Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 21 . . . veróur sýnd á næstunni. . . Andra dansen Kvikmyndin, sem Lárus Ýmir Óskarsson gerði í Svíþjóð, verður frumsýnd í Regnboganum Lisa Hugoson, Sigurður Sigurjónsson og Kim Anderzon í hlutverkum sínum. íslensk kvikmyndagerö heldur áfram aö blómstra og enn á ný er frumsýnd kvikmynd sem íslend- ingur hefur leikstýrt. Aö þessu sinni er þaö myndin „Andra dans- en“, sem Lárus Ýmir Óskarsson gerði í Svíþjóö, en það er fyrsta kvikmyndin sem Lárus Ýmir gerir. „Andra dansen“ verður frumsýnd hér á landi í Regnboganum á allra næstu dögum. Góðar viðtökur erlendis „Andra dansen" var frumsýnd í Svíþjóð um síðastliðin áramót og hlaut mjög góðar viðtökur þar og gagnrýnendur lofuðu mynd- ina óspart. Hér verða tilgreind nokkur ummæli sem birtust í sænskum blöðum. Thore Sone- son skrifaði í „Schlager", eitt vinsælasta tímaritið meðal ungs fólks: „Ég veit ekki um neina kvik- myndahefð sem hægt er að bera saman við stílinn í Andra dans- en. Myndin er mjög svo óvenju- leg; hún býr yfir eigin formi, hún fer eigin leiðir til að sýna mynd- ir, sérstakt innihald og klipp- ingu. Myndin er nokkurs konar blanda af norrænum tóni, franskri lýrík og þýskri heimsku ... hún er hlaðin töfrum, súr- realísk, sálfræðileg og blátt áfram. Þessi mynd stígur mik- ilvægt skref burt frá gamalli hefð og fæðir af sér nýjar vídd- ir.“ Ennfremur: „Andra dansen er mynd sem krefst þess að áhorf- andinn dæmi og dragi sjálfstæð- ar ályktanir." Jurgen Schildt skrifar í „Aft- onbladet": „Lárus Óskarsson stendur vit- anlega ekki einn að þessari mynd, en hvaða leikstjóri gerir slíkt. Lárus ber mörg einkenni Harold Pinters, og hvað dram- anu viðvíkur, þá þekkir hann vel til bandarísku vega-myndanna og sérstaklega Easy Rider. Hann kallar töfra sína hvorki galdra né hókus-pókus, heldur sjón- hverfingu. Expressen, stærsta dagblaðið á Norðurlöndum, birti grein með titlinum „Myrk lýrík í ógnandi umhverfi", og í greininni er leik- ur aðalleikkvennanna tveggja, Kim Anderzon og Lisa Hugoson, sérstaklega lofaður. Tvær vinkonur Söguþráður myndarinnar er á þessa leið: Anna, ung, peningalaus en harðgerð kona, er á flakki. Hún kynntist Jo, stúlku sem er tíu árum yngri. Jo á gamlan Citr- oen-bíl og þær ferðast norður í land. Anna er í leit að arfi móður sinnar og ætlar kannski að leita uppi föður sinn sem býr í af- skekktu þorpi. Kvenmennirnir kynnast æ betur. Á flakkinu komast þær hjá að borga bensín- ið sem og hótelreikningana og hitta kaldrifjaða karlmenn. Leiðir skiljast langt inni í sveit. Þar neyðist Anna til að horfast í augu við óþægilegar æskuminningar. Jo heldur leið sinni áfram en Anna snýr aftur, reynslunni ríkari. „Markmið kvikmyndanna er að skerpa skilningar- vit áhorfandans“ Lárus Ýmir óskarsson leik- stýrði eftir handriti Lars Lund- holm, kvikmyndatökuna önnuð- ust þeir Göran Nilsson og Jan Pehrsson. Aðalleikendurnir eru þær Kim Anderzon og Lisa Hugoson, en einn íslendingur kemur fram í myndinni, Sigurð- ur Sigurjónsson. Lárus Ýmir leikstýrði síðast- liðið vor leikritinu „Neðanjarð- arlestin" eftir Bandaríkjamann- inn Imamu Amiri Baraka og var það sýnt á Borginni. í viðtali við Morgunblaðið sagði Lárus að það væri óbilgirni ef hann væri ekki ánægður með undirtektirnar sem myndin hef- ur fengið í Svíþjóð. „En mér finnst það undarlegt hve menn hafa æst sig upp yfir myndinni, en mikið hefur verið skrifað um hana. Ég held að þetta stafi af því að „Andra dansen" er öðruvísi kvikmynd en framleidd hefur verið að undan- förnu í Svíþjóð." Þegar Lárus var spurður að hvaða leyti myndin væri frá- brugðin öðrum myndum, sagði hann: „Hún er ljóðrænni og byggist á því að segja ekki allt, heldur að áhorfendur taki sjálfir þátt í frásögninni, það er að segja ef þeir fylgja henni á ann- að borð.“ Andra dansen er í svart/hvítu og um það segir Lárus Ýmir: „Myndin hefði orðið allt önn- ur, ef hún hefði verið í lit. Mynd- in greinir frá ferðalagi og hefði litadýrðin orðið svakaleg eða eins og af póstkortasafni frá Sví- þjóð. Að hún er í svart/hvítu heldur utan um þá stemmningu, sem ég vildi fá fram í myndinni." Myndin er gerð eftir handriti ljóðskáldsins Lars Lundholm, og segir Lárus Ýmir það tvennt ólíkt að skrifa handrit og að leikstýra. „Ég á ef til vill einhvern tíma eftir að skrifa handrit að kvik- mynd. En þrátt fyrir að ég hafi ekki skrifað handritið, þá vann ég mikið með höfundinum, bæði vegna þess að þannig gat ég fylgst með því að ekkert væri í handritinu sem væri mér á móti skapi, og svo nær maður að gróa inni í viðfangsefninu á þann hátt. — Ég hef ákveðna tilfinn- ingu fyrir manneskjum og til- verunni yfirleitt, en ég hef enga þörf fyrir að kalla það alltaf „trist“, þegar menn eru að halda því fram að þeir sitji inni með Sannleikann og þurfi að koma honum á framfæri, hvort sem það er í bók, kvikmynd eða í öðru formi. Að mínu áliti er mark- miðið með kvikmyndunum að skerpa skilningarvit áhorf- andans.“ Lárus Ýmir Óskarsson fékk styrk úr Kvikmyndasjóði til að afla sér heimilda og vinna að kvikmyndahandriti um Fjalla- Eyvind. Þá hefur það verið orðað við Lárus að leikstýra kvikmynd eft- ir bók Selmu Lagerlöf, „Jerusal- em“, en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum. Vinkonurnar Anna og Jo. Tíu ára afmæli Delta-klíkunnar Man einhver eftir myndinni „National Lampoon’s Animal House“, ööru nafni „Delta-klík- an“, sem Laugarásbíó sýndi fyrir fjórum eða fimm árum? Myndinni sem skaut John Belushi upp á stjörnuhimininn. Ef svo er, geta þcir hinir sömu glaðst á ný, því Bíóhöllin sýnir á næstunni „Nat- ional Lampoon’s Class Reunion”, þ.e.a.s. Delta-klíkan númer tvö. Þaö er sami framleiöandinn, Matty Simmons, sem gerir þessa mynd, en það er ekki nema einn leikari úr fyrri myndinni sem leik- ur í framhaldinu, Stephen Furst. Fólk man eflaust eftir honum sem feita busanum. En þá er frekari samanburöur úr sögunni. Tíu ára útskriftarafmæli 1972, bekkur úr Lizzie Bord- en-menntaskólanum kemur saman í gamla skólanum til að halda upp á tíu ára afmælið. Lið- ið er harla sundurleitt og kannski læðist að einstaka áhorfanda sá grunur að sumir nemendanna hafi aldrei staðist prófið. Þarna eru Mary og Bunny (Marla Pennington og Miriam Flynn), sem tala illa um aðvíf- andi gesti. Þarna er Bob (Gerrit Graham) sem er ástfanginn af sjálfum sér, ríka kærastan hans, Jane (Jacklyn Zeman), sem er útséður fjármálasérfræðingur. Þarna er sæta stúlkan í bekkn- um, Meredith (Shelley Smith), sem auglýsir kvennærfatnað. Þarna er Hubert (Stephen Furst), feitur, hávaðasamur og heimskur. Þarna er hin tungu- lipra Dolores (Zane Buzby) sem seldi djöflinum sál sína til að halda ævarandi heilsu. Þarna er Iris Augen (Marya Small, hún lék hóruna í Gaukshreiðrinu), staurblind, næstum því heyrn- arlaus en einstaklega vergjörn. Þarna eru hjónakornin Jeff og fris hin staurblinda, heyrnarlausa og vergjarna. Cindy (Randy Powell og Misty Rowe) og eru enn hrifin hvort af öðru. Þarna eru Chip Hendrix og Carl Clapton, sem hafa neytt allra þeirra eiturlyfja sem til eru, — og að lokum er þarna Gary Nash (Fred MacCarren), leiðindagaur án persónuleika. Á þessari upptalningu sést að þarna er valinn maður í hverju rúmi, en sennilega gefa einkunn- arorð bekkjarins bestu myndina: no class has less class than this class. Þegar gálgahúmorinn blífur Þeir sem sáu „Delta-klíkuna“ muna eflaust eftir gálgahúmorn- um, sem myndin byggist á, og án efa eru fjölmargir hér á landi sem þekkja til tímaritsins „The National Lampoon", sem er ekki ósvipað Mad-tímaritinu. Framleiðandi myndanna, Matty Simmons, er jafnframt stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins sem gefur út Lampoon-tímaritið. Húmoristar tímaritsins hafa víða komið við. Snemma á átt- unda áratugnum . sömdu þeir „The National Lampoon Radio Hour“, sem var útvarpað í fleiri en 600 útvarpsstöðvum, og varð þar með einn allra vinsælasti út- varpsþáttur sem um getur. Hann var lagður niður árið 1975, því þeir önnuðu ekki eftirspurninni á öðrum háværari vígstöðvum. Árið 1973 sömdu þeir leikrit, „The National Lampoon Show". Hlaut hann mjög góða gagnrýni og mikla aðsókn. Nokkrum árum síðar, eða árið 1978, var annað leikrit frumsýnt, nefnilega „That’s Not Funny, That’s Sick“, og gefur titillinn nokkra innsýn í efnismeðferð þeirra Lampoon- félaga. Flytjendur og höfundar þessa efnis eru sumir hverjir orðnir heimsfrægir fyrir uppátæki sín. Fyrstan skal þar nefna John Bel- ushi, þann ógleymanlega grín- leikara. Eftir að hann lék í Delta-klíkunni, árið 1978, lék hann í Spielberg-myndinni „1941“, „Blúsbræðrunum", eftir John Landis, en hann gerði fyrri myndina um Delta-klíkuna. Bel- ushi lést á síðastliðnu ári vegna ofnotkunar á eiturlyfjum. Aðrir sem hafa orðið frægir eru Chevy Chase (lék í Ljótum leik), Bill Murray (lék í Stripes og nú síðast aukahlutverk í Tootsie) og Gilda Radner (lék í Hanky Panky). Matty Simmons segir: „Nat- ional Lampoon’s Class Reunion er háðsleg eftirlíking á hroll- vekju eins og Marx-bræðurnir hefðu gert. Myndin er farsi, byggður á atvikum úr hinu dag- lega lífi. Kómedían er best þegar hægt er að fara undir skinnið á fólki.“ HJÓ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.