandalagið og áháðir. Ef G-listinn kemur sterkur út úr kosningunum munu miðjuflokkarnir verð reiðu- búnir til vinstra samstarfs. Annars ekki. En umfram allt: Það er þjóðar- nauðsyn að Sjálfstæðisflokkurinn minnki. Höfundur er alþingismaður og efsti maður G-Iistans í Reykjavík. Svavar Gestsson Snjómokstur er slæm fjárfesting urstækjum ómælda vinnu, en vegfarendum aukin vandræði og út- gjöld á komandi ámm, nema að núverandi vegstæði á þessum slóðum verði breytt. Framtíðarskipulag á umræddum vegi bráð- vantar með tilstyrk staðkunnugra. Gæti Suðurlandsjarð- skjálfti eyðilagt Þjórsárbrúna? Brýr vantar víða í héruðum, þar ber þó Halldór Eyjólfsson arþunga sem þarna er orðinn, þjónar ekki nútímakröfum vegfar- enda, enda fjölgar um- ferðaróhöppum árlega, bæði á og við brúna. Brúin mun þó geta þjónað innanhéraðs- umferð á komandi ámm, ef ekkert óvænt kemur fyrir. Hugsan- leg framkvæmdaröð: Könnun brúarstæða árið 1995, brúarbygg- ing á Þjórsá ásamt vegalagningu ofan Stokkseyrar árin 1996-1998, brú- Hugleiðingar um samgöngumál á útmánuðum 1995 RANGÆINGUM og Skaftfell- ingum gefst nú í alþingiskosningum sameinast um stuðning við þann frambjóðanda sem treystir sér til að taka samgöngumál byggðarlag- anna til gagngerðrar endurskoðun- ar á næsta þingi og láta endur- skoða núgilandi vegaáætlun um- dæmisins með tilliti til þeirra mis- taka og bráðabirgðalausna sem gerðar em á hveiju ári en leysa lít- inn vanda þrátt fyrir umtalsverðan kostnað. Síðasta dæmið er á þjóðvegi 26, Landvegi, en endurbygging hans frá Laugalandi að Skarðsfjalli hófst fyrir nokrum árum á því að skipt var um jarðveg í gömlu krókóttu hestvagnagötuslóðunum, þó möl- bornir væru, meðfram hólum og hæðum en þar er aðfenni að sjálf- sögðu mest. Þó gekk yfir vegfarendur á haustdögum 1994, þegar endanleg staðsetning og hönnun vegarins við svonefnda Pululaut var mönnum ljós; en þar var farið yfir dalverpi og síðan grafið niður í gegnum dálitla hæð sem skapar snjómokst- hæst nýja brú á Þjórsá á allra næstu ámm, annað hvort við Nautavað, um Vaðhólma með teng- ingu á veg 26 og 32, eða um Traust- holtshólma ca 4 km frá sjó, en þar mun framtíðarhraðbrautarlínan liggja um milli Faxaflóasvæðisins og Austurlands með brú á Hólsá neðan Djúpóss en ofan byggðar í Þykkvabæ, samanber veginn við Eyrarbakka. Einnig gaf ca 700 m jarðgöng syðst í Reynisfjalli þannig að ekki þurfí lengur að aka yfir fjallið. Núverandi brú hjá Þjórsártúni hefur eina akrein, auk þess slæma aðkomu, brekku og blindbeygju. Brú á þjóðvegi 1, með þeim umferð- arbygging á Hólsá ásamt vegalagn- ingu ofan Þykkvabæjar árin 1998- 1999, jarðgöng I Reynisfjalli og vegalagning vestur að Loftstöðum árin 1998-2000. Framtíðarþjóðbraut um Suðurland Ný brú á Þjórsá suður við Traust- holtshólma myndi draga mjög úr því öngþveiti sem skapast hefur á þjóðvegi 1, við Ölfusárbrú hjá Sel- fossi. Selfossbær hefur nú á síðustu ámm þrengt svo að þjóðveginum með húsbyggingum, bílastæðum, trjárækt og blómabeðum að hætta stafar af, sérstaklega hjá stórum flutningavögnum og tækjaflutn- Rangæingar og Skaft- fellingar munu í kom- andi kosningum, að mati Halldórs Eyjólfs- sonar, styðjaþann frambjóðanda, sem treystir sér til að taka samgöngumál byggð- anna til gagngerðrar endurskoðunar. ingadráttarvögnum, sem gerast sí- fellt fyrirferðarmeiri. Staðreynd er að færa verður þjóðveginn útúr Selfossbæ. í ljósi þess mun umferð til fjarægari héraði beinast um Þrengslaveg 39, Óseyrarbrú og austur slétturnar ofan Eyrarbakka og Stokkseyrar, á væntanlega brú yfir Þjórsá með tilheyrandi tenging- um við hliðarvegi 305 og 275, sem er Ásvegur, en hann liggur beint að Landvegamótum á þjóðveg 26, Landveg/ Um veg 275, gætu vikur- flutningavagnar farið, frá Heklu- svæðinu til Þorlákshafnar, en fyrir- sjáanleg er gífurleg aukning á vik- urútflutningi, og einnig myndi leið- in styttast lítillega. Ekið til nýrrar aldar Byggja þarf nýjan veg af Ásvegi 275 - austur sléttumar ofan Þykkvabæjar að Hólsárbrúarstæði neðan Djúpós, en mjög hagstætt vegastæði er á þessum slóðum. Þarna mun vegur 275 tengjast vegi 252, Landeyjavegi, en hann tengist á þjóðveg 1 vestan við Hemlu. Þétt- býlin tengjast um áður gerða vegi, Hvolsvöllur um þjóðveg 1, ca 5 mín akstur, Hella um veg 25, ca 5 mín. akstur, Þykkvibær um veg 25, ca 5 mín, akstur, Landvegamót um veg""- 275, ca 15 mín. akstur. Aðalvegir, hraðbrautir, hljóta að færast út úr þorpum og þéttbýlisstöðum (milli fjóss og bæjar) á opin og afmörkuð svæði eftir víðáttum suðustrandar- innar, allt til Hafnar í Hornafirði, með nýrri brú frá Holti yfir Homa- fjarðarfljót í Skógey, austur yfir hana en sunnan flugvallarins, um Hólmanes beint á vegamót Hafnar og Austurlandsvegar, sem er fram- tíðarhugsýn Hornfírðinga og jafn- vel Austfirðinga. Ætlast verður til af þeim se^. kjörnir verða til Alþingis næsta kjörtímabil á Suðurlandi, að þeir auki verulega fjárframlög til brúa og vegagerðar á næstu árum, þar sem vegir era eini samgöngumögu- leiki íbúanna. Höfundur er ábugamaður um umhverfis- og snmgöngumái.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.