Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1987 45 Arnþór Jakobs- son - Afmæliskveðja Það er næsta kynlegt, hve manni getur brugðið við hugsun sem þessa. Er hann Arnþór ekki alveg að verða 95 ára. — í fljótu bragði finnst manni þetta helber fjar- stæða. — En bíðum nú við, segir maður við sjálfan sig, ertu ekki sjálfur vel hálfnaður með áttunda tug ævi þinnar? Varst þú ekki sjálf- ur fulltíða maður, þegar þú kynntist honum fyrir meira en hálfri öld? Tíminn — sá leikur stundum á mann! En staðreyndin er og stendur — Amþór er orðinn þetta lítilræði aldr- aður — ég nota af ásettu ráði orðið aldraður en ekki gamall sem hefur hjámeininguna hmmur, farlama. Það á hvomgt við um Amþór, en það dylst engum heilvita manni, að hann á langan feril að baki. Ég er viss um, að engum, sem sér hann, dylst að þar fer marg- reyndur maður. Þó ég hafi á áðumefndu tímabili átt við hann mörg og margvísleg samtöl, þá verð ég núna, allt í einu, þess var hve lítið ég kann frá ævi- ferli hans að segja. Það er ekki vegna þess, að ég hafi ekki stundum brotið uppá umræðum í þá átt, en ávallt verið hindraður af áhuga hans um mína hagi. — Hvemig líður þér? spyr hann strax. Get ég kannski eitthvað gert fyrir þig. Þú þyrftir að athuga hvort þetta eða hitt og hitt gæti ekki lagast. Þú veist, að ef ég get þá hjálpa ég þér eftir megni. — Og þetta hafa ekki verið orðin tóm. — Hve hræðilega væri ég skuldum vafinn við hann ef allt, sem hann hefur gert fyrir mig, hefði verið annars staðar fært til reiknings en hjá Guði. Ekki verður annað sagt en að Amþór er ekki bara sérstakur mað- ur, heldur er hann og sérkennilegur maður. Margreyndur er hann af blíðu og stríðu langrar ævi. Og oft hef ég undrast að sumar þær raun- ir, sem mig granar að hann hafi glímt við, skuli ekki hafa leikið hann verr og jafnvel bugað. Þar finn ég enga skýringu mála, aðra en sívakandi vitund hans um eigin þörf fyrir handleiðslu Guðs og gleði hans í viðleitninni til að gera Guðs vilja. Og vel er mér kunn- ugt um, að eitt eigum við sameigin- legt: hvoragur okkar hefur náð þráðum árangri í þeim efnum. Ég fæ varla rúm fyrir meira að sinni í blaðinu og læt hér staðar numið með hjartanlegum heillaósk- um og þökk fyrir hálfrar aldar vináttu. Jón Kristófer Páll Guðmundsson formaður SPOEX-samtakanna flytur ávarp. Morgunblaðið/Kr.Ben. Grindavík: „Byrjunin á stærra máli“ Hjónin Sigurgeir Sigurgeirsson og Kristín Gunnþórsdóttir, rekstra-. raðilar baðhússins, ásamt Ingólfi Aðalsteinssyni, forstjóra hitaveitu Suðumesja. Baðhúsið við Bláa lónið opnað Grindavík. NÝJA baðhúsið við Bláa lónið í Svartsengi var formlega tekið í notkun föstudaginn 20. febrúar sl. að viðstöddum fjölda gesta. Hitaveita Suðumesja stóð fyrir byggingu hússins, en byijað var á framkvæmdum í nóvember síðast- liðnum. Við opnunina rakti Finn- bogi Björnsson, stjómarformaður Hitaveitu Suðumesja, forsöguna að smíði hússins, svo og framkvæmd- um. Arkitektinn Ormar Þór lýsti síðan forsendunum sem lágu fyrir um hönnun hússins. Páll Guð- mundsson, formaður SPOEX-sam- takanna á íslandi, flutti stjórn HS þakkir samtakanna fyrir þá hjálp- semi sem Phsoriasis-sjúklingar hefðu fengið til böðunar í Bláa lón- inu og taldi hann lækningamátt þess ótvíræðan. „Þetta hús er byij- unin á miklu stærra máli. Það er mín tilfinning eftir að hafa fylgst með þróun þessara mála,“ sagði Páll. Rekstraraðilar hússins verða hjónin Sigurgeir Sigurgeirsson og Kristín Gunnþórsdóttir frá Grindavík. Sigurgeir kvaðst mjög ánægður með húsið og vinnuna á því, en kvað það mega vera stærra. Kostnaður við húsið og frágang utan húss, þar með talin girðingin kringum lónið, er um 12 milljónir króna. Ásverk í Sandgerði var verk- taki, hönnun annaðist Arkitekta- stofan hf., en eftirlit með verkinu var í höndum Verkfræðistofu Suð- umesja. Kr.Ben. V ■ - I , i V 1 1 'rí PTU EINN NÚNA! ÞÚ FÆRÐ FULLBÚINN VOLVO Á GRUNNVERÐI INNIFALIÐ í GRUNNVERÐI ER MA: 1. Ryðvörn [fyrstir með 8 ára ryðvarnarábyrgð]. 2. Fimm öryggisbelti. 3. Upphitað bílstjórasœti. 4. Upphitað farþegasœti. 5. Þurrkur og sprautur á framljósum. 6. Halogen aðalijós. 7. Klukka. 8. Vindskeið að framan. [Spoiler.j 9. Pokuljós að aftan. 10. Aðvörunarljós vegna bilaðs bremsukerfis. 11. Hnakkapúðar á framstólum. 12. Tauáklœði. 13. Tveir útispeglar. 14. Öryggisgrind um farpegarými. 15. Tvöfalt bremsukerfi. 16. Sfyrktarbitar í framhurðum. HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUMENNINA OG LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA Opið I Volvosal, Skeifunni 15, alla virka daga frá 9-18 og á laugardögum frá 10-16. V VOLVO 340 DL Verð frá: 477.000 Við lánum allt að 50%. y?Z32l5II> SKEIFUNNI 15, SIMI: 91-35200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.