Morgunblaðið - 27.04.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.04.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 55 í fríið með Farskip: Lúxussigling í báða enda Fjölskyldumaður skrifar: „Velvakandi. Það fer varla framhjá okkur ís- lendingum hin harða samkeppni milli ferðaskrifstofa og flugfélaga um sumarleyfisferðir lands- manna. Það er barist hart um hvern þann farþega, sem hyggur á dvöl erlendis. i Bæklingar flugfélaganna og ferðaskrifstofa eru glæsilegir, en þegar vel er að gáð, eru þeir mjög staðlaðir, og í raun afar keimlíkir hver öðrum. Verðtilboðin eru einnig meira og minna stöðluð og innihalda flest það sama, þ.e. flug fram og til baka, ásamt gistingu, allt frá einni viku til 3ja eða 4ra vikna. Þótt ferðaskrifstofur hafi nú tekin inn í bæklinga sína ferða- tilboð með hinu glæsilega skipi, Eddu, þeirra Eimskips og Haf- skips, er eins og minna fari fyrir kynningu þessa nýja ferðamáta, sem íslendingum stendur nú til boða. Ég gerði það að gamni mínu einn daginn fyrir stuttu að fara yfir þá mismunandi bæklinga, sem eru á boðstólum frá ferða- skrifstofum og reikna út sjálfur allan þann kostnað, sem því er samfara að fara í sumarleyfi til Evrópu og þá komst ég að raun um, mér til mikillar gleði, að ferð með hinu nýja farþegaskipi, Eddu, var mun hagstæðara en ég hafði áður haldið, hafandi ekki kynnt mér og borið saman þau verðtil- boð, sem gilda á markaðinum. — Ég reiknaði dæmið: hjón með tvö börn. Ég tel það ekki vafamál, að þeir sem vilja fá sem mest út úr sumarleyfi, sem á að innihalda Evrópuferð, fái mest fyrir pen- ingana ef þeir fara sjóleiðina, með Farskip. Ég ætla ekki að ergja lesendur með því að leggja fram hér ná- kvæman kostnaðarútreikning, sem innihélt hvaðeina, sem ferð- inni tilheyrir, svo sem máltíðir, drykkjarföng, bensínkostnað (vegna eigin bíls og bílaleigubíls) o.s.frv. — Sá listi væri allt of lang- ur. Hins vegar langar mig til að benda lesendum á nokkur atriði, sem ýmsum hefur ef til vill sést yfir, en eru greinilega hagræði, að ekki sé nú talað um skemmtun, sem fæst með því að sigla á vel búnu farþegaskipi, í stað þess að nota hinn hraðfleyga farkost, flugvélina sem vissulega er nauð- synleg, þegar og ef hraðinn er það sem skiptir máli. Það að fara í ferðalag til út- landa, héðan frá Reykjavík, geta gengið beint um borð í fljótandi hótel, og vera þar með kominn í fríið er hagræði, sem margir minnast með ánægju frá þeim tíma er Gullfoss þjónaði okkur. Annað er það, að um borð í Ms. Eddu er maður raunverulega kom- inn á erlenda grund, að því er varðar þjónustu og verðlag. Mat- urinn er í fullu samræmi við það sem best gerist og verðlag á mat og drykk talsvert mikið fyrir neð- an það sem manni býðst á megin- landi Evrópu eða annars staðar. Þetta er nú aðeins einn liðurinn í sparnaðinum að fara með Eddu og njóta þess að vera kominn á „hótel" og vera þar í 3—5 daga, hvora leið, — á betri kjörum en maður fær svo þegar ferðinni sleppir. — Og það sem meira er, það munu margir njóta heimferð- arinnar með skipi mun betur eftir að hafa ferðast í hinum ýmsu löndum. Á skipi gefst fólki tækifæri til raunverulegrar hvíldar á heim- leið, ekkert „stress", engar sím- hringingar né leigubílar á flugvöll, endar biðraðir á flugvöllum og síð- ast en ekki síst: maður sleppur við að lenda og fara gegnum hina nöt- urlegu flugstöð á Keflavíkurflug- velli, og sleppur við að bera inn- kaupakörfu á handlegg í Fríhöfn- inni og gera „hörmangara“-við- skipti við hið opinbera á staðnum. — f stað þess gerir maður þessi viðskipti um borð í skipinu, þegar manni hentar á lægra verði en gerist í Fríhöfninni, og skipið leggst að bryggju í Reykjavík. Eg segi hér að framan „lægra verði“, því það er staðreynd, að verð á hinum ýmsu vörum í Frí- höfninni í Keflavík er með því hæsta sem gerist á slíkum stöðum ekki hvað síst áfengi, sem selt er til farþega í Fríhafnarbarnum tvöfalt, ef ekki þrefalt dýrara en um borð í flugvélunum íslensku! Ég er þess fullviss, að þeir sem á síðustu árum hafa verið að óska eftir því að fá eftur farþegaskip, hljóta að fagna framtaki þeirra skipafélaganna, Eimskips og Haf- skips, með því að leigja Ms. Eddu til reynslu í sumar. Vonandi verður reynslan sú, að áfram verður haldið ekki bara með leiguskipi, heldur með kaup- um eða smíði á eigin farþegaskipi, því það er ótækt að íslendingar eigi ekki sjálfir farþegaskip. Reynslan af Smyrli hefur nú orðið til þess, að þeir Austfirð- ingar leggja fjármagn til hlutafé- lags um nýtt skip, sem er í eigu útlendinga! Ms. Edda er þó rekin af okkar eigin skipafélögum og þess vegna er full ástæða til að vona, að landsmenn láti ekki undir höfuð leggjast að nýta þann far- kost, sem þeir sjálfir hafa svo margoft óskar eftir. Ég hvet alla þá sem ætla í sumarleyfi til Evr- ópu í sumar að gera verðsaman- burð sjálfir og kanna, hvort þeir eru sammála mínum niðurstöðum, ásamt því að ferð með fljótandi hóteli til Evrópu er lúxussigling í báða enda.“ „Hér hefur verið vitnað til 16 frásagna úr annálura og vikuritura nær 300 ár aftur i tímann er segja ótvírætt frá því hvað byggðarlögin við Njarðvíkina voru nefnd af æðri sem lægri og hefur sú nafngift haldist í skrifum og munnmælum Njarðvfkinga og annarra, er um hafa rætt, fram til síðustu tíma.“ sagt að þau hafi fengið 19.000 fiska síðan í vor. íslendingur, 7. apríl 1861 (71): Var mönnum sýnd, en ekki gefin mikil marsvínavaða hjá Keflavík og Njarðvíkum. Er sagt að menn af ólagi og samtakaleysi hafi spillt henni fyrir sér, svo að fiskarnir sluppu allir til hafs. Isafold, 29. apríl 1877: Afla- brögð, gjörsamlega þurr sjór inn- an við Faxaflóa, en í Garði, Leiru, Njarðvíkum og Vogum hefur verið góður afli í net af mjög vænum og feitum þorski. Síðan fyrir páska kvartað um misfiski samt með 400 í hlut að meðaltali. í Höfnum og Grindavík mjög tregur afli. Þjóðólfur, árið 1868: Fékk Pétur Bjarnason bóndi í Hákoti í Njarð- víkum tuttugu ríkisdala verðlaun fyrir jarðabætur, fjárrækt, skipa- smíðar m.fl. Þjóðólfur, 9. maí 1868: Vetrar- aflavertíðin 1868 var ein sú minnsta er menn til muna, sunn- anlands. Fáeinir í Njarðvíkum telja 90—100 fiska til hlutar. Þjóðólfur 23. júní 1874: Með fengnu leyfi föður míns, Magnúsar Jónssonar, Bráðræði, hef ég undir- skrifaður tekið upp fjármark það sem hann um langt árabil hefur brúkað á sauðfé sínu, sem er geir stýft hægra og sýlt vinstra. Narfakoti í Njarðvíkum, 11. júní. Jón Magnússon. Þjóðólfur, 14. nóvember 1885: Aflabrögð. í Grindavík hefur í haust verið all góður afli þá róið hefur orðið. í Garði hefur verið vel vart í allt haust, en ekkert á Ströndinni. Laugardaginn 7. þessa mánaðar róið úr Njarðvíkum og Keflavík og fengust um 20 (mest 30 og upp til 40) í hlut af ýsu, þistlingi og smálúðu. Þjóðólfur, föstudaginn 3. jan. 1890: Aflabrögð: Rétt fyrir jólin aflaðist vel, 30 til 50 í hlut af stút- ungi og stórum þistlingi suður í Garðsjó. Hlutir á haustvertíðinni þar syðra fremur misjafnir, minnst 500, mest 1.300, í Njarðvík- um öllu meira, en á Innesjum aft- ur á móti minna. Og að lokum með tilvitnanir í Njarðvíkur (ekki Njarðvík) gamall vísuhelmingur. Heyrdist brak í húsunum, hvalur rak í Njarövíkum. Hér hefur verið vitað til 16 frá- sagna úr annálum og vikuritum nær 300 ár aftur í tímann er segja ótvírætt frá því hvað byggðarlögin við Njarðvíkina voru nefnd af æðri sem lægri og hefur sú nafn- gift haldist í skrifum og munn- mælum Njarðvíkinga og annarra, er um hafa rætt fram til síðustu tíma. Mætti meira finna af því tagi. Þar til nú fyrir fáum árum er stjórnarmenn Njarðvíkurhrepps eða bæjar, nær allir aðkomumenn * byggðarlögunum (ekki fæddir eða uppaldir þar), breyttu hinu margra alda heiti eftir sínum hugmyndum og nefndu allt Njarð- vík, í stað þess er áður var sagt og skrifað, Njarðvíkur. Það er nú því miður ekki það eina sem fengið hefur nafn- (nafna-) breytingu nú á síðustu og verstu dögum. Fjölmiðlatúlkar og farandsframbjóðendur hafa ekki látið sitt eftir liggja með að nefna staði og staðhætti eftir sínu höfði og breyta fortíðarheitum í það, sem þeim þykir passa fyrir sig og sína tilveru og tækifæri. Saman- ber veginn frá Hafnarfirði suður á Suðurnes, sem um aldaraðir var nefndur Suðurnesjavegur. Var hann vegur þeirra sem þá voru og gengu á mold, möl og grjóti og djúpur var hann Suðurnesjaveg- urinn er fætur forfeðra okkar tróðu. Nú heitir upphleypt hágata Reykjanesbraut, þó hún stefni hvergi í áttina að hinu gamla Reykjanesi og er hún oft nefnd Keflavíkurvegur, sem er þó ekki nema að nokkru réttnefni, því að sá vegur er engu að síður, þó færri eigi hlut að máli, vegur Vatns- leysustrandar, Voga og Njarð- víkurbyggðarlaga, svo og annarra byggðarlaga á Suðurnesjum, og á því að heita sínu forna og rétta nafni, Suðurnesjavegur. Eins má nefna með nafnið Reykjanes, sem nú er orðið afar mikið í brúki í orðum og skrifum. Þar eiga stærstan hlut að, eins og sagt er á Alþingi (eftir skammar- ræður), hæstvirtir alþingismenn. Eitt af kjördæmum þeirra heitir á þeirra máli Reykjaneskjördæmi. Það mun hafa sín endamörk á Garðskagaflus og hinni gömlu Reykjanestá sjávarmegin, og að sögn við Botnsá í Hvalfirði land- megin. Nú skulu allar lifandi ver- ur á landsvæði þessu nefnast Reyknesingar. I barnaskóla, eina skólanum mínum, lærði ég það meðal ann- ars, að landsvæðið frá Herdísar- vík að sunnan, að Hafnarfirði að norðan héti einu nafni Reykja- nesskagi, en ekki bara Reykjanes. Þá hét hver staður sínu nafni. Þá var Reykjanes nesið er gengur í sjó fram milli Háleyja að austan og Sandvíkur að vestan og allt hafði sín fornu heiti á sínum stöð- um. Spurningin um hvað Njarðvík- urkaupstaður heitir, er að vissu leyti sjálfsvarað með því nafni. Þar kemur fram hið forna nafn Njarðvíkur. Sagt var suður með sjó, suður í Voga, suður í Njarð- víkur. Annars er hann nú á síð- ustu tímum einnig nefndur Njarð- víkurbær, sem er víst fínna, sbr. bæjarfulltrúar, en ekki kaupstað- arfulltrúar. Kannski mátti hann og heita Njarðvíkinga kaupstaður eða bær, því ekki það? Ég vænti þess að stjórnendur nágrannabyggða Njarðvíkinga í Vogum og Höfnum verði ekki svo háþróaðir og fráslitnir hinni margra alda gömlu fortíð á nöfn- um byggðarlaga sinna, að þeir fari að segja og skrá Vogur í stað Voga og Höfn í stað Hafna. Þeir segja í Voga, úr Vogum. I Hafnir, úr Höfnum. Þótt hafi verið gerður grikkur, gildir hið forna: Njarðvíkur. Hafnarfirði, 19. apríl 1983.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.