Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 4
4 B LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSIMIIMGAR 8. APRÍL Á KJÖRTÍMABIL- INU hafa umskipti orðið á stjóm efna- hagsmála, einkum rekstrarskilyrðum at- vinnulífsins. Við síðustu Alþing- iskosningar var hér svo slök efnahagsstjóm að algjör vantrú ríkti um skilning -stjórnvalda á eðli efnahagslegra krafta og staðreynda. Rekstrargrandvöllur atvinnuveganna var brostinn, nýsköpun engin, stöðnun ríkti en ríkisstörfum fjölgaði. Halli ríkissjóðs jókst þrátt fyrir skattahækkanir og or- sakaði vaxtahækkanir. Dáðlítil rík- isstjóm stóð ekki við eigin kjara- samninga og kaupmáttur féll. For- ingjar hennar sögðu brýnt að hækka skatta enn frekar, en stefnu þeirra og forystu var hafnað. Ný sjónarmið Ný ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hóf merki nýrra sjónarmiða í stjóm landsmála. Beitt var hófsömum aðgerðum er skerða varð þorsk- veiðiþeimildir um 60% og afurða- verð féll um 20-30%. í fyrsta sinn um áratugi varð ekki verðbólgubál né stórfelld kjararýrnun í kjölfar stóráfalla í sjávarútvegi. Aðild að EES tryggði útflutn- ingsgreinum betri markaðsaðgang og tollalækkun. Aðgangur fékkst að menntun og rannsóknar- og þró- unarverkefnum ESB. Auðveldað var samstarf við evrópsk fyrirtæki og öflun markaða og viðskiptasam- banda. Halldór Ágrímsson lýsti baráttu stjórnarandstæðinga gegn EES svo, að ef Framsóknarflokkurinn hefði átt sæti í ríkisstjóm hefði hann verið því fylgjandi. Hann tók ekki afstöðu til málsins heldur ráðherra- stóla. Leikreglum efna- hagslífsins hefur verið breytt. Fijálst verðlag og samkeppni, heimild- jr til íjárfestinga er- féndis, og erlendra að- ila hérlendis. Skattar af atvinnustarfsemi lækkaðir og standast nú samanburð við grannlöndin. Fjármála- markaður laus undan ríkisafskiptum og haf- in einkavæðing ríkis- fyrirtækja í sam- keppni. Náðst hefur 8,5% spamaður ríkis- útgjalda á hvert mannsbarn í landinu. Hætt var ríkisafskiptum en rekstr- arskilyrði atvinnulífsins bætt með lækkun skatta, vaxta og verðbólgu. Meira fjármagni er varið en nokkru sinni fyrr til rannsókna, þróunar og markaðstarfs og að mestu til stuðnings við nýsköpun fyrirtækja. Þessi stefna hefur tryggt stöðug- leíka i verðlagsmálum og skapað atvinnulífi okkar betri samkeppnis- aðstöðu og sóknarskilyrði. Efna- hags- og atvinnulíf okkar er á upp- leið, hægt en öragglega. Nýr sjóndeildarhringur Samþykkt grunnskólalaganna á kjörtímabilinu var mikill sigur fyrir Olaf G. Einarsson menntamálaráð- herra og foringja okkar sjálfstæðis- manna í Reykjaneskjördæmi. Með nýrri framhaldsskólalöggjöf verður verkmennt og starfsnám aukið og bætt tengsl skóla og avinnulífs. Þróttmikið skólastarf og góð menntun skapar nýjan sjóndeildar- hring og er grandvöllur framfara og nýjunga. Við eigum að hefja viðskipta- sókn í fleiri greinum þekkingar. Hana þarf að undirbúa í mennta- kerfinu, með auknu áhættufjár- magni, frísvæðum fyrir útflutn- ingsstarfsemi og þróun nýrra greina, fríðindum í orkuverði, skattheimtu o.fl. Við eigum mikla tækniþekkingu í sjávarútvegi og fiskvinnslu og fleiri greinum. Frammistaða hugbúnaðarmanna okkar hefur vakið athygli. Við eig- um fólk í fremstu röð í heilbrigðis- þjónustu og þurfum að auka þar einkarekstur og fijálsa samkeppni, en halda í heiðri kröfum um gæði og kunnáttu. Hún getur sótt á er- lenda markaði, t.d. í samstarfi við ferðaþjónustuna. Stjórnvöld ættu að viðhafa ís- lenska innkaupastefnu og haga hönnunarkröfum þannig, að inn- lendri starfsemi verði gert a.m.k. jafn hátt undir höfði og erlendri. Innlendar samkeppnisgreinar ættu að fá jafnaðan aðstöðumun vegna erlendra ríkisstyrkja og niðurgreiðslna. Byggingareftirlit ætti ekki að vera strangara við innlendar tilbúnar byggingarein- ingar en innfluttar og starfsemi á byggingarstað. Við eigum alls ekki að beita innlenda starfsemi mismunun. Ríksisstjón Davíðs Oddssonar hefur byggt upp efnahagslegan Náðst hefur 8,5% sparnaður í ríkisútgjöld- um á hvert mannsbarn í landinu, segir Árni R. Arnason, sem stað- hæfír að stjórnarstefn- an hafí tryggt stöðug- leika í efnahagslífinu. stöðugleika og styrkleika í stað ójafnvægis og veikíeika, þrátt fyrir einhver mestu áföll síðari áratuga. Hagvöxtur eykst, atvinnulífið er í uppgangi og það á enn ónýtta við- skiptamöguleika. Þessum árangri má ekki sólunda, heldur nýta til að skapa meiri atvinnu, betri lífskjör, velferð, heilbrigðisþjónustu og menntakerfi. Veljum betra ísland með því að styðja Sjálfstæðisflokk- inn til áhrifa. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi. Yeljiun betra Island Árni Ragnar Árnason Lægra verð- lag — fleiri ferðamenn FRAMUNDAN eru betri tímar í efnahags- lífi þjóðarinnar. Stöðugleiki og lágir vextir hafa stuðlað að þessari þróun. Al- mennar aðgerðir í efnahagslífinu skila sér í bættri rekstrar- stöðu allra fyrirtækja í landinu sem í fram- haldinu íjárfesta meira og ráða til sín fólk. Um leið og hjól at- vinnulífsins fara að snúast hraðar er brýnt að skoða hvar vaxtar- broddarnir í atvinnulífinu era. Ljóst er að ferðamannaþjónustan er ein mest vaxandi atvinnugrein í heiminum í dag og því gefur auga leið að íslenskur ferðaútvegur á mikla möguleika ef rekstrarum- hverfið er ákjósanlegt. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur lagt á það áherslu að sam- ræma og bæta starfsskilyrði at- vinnulífsins og hefur ferða- mannaiðnaðurinn ekki farið var- hluta af því. í því sambandi má nefna alrnennar aðgerðir sem skilað hafa sér beint til ferðaþjón- ustunnar. Stöðugleiki á vinnu- markaði, í verðlagi og gengi hafa bætt mjög rekstrarumhverfið og auðveldað fyrirtækjum að gera áætlanir til lengri tíma. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna þar sem þessir þættir hafa veru- leg áhrif. Lægri skattar - lægra verðlag — fleiri ferðamenn Hátt verðlag hérlendis hefur skert samkeppnisstöðu íslenska ferðamannaiðnaðarins. Ríkis- stjórnin lækkaði skatt á matvælum og vöru- gjald af bjór og felldi niður aðstöðugjald af fyrirtækjum. Þá var tryggingagjald af veit- ingastarfsemi og bíla- leigum fært í lægra þrepið. Þá má nefna að fyrir þinglok voru samþykktar breyt- ingar á vörugjöldum af hópferðabifreiðum og bílaleigubílum. Markmiðið þar er fyrst og fremst að styrkja samkeppnis- stöðu innlendrar ferðaþjónustu þannig að hún geti boðið upp á lægra verð og betri þjónustu. All- Stefna stjórnvalda í sambandi við ferða- mannaiðnaðinn á að vera sú, að mati Arnar Hákonarsonar, að lækka kostnaðinn í þessari grein með það fyrir augum að fjölga ferðamönnum og auka þannig tekjur ríkisins. ar þessar aðgerðir stuðla að minni kostnaði fyrir ferðaútveginn sem bætir stöðu hans. Um leið er ís- land að missa þann vafasama heiður að vera eitt allra dýrasta Arnar Hákonarson NÚ KEPPAST frambjóðendur stjóm- málaflokkanna um at- hygli okkar hinna og keppast um að vera hvað hugmyndarík- astir við lausn hinna ýmsu vandamála jafnt í atvinnulífinu sem og heimilislífinu. Þetta jafnast á við góðan hugmyndafund „brain storming" í vel reknu fyrirtæki og er þessi opna þjóðfélags- umræða tvímælalaust af hinu góða og allrar athygli verð. Eg átti þess kost að fara á ráðstefnu Stafnbúa, fé- lags sjávarútvegsfræðinema við Háskólann á Akureyri, sem haldin var laugardaginn 25. mars sl. í Háskólabíó. Yfirskrift ráðstefn- unnar var „íslenskur sjávarútveg- ur á alþjóðavettvangi". Talað var um tímamót í íslensk- um sjávarútvegi með auknum veið- um utan landhelgi, auk þess sem íslenskir aðilar hafa í vaxandi mæli tekið þátt í verkefnum erlend- is. Auðvitað var rætt um Smuguna, Reykjaneshrygginn og Síldar- smuguna, en það setti ekki alfarið mark á fundinn. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að við ættum að hafa stóra drauma um sjáv- arútveginn íslenska og hafa kjark og þor til að hugsa stórt og hafa ekki „asklok fyrir höf- uð“. Við ættum að stefna að því að vista Sj ávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Rétt tilvitnun sam- kvæmt Orðabók Menningarsjóðs er að hafa „asklok fyrir himinn" þ.e. vera þröngsýnn, sjá ekki út fyrir brauðstritið. Steingrímur J. brýndi menn einnig til útrásar og talaði um þetta sem næstu útfærslu land- helginnar, þ.e. hinnar huglægu landhelgi. Þ.e. að gera okkur gild- andi alls staðar í heiminum þar sem því verður við komið í sjávarútvegi. Halldór Ásgrímsson talaði einn- ig um gríðarlega möguleika út um allan heim og að við yrðum að komast inn í tækifærin um hinn víða heim. Kristín Einarsdóttir las ræðu Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur, sem var veðurteppt á ísafirði. I ræðunni var áhersla lögð á að markaðssetning sjávarvöru hefði sjaldan verið þýðingarmeiri. Ágúst Einarsson kom ráðstefnu- gestum nokkuð niður á jörðina með því að „íslenskur sjávarútvegur" væri ekki á alþjóðavettvangi eins og það væri almennt skilgreint. Við værum þekktir fyrir fryst flök á Bandaríkjamarkaði, saltfisk í Suður-Evrópu og loðnu í Japan. Það væru helst vigtimar frá Marel sem væru þekktar á alþjóðamark- aði: Hann taldi fyrirtækin íslensku hafa verið illa rekin og með lága framleiðni og því flest of veikburða til að sækja á alþjóðamarkað. Þau fyrirtæki sem hefðu fjárfest er- lendis, eins og Grandi og Úa, hefðu getað það vegna fjárhagslegs styrkleika. Öðrum hefði orðið það ofviða. Hann taldi að það vantaði voldugan peningalegan bakhjarl ef útrás ætti að vera möguleg. Hann taldi okkur íslendinga hafa nær engar tekjur af fyrirtækj- um sem störfuðu. erlendis gagn- stætt mörgum öðrum þjóðum. Þessar áherslur stjórnmála- mannanna tel ég að mörgu leyti Vel rekin útflutnings- fyrirtæki verða að fjár- festa í markaðsmálum, segir Guðmundur Ingason, afla sér þekkingar og sambanda erlendis. réttar. Spumingin er hvort við höfum ekki sofíð á verðinum á meðan við höfðum nógan fisk hér innan landhelginnar og spurning hvort máltækið „neyðin kennir naktri konu að spinna“ eigi ekki við jafnt og hitt máltækið sem mikið er notað „sveltur sitjandi kráka meðan fljúgandi fær“. Allir em sammála um að við höfum mikla þekkingu í sjávarút- vegi og hana eigum við að nýta sem víðast um heim. Það er nokk- ur hroki í þessu en markmiðssetn- ingin er engu að síður góð því „glöggt er gests augað“ og við getum margt !ært erlendis líka. Mér finnst stóru fisksölufyrir- tækin ekki hafa staðið sig illa í seinni tíð og dótturfyrirtæki þeirra hafa skilað töluverðum peningum heim á síðustu áram. Hins vegar er ekki ólíklegt að efla megi sjálfs- traust þeirra þannig að þau megi verða meira alþjóðleg. Fulltrúar einkageirans sögðu frá raunveruleikanum eins og hann er. Sighvatur Bjamason frá vinnslu- stöðinni skýrði frá því að kaup SÍF á Nord-Morae borguðu sig trúlega upp á nokkram áram og skynsam- legast væri að kaupa sig inn í dreif- ingarfyrirtæki erlendis til þess að tryggja vörunni markað og tryggja fullvinnslu hér heima. Við yrðum hreinlega að kaupa okkur hillupláss í matvöruverslun- unum, sækja nær neytandanum og fjárfesta í dreifingaraðilum. Hann talaði um að sumir dreifinga- raðilar einokuðu markaðinn og blokkeraðu okkur að komast inn. Mér er spurn hvort við sem þjóð eram tilbúin í slíkar fjárfestingar, rétt eins og við höfum fjárfest í veiðiskipum á undanfömum árum. Þetta er flöskuhálsinn og að eiga markað fyrir sjávarvöruna er jafn þýðingarmikið og eiga fiskiskip. Er ef til vill líklegra að þessi dreif- ingarfyrirtæki kaupi okkur? Hinn ágæti sendiherra Rúss- lands á Islandi, Yuri Resepov, hef- ur sett fram hugmyndir um dreif- ingarmiðstöð í Moskvu fyrir ís- lenskar vörar, svo kallað „Islands- hús“. Þarna værum við að viðhalda neysluhefð sem fyrir er á markaðn- um fyrir íslenska síld og að planta okkur inn í framtíðameyslumunst- ur framtíðar Rússa. Flest þekkt vömmerki í Bandaríkjunum em 50 ára gömul eða frá því smásölu- markaðir voru að byija. Markaðsmál stjómmálamannanna — hugarflug fyrir kosningar Guðmundur Ingason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.