Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 39 Evrópameistarar Frakka í bridge í opnum flokki 1983. Myndin er tekin við verðlaunaafliend- ingu í lokahófi Evrópumótsins, sem fram fór í Wiesbaden síðari hluta júlímánaðar. Lengst til hægri á myndinni er Eric Jensen, forseti Evrópusambandsins, en lengst til vinstri O. Patino, forseti Alþjóðabridgesambandsins. Franska kvennaliðið lét sitt ekki eftir liggja á Evrópumótinu og sigraði hollensku sveitina í lokaumferðinni og hirti þar með Evrópumeistaratitilinn, en þessar sveitir voru efsUr og jafnar fyrir lokaumferðina. Það var ekki laust við að það mætti sjá tár í augnkrók þegar franski þjóðsöngurinn var leikinn. Lj6sm. Mbl. Arnór Bridge Arnór Ragnarsson Aðalfundur Bridge- félags Reykjavíkur Aðalfundur Bridgefélags Reykjavíkur 1983 verður haldinn í menningarmiðstöðinni við Gerðuberg mánudaginn 29. ágúst kl. 20.30. Dagskrá fundarins verður þessi: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Verðlaunaafhending fyrir síð- asta keppnistímabil. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og eru verðlaunahaf- ar síðasta árs sérstaklega minntir á fundinn, en þeir eru: Ásmundur Pálsson, Jón Hjaltason, Georg Sverrisson, Karl Sigurhjartarson, Guðlaug- ur Jóhannsson, Kristján Blön- dal, Guðmundur Sveinsson, ólafur Lárusson, Hermann Lárusson, Sigurður Sverrisson, Hjalti Elíasson, Símon Símon- arson, Hörður Arnþórsson, Sæ- var Þorbjörnsson, Hörður Blöndal, Valur Sigurðsson, Jón Ásbjörnsson, Þorgeir Eyjólfs- son, Jón Baldursson og Örn Arn- þórsson. Stjórn Bridgefélags Reykjavíkur. JR dró úr aðsókn í sumarbridge Sumarbridge var sl. miðviku- dag og dró það nokkuð úr að- sókn. Þættinum hefir borist eft- irfarandi frá ólafi Lárussyni keppnisstjóra: Þrátt fyrir landsleikinn og vini okkar frá Dallas í sjónvarp- inu sl. miðvikudag, mætti vel yf- ir 50 pör í sumarbridge. Spilað var í 4 riðlum og urðu úrslit sem hér segir (efstu pör): A-riðill: Vigdís Guðjónsdóttir — Inga Bernburg 276 Nanna Ágústsdóttir — Sigurður Ámundason 272 Sigfús Þórðarson — Kristmann Guðmundsson 236 Kristín Þórðardóttir — Jón Pálsson 234 B-riðill: Guðmundur Pétursson — Jón Baldursson 216 Helgi Jónsson — Jakob R. Möller 203 Óli Már Guðmundsson — Sigtryggur Sigurðss. 193 Sigríður Pálsdóttir — Óskar Karlsson 185 C-riðill: Georg Sverrisson — Kristján Blöndal 189 Ásgeir P. Ásbjörnsson — Hrólfur Hjaltason 174 Hannes Gunnarsson — Ragnar Óskarsson 172 Björn Eysteinsson — Helgi Jóhannsson 169 D-riðill: Steinberg Ríkharðsson — Þorfinnur Karlsson 128 Esther Jakobsdóttir — Sigurður Sigurjónsson 119 Bragi Hauksson — Sigríður S. Kristjánsd. 115 Og staða efstu manna að lokn- um 12 kvöldum í sumarbridge er þá þessi: Hrólfur Hjaltason 20,5 stig Jónas P. Erlingsson 18,5 stig Gylfi Baldursson 17,0 stig Esther Jakobsdóttir 17,0 stig Sigurður B. Þorsteinss. 16,0 stig Guðmundur Pétursson 16,0 stig Sigfús Þórðarson 14,0 stig Sigtryggur Sigurðsson 11,5 stig. Að öllu forfallalausu verður stefnt að því, að ljúka sumar- bridge 1983, fimmtudaginn 8. september nk., því búast má við að félögin hefji starfssemi sína uppúr miðjum septembermán- uði. Þetta þýðir að síðasta kvöld í stigakeppni verður 1. septem- ber (sem telur til stigasöfnunar) og 8. september verður verð- launaafhending og létt sumar- spilamennska, líkt og venja hef- ur verið undanfarin ár. Það verður að segjast, að þátt- taka hefur aldrei verið meiri í sumarbridge heldur en nú og er það vel. Vonandi láta þessir „nýju“ spilarar sjá sig í vetur hjá félögunum, og raunar efast ég ekki um að þeir komi til með að gera það. Slíkur er áhuginn. Og þá er ekkert annað en að minna á næsta fimmtudag. Spilamennska hefst í síðasta lagi kl. 19.30 í Domus. Allir velkomnir. Kr. 25.271.- Kr. 17.490.- VERÐLISTAVERÐ OKKAR VERÐ SÆNSK-ÍSLENZK VERDBYLTING Á ELECTROLUXBW200 UPPÞVÖTTAVÉLUM Vid gerdum gód kaup með því að kaupa 213 Electrolux BW 200 GOLD uppþvottavélar í einu lagi. Þannig fengum við verulegan afslátt sem kemur þér til góða. Fullkomin uppþvottavél á afsláttarverði, ein hljóðlátasta vélin á markaðnum - frábær þvottakerfi (með sparnaðarrofa) - öfl- ugar vatnsdælur sem þvo úr 100 ltr. á mínútu - þrefalt yfirfalls- öryggi - Ryðfrítt 18/8 stál í þvottahólfi - Barnalæsing á hurð - Rúmar borðbúnað fyrir 12-14 manns. Fullkomin Electrolux BW 200 uppþvottavél á tilboðsverði sem þú trúir tæpast - og ekkert vit er í að hafna. Vörumarkaöurinn hl. ÁRMÚLA ÍAS 86117

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.