Morgunblaðið - 15.11.1986, Side 56

Morgunblaðið - 15.11.1986, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 ?> Ef 5o.it 5knl segja, þcL frétti eg, ab þú hefðirfarið til útLandQ.” erí þú sem ég vil. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Þarna sérðu, lögfræðingur. Hann er svo afbrýðissamur að hann bijálast i hvert skipti sem karlmaður ávarpar mig. HÖGNI HREKKVÍSI Þessir hringdu .. . Er tímaritið „Smellir“ hætt að koma út? Valgerður hringdi: Dóttir mín gerðist fyrir nokkru áskrifandi að tímaritinu „Smell- um“. Hún borgaði fyrirfram fyrir fímm tölublöð en 1 dag er hún aðeins búin að fá eitt. Ég hef reynt að ná í eiganda tímaritsins en ekki tekist. Nú er sú spuming mín, fær dóttir mín blöðin fjögur sem hún er búin að borga eða fær hún endurgreiddan hluta áskrift- argjaldsins? Viðkomandi er vinsamlegast beðinn að hringja í s. 71701 og taka af skarið. Meira íslenskt efni Sif 11 ára hafði samband við Velvakanda og hafði þetta að segja: Mér finnst að miklu meira ætti að vera af íslenskum fram- haldsmyndaflokkum eins og þættinum „Fastir liðir eins og venjulega". Það myndi lífga svo- lítið upp á, þar sem allir aðrir þættir em erlendir. Vilja menn bylt- ingu eða hvað? Óskar Þór Óskarsson hringdi: Mér sýnist að spumingin sé nú orðin sú hvort menn þama fyrir sunnan vilja byltingu, því vita- skuld verður fólki úti á lands- byggðinni ekki lengur boðið upp á það að þeir afli en Reykvíkingar eyði. Fjölmörg mál hafa komið upp að undanfömu, s.s. varðandi Útvegsbankann og Hafskip, þar sem þetta hefur orðið bert. Pen- ingar streyma til höfuðborgarinn- ar þar sem þeim er eytt, af handahófi jafnvel og af misjafn- lega vel innrættum mönnum. Nú bendir allt til þess að meira að segja þingmennimir okkar verði innan einhverra ára allir orðnir Reykvíkingar. Þingmannseftii úr Reykjavík beita allra bragða til að komast inn á þing og vfla ekki fyrir sér að fara í framboð í kjör- dæmum sem þeir hafa jafnvel aldrei komið til. Hliðartaska týndist á Hótel Borg* Helga hringdi: Laugardagskvöldið 8. nóvem- ber týndi ég svartri leðurhliðar- tösku á Hótel Borg. í henni voru skilríki, subarú-bíllyklar (á kipp- unni stendur „British Colombia") og peningaveski. Finnandi vin- samlegast hringi í s. 52256. Víkverji skrifar Sálumessa Mozarts verður flutt í'Hallgrímskirkju annan sunnu- dag. Þetta er meiriháttar viðburður í menningarlífi höfuðborgarinnar. Það er tilhlökkunarefni að fá tæki- færi til þess að hlýða á þetta mikla tónverk flutt hér. Víkveiji átti þess kost að hlýða á flutning sálumes- sunnar í Rómarborg fyrir tveimur árum undir stjóm hins heimskunna stjómanda Carlo Mario Giulanis og er það ógleymanlegt. Þá bíða menn þess með eftir- væntingu hver reynsla verður af slíkum tónlistarflutningi í Hallgrí- mskirkju. Hörður Áskelsson, söngstjóri, fjallar um hljómburð í Hallgrímskirkju í tónleikaskrá og gerir nokkra grein fyrir þeim ráð- stöfunum, sem gerðar hafa verið til þess að tryggja að hann verði sem beztur og segir síðan: “Reynsl- an ein mun skera úr um, hvemig til hefur tekizt. Ekki verður unnt að kveða neina dóma um það, fyrr en margháttuð reynsla af tónlistar- flutningi liggur fyrir og nákvæmar mælingar hafa verið gerðar. Fyrstu tónleikar í Hallgrímskirkju, flutn- ingur á Sálumessu eftir Wolfgang Amadeus Mozart, er eitt skref í þá átt.“ XXX Stjómmálamenn komast oft í töluvert uppnám út af skoðana- könnunum. Þótt þær gefi vafalaust nokkuð rétta mynd af því hvernig straumamir liggja meðal kjósenda jafngilda þær þó ekki kosningum. Reynslan sýnir að óhagstæð út- koma í skoðanakönnunum getur ■ orðið stjómmálaflokki til góðs. Al- þýðubandalagið stóð t.d. mjög illa í kosningabaráttunni fyrir þing- kosningar 1983. Þá birti Morgun- blaðið skoðanakönnun, sem Hagvangur hafði framkvæmt, sem staðfesti það að staða Alþýðu- bandalagsins var mjög veik. Frambjóðendur þess notuðu þessa skoðanakönnun hins vegar með ár- angursríkum hætti til þess að ná kjósendunum til sín aftur með því einfaldlega að spyija þá, hvort þeir ætluðu virkilega að láta “íhaldið" leika Alþýðubandalagið svona grátt. Á einni viku tókst Alþýðu- bandalaginu að rétta hlut sinn mjög. Sjálfstæðismenn hafa náttúrlega verulegar áhyggjur af niðurstöðu skoðanakönnunar Félagsvísinda- stofnunar. En auk þess að gefa þeim tilefni til að íhuga eigin stöðu og málatilbúnað veitir hún Sjálf- stæðisflokknum tæifæri til að höfða til stuðningsmanna sinna með svip- uðum hætti og Alþýðubandalagið gerði 1983. Kosningunum er ekki lokið enn! XXX Víkveiji rakst á auglýsingu í Morgunblaðinu þess efnis, að Jón Baldvin Hannibalsson, formað- ur Alþýðuflokksins mundi mæta á fundi hjá Heimdalli. Þetta þykja engin tíðindi. En margt hefur breyzt á skömmum tíma. Fyrir rúmum tveimur áratugum var Hannibal Valdimarssyni, þáverandi forseta Alþýðusambands íslands boðið að flytja ræðu á hádegisverðarfundi í sama félagi. Það var þá í fyrsta skipti, sem pólitískur andstæðingur Sjálfstæðisflokks talaði á þeim vett- vangi og taldist til meiriháttar tíðinda í pólitíkinni þá!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.