Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 B 3 KOSIMINGAR 8. APRÍL Ungft fólk þarf líka að geta keypt íbúð SÁ SEM hyggst kaupa íbúð á hinum almenna markaði þarf að uppfylla tilteknar kröfur til þess að geta fengið húsbréfalán. í aðalatriðum eru kröf- umar þær, að tekjur fjölskyldunnar þurfa að duga til þess að greiða afborganir og heildargreiðslubyrði má ekki vera meiri en 18% af tekjunum. Einnig þarf íjölskyld- an að eiga eða geta fjármagnað með öðr- um hætti 35% kaup- verðs íbúðarinnar. Þessar reglur eru útaf fyrir sig ágætar fyrir þorra fólks á hinum almenna markaði. Þó situr einn hópur eftir og getur illa eða alls ekki uppfyllt þessar kröfur: Ungt fólk sem vill kaupa sína fyrstu íbúð. Fólk, sem kemur út á vinnumarkað- inn, sumt frá langskólanámi, með börn og námslán, á ekki fyrir út- borguninni og ekki eru allir svo lánsamir að fá í fyrstu lotu starf, sem gefur af sér nægar tekjur til að standa undir greiðslubyrðinni, hvað þá til að safna um leið fyrir 35% eignarhlutanum. Hins vegar þurfa allir þak yfir höfuðið og það strax. Hvaða möguleika á þetta unga fólk? í fyrsta lagi eru sumir svo heppnir að geta leitað heim til for- eldra, búið þar um hríð yog lagt fyrir til íbúðakaupa. I öðru lagi er hægt að fara á leigumarkaðinn. Það er dýrt og skilar engu til íbúða- kaupa, greiðslubyrðin er svipuð eða hærri en afborganir af láni, og erf- itt reynist að leggja fyrir. í þriðja lagi er hægt að reyna að kom- ast inn í félagstega kerfið, en þá þurfa menn líka að vera við því búnir að losna ekki þaðan næstu áratugi, því að greiðslubyrðin er umtalsverð, en eignamyndun engin fyrstu 15-20 árin. Ekki liggja fyrir töl- ur um hvaða ráða unga fólkið tekur til, en svo virðist sem það leiti í auknum mæli á náðir félagslega kerfisins. 1989 voru lántakendur í félagslega kerfinu á aldrinum 24 ára og yngri 9% allra samanlagðra lántakenda Byggingarsjóðs ríkisins Ungt fólk þarf að geta komið sér upp þaki yfir höfuðið, segir Þórhall- ur Jósepsson, með viðráðanlegum hætti. þ.m.t. húsbréfadeild og Byggingar- sjóðs verkamanna í þessum aldurs- flokki. 1992 komst þetta hlutfall í tæpt 21% og síðustu tvö ár, 1993 og 1994, hefur hlutfallið verið um 18%. Þetta hlutfall hefur einnig hækkað á sama tímabili í aldurs- hópnum 25-29 ára, úr 8,8% 1989 í 17,1% 1993 og rúm 13% 1994. Ég hygg að tilgangur Byggingar- sjóðs verkamanna hafi aldrei átt að vera að taka við ungu og frísku fólki, nýkomnu úr námi, á þeirri einu forsendu að almenna lánakerf- ið sé því lokað. Allt frá því húsbréfakerfið kom til sögunnar hefur ungt fólk, í vax- andi mæli, stunið undan þessum ágalla kerfisins. Því miður hafa fé- lagsmálaráðherrar Alþýðuflokksins ekki sýnt nokkurn skilning á þessu vandamáli, kannski látið sér vel líka hin aukna ásókn í félagslega kerfið. Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, hefur gert það að stefnu- og bar- áttumáli sínu (á síðustu tveimur landsfundum 1991 og 1993 og nú í kosningastefnuskrá) að ráða bót á þessu vandamáli. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur heitið ungu fólki úrlausn í húsnæðismálum, úr- lausn sem er löngu tímabær og engum er betur treystandi til að framfylgja. Heftur aðgangur ungs fólks að húsbréfakerfmu er aðeins eitt dæmi af mörgum um ósveigjanleika þessa kerfis, sem annars er í grundvallar- atriðum hið ágætasta lánakerfi. Nú eru rúm fímm ár frá upphafí þess, en allan þann tíma hafa ráðherrar málaflokksins þverskallast við að gera eðlilegar úrbætur þar á. Á næsta kjörtímabili gefst tækifæri til að lagfæra húsnæðiskerfið og gera það manneskjulegra eins og forsætisráðherra hefur lagt ríka áherslu á í málflutningi sínum. Fái Sjálfstæðisflokkurinn til þess kjör- fylgi, má því vænta betri tíðar í þessum efnum, sérstaklega getur ungt fólk vænst þess, að því verði auðvelduð sín fyrstu íbúðakaup. Höfundur er formatjfir húsnæðisnefndar Sjálfstæðisflokksins. Þórhallur Jósepsson Hugarafl þitt! Yilt þú hafa áhrif á framtíð þína? SÚ RÍKISSTJÓRN sem nú hefur verið við völd liðið kjörtímabil hefur sannað með sjáan- legum árangri stefnu sína. Hún hefur tekið svo á málum að í dag er óskin um stöðugleika orðin veruleiki og fólk trúir með réttu að enn betri tímar séu fram- undan, með sömu stefnu sjálfstæðisfólks í land- inu. Það hefur sannast í verki þess fólks sem nú er í fylkingarbijósti í ríkisstjóm okkar að það hefur haldið réttri stefnu, stefnu sem fólk- ið kann að meta, stefnu sem er þeg- ar farin að sanna ágæti sitt í betri lífskjörum og stöðugleika. Við skulum einnig muna eftir laun- þegunum sem hafa með ábyrgum gjörðum sínum fallist á lágmarks lag- færingu iauna sinna, það er fólk sem Til að draumar okkar um betri kjör rætist, segir Sigurður Magnússon, þurfum við áframhaldandi stöðugleika. hefur með lítillæti stuðlað að þjóðar- hag og þeim árangri sem náðst hef- ur, því ber að þakka. Til að draumar okkar rætist um betri kjör, þurfum við áframhaldandi stöðugleika og verðum að leggjast á eitt, með því fólki, sem nú er búið að sanna stefnu sína og heldur henni áfram, með þeirri varkárni sem notuð hefur verið og skilar sér í bættum stöð- ugleika og betri afkomu okkar; Allir geta stutt vel- ferð okkar með því að beina jákvæðum huga sínum og jákvæðum hugsunum til þeirra sem eru í fylkingarbrjósti við vinnu að framgangi betri lífskjara. Og hvernig getum við notað hug okkar? Við gerum það með því (að koma saman) og móta okkar jákvæðu óskir í hugum okkar og senda þær út með jákvæðri orku hugans, þá munu þær falla inn í það mynstur sem er í hugum ann- arra og efla afl og getu þeirra. Með því að virkja hugaraflið á já- kvæðan hátt má ná undraverðum árangri á öllum sviðum lífs okkar. Sameinuð stöndum við af okkur erf- iðleika, en sundruð bíðum við lægri hlut. Það ber einmitt mestan árangur, að standa þétt saman um málefnin og styðja hvert annað, og þá sem eru að byggja veginn fyrir okkur, upp í betri sæti velferðar. Að sjálfsögðu tekst okkur að ná settu marki þegar allir sameinast um að skapa það afl, sem hefur meiri mátt enn allt annað sem þekkt er. Eg skora á þig, lesandi góður, að ganga til liðs við okkur og leggja sjálfstæðisbaráttunni lið og virkja það afl sem best vinnur fyrir þig. Jákvæður hugur er aflið okkar. Höfundur er fyrrv. yfirrafmagnseftirlitsmaður. Sigurður Magnússon Lánasjóður íslenskra námsmanna Afleiðingar laga nr. 21/1992 í MORGUNBLAÐINU fimmtu- daginn 23. mars var grein með yfir- skriftina: Staðreyndin er sú að fólki hefur fjölgað í lánshæfu námi eftir Gunnar Birgisson formann stjórnar LÍN. í þessari grein er Gunnar að mótmæla ummælum og skrifum Sva- vars Gestssonar alþingismanns. Nú hefi ég ekki lesið umræddar greinar Svavars og ætla ekki hér að tjá mig um það hvor þeirra heiðursmanna hefur rétt fyrir sér um fjárhagsstöðu Lánasjóðsins þegar núgildandi lög um hann voru sett árið 1992. Hins vegar er mér skylt að mótmæla ýmsum þeim ummælum sem Gunnar hefir uppi um áhrif þeirra laga á fjölda og kjör lánþega. Það sem helst snýr að okkur námsmönnum er þrennt: 1) Eftirágreiðslur: Núna eru námslán ekki greidd út jafnóðum heldur á hálfsársfresti eftir að náms- menn hafa sýnt fram á nægjanlegan námsárangur. Af þessum sökum þarf meginþorri nema að taka bankalán á háum vöxtum sér og sínum til framfæris. (Þetta er ekki ósvipað því að atvinnulausir fengju atvinnuleys- isbætur á hálfsársfresti, eftir að hafa sannað atvinnuleysi sitt síðasta hálfa árið.) 2) Námsframvindukröfur: Núna þurfa námsmenn að sýna fram á svokallaðan 100% árangur til að fá námslán. Þessi árangur er í raun það sem skólinn skilgreindi sem há- marksárangur og því ekki allir náms- menn sem ná honum. Ef þessum 100% árangri er ekki náð skerðast lánin samsvarandi. Einnig er ekki lengur nóg að ná þessum árangri á ársgrundvelli, t.d. með því að dreifa prófum yfir allt árið (haust- próf). Þá eru nemar framfærslulausir á meðan og þurfa að leita til bankastofnana. 3) Hertar endur- greiðslur: Námslán bera nú í fyrsta sinn vexti. Auk þess byija nemar að borga af þeim fyrr nú en áður. Ofan á þetta tvennt hefur greiðslu- byrðin aukist nær tvö- falt, úr 3,75% í 7% af heildartekjum. Þetta þýðir að þeir sem eru að taka námslán í dag koma til með að borga u.þ.b. 10% af ráðstöfunartekjum sín- um fram á eftiriaunaaldur. I umræddri grein telur Gunnar eðlilegt að horfa aðeins á heildar- fjölda nema sem rétt eiga á námslán- um. Frá hans bæjardyrum séð er gott ef nemum sem rétt eiga á náms- lánum fjölgar en lánþegum fækkar. Það þýðir að fólk er hætt að taka námslán að óþörfu. Þó að horft sé framhjá þessari afsökun Gunnars í bili, þá stendur eftir sú staðreynd að námsmönnum í lánshæfu námi hefur í raun fækkað. Fram að gildis- töku umræddra laga árið 1992 höfðu allar spár og áætlanir miðað við að jöfn línuleg fjölgun yrði á náms- mönnum (u.þ.b. 4% á ári). Allt að setningu lagana stóðust þessar spár að mestu. í kjölfar laganna varð hins vegar gífuleg fækkun námsmanna og þó að þeim hafí fjölgað aftur þá vantar enn töluvert upp á fyrri línu- legu fjölgun. Einnig er það staðreynd að þessi raunfækkun (m.v. spár og undanfarin ár) á sér stað á tíma vaxandi atvinnuleysis sem ætti að vera námshvetjandi. Þannig hefur ekki að- eins fækkað þeim nem- um sem taka námslán hjá LÍN heldur náms- mönnum í heild í láns- hæfu námi, þvert á við það sem Gunnar heldur fram. Gunnar reynir að vísu ekki að fela þá stað- reynd að lánþegum hef- ur fækkað. Hann reynir að afsaka þá fækkun með því að það sé vegna þess að áður hafi fólk sem ekki var í námi tek- ið lán. Þessi afsökun er raunar náskyld annarri sem óspart hefur verið notuð þessum „ólögum“ til afsökunn- ar. Þ.e. að eftirágreiðslum hafí verið komið á vegna þess að margir hafi áður fengið lán án þess að eiga rétt á þeim. Staðreyndin er hins vegar sú að það breyttist ekki við nýju lög- in. Á tölum frá lánasjóðinum sjálfum sést að árið 1991-1992 voru of- greidd lán (þ.e. lán til þeirra sem ekki áttu rétt á þeim) 55 miljónir króna. Fyrsta veturinn eftir að lögun- um um lánasjóðinn var breytt voru ofgreidd lán 40 miljónir. Hins vegar voru reglur um upplýsingarskyldu námsmanna við sjóðinn hertar veru- lega 1993-1994 og nú eru ofgreidd lán einungis 5-10 miljónir. Við skul- um ekki heldur láta blekkja okkur til að trúa þvi að ofgreidd lán hafi gert útslagið fyrir slaka stöðu sjóðs- ins og þannig knúið núverandi ríkis- stjórn til að taka upp eftirágreiðslur. Ofgreidd lán hafa aldrei verið tapað fé fyrir lánasjóðinn heldur þarf að greiða þau til baka með almennum vöxtum á 10 mánuðum. Lengi hafa forsvarsmenn þessara Ljóst er að nemar með börn þurfa öðru fremur, segir Solveig Sturlaugsdóttir, að hafa vissan sveigjan- leika í námi. laga rembst eins og ijúpan við staur- inn við að sannfæra okkur náms- menn um að lögin séu einungis til góðs. Fækkunin á lánsþegum sé til komin vegna þess að fólk hafi ekki þurft á lánum að halda. Heyr á en- demi! Auðvitað getur verið að ein- hveijir námsmenn sem búa einstæðir í heimahúsum og hafa góða og vel borgaða sumarvinnu komist af án námslána og hafi hætt að taka þau af þeim sökum. Þó ég þekki engan. Hins vegar er það óumdeilanleg stað- reynd að meginpartur nema kemst ekki af án námslána og ef þeir hætta að taka lán þá er það vegna þess að þeir eru hættir í námi. Þökk sé nýju lögunum. Og hveijir eru það sem hafa hætt í námi? Oft hefur því verið haldið fram að barnafólk fælist frá námi öðrum fremur. Þessu mót- mælir Gunnar og segir barnafólki hafa fækkað álíka mikið og öðrum lánþegum. Álíka er mjög teygjanleg hugtak og það veit hann. Við gildi- stöku laganna fækkaði lánþegum hjá LÍN um 31%. Lánþegum með börn á'framfæri fækkaði um 34% og ein- stæðum foreldrum fækkaði allra mest eða um 42%! Allir vita að sá hópur sem erfiðast á með að fara í nám án námslána er einmitt einstæð- ir foreldrar. Einstætt foreldri hættir ekki að taka lán „vegna þess að það Solveig Sturlaugsdóttir þarf ekki á þeim að halda“. Gunnar heldur því fram að kjör barnafólks og einstæðra foreldra hafí síst versn- að eftir gildistöku laganna. Þar vísar hann í krónutölu námslána þeirra sem barnafólk fær. Já, það er um að gera að vísa í austur þegar spurt er í vestur. Auðvitað veit hann jafn vel og ég að þessi fækkun bamafólks og einstæðra foreldra er ekki vegna þess að lánin hafa hækkað/lækkað um nokkar krónur. Ástæðan er sú að með eftirágreiðslum og ósveigja- leika í námsframvindukröfum hefur núverandi ríkisstjórn tekist að loka á þá sem raunverulega þurfa á hjálp að halda. Ljóst er að nemar með börn þurfa öðrum fremur að hafa vissan svegjanleika í námi. T.d. með því að dreifa vinnuálagi með haust- prófum. Sumir segja að eftirágreiðsl- um námslána hafí verið komið á til að núverandi ríkisstjórn gæti sýnt minni fjárlagahalla. Hvort sem það er satt eður ei, þá er það staðreynd- in að þeir einu sem hagnast á núver- andi fyrirkomulagi eru bankar og sparisjóðir sem græða á því miljónir. Sem dæmi má nefna að einstætt foreldri með tvö böm sem fær ekki lán fyrr en að hausti, borgar bankan- um sínum allt að 50.000 kr í vaxta- kostnað. Þessi nemi nær þó 100% árangri. Ef prófunum er ekki náð, þá stendur hann eftir með fleiri hundruð þúsund í skuld í banka á 13-14% vöxtum. Ekki er erfítt að ímynda sér afdrif þessa nema. Ætli hann bætist ekki bara í hraðvaxandi hóp námsmanna sem nýju lánasjóðs- lögin hafa hrakið frá námi? Nú hefi ég stiklað á stóm um áhrif þau sem lög nr. 21/1992 hafa haft á aðstæður okkar námsmanna. I seinni hluta þessarar greinar mun ég tala um þann hluta nýju laganna sem helst snertir mig í daglegu lífi, þ.e. ósanngjamar námsframvindukr- öfur og áhrif þeirra á nema í raunvís- indum. Höfundur ernemi í lífefnafræði við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.