Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 Jarðskjálftarnir á Reykjanesi: Þá lék allt á reiðiskjálfi - segir Valgerður Hanna Jóhannsdóttir vitavörður „ÞAÐ fylgir því mikið óöryggi þegar jarðskjálftar ganga yfir,“ sagði Valgerður Hanna Jóhanns- dóttir vitavörður á Reykjanes- vita. „Maður missir eiginlega alla öryggiskennd en svo voru þeir orðnir svo tíðir og snarpir að maður var aðeins farinn að venj- ast þeim.“ Valgerður sagði að fyrstu kipp- imir hefðu komið um klukkan eitt eftir miðnætti aðfaramótt síðastlið- ins sunnudags. Hrinan náði hámarki um klukkan þrjú og lék þá allt á reiðiskjálfi fram til klukk- an fimm um morguninn er draga tók úr jaðskjálftunum sem stóðu fram til klukkan níu um morgun- inn. „Okkur var ekki svefnsamt og drifum okkur á fætur,“ sagði Val- gerður. „Maður hefur það nefnilega ekki á tilfínningunni að allt sé að hrynja heldur fínnst manni að allt séð að liðast í sundur þegar fer að hringla í öllu innanstokks en svo nær skynsemin yfirhöndinni og það rifjast upp að húsið hefur áður stað- ið af sér jarðskjálfta hrynur svipað- ar þessari. Það er nú svo að við finnum fyrir jarðskjálfta hér á hveiju ári. Það koma svona tveir til þrír kippir svo er það búið. Þann- ig að við vitum hvemig þetta er en undanfama tvo áratugi hafa skjálftar sem þessir gengið yfir á tíu ára fresti. Við áttum því von á þessu einhvertíma og hálf kviðum fyrir þeim.“ Upptök jarðskjálftanna á Reykjanesi aðfararnótt sunnudags reykjavík Garður Hafnarfjörður '25 km Reykjanesviti er innan við 5 km radius frá upptökum jarðskjálf- tanna við Reykjanestá. Þrjár jarðskjálftahrin- ur með 10 ára millibili Óskar Aðalsteinn og Valgerður Hanna Jóhannsdóttir lýsa því hvern- ig allt skalf og nötraði í húsi vitavarðarins. AÐAL upptök jarðskjálftanna, sem gengu yfir Reykjanesskaga aðfararnótt síðastliðins sunnu- dags, voru vestast á skaganum að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Tvisvar áður, árin 1967 og 1977 hafa orðið jarðskjálftar á nesinu af svipuðum styrkleika og með upp- tök á sömu slóðum. „Þetta voru mjög sterkir kippir, með upptökin aðallega við Reykja- nestá, miðja vegu milli Eldeyjar og lands en náðu einnig inn í land,“ sagði Ragnar. Um eitthundrað jarð- skjálftar mældust í hrinunni og voru flestir 2 stig eða meira á Rich- ter-kvarða. Tveir til þrír kippir við Reykjanestánna austanverða, voru lang stærstir og mældust þeir um 4,5 stig. Jarðskjálftamir stóð fram til klukkan átta á sunnudagsmorg- un en síðan hefur orðið vart við eðlilega eftirvirkanir. A sama tíma mældust smá skjálftar í Henglinum að _sögn Rgnars. í jarðskjálftahrinunni árið 1967 áttu sér stað breytingar á jarð- hitasvæðum en upptök skjálftanna vour þá skammt norð austur af Grindavík og fundust snörpustu kippimir þar og í Reykjavík og nágrenni. Tíu árum síðar varð skjálftanna mest vart við Reykja- nesvita og er haft eftir Bimi Kára Bjömssyni vitaverði í samtali við Morgunblaðið, að allt hefði dottið niður úr hillum nema það sem hann hafði sjálfur náð að taka niður. Ekkert tjón varð þá á mannvirkjum frekar en í síðustu hrynu. Endurskoðuð þjóðhagsspá: Kaupmáttur heiniila aldrei verið meiri ÞJÓÐHAGSSTOFNUN telur, að framleiðsla í útflutningsgreinum hér á landi verði 5-6% meiri á þessu ári en í fyrra. Þetta kemur fram í endurskoðaðri þjóð- hagsspá stofnunarinnar, þar sem er að finna áætlanir um helstu þjóðhagsstærðir á liðnu ári og umfjöllun um efnahagshorfur á árinu 1987. Greint var frá helstu niðurstöður stofnunarinnar um hagvöxt, viðskipti við útlönd, verðbólgu og tekjur hér í blaðinu á sunnudaginn. í hinni nýju þjóðhagsspá er gert ráð fyrir því, að hráolíuverð geti farið upp undir 18 dollara hvert fat á þessu ári. Svonefndir Libor-vextir af dollaralánum eru taldir verða á bilinu 6-6,5% að meðaltali. Raun- vextir gætu hins vegar lækkað nokkuð. Útflutningsverð vöru mælt í krónum hækkaði að meðaltali um 21% á síðasta ári, en innflutnings- verð um 15%. Af einstökum vörum má nefna, að verð á sjávarafurðum hækkaði um rúmlega 23% að jafii- aði. Afurðir frystingar hækkuðu heldur meira, eða um 24-25%, og saltfiskur um meira en 40%.. l hinn bóginn hélst verð á loðnuafurðum sem næst óbreytt. Alverð hækkaði um 11% í krónum milli áranna 1985 og 1986, en verð á kísiljámi fór hins vegar heldur lækkandi. Verð á öðrum útflutningsvörum hækkaði um 20% að meðaltali á síðasta ári, fyrst og fremst vegna breytinga á gengi erlendra mynta gagnvart íslensku krónunni. Á innflutnings- hlið gætti einkum tvenns konar verðáhrifa: Annars vegar lækkaði olíuverð um meira en 30% á árinu, hins vegar hækkaði almennt inn- flutningsverð mikið vegna lækkun- ar á gengi Bandaríkjadollars. Verð á sjávarafurðum erlendis er talið hafa verið 7-8% hærra í krónum talið nú um miðjan febrúar- mánuð en í haust. Horfumar næstu mánuði eru óvissar, en spáð er að markaðsverð á sjávarafurðum verði að jafnaði 12% hærra á árinu 1987 en 1 fyrra. Útflutningsverð í heild er talið geta hækkað um 10,5% að meðal- tali milli áranna 1986 og 1987, samanborið við 21% hækkun á síðastliðnu ári. Innflutningsverð er hins vegar talið hækka minna og gæti hækkunin numið rúmlega 8,5% milli áranna 1986 og 1987. Mikið launaskrið Almennir kauptaxtar hækkuðu um 25% frá upphafí til loka ársins 1986. Tekjur heimilanna hækkuðu enn meira, fyrst og fremst vegna áhrifa launaskriðs, sem virðist hafa orðið mun meira en mörg undanfar- in ár. Aftur á móti virðist vinnutími hafa haldist að mestu óbreyttur frá árinu 1985. Laun opinberra starfs- manna virðast hafa hækkað meira en annarra launþega á síðasta ári. Að öliu samanlögðu má ætla, að atvinnutekjur allra launþega hafí hækkað um nálægt 35% á mann að meðaltali milli áranna 1985 og 1986. Tekjur opinberra starfs- manna eru taldar hafa hækkað um 37% á mann að jafnaði, tekjur físki- manna um svipað hlutfall, en tekjur annarra launþega um 33-34%. Kaupmáttur tekna heimilanna árið 1986 er því talinn hafa verið rúm- lega 11% hærri að meðaltali en árið 1985 og því hærri en nokkru sinni fyrr. Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna er einnig talinn hafa aukist mjög mikið á síðasta ári, en þó heldur minna en kaupmáttur at- vinnutekna vegna þyngri skatt- byrði. Horfur á árinu 1987 eru í nok- kurri óvissu, þar sem enn er ósamið við opinbera starfsmanna. Gert er ráð fyrir því, að atvinnutekjur laun- þega í landi verði að meðaltali 22-23% hærri á mann á þessu ári en í fyrra. Tekjur fiskimanna eru taldar hækka um svipað hlutfall. Ráðstöfunartékjur heimilanna hækka hins vegar heldur minna, þrátt fyrir að skattbyrði beinna skatta ríkisins lækki nokkuð frá því í fyrra, þar sem útlit er fyrir, útsvar- sálagning þyngist á þessu ári í hlutfalli við tekjur heimilanna. Miðað við óbreyttar gengisaf- stöður hér innanlands frá því sem nú er um miðjan febrúarmánuð og að þeir kjarasamningar, sem enn er ólokið, verði á svipuðum nótum og desembersamningamir, er nú spáð um 11-12% hækkun fram- færsluvísitölunnar frá upphafi til loka þessa árs. Meðalhækkunin milli áranna 1986 og 1987 verður þó heldur meiri, eða um 14,5%. Kaupmáttur atvinnutekna heim- ilanna gæti aukist um nær 7% á mann að meðaltali milli áranna 1986 og 1987. Árangri ekki fylgt næ- iglega eftir Þær verðlagshorfur, sem hér hafa verið raktar, fela í sér lægstu verðbólgutölur hér á landi í hálfan annan áratug. Það hlýtur þó að teljast nokkurt áhyggjuefni, að ekki skuli takast að fylgja eftir þeim árangri í verðlagsmálum, sem náð- ist á árinu 1986, og ná fram enn frekari lækkun verðbólgunnar á þessu ári, ekki síst í ljósi áfram- haldandi hagstæðra ytri skilyrða þjóðarbúsins. Eina breytingin, sem verður á fyrri spám Þjóðhagsstofnunar um þjóðarútgjöld, snýr að samneysl- unni, útgjöldum ríkis og sveitarfé- laga á árinu 1986. Þau útgjöld eru nú talin hafa aukist heldur meira en fyrr var gert ráð fyrir, eða um tæplega 4% í stað 3% áður. Megin- skýringin á þessu fráviki felst í meiri launahækkunum hjá opin- berum starfsmönnum en áður var reiknað með. Þar gætir ekki síst áhrifa sérkjarasamninga, sem erfítt er að segja fyrir um með nokkurru vissu. Því er spáð, að einkaneysla heim- ilanna muni á þessu ári aukast um 5% að meðaltali. Samneysluútgjöld hins opinbera eru talin munu auk- ast enn frekar á þessu ári. Á grundvelli fjárlaga má ætla, að samneysla ríkisins aukist um tæp- lega 3% frá fyrra ári. Reikna má með heldur meiri aukningu hjá sveitarfélögunum. Fjárfestingarhorfur á árinu 1987 eru um margt óvissar. Að vísu liggja fyrir ákvarðanir stjómvalda, sem fela í sér 8,5% aukningu í opin- berum framkvæmdum frá fyrra ári, eftir um þriðjungs samdrátt frá 1980. Hins vegar ríkir töluverð óvissa um íbúðarbyggingar á þessu ári. Spáð er 5% aukningu í fjárfest- ingu í íbúðarhúsnæði í stað 10% aukningar áður. Hagstæð vöruskipti við útlönd Vöruskiptin við útlönd voru mjög hagstæð árið 1986. Vöruútflutning- ur nam tæplega 45 milljörðum króna en innflutningur aðeins 41 milljarði. Það varð því um 4 millj- arða afgangur af viðskiptum við útlönd í fyrra, samanborið við jöfn- uð árið 1985. Ástæðumar fyrir þessum mikla afgangi em þijár. í fyrsta lagi jókst framleiðsluverð- mæti sjávarafurða mjög mikið árinu. í öðm lagi gekk verulega á birgðir sjávarafurða. í þriðja lagi lækkaði olíureikningur þjóðarbúsins mjög- mikið í kjölfar olíuverðslækk- unarinnar eða úr 5,3 milljöðmm króna árið 1985 í 3,7 milljarða árið 1986. Þjónustuviðskipti, að vöxtum frátöldum, em einnig talin hafa verið mun hagstæðari í fyrra en árið áður. Þjónustutekjur á árinu öllu em áætlaðar 18,5 milljarðar króna, en þjónustugjöld 16,1 millj- arðar. Hagnaðurinn nemur því 2,5 milljörðum króna. Viðskiptin við útlönd vom í heild hagstæð í fyrsta sinn frá 1978. Það er mikilsverður árangur, sem rekja má til einstak- lega hagstæðs árferðis, einkum hagstæðra ytri skilyrða, auk þess sem veralega gekk á bigðir innan- lands. Jákvæðir raunvextir hafa einnig leitt til aukins spamaðar og þar með dregið úr innflutningseftir- spum. Skipting þjóðartekna milli launa og vergs rekstrarafgangs árin 1973-1987 sýnir, að hlutfall launá hefur verið á bilinu 60-7=% allt tímabilið. Árið 1982 var hlutur launa 69%, en lækkaði á tveimur ámm í 60%. Síðan hefur launahlut- fallið farið hækkandi ár frá ári og á þessu ári er gert ráð fyrir, að það verði komið í 67% af afrakstri þjóð- arframleiðslunnar. 19 Launahlutfallið gefur mikilvæga vísbendingu um tekjuskiptinguna milli launþega og fyrirtækja. Hækki launahlutfallið gefur það að öllu jöfnu til kynna, að launakostnaður fyrirtækja hafi aukist og því má jafnframt búast við meiri eftirspura eftir vöram og þjónustu. Þessu er öfugt farið, lækki launahlutfallið. Innlán meiri en útlán Um peningamál segir í þjóð- hagsspánni, að innlán í innláns-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.