Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 Þjóðlíf og réttarfar Ur gestaleik Cafeteatret f Kaupmannahöfn. Þegar Morena kom Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Cafeteatret í Kaupmannahöfn sýndi gestaleik á Litla sviði Þjóðleikshússins WOZA ALBERT í flutningi Michaeis Simpson, Nik Abra- ham og Sam Oudo. Leikstjóri: Peter Bensted. ALLTAF fylgir því ákveðinn sjarmi að fá gestasýningar hing- að. Að ekki sé nú talað um, þegar gestimir eru langt að komnir: alla leið frá Suður-Afnku. I stuttri kynningu um þessa sýningu er tekið fram, að leikaramir séu með Islandsferðinni að ljúka sýningar- ferð um Norðurlönd, sem hefur staðið í þrjá mánuði. Efni leiksins er hvorki meira né minna en það, að frelsarinn er upprisinn -í Suður-öAfríku. I líki Morena kemur hann með 747-þotu til Jóhannesarborgar og er ákaft fagnað. Forsætisráð- herrann er himinlifandi og hið sama gildir um aðra, svertingjana þó fyrst og fremst. En ekki líður á löngu, unz stjómvöldum fer að mislíka stórum atferli Morena. Líkast til er hann kommúnisti og er að villa á sér heimildir. Það er trúlegt, að hann sé mesti æsinga- seggur og það vaki fyrir honum, að mgla svertingjana í ríminu, sem em náttúrlega nógu mglaðir fyrir. Að minnsta kosti að dómi forsætisráðherrans. Því að Mor- ena er ekki dús við stefnu stjóm- arinnar í kynþáttamálum og hann fer að hvetja til verkfalla og skor- ar á svertingjana að henda vegabréfunum sínum. Það segir sig sjálft, að þennan mann verður að handtaka og em engar vöflur hafðar á því. En Morena er ekki af baki dottinn. Hann varpar sér af elleftu hæð fangelsins í fangið á Gabríel erki- engli, sem flýgur með hann niður. Aftur tekst lögreglunni að hafa hendur í hári Morena og setur hann nú í fangelsi á eyju úti fyrir Höfðaborg. En Morena kann ráð við því, og gengur á öldunum frá eynni til Höfðaborgar. Hann er eltur á þyrlu og zsprengju kastað á.hann, en ekki vill betur til en svo að sprengjan leggur borgina í rúst, en Morena sakar ekki Flytjendumir Michael Simpson og Nik Abraham, sem njóta góðr- ar aðstoðar bongóleikarans Sam Oudo, er líflegir og túlkun þeirra er full af kímni. Búningur leiks- ins, sem vissulega er harmsaga er í stílfærðum gleðileilgastn. Hröð atburðarás og stutt atriði renna áfram vel og greiðlega. Ljómandi sýning, sem var fengur að fá hingað. A stólnum til Egyptalands Bókmenntir Erlendur Jónsson Landsyfirréttardómar og Hæsta- réttardómar í íslenzkum málum 1802-1874. XI. 347 bls. Sögufélag. Reykjavík 1986. Gamlar dómabækur em eitt af því sem fræðimaður vill gjaman hafa við höndina. Þar er ekki aðeins að fínna heimildir um örlög. einstakl- inga, dómskjöl gefa líka visbending um þjóðlíf almennt á viðkomandi tíma; auk þess sem réttarfarið endur- speglar á hverri tíð ríkjandi viðhorf valdhafanna til alþýðunnar, sem og traust undirsátanna á yfirboðumm sínum. Af dómabókum þessum má ráða að íslendingar hafí verið sæmilega löghlýðnir á 19. öld. En nokkuð þrætugjamir. Dæmi: Maður gengur inn í búð, kaupir þar tiltekna vöm en kemst svo að raun um að hún standist ekki fyllilega mál og vog sem tilskilið var. Afleiðingin verður dóms- mál sem gengur sinn gang í gegnum kerfíð með öllum þeim hátíðlegu formsatriðum sem hæfa þótti. Stórmenni gátu leiðst út í smá- munasemi af þessu tagi. Grímur Thomsen á Bessastöðum, sem titlað- ur er bæði doktor og »legationsráð«, kaupir nokkur færi af kaupmanni í Reykjavík og sér er heim kemur að ekki er allt eins og heitið var. Þá er að kæra. Og málinu lýkur með því að legationsráðið hefur sitt fram, kaupmaðurinn verður að bæta tjónið því eigi var »álitið, að áfrýjandinn hafí fyllilega viljað bæta fyrir sig með boðum þeim, er hann gjörði stefnda.« Önnur þekkt persóna, Eiríkur á Brúnum, kemur við sögu í bók þess- ari. Hann hafði sem sé gert vinnu- konu bam og vildi ekki gangast við faðeminu þar eð »hin stefnda bæði skömmu áður er hún ól bamið og eins skömmu eftir fæðinguna hafí sagt, að annar nafngreindur maður væri faðir að bami hennar.« Af flækju þessari hlaut að spinnast nokkur rekistefna. Sölvi Helgason er hér á blaði sem vænta mátti, og skal nú sæta »að- Békmenntir Vigdís Grímsdóttir Ljóðsótt Bergiind Gunnarsdóttir Útgefandi: Blekbyttan. Margir leita kyrrðar afþvíað hún er fágæt og afþvíað í henni er frið- ur. Af sömu ástæðu leitar fólk einfaldleikans í þessum nútíma sem duflar við dauða hluti og lítilsgilda, hampar háreysti og yfírdrepsskap. Berglind Gunnarsdóttir gaf út sína fyrstu bók Ljóð fyrir lífi 1983. í henni var auðvelt að greina þann einfaldleika og þá kyrrð sem ég tel vera aðaleinkenni þessarar seinni bókar hennar. Það lætur ekkert mörgum að segja langa sögu í fáum orðum, lætur fáum að segja af ein- lægni og hispursleysi frá ótta sínum og vonum, menn klæða gjama orð sín hæðni og kióra um leið yfirborð- inu. Berglind gerir það ekki. í bókinni tekst hún á við yrkisefni sem margar konur hafa áður tekist á við, margar hveijar á svipaðan hátt. Ramminn er hér sá sami, umgjörðin, eftiistökin eru sérstæð, skýr. Þetta kemur t.d. vel fram í ljóðunum Tímarnir og börnin, Móðurást og Ljóð fyrir lífí. Síðastnefnda ljóðið ber ekki aðeins nafn fyrri bókar hennar heldur tengist inní hana, helst i hendur við ljóðið Söknuður sem þar er að fínna. Traust handtak. Góð ljóð. Bókin skiptist annars í 6 hluta. Fyrsti hlutinn Úr stöðumæli Ijóðs- ins fínnst mér skemmtilegur. Berglind flallar þar um ljóðið og mikilvægi þess. Skáldin gera það gjama. í inngangsorðum kafians setur hún samasemmerki á milli bams og ljóðs. Trúverðug tenging. Ármann Snævarr eins tuttugu vandarhagga refsingu.* Sauðaþjófnaðir eru líka inni í myndinni. Þess háttar dæmdi al- menningsálitið jafnan harðar en dómstólar. Minna er hér um mál af þvi tagi en ætla mætti. Menn freist- uðust fremur til að súpa á illa fengnu brennivíni, og þá oft undir áhrifum áfengis. Um mann einn segir að »hann hafi flórum sinnum farið í geymsluhús ... borðað þar rikling, brauð og smjör, og dmkkið þar brennivín og tekið lítið eitt af sykri með því, en í ekkert skiptið borið neitt í burtu með sér þaðan.« Þannig fóm menn í þá daga »út að borða*. Hafnfírðingar nokkrir tóku sig saman og stálu netakúlum úr hjalli og keyptu fyrir andvirðið tóbak og brennivín. Ekki sýnist þar hafa verið um háar Qárhæðir að ræða. Fyrir það dæmdist einn til að hýðast 40 vandarhöggum en aðrir 27 hvor. Slíkir dómar vom ekki óalgengir um þessar mundir. En líkamlegar refs- ingar vom að renna skeið sitt á enda. Þær samrýmdust ekki lengur réttar- farshugmyndum íslendinga. Þess var því skammt að bíða að þær legðust endanlega niður — í orði og verki. Þótt ádeiluhöfúndar teldu síðar að yfirvöld hefðu verið fullárvökur að tugta smælingja sýnist hitt hafa ver- ið alengara að forstandsmenn þjóð- Þriðji hluti bókarinnar er um ástina og hvort hún sé í raun lygi og blekk- ing. Hún er það í þessum ljóðum en án hennar samt myrkur og tóm. Auðn. í §órða hluta bókarinnar em mörg athyglisverð ljóð og leikur við form. Mér fannst ljóðin Hann kem- ur og ljóðið til skáldsins Dans í d moll segja mér langa sögu. Og ekki segja ljóðin Kveðja og Dior minna. I Dior er sögð gömul saga en því miður sífellt ny. Þar segir svo: dragðu fjöður yfir hrukkumar angistarfullan þymiskóginn umhverfís augu þín rúnir lífsins ristar þér að óleik Vel dregin mynd, ein af mörgum í bókinni. Og í 5. hlutanum Úr myndabókinni er ömurleg stað- festing þessarar fírringar sem sprettur af sömu rótum. Lokahluti bókarinnar heitir Elegia. Um hann á ég fá orð. Þama er eitt ljóð og undir mikið efni; lífíð sjálft. Dúndur gott ljóð. Þessi bók geymir margt. Eg hef tæpt á fáu, valið og hafnað og vil enda þessa umsögn á fyrsta ljóði bókar sem fyrir mér dýpkar við hvem lestur. Ljóð 1. megi ljóðið vekja gieði auka reiði dapurleik veita huggun °g þú skalt lesa það aftur og aftur því allar kenndir nærast af lífs hvötinni og hið eina vonda er tómið er dauðinn. félagsins deildu hver við annan. Eignarréttur, hlunnindi og ítök ýmiss konar urðu mönnum sífellt að ágrein- ingsefni. Auk þess gat verið kostnað- arsamt að fara með mál fyrir dómstóla og tæpast á annarra færi en efnamanna. Því fór svo, oft og tíðum, að þeir, sem hvorki höfðu við fé né frændgarð að styðrjast, sáu þann kostinn vænstann að láta f minni pokann fremur en að leggja út í tvísýnan málarekstur. Mörgum er gjamt að líta á yfír- völd fyrri tíma sem ströng og miskunnarlaus. Það hafa fslenskir dómarar þó fráleitt verið ef hliðsjón er höfð af réttarfarshugmyndum al- mennt í nálægum löndum þótt dómar þessir þyki sjálfsagt nokkuð harðir ef miðað er við réttarfarið nú. Þvert á móti kemur oft í ljós að mannlega hliðin hefur verið skoðuð jafnframt hinni lagalegu. Tekið var með í dæmið ef örbirgð íþyngdi sak- felldum og brot var hugsanlega drýgt vegna skorts og neyðar. Þegar öllu er á botninn hvolft verð- ur að telja að 19. öldin hafí verið mannúðaröld, að minnsta kosti ef miðað er við næstu aldir á undan. Og Landsyfírrétturinn var að því leyti þjóðlegur dómstóll að hann tók jafn- an tillit til margháttaðra séríslenskra aðstæðna; byggði ekki aðeins á ströngum laganna bókstaf heldur líka á heilbrigðri skynsemi og mann- legum sjónarmiðum. Hins vegar má segja að þráhyggja landans og þrætugimi hafí stundum gengið þama út í öfgar. íslensk skáldverk, sem byggja á dómabókum, em orðin mörg. Fæst sækja þó efni til tímabils þess sem hér um ræðir. Hins vegar hafa þjóð- legir sagnaritarar sótt margt í réttarfarsskýrslur 19. aldar, þeirra á meðal Jón Helgason sem var allra manna lagnastur að hafa uppi á gömlum heimildum og klæða þær síðan í þess háttar búning að jafn- gildir besta skáldskap. Ármann Snævarr hefur séð um útgáfu bókar þessarar. Er verk það í alla staði hið vandaðasta að þvi leyti sem undirritaður er dómbær um. Þetta ellefta bindi dómasafnsins tekur til áranna 1871—1874. Berglind Gunnarsdóttir Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Magnúz Gezzon: Laug að bláum straumi. Pumpan 1986. Ástar- og saknaðarljóð ásamt ýmis konar ljóðrænum brotum keppa um athyglina í Laug að blá- um straumi eftir Magnúz Gezzon. Þessi ljóð eru yfirleitt dálítið stefnu- laus og tjáning líkust því sem upp úr mönnum veltur í svefnrofum. Viðleitni er til að draga upp raunsæ- ar hversdagsmyndir, en áberandi eru ljóð sem draga dám af súrreal- isma án þess að vera beinlínis súrrealísk. Hvað segja menn til dæmis um erindi eins og þetta: Heimslaus tætum við glerveggi afbrigðilegra drauma og nætumar kasta djúpi vöðvanna og vitfirrt efnasambönd. Skemmtilegri þykir mér eftirfar- andi fjarstæða: Þenur stormurinn á meðan dagurinn einn er nótt líf með gasmæli sit á stólnum og reyni að komast til Egyptalands á sama stað stendur konan kyrr. Magnúz Gezzon er eitt þeirra ungu skálda sem vinna að því að kortleggja eigið umhverfí, eigið líf og hafa gert sér grein fyrir að und- irvitundin þarf að taka þátt í leiknum. Margt er óljóst í ljóðum þessara skálda og óvíst hvar þau lenda lendi þau á annað borð. Hvað Magnús varðar er Laug að bláum straumi áfangi fyrir hann. Þótt margt megi að bókinni finna hefur Magnúz Gezzon skáldið nú betra vald á máli og uppbyggingu ljóðs en áður. Einfaldleiki o g kyrrð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.