Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGtTR Í5. NÓVÉMRÉR’ lð8G ÍTJ Ný skáldsaga eftir Thor Vilhjálmsson SVART Á HVÍTU hf. hefur gefíð út nýja skáldsögn eftir Thor Vil- hjálmsson er heitir Grámosinn gióir. í fréttatilkynning frá útgefanda segir „Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson gerist á Islandi um síðustu aldamót. Hún byggir á raun- verulegum sakamálum og hefur höfundur m.a. notfært sér málskjöl og aðrar heimildir auk þess sem hann skírskotar víða til sígildrar íslenskrar frásagnarlistar. En þar sem um skáldsögu er að ræða hefur Thor sviðsett atburði og yfirheyrslur eftir lögmálum skáldsögunnar en sem varpar nokkru Ijósi á það saka- mál sem bíður sýslumanns. Með skáldsögunni Grámosinn gló- ir kemur Thor Vilhjálmsson mörgum eflaust skemmtiiega á óvart. Sem fyrr sagði sækir hann efnivið sinn nú til sakamála á 19. öld og nýtir sér að nokkru tækni spennusagna. Að auki er sagan epískari en flestar sögur hans aðrar á seinni árum, á sér dýpri rætur í íslenskri sagnahefð en þær og snýst meira um sérleika íslenskrar vitundar og veru.“ Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Eddu og Pétur Halldórsson gerði kápumynd. Steinunn Sigurðardóttir. Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sigurðardóttur ÚT ER KOMIN hjá Iðunni ný bók eftir Steinunni Sigurðard- óttur. Steinunn er löngu kunn fyrir smásögur sínar, yóð og sjónvarpsleikrit, en hér er á ferðinni fyrsta skáldsaga henn- ar, Tímaþjófurinn, sem er tvímælalaust viðamesta verk hennar til þessa, segir í frétt frá Bókaútgáfunni Iðunni. A baksíðu bókarinnar segir: „Alda er glæsileg nútímakona, tungumálakennari við Menntaskól- ann í Reykjavík. Hún er af góðum ættum og býr einhleyp við ágætan efnahag á heimili sem hún hefur erft eftir foreldra sína. Líf hennar virðist í traustum skorðum, þar til ástir takast með henni og einum samkennara hennar. Samband þeirra gerbreytir lífí hennar og verður að lokum sá tímaþjófur sem ekkert fær við ráðið. Til að lýsa þessu ástarsambandi beitir höfundurinn tungumáli og stíl á markvissan og sérstæðan hátt. Lesandinn er dreginn inn í hugarheim aðalpersónunnar og ljósi varpað á einsemd hennar og vanmátt gagnvart ástríðum sínum. Pínleg kaldhæðni höfundar setur ríkan svip á alla frásögn, og er hér samofín ljóðrænni tjáningu á djarfan og áhrifamikinn hátt.“ Thor Vilhjálmsson. ekki sagnfræðinnar — þetta er þann- ig ekki heimildarsaga eins og slíkar sögur hafa tíðkast. í þeim skilningi eru allar persónur bókarinnar tilbún- ingur höfundar, jafnt þær sem eiga sér einhveijar fyrirmyndir sem hinar sem fæðst hafa í hugskoti höfundar. Þetta er sakamálasaga og ástar- saga. Ungt höfðingsefni hefur dvalið í Kaupmannahöfn við laganám og glasaglaum, skáldskap og andans mennt — og ástir. Þegar hann kem- ur heim til Islands á ný verður hans fyrsta verkefni að leysa af föður sinn sem sýslumaður og dómari norður í landi. Og hann hefur feril sinn með því að kljást við mál sem á eftir að setja óafmáanleg spor á allan hans æviferil: kvisast hefur um óhæfileg- an samdrátt hálfsystkina á prestsetri sýslunnar og jafnvel enn skugga- legri glæpi í kjölfarið. Hinn nýbakaði valdsmaður ákveður að bregðast hart við og kveða niður ósómann með myndugum hætti... Samhliða þessum söguþræði er rakið óhugn- anlegt mál Jóns nokkurs morðingja Guðmundur Eiriksson þjóðréttar- fræðingur Guðmundur Eiríksson í þjóðréttar- nefnd Sþ. GUÐMUNDUR Eiríkisson þjóð- réttarfræðingur var í gær kjörinn til 5 ára í þjóðréttamefnd Samein- uðu þjóðanna. Hann var fulltrúi Norðuriandanna við kjör í nefnd- ina. Guðmundur hlaut við kosninguna atkvæði Vestur-Evrópuþjóða, Bandaríkjanna, Kanada og Nýja- Sjálands. Alls voru 12 manns í kjöri og voru 8 kjömir. Guðmundur er einn 6 fulltrúa Vestur-Evrópu í nefndinni. Hann hefur verið þjóðrétt- arfræðingur utanríkisráðuneytisins frá 1980. .Hin eina sanna IBMPC ein sem stendur alltaf fyrir sínu. Góðir íslendingar: Við viljum vekja athygli ykkar á hinni einu sönnu einkatölvu. Það merkilega er að hún kostar lítið meira en misjafnlega góðar eftirlíkingar og er jafnvel ódýrari ef tillit er tekið til alls þess sem fylgir í kaupunum. Tímabundið tilboð til skóla - kennara - nemenda. Dæmi: IBM PC hentar vel tyrir rityinnslu með: 256K, 1x360Kb,'diskettudnfi, mono skjá, Dos 3.2 stýrikerfi. lykia- borði, prentaratengi. basic hand- bók, Dos handbók, Guide to operation handbók. grunnnám- skeiði. stýrikerfisnámskeiði, sam- tals 2 dagar í tölvuskóla Gísla J. Johnsen sf. Allt þetta aðeins kr. 49.900.- IBM PC með 20Mb seguldiski hentar vel fyrir bókhald fyrirtækja Aðeins kr. 79.900.- VII,IIÐ TRAUSTAN SAMSTARFSAÐILA m\ GÍSLI J. JOHNSEN Nýbýlavegi 16. Sími 641222. Glerárgötu 20 Akureyri. Sími 96-25004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.