Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8.APRÍL Áform um einka- væðingu Pósts og síma FRJÁLSHYGGJU- MENN hafa haft hægt um sig að und- anfömu. Síðan þeir töpuðu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosn- ingunum í fyrra og klúðruðu SVR-málinu hefur ekki mikið frá þeim heyrst. Þriðjudagskvöldið 28. mars varð skyndi- leg breyting þar á. Þá tilkynnti Halldór Blöndal að á næsta kjörtímabili verði símahluti Pósts og síma einkavæddur og seldur fái hann þar nokkru um ráðið. Drög að frumvarpi Fyrir tæpum tveimur árum kynnti Halldór Blöndal, sam- gönguráðherra, drög að frumvarpi um einkavæðingu Pósts og síma. Það gerði ráð fyrir að Póstur og sími yrði hlutafélag í ársbyijun 1994 og að hægt yrði að selja hlutabréf innlendum og erlendum aðilum í ársbyijun 1998. Drögin gerðu ráð fyrir að starfsmenn Pósts og síma yrðu ekki lengur opinberir starfsmenn með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir og að ekki yrði staðið við réttindi starfsmanna varðandi bið- launagreiðslur. Fólk héldi ekki störfum sínum gerði það kröfu um að réttindi þess yrðu virt. Tilveru- grundvöllur stéttarfé- laga starfsmanna (FIS og PFÍ) yrði ekki lengur til. Gert var ráð fyrir að Póstur og sími yrði seldur (les. gefinn einkavinum) á u.þ.b. 8 milljarða eða 20-30% af raunvirði. Vonbrigði íhaldsmanna í Bretlandi Einkavæðingar- hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni hér á landi. f október 1991 sagði Morg- unbl'aðið frá því, í viðtali við einn af borgarstjórum íhaldsflokksins í Bretlandi, hvemig fijálshyggju- mönnum þar í landi tókst að leggja símaþjónustu í rúst í aðalvið- skiptahverfi Breta í Lundúnum og hvað fyrrverandi stuðnings- menn einkavæðingarinnar hefðu orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar hlutafélagið British Telecom kom til starfa. Gróði fé- lagsins var óhemjumikill. Hann var ekki notaður til að viðhalda símanum nema að hluta. Fjárfest var í gróðafyrirtækjum sem ekk- ert höfðu með símarekstur að gera. Skrautlegt lið úr fijálshyggju- armi íhaldsins í Bretlandi kom til starfa. Nicholas nokkur Ridley Kjósum Ögmund Jónasson, segir Ragn- hildur Guðmundsdótt- ir, og óháða félaga hans um land allt. varð samgönguráðherra. Hann fékk þá flugu í höfuðið að leigubíl- stjórar í London ættu ekki að vera háðir töxtum, heldur ætti að vera hægt að semja við þá hveiju sinni. Ridley þessi var síðar settur úr embætti samgönguráðherra af því að hann kunni ekki almenna mannasiði. Dýrari og verri símaþjónusta Breska einkavæðingarmódelið hefur síðan verið útflutningsvara til margra landa. Það er hægt að rekja lið fyrir lið nákvæmlega sömu afleiðingar einkavæðingar- innar í hinum ýmsu löndum. For- skrift Thatchers er fylgt lið fyrir lið. Þess vegna er auðvelt að sjá fyrir hvað myndi gerast hér á landi. 1. Síminn (og e.t.v. Pósturinn) yrði seldur langt undir matsverði til einkavina. 2. Þjónusta verður dýrari og verri, sérstaklega hjá einstakling- um og í stijálbýli. Ragnhildur Guðmundsdóttir 3. Þjónusta lækkar í verði til stórfyrirtækja, gagnaflutningur milli landa t.d. 4. Hlutabréf seljast m.a. úr landi og erfitt verður að henda reiður á hveijir ráða símafyrirtæk- inu raunverulega. 5. Starfsfólki fækkar um þriðj- ung til helming á fáum árum. Launakjör versna nema hjá örfá- um toppum. Hrokafull framkoma gagnvart starfsmönnum Forystumenn félaga síma- manna í grannlöndum okkar sjá mest eftir því í dag að hafa sýnt samstarfsvilja í upphafi einka- væðingar. Þeir létu blekkjast af loforðum um að starfsmenn nytu góðs af góðri afkomu. Við engin slík loforð var staðið til almennra starfsmanna. Samskipti British Telecom við starfsmenn og viðskiptavini hafa einkennst af hroka og yfirgangi. Við slíku eiga almennir starfs- menn fá ráð. Ríkisskipuð eftirlits- nefnd símnotenda varð að skipa breska símafélaginu að lækka símreikninga og starfa innan lagaramma sem settur var. Eftir- litsnefndin sagði að mikill gróði félagsins hefði ekki skilað sér til notenda í formi bættrar þjónustu. Í stéttarsamtökum víðs vegar um heim er vel fylgst með því hvað er að gerast varðandi síma- þjónustu. Þannig upplýstist það á ráðstefnu símamanna í Danmörku á sl. ári að í Noregi var ekki fyrr búið að taka ákvörðun um einka- væðingu símans en samningar lágu á borðinu um samvinnu við British Telecom. Norskum ráða- mönnum var síðan boðið á nám- skeið.í Bretlandi til að læra hvern- ig hægt sé að halda stéttarfélög- um starfsmanna í skeíjum. Gagnsókn gegn frjálshyggjunni Þegar forystumönnum stétt- arfélaga símamanna og póst- manna hér á landi tókst með mik- illi samstöðu að hindra áform um einkavæðingu Pósts og síma árið 1993 vissu þeir að þama gat verið um stundarfrest að ræða. Drög að frumvarpi voru til niðri í skúffu. Þrátt fyrir það var það nokkuð óvænt að samgönguráðherra skyldi gefa þessa yfirlýsingu tæp- um tveimur vikum fyrir kosningar um hvað hann vildi gera á næsta kjörtímabili fengi hann að ráða. Ég var spurð að því strax um morguninn eftir sjónvarpsviðtalið við ráðherrann af hveiju hann vildi einkavæða símann og hvað við ættum að gera. Líklega dregur Halldór dám af fijálshyggjuráðgjöfum í umhverf- inu og stöðug velgengni Flokksins í skoðanakönnunum — allt að 45% — truflar e.t.v. hæfni til ályktana. Og ekki hefur Halldór heyrt nýj- ustu ræðu Davíðs um víðsýni og fuglavinaflokkinn. Það sem starfsmenn Pósts og síma og reyndar landsmenn allir geta gert er að tryggja í komandi kosningum að fijálshyggjustjórn verði ekki mynduð að þeim lokn- um. Það gerum við best með því að kjósa Ögmund Jónasson og óháða félaga hans í samstarfi við Al- þýðubandalagið um allt land. Síð- ast en ekki síst beini ég þessari áskorun minni til fólksina í dreif- býlinu, en það er fólkið sem hefur farið verst út úr einkavæðingu símans í þeim löndum sem hún er komin á. Höfundur er varaformaður BSRB, formaður Félags ísl. símamanna og Sambands norrænna símamanna. Kosningar og menning í FJÖLMIÐLAUM- RÆÐUNNI undanfar- ið hefur menningar- stefnu stjómmála- flokkanna verið sniðinn heldur þröngur stakk- urinn. Helst er að sjá að íslensk menning sé orðin eitthvað sem skipti flesta stjóm- málamenn litlu sem engu máli. Þessi dapur- lega staða allrar menn- ingaramræðu opinber- aðist grímulaust í sjón- varpsþætti ríkissjón- varpsins nýlega, þar sem stjómmálamönn- um og öðram viðstöddum var ætlað að gera „úttekt" á menningarmálum þjóðarinnar í heild sinni, á nákvæm- lega tveimur mínútum! Takk fyrir! Er þetta ýjókaþjóðin ísland“? „söguþjóðin Island“? Þjóðin sem ól af sér Kjarval, Jón Leifs, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Erró, Bólu-Hjálmar, Björk, Kristján Jó- hannsson, Snorra-Eddu og íslend- ingasögurnar? Seint verður víst sagt að íslenskir stjómmálamenn hafi ofalið listamenn sína. Getur verið að einhverjir stjómmálaflokkana telji sér hag af því að ala á því við- horfi „Júróvisjón-kynslóðarinnar" að listamenn þjóðarinnar séu að mestum hluta letingjar og ómenni, sem alla tíð hafi vérið ómagar á þjóðarpyngjunni? Sömu flokkar og krefjast miðstýringar og einangran- ar menningarmála að „stalínskum" sið, og telja þeim best komið ef ákveðmr ráðherrar og þeirra pólit- ísku dindlar, með sinni frægu einka- vinavæðingu, haldi um stýrishjólið? Einn stjórnmálaflokkur hefur þó þrátt fyrir allt lengi haft sérstöðu í afstöðu sinni til menningar- mála. Alþýðuflokkur- inn. Eitt mesta blóma- skeið íslenskrar menn- ingar var t.d. í tíð Gylfa Þ. Gíslasonar fv. menntamálaráðherra og nýtur þjóðin enn ávaxtanna af hans merku störfum. Al- þýðuflokkurinn hefur lengi haft þá stefnu að ríkisvaldi og sveitarfé- lögum beri skylda til að standa myndarlega að framlögum til menn- ingarmála, án þess að miðstýra þeim málaflokki með pólitískum kommis- örum. Alþýðuflokkurinn hefur þá stefnu að framkvæði og stjómun í listum og menningu skuli sem mest Góð reynsla er að menn- ingarforystu Alþýðu- flokksins, segir Sverrir -------------------------- Olafsson, eins og reynsla Hafnfírðinga vitnar glöggt um. vera í höndum listamanna sjálfra, en yfirvöld eigi að vera hinn styrki fjárhagslegi og siðferðilegi bakhjarl. Stefna Alþýðuflokksins um stofnun sérstaks menningarmálaráðuneytis er löngu tímabær umræða. Þetta ráðuneyti yrði sá langþráði og verð- ugi þjónustuaðili menningarinnar sem sárlega hefur vantað. Slíkt Sverrir Ólafsson ráðuneyti verður sá aðili, sem hlut- laust getur séð um kynningu á list- um hérlendis jafnt sem erlendis, útdeilingu ijármagns til verkefna um land allt, starfslauna og opin- berra verkefna. Þá er ekki vanþörf á að jafna aðgang hinna ýmsu sveit- arfélaga að sameiginlegum sjóðum okkar allra til menningarmála, en öll þessi mál eru nú í hinum mesta ólestri og stjómast mest af flokks- skírteinum og vinabitlingum, án nokkurs tillits til fagmennsku. Nú- verandi menntamálaráðherra hefur þar væntanlega slegið öll fyrri met, sjálfum sér og flokki sínum til lítils sóma. Utanríkisráðuneytið hefur undir stjóm Alþýðuflokksins unnið markvisst að kynningu á íslenskri list og menningu erlendis á undan- fömum áram, og þar með haft af- gerandi áhrif í þá vera að opna ís- lenskri menningu aðgang að hinum stóra heimi. Frábær reynsla er af stefnu Alþýðuflokksins í uppbygg- ingu menningarmála bæði erlendis og hérlendis. Það hefur örugglega ekki farið fram hjá nokkram lands- manni hversu vel hefur tekist til í menningarmálum í Hafnarfirði und- ir stjórn Alþýðuflokksins, þrátt fyrir rætinn óhróður og lygar pólitískra andstæðinga Alþýðuflokksins um annað. Þar hefur mest farið fyrir háværam ærumeiðingum og niður- rifshjali. Ekkert bólar hins vegar á staðreyndum eða rökum. Sannleik- urinn er sá að enginn annar stjórn- málaflokkur en Alþýðuflokkurinn hefur gert jafnmikið til að mæta óskum og þörfum íslenskrar menn- ingar í verki. Við kjósendur þurfum að tryggja með öllum ráðum að ráðuneyti menningarinnar verði eft- ir kosningar í höndum þeirra sem raunveralega hafa getu, vilja og metnað til að vinna vel að menning- armálum, í stað þess vandræða- gangs sem landsmenn hafa orðið vitni að í óstjómartíð núverandi menntamálaráðherra. Við kjörkass- ann verður því val velunnara ís- lenskrar menningar auðvelt. X-A. Höfundur er myndlistarmaður. í NÝLEGRI skoð- anakönnun, sem gerð var af Félagsvísinda- stofnun Háskólans, kom fram að um 80% vilja tveggja flokka stjóm og um 60% að Davíð Oddsson verði forsætisráðherra á næsta kjörtímabili. Ég hef hitt fjöldann allan af fólki að und- anfömu á framboðs- fundum og á vinnu- stöðum, sem vill ein- mitt slíkt stjórnar- mynstur, vill viðhalda þeim stöðugleika sem náðst hefur og treystir Sjálfstæð- isflokknum bezt til þess að leiða slíkt samstarf. Þegar talið berst síðan að því við hvern sé æskileg- ast að eiga samstarf er ýmislegt uppi á teningnum. Sumir vilja Alþýðuflokkinn og áframhald á núverandi stjórnarsamstarfi, aðrir vilja ekki sjá slíkt og veðja á Framsóknarflokkinn eða Alþýðu- bandalagið. Jóhanna hefur beðist undan slíkri stjórnaraðild. Ólafur Ragnar Grímsson sagði frá því fyrir nokkrum dögum að hann hefði unnið drög að málefnasamn- ingi vinstri stjómar og gæti mynd- að slíka stjórn strax að loknum kosningum. Framsókn vegur salt Við blasir því hið kalda, vinstra vor, öfugt við vilja 80% kjósenda. Þá segja menn: Nú, við kjósum auðvitað bara hann Halldór! Er ekki Framsóknarflokkurinn ágæt- ur miðjuflokkur sem sjálfstæðismenn gætu sem bezt unnið með? Því er til að svara, að á undanförnum árum hefur Framsókn vegið salt á milli borgara- legra afla og vinstri- mennsku. Halldór vill vinstri stjórn En nú hefur for- maður flokksins, Halldór Ásgrímsson, kveðið upp úr með það að hann vilji vinstri stjórn. Hann hefur margoft lýst því yfir að undan- förnu að fái hann umboð til stjórn- armyndunar, verði það hans Við blasir því hið kalda, vinstra vor, segir Katr- ín Fjeldsted, öfugt við vilja 80% kjósenda fyrsta verk að leita eftir sam- starfi við vinstri flokkana! Þetta þarf kjósandanum að vera ljóst þegar að kjörborðinu kemur. Eina leiðin til þess að tryggja öfluga tveggja flokka stjóm undir forystu sjálfstæðismanna er að kjósa Sjálfstæðisflokkirin. Höfundur er læknir og skipar 9. sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Kalt vinstra vor? Katrín Fjeldsted

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.