Morgunblaðið - 27.04.1983, Síða 15

Morgunblaðið - 27.04.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 47 3. AÐGERÐIR RÍKISSTJÓRNAR Að sjálfsögðu eru aðgerðir ríkisvaldsins ekki staðbundnar þar sem þær eru ekki upprunnar hjá aðilum í héraði sem tilraun til lausnar á eigin vanda. Hér verður þó getið um hinar helztu sem hafa á sér það einkenni að vera þeim til aðstoðar við að leysa mál sín sjálf- ir. Byggðastefna Bretar eru meðal frumkvöðla í aðgerðum í byggðamálum og hafa rekið tiltölulega skýrt mótaða byggðastefnu frá stríðslokum. Hér er ekki rúm til að rekja það í hverju aðgerðirnar hafa verið fólgnar. Landinu er skipt upp í svæði sem njóta mismunandi mik- illar fyrirgreiðslu. Norðaustur- England allt er á því svæði sem mestrar aðstoðar nýtur. Þegar ríkisstjórn íhaldsmanna tók við völdum dró hún úr áherzlu á að- gerðir í byggðamálum m.a. með því að leggja niður styrk, sem greiddur var fyrir hvern vinnudag á styrkjasvæðunum (Regional Employment Premium) og minnka fjárfestingarstyrki. Þeir eru þó ennþá mikilvægir og hægt er að fá styrki til að flytja fyrir- tæki, þjálfa starfslið, flytja nýtt starfslið á svæðið og til vöru- þróunar. Byggðaaðgerðir hafa þó ef til vill fyrst og fremst minnkað að gildi vegna minnkandi fjárfest- ingar og framkvæmda á styrkja- svæðunum. Þá hefur ríkisstjórnin einnig breytt um áherzlur, lagt meira upp úr stuðningi við iðn- greinar eða jafnvel fyrirtæki (t.d. British Leyland). Framkvæmdasvæði Eliefu svo nefnd framkvæmda- svæði (Enterprise Zones) hafa verið skilgreind viðs vegar um verstu vandamálasvæði Englands. Til stendur að fjölga þessum svæðum á næstunni. Fram- kvæmdasvæðin eru afmarkaðar landspildur (allt að 450 ha), þar sem staðbundnir skattar og skipu- lagsreglur gilda ekki i 10 ár. Hugmyndin að baki þessari að- gerð íhaldsstjórnarinnar er að ef iðnaðurinn fái að þróast frjáls og óháður á svæðum þessum muni hann vaxa og dafna. Alveg á eftir að koma í ljós hver langtíma- reynsla verður af þessari aðgerð. Fyrstu vísbendingar eru þó þær að lækkun staðbundinna gjalda hafi áhrif til hækkunar húsaleigu og að þau fyrirtæki sem á framkvæmda- svæðin flytjast séu ekki ný fyrir- tæki. Flest fyrirtækjanna eru þeg- ar starfandi og úr næsta nágrenni svæðanna en ekki lengra að. Aðrar aðgerðir ríkisvaldsins Brezka ríkisstjórnin rekur margar stofnanir, sem hafa það hlutverk að styðja staðbundið framtak til að efla atvinnu. Marg- ar aðgerðir eru notaðar til að reyna að efla smáiðnað. Iðnaðar- ráðuneytið ábyrgist til að mynda lán til smáfyrirtækja. Rekin er ráðgjafarþjónusta fyrir lítil fyrir- tæki, sem hefur skrifstofur í flest- um bæjum og borgum. Þá er möguleiki fyrir atvinnuleysingja að fá styrk til að stofna smáfyrir- tæki án þess að tapa atvinnuleys- isbótum. Að sjálfsögðu sér ríkisvaldið um ýmiss konar grunngerð, sem fyrir- tæki þurfa á að halda og dreifing fjárfestingar í slík verkefni hefur að sjálfsögðu mjög staðbundin áhrif. Mikilvægasta verkefnið sem snýr beint að iðnaðaruppbyggingu er bygging iðngarða, en hana ann- ast nokkrar ríkisstofnanir: Ensku iðngarðarnir (English Industrial Estates), Smáiðnaðarráðið fyrir sveitahéruð (Concil for Small In- dustries in Rural Areas), stofnun til byggingar nýrra borga (New Towns Corporation) og Borgar- þróunarstofnunin (Urban Deve- lopment Corporation). Nokkur hluti þessara aðgerða er greiddur af Byggðasjóði Efnahagsbanda- lagsins. Mjög mikið er gert af hálfu ríkisvaldsins til að hamla á móti hinu vaxandi atvinnuleysi í Bret- landi, til að reyna að skapa tíma- bundna vinnu og annað þess hátt- ar. Hér verður þó ekki fjallað um þessi verkefni. Hartlepool hefur gengiö mjög langt í auglýsingaflóöinu. (Jtan úr geimnum sjást framkvæmdasvæðin. Áhersla er lögö á tengsl við iönaðinn sem fyrir er — en mörg þessara fyrirtækja hafa veriö lögö niður. 4. AÐRAR AÐGERÐIR OPINBERRA AÐILA Brezka stálfélagið Brezka stálfélagið er í eigu ríkisins og rekur alla járn- og stálframleiðslu í landinu. Um all- mörg undanfarin ár hefur fyrir- tækið sagt upp starfsmönnum í stórum hópum. Þetta er gert vegna endurskipulagningar fyrir- tækisins, þar sem framleiðslugeta hefur verið minnkuð og stórum verksmiðjum lokað. I þeim til- gangi að gera þessar aðgerðir póli- tískt viðráðanlegri og minnka áhrif uppsagnanna var stofnað dótturfyrirtæki, BSC (Industry) Ltd., sem hefur það markmið að efla iðnað í þeim héruðum, sem verst hafa orðið úti vegna upp- sagna og lokunar. Þetta er gert með því að reisa iðnaðarmiðstöðv- ar, veita ráðgjöf og fjárhaldsað- stoð. Þegar allt er talið er sú að- stoð sem þannig er fáanleg í stál- héruðunum veruleg. Fyrirtækið telur að þessar aðgerðir hafi heppnast vel. í Hartlepool hafa þeir reist nokkrar iðnaðarmið- stöðvar, þar sem allmörg fyrir- tæki hafa komið sér fyrir. Hús- næðismöguleikar eru af mörgum stærðum, og virðist það henta slikum fyrirtækjum vel að geta verið í mjög litlu húsnæði. Mörg hafa þó stækkað við sig innan miðstöðvanna, en önnur flutzt í stærra húsnæði annars staðar í bænum. Sá fjöldi starfa, sem þarna hefur orðið til er að sjálf- sögðu einungis dropi í hafið miðað við þann gífurlega fjölda, sem stálfélagið hefur sagt upp á svæð- inu. Þessi aðgerð virðist þó hafa friðað samvisku stálfélagsmanna töluvert. Viðskiptaskólinn í Durham Það hefur verið svo í Bretlandi eins og víðar annars staðar að æð- ri menntastofnanir hafa verið í litlum tengslum við iðnað og viðskipti. Þetta er þó mikið að breytast. Margir tækniskólar og háskólar bjóða nú námskeið um viðskipti og rekstur fyrirtækja, ekki einungis fyrir stúdenta heldur einnig fyrir þá sem stunda atvinnurekstur eða hyggjast gera það. Þessi viðleitni styður á mjög mikilvægan hátt viðleitni sveitarfélaga og annarra til að efla atvinnu. I háskólanum í Durham er rek- inn viðskiptaskóli (Durham Uni- versity Business School (DUBS), sem hefur verið brautryðjandi í Englandi á mjög mörgum sviðum. Hægt er að skipta starfsemi skól- ans eins og hún snýr að atvinnulíf- inu í fernt. f fyrsta lagi er um að ræða beina aðstoð við fyrirtæki. Rekin er s.k. „hjónabandsmiðlun", þar sem markmiðið er að tengja saman menn með hugmyndir og menn eða stofnanir með peninga. Þá eru fyrirtæki aðstoðuð við rekstrarvandamál og við að fá framgang sinna mála í bönkum og £50,000 IN CASH PRIZES FOR SMALL BUSINESSÉS Stórfyrirtæki hafa lagt háskól- anum í Durham til fé í hug- myndasamkeppni meðal smá- fyrirtækja. lánastofnunum, með réttum fylgi- gögnum o.þ.h. Annar þáttur þessa sviðs snýr að ýmiss konar almenningstengsl- um og áróðri fyrir stofnun fyrir- tækja og nýsköpun. Skólinn hefur staðið fyrir samkeppni um nýjar iðnaðarhugmyndir, með allgóðum árangri. Þeir hafa einnig staðið fyrir stofnun klúbba, sem í eru menn, sem stofnað hafa sín eigin fyrirtæki. Skólinn hefur staðið fyrir uppbyggingu sambanda við banka og bókhaldsfyrirtæki, með- al annars í þeim tilgangi að breyta viðhorfum, einkum hinna fyrr- nefndu, til smáfyrirtækja. Skólinn hefur lagt sig fram um að koma á framfæri í fjölmiðlum fréttum af nýjum fyrirtækjum, sem vel hefur tekizt til um. Þriðji þátturinn í starfsemi skólans snýr að menntun og þjálf- unarstarfi. Haldin eru stutt nám- skeið t.d. yfir helgi fyrir þá, sem áhuga hafa á stofnun eigin fyrir- tækja. Síðan eru haldin nokkurra vikna námskeið fyrir eigendur fyrirtækja, bæði nýstofnaðra og annarra. Þá hefur skólinn haldið námskeið fyrir þá sem starfa hjá þeim stofnunum sem ætlað er það hlutverk að aðstoða smáfyrirtæki. í fjórða lagi eru stundaðar rannsóknir í DUBS, sem bæði snerta lítil fyrirtæki og stór. Nefna má verkefni sem snúa að möguleikum til að lítil fyrirtæki geti orðið til út úr stórum. Einnig hefur verið athugað hvort mögu- leikar séu á því að stór fyrirtæki búi yfir þekkingu á framleiðslu- tækifærum, sem ákveðið hefur verið að ráðast ekki í, ekki vegna þess að þau hafi reynzt arðlaus, heldur vegna þess að þau hafi ekki verið talin borga sig fyrir viðkom- andi stórrekstur og þess vegna verið stungið niður í skúffu. Þá hefur verið kannað hjá þeim mörgu fyrirtækjum, sem þurfa að segja upp mönnum í stjórnunar- stöðum, hvort meðal þeirra reyn- ist ekki menn með hugmyndir um framleiðslu og a.m.k. hvort þeir séu til í að reyna stjórnunarþekk- ingu sína í eigin fyrirtæki. Þarna hefur og verið stigið skrefi lengra með stofnun „Ent- erprise North". Það er stofnun, sem samanstendur af hópum manna úti um allt Norðaustur- England, með reynslu í viðskipta- lífi og atvinnurekstri. Þessir hóp- ar veita ráðgjöf í sjálfboðavinnu, þeim sem til þeirra leita. Reynt er að leysa úr brýnustu vandræðum manna þannig, en síðan er þeim vísað áfram í leit sinni að ráðgjöf eða stuðningi. Slíkir sjálfboðahóp- ar eru saman settir af mönnum með mismunandi bakgrunn og þekkingu. Hefur þetta fyrirkomu- lag reynzt mjög vel. Það vekur athygli að Durham University Business School er ekki rekinn af almannafé nema að takmörkuðu leyti. Mestur hluti rekstrarkostn- aðar er fenginn í styrkjum frá fyrirtækjum og stofnunum. Smáidnadarráðiö fyrir sveitahéruð . Smáiðnaðarráðið fyrir sveita- héruð (Council for Small Industr- ies in Rural Areas (CoSIRA) hefur það verkefni að bæta hag smá- rekstrar til sveita í Englandi. Stofnuninni er ætlað að vinna með fyrirtækjum, sem ekki hafa meira en 20 þjálfaða starfsmenn í vinnu og sem staðsett eru i sveitahéraði eða bæ með innan við 10.000 íbúa. í hverri sýslu Englands starfar sérstök nefnd og með henni er starfandi fulltrúi. í nefndinni er saman kominn þekkingargrunnur á aðstæðum sem komið getur fyrirtækjunum til góða. Fyrirtæk- in fá ráðgjöf eftir því sem hægt er. Einnig rekur CoSIRA námskeið í ýmsum greinum atvinnurekstrar, þar á meðal gömlum iðngreinum, sem voru að leggjast af eins og lagning stráþaka (thatching) og söðlasmíði. Einnig eru rekin nám- skeið í nýjum greinum, t.d. smíði úr glertrefjum, rafeindaiðnaði o.fl. Að baki CoSIRA er sjóður, sem lánar fyrirtækjum til bygg- inga og vélakaupa. Einnig hefur stofnunin byggt litla iðngarða. 5. AÐGERÐIR EINKAAÐILA Aðilar, sem standa utan við hinn opinbera geira gera mjög margt til að efla iðnað og atvinnu- líf í Bretlandi. Merkasta framtak- ið á þessu sviði eru hinir stað- bundnu „fyrirtækjasjóðir“ (Ent- erprise Trust). Hér er um að ræða sjóði eða stofnanir, þar sem hópur fyrirtækja á ákveðnu svæði hefur lagt saman fé í sjóð til að byggja húsnæði og á annan hátt styrkja atvinnulíf svæðisins. Má segja að hugmyndin sé ekki ólík því sem menn hérlendis hafa verið að láta sér detta í hug með iðnþróunarfé- lög. Þekktasti sjóðurinn er St. Hel- ens Trust við Mersey. Hann var stofnaður af glerfyrirtækinu Pil- kington, þegar fyrirtækið þurfti að segja upp miklum fjölda starfs- manna vegna tæknibreytinga. Sjóðurinn, sem hefur fjóra starfsmenn, þar af þrjá að láni frá starfandi fyrirtækjum, sér um ráðgjafarstarfsemi við fyrirtæki, fjárfestir nokkuð í fyrirtækjum og hefur byggt iðnaðarhúsnæði með sveitarfélaginu. Á rúmum tveimur árum hefur sjóðurinn staðið fyrir því að orðið hafa til 630 heil störf og 250 hlutastörf. Hér að framan var minnst á að fyrirtæki hefðu lánað starfsmenn til að vinna við St. Helens Trust. Þetta er að verða algengt form á framlagi stórra fyrirtækja í einkaeign til eflingar atvinnu í því héraði sem þau starfa í. Að sjálfsögðu er svo gífurlegur fjöldi alls kyns fyrirtækja og stofnana, sem hafa eflingu at- vinnu að markmiði. Nægir þar að nefna samtök atvinnurekenda í hinum ýmsu greinum og héraðs- deildir þeirra: Brezka stjórnunar- félagið og verzlunarráð á hinum ýmsu stöðum. Hér verður einungis getið smáfyrirtækjaklúbba, en þeir hafa risið upp í allnokkrum bæjum. Smáiðnaðarklúbburinn í Tees- dal (Teeside Small Business Club) var stofnaður 1973 og er að form- inu til hlutafélag. Fyrst og fremst er starfsemin fólgin í mánaðar- legu fundahaldi félaganna, en það eru nær allir eigendur smáfyrir- tækja í sveitarfélaginu. Athygli vekur að í klúbbnum eru einnig bankastjórar á svæðinu, háskóla- menn og menn úr stofnunum, sem tengjast smárekstri. Klúbburinn hefur látið vinna fyrir félagana ýmsar leiðbeiningar, sem snúa að rekstri litilla fyrirtækja t.d. um skattamál, tryggingar, lögfræðileg atriði, og ekki sízt túlkanir á ýms- um reglugerðum frá stjórnvöld- um. Klúbbnum berast einnig beiðnir frá stjórnvöldum um um- sagnir vegna ýmissa mála, sem í undirbúningi eru. Árlega er gefið út rit með lista yfir alla félagana og hvað hver þeirra framleiðir. Rit þetta er notað til auglýsingar á framleiðslu svæðisins og hefur gefizt vel. Þá gefa þeir út frétta- bréf þar sem félagarnir hafa m.a. tækifæri til að auglýsa eftir til- boðum i aðföng sín Hefur þetta gefizt vel í þeim tilgangi að auka samtenginu fyrirtækjanna. Þá eru í fréttabréfinu auglýst útboð á svæðinu o.fl. Á fundum klúbbsins fá menn að heyra gagnleg erindi o.þ.h., en þó fyrst og fremst tæki- færi til að ræða við aðra menn, sem eru að reyna að leysa sams konar vandamál, eða hafa jafnvel leyst þau og eru reiðubúnir að miðla öðrum af reynslu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.