Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 B 45 ÞINGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Kvennalistinn stærstur stj ómarandstöðuflokka Framsókn sigrar í skoðanakönnun Skjótt skipast veður í lofti hér á landi. Það er jafnvel talað um „mörg veður“ á einum og sama sólarhringnum. Ofsagt væri að fullyrða það, að í þessu efni hallaðist ekki á milli islenzks veðurfars og íslenzks almenningsálits. Afstaða fólks til stjórnmálaflokka breytist engu að síður tíðar og hraðar nú en fyrrum. Jafnvel dægur- mál, sem fjölmiðlar blása út af litlu tilefni, geta flutt stuðning fjölda fólks frá einum stjóm- málaflokki til annars, tíma- bundið að sjálfsögðu. Það er af sem áður var þeg- ar menn fylgdu „flokknum sínum“ gegnum þykkt og þunnt ævina á enda og stjórnmála- skoðanir gengu eins og erfða- góss frá einum ættlið til annars. I Skoðanakönnun Hagvangs, sem kunngerð var í vikunni, sýnir umtalsverðar breytingar á fylgi stjómmálaflokka frá kosningum næstliðið vor. Það er einkum einn af stjómar- flokkunum þremur, F'ramsóknar- fiokkurinn, sem sækir í sig veðrið. Staðan er svipuð á stjómarand- stöðuvængnum. Þar rísa Samtök um kvennalista upp úr láglendinu. Sjálfstæðisflokkurinn fer fetið til réttrar áttar í könnuninni, en það fet er tæplega fet. Það hallar hinsvegar undan fæti fyrir Al- þýðubandalagi, Alþýðuflokki og Borgaraflokki. II FYamsóknarflokkurinn, sem margir sjá fyrir sér með lambhús- hettu og á sauðskinnskóm, er ótvíræður sigurvegari í skoðana- könnun Hagvangs, þegar ríkis- stjóm Þorsteins Pálssonar hefur setið að völdum í tæpa fjóra mán- uði og nýkjörið Alþingi hefur starfað í tæpar þtjár vikur. Framsóknarflokkurinn, sem fékk 24 þúsund atkvæði í kosning- um 1983 og 29 þúsund 1987, er enn á uppleið, samkvæmt skoðan- könnun Hagvangs. Hann hefur að baki sér fjórðung þeirra, sem afstöðu tóku. Það er svipað fylgi og flokkurinn fékk í kosningum 1979, 24.9%. Maddama Framsókn má þó muna betri daga, eða 28,2% kjöifylgi 1963. Tíminn er að vonum kampakát- ur með niðurstöður Hagvangs- könnunar. Hann segir orðrétt sl. fimmtudag: „Það er Framsóknarflokkurinn sem stendur með pálmann í hönd- unum í þessum niðurstöðum eins og öðrum þáttum könnunarinnar. 92,4% þeirra, sem kusu flokkinn síðast, segjast ætla að kjósa hann- aftur. Fylgni kjósenda við Framsóknarflokkinn er mest allra flokka í þessum niðurstöðum. Fast á hæla honum koma Sjálf- stæðisflokkurinn, með 91% og Kvennalistinn með 90,9% fylgni . . .“. III Annar stjómarflokkur, Sjálf- stæðisflokkurinn, réttir lítið eitt úr kútnum frá kosningum í apríl, fær 28,7% fylgi í könnuninni, hafði 27,2%. Það er hinsvegar ekki hægt að tala um hraðferð upp vinsældalistann. Flokkurinn á greinilega brekku eftir og hana er háa. Þriðji stjómarflokkurinn, Al- þýðuflokkurinn, missir hinsvegar „spón úr aski“. Skoðanakönnunin skenkir honum 13,2% fylgi í stað 15,5%, sem hann hafði í vor. Það er greinilega hægar sagt en gjört að ,,moka framsóknarfjósið". A heildina litið geta stjómar- flokkamir vel við unað. 60% þeirra, sem afstöðu tóku, reynd- ust stjómarsinnar. Ríkisstjómin hefur traustan meirihluta lands- manna á bak við sig. Þrátt fyrir styrka stöðu ríkis- stjómarinnar er full ástæða fyrir forystumenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks að staldra við niður- stöður þessarar skoðanakönnun- ar. Hvorugur flokkurinn hefur ástæðu til að halda þær hátíðleg- ar. Báðir flokkamir þurfa að brýna vopn sín. Sjálfstæðisflokk- urinn þarf ekki sízt að huga að sóknarleiðum í stijálbýli. Viðreisnarflokkamir, Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa staðið af sér erfiðari þrautir en umrædda Hagsvangskönnun. Aðrir lúta lægra en þeir þegar grannt er gáð. Það er fyrst og fremst stjómarandstaðan sem á um sárt að binda á „hagvangi“ almenningsálitsins, það er Al- þýðubandalagið og Borgaraflokk- urinn. IV Einn stjómarandstöðuflokkur hrósar happi í skoðanakönnun Hagvangs, flokkur hinna mjúku mála. Samtök um kvennalista standa uppi með 14,5% fylgi, sam- kvæmt könnuninni. Hafa styrkt stöðu sína umtalsvert. „Herfang" Kvennalistans er einkum sótt til Alþýðubandalags- ins. 17,1% þeirra, sem lýsa stuðningi við Kvennalistann í könnuninni, upplýsa jafnframt, að þeir hafí kosið Alþýðubandalagið áður. Samtals hafa Alþýðubanda- lag (8,9%) og Kvennalisti (14,5%) 23,4% fylgi. Fylgi Alþýðubanda- lagsins er eins og 1978, var 22,9%. Alþýðubandalag og Borgara- flokkur, sem ætluðu sér stóra hluti í stjómarandstöðu, róa á lé- leg mið í könnuninni. Rangt væri að segja að þessir flokkar dragi ekki bein úr sjó, en aflinn er rýr. Alþýðubandalagið fer niður í 8,9% fylgi og Borgaraflokkur niður í 7,9%. Samtök um Kvennalista skjóta bæði Alþýðubandalagi og Borgaraflokki langt aftur fyrir sig. Skortir aðeins 2,3% á að ná sameiginlegu fylgi hinna tveggja. Em greinilega bakfiskurinn í stjómarandstöðunni, ef marka má Hagvangskönnun. Skýringin á ófömm Alþýðu- bandalagsins liggur að hluta til í innanflokksátökum, einhvers kon- ar „villum á Möðmvallaöræfum". Þetta er raunar viðurkennt undir rós í forystugrein Þjóðviljans sl. fimmtudag. Þar segir m.a.: „Þrátt fyrir þessar tölur [könn- unarinnar] er ekki ástæða til þess fyrir stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins að setja upp hunds- haus. í sumar hefiir flokkurinn gengið í gegn um erfiða tíma miskunnarlausrar sjálfskoðunar, sársaukafulls uppgjörs við fortí- ðina, nauðsynlegra innri átaka um stefhumál, vinnubrögð, persón- ur . . .“ En hvem veg sem menn skýra „tap“ Alþýðubandalags og Borg- arafiokks er ljóst, að Samtök um kvennalista og Framsóknarflokk- ur hafa „fitnað" sem því tapi nemur. 68 MORGUNBLADID. FIMMTUDAGUR 29. OKTÖBER 1987 Skoðanakönnun Hagvangs: Fylgi AlþýðubandaJags og Borgara- flokks mest meðal eldri kjósenda i Hér á eftir fer greinargrrð mæli en kariar. Kjó«endur Sjálf- lUgvangs um beUtu niðurstM- sUeðwflokluins em hlutfallslega ur úr skoðanakönnun, sem fiestir af höfuðborgarsvæðinu, — framkvæmd var á fylgi stjórn Franwóknarflokkurinn sækir hi málaflokhanna til Alþingis og vegar mest af slnu fylgi tf viðhorfum lalendinga til hval- höfuðborgarsvæðið. j veiða. Samkvæmt niðurstöðun Eins og fram kemur i töflu unarinnar var fylgi flokkan l. þá var könnunin gerð á tíma- tllliti til aldura nokkuð brs bilinu 16.—26. október og var að undanskildum FVamaók úrtaldð 1.000 manns er náði til Sjálfstæðwflokki. Fylgt [ alU landsins. Svör fengust frá flokksina var minnst r 782 einstaklingum á aldrinum þeirra aem vom á . 18—67 ára, eða 78,2% af brúttó- 30-49 ira, enfylgi Alþý, ú bátttak- lagsins var meat á mrf’ til ríkisstjómannnsr. Spumingin TafU 111 v„ .Kir&rmdi, StyJur þil eð. Hlutf Jbtep fylji ,f .injSuyu þa, «„ „rtððu tíku ,ni Ugðir styður þu ekki núverandi rikis- til grundvallar atjómT* I töflu V ero sýndar NU ^--...1-.^ AlþýðubaiuUIa, "J? nms syomi i ujiiu v ero _ Skoðainaif ,p“n'in|!" AWðub^., í, ---—-^KOnnun 68 13-2 */-2.7%«ug ^ ~--- -Svang‘S: 124 24,0 ♦/- 8,4% atig Kvennalisti fær 17 i«, f', T* síns frá Aií.7aY’1/ofy1gis ér^yðubandaiaei no avör þei, e'nt konnunmni atyðja />ut' i-8otkk,"r: en n°kk- 'íf. "Wðufloki I JH*8* «ni i mðti J Sjá nánrn- á bUi > til hafá verið*it^I"Un' 9** *‘yð.. rtS’ ENGIN SNÚRA ! Snúrulaust gufustraujárn frá Morphy Richards. Allar stillingar og enn fleiri möguleikar. Já, snúrulaust - óneitanlega þægilegra, ekki satt? Fæst í næstu raftækjaverslun. morphq richards RKÍ: Námskeið í almennri skyndihjálp Reykjavikurdeild RKÍ verður með námskeið í almennri skyndi- hjálp sem hefst þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20.00. Námskeiðið stendur yfir fimm kvöld. A námskeiðinu verður kennd endurlífgun, fyrsta hjálp við bruna, kali og eitrunum af völdum eitur- efna og eitraðra plantna. Einnig verður kennd meðferð helstu bein- brota og stöðvun blæðinga og íjallað um ýmsar ráðstafanir til vamar slysum í heimahúsum. Auk þess verður fjallað um fleira sem kemur að notum þegar menn og dýr lenda í slysum. Sýndar verða myndir um hjálp við helstu slysum. Leiðbeinandi á námskeiðinu verð- ur Guðlaugur Leósson. Námskeiðið verður haldið í Armúla 34. Námskeiðinu lýkur með prófí sem hægt er að fá metið I fjöl- brautaskólum og iðnskólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.