Morgunblaðið - 27.04.1983, Síða 11

Morgunblaðið - 27.04.1983, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 43 Scarsdale-kúrinn eftir Laufeyju Steingrímsdóttur dósent Það er orðinn árviss viðburður í Bandaríkjunum, að út kemur bók um nýjan megrunarkúr, sem hver og einn gefur fyrirheit um nýjar og betri leiðir til að frelsa þá holdmiklu þjóð undan oki offitunnar. Sem dæmi má nefna Dr. Stillman-kúrinn, Dr. Atk- ins-kúrinn, Dr. Pritikin-kúrinn, Beverly Hills-kúrinn og Scars- dale-kúrinn. Allir eru kúrarnir sérhannaðir af læknum, allir hafa þeir selst í milljónum ein- taka, og allir virka þeir — svo framarlega að farið sé eftir þeim. Að innri gerð virðast kúr- arnir þó æði ólíkir. Stillman- kúrinn byggir á próteinríkum, mögrum dýraafurðum, Dr. Atk- ins-kúrinn á fituríkum mat, svo sem rjóma, ís og feitu kjöti, uppistaðan í Pritikin-kúrnum er kolvetnaríkt jurtafæði, aðallega kornmeti, en Beverly Hills-kúr- inn er að mestu leyti ávextir. Scarsdale-kúrinn, sem nú hefur verið gefinn út í íslenskri þýð- ingu, er hins vegar gamli Still- man-kúrinn endurborinn, enda eru bækurnar ritaðar af sama höfundi, Samm Sinclair Baker, en að vísu í samráði við sinn hvorn lækninn, þá Stillman og Tarnower. Allir eiga þessir kúrar það sammerkt, að þeir boða skjóta megrun á skömmum tíma, og í raun er sömu aðferð beitt í öllum kúrunum, enda þótt gervið sé mismunandi, en hún er sú, að ströng fyrirmæli eru gefin um afar einhæft fæði og nákvæm- lega tilgreint hvað megi borða á hverjum tíma, en magn hvers og eins er hins vegar gefið frjálst. Svo einstrengislegt og einhæft fæði hefur óhjákvæmilega þær afleiðingar, að við borðum minna, og til þess er leikurinn auðvitað gerður. Sé dæmi tekið Laufey Steingrímsdóttir af Scarsdale-kúrnum, þá er ná- kvæmlega tiltekið hvað skuli borðað hvern dag vikunnar í þær tvær vikur sem kúrinn tekur. Morgunverðurinn er ævinlega sá sami, og aðeins þar er magnið tilgreint, þ.e. hálft grape-aldin og ein sneið af ósmurðu prótein- ríku brauði, þá líklega soja- brauði. Þegar kúrinn kom fyrst á markað í Scarsdale, sem er auð- ugt úthverfi New York-borgar, þá tæmdust verslanir algjörlega af grape-aldinum og skapaðist mikil örvænting meðal þátttak- enda meðan vöruflutningabíl- arnir brunuðu fullfermdir frá aldingörðum Flórída til New York-borgar. Hádegis- og kvöld- verður er ýmist magurt kjöt, fiskur, ostur eða ávextir, og er oftast einhvers konar orku- snautt grænmeti þar með. Sé dæmi tekið af þriðjudegi fyrri viku, þá er ávaxtasalat í há- degisverð, en grillaður hamborg- ari með tómötum, gúrkum og selleríi í kvöldverð. Magnið er gefið frjálst, enda þyrfti að inn- byrða um hálft kíló af hamborg- ara, tíu appelsínur og fimm epli til að fullnægja orkuþörfinni, og gefur það auga leið að fæstir hefðu geð eða lyst á að borða svo mikið af sömu fæðunni, þótt sá möguleiki sé að sjálfsögðu fyrir hendi. Sem sé: kúrinn virkar. Höfundar Scarsdale-kúrsins hvetja fólk til að vigta sig dag- lega og skrá þyngd sína í töflu. Raunveruleg ástæða þessarar hvatningar er þó líklega sú, að á kolvetnasnauðu fæði, eins og Scarsdale-kúrinn óneitanlega er, þá hrapar vigtin mjög ört fyrstu dagana. Þetta þyngdartap verð- ur þó ekki eingöngu vegna þess að það gengur á fituforðann, heldur fremur fyrir það, að mik- ið vatn losnar úr líkamanum fyrstu dagana, og nemur það allt að tveimur til þremur kílóum. Vatnstapið er þó aðeins tíma- bundið og kemur vatnið aftur á sinn stað um leið og vikið er út af kúrnum, t.d. ef borðað er brauð, kartöflur eða hrísgrjón. Vogin blekkir því töluvert um það sem raunverulega á sér stað. Hins vegar ber því ekki að neita, að verulega gengur á fituforð- ann, þar sem kúrinn veitir varla mikið umfram 1000 kkal á dag, sem er um helmingur orkuþarf- ar kvenna, en aðeins rúmur þriðjungur orkuþarfar flestra karla. Karlmenn mega því búast við að tapa um tveimur kílóum og konur um einu kílói á viku af fitu, allt þyngdartap umfram það er að öllum líkindum í formi vatns, sem óhjákvæmilega kem- ur aftur þegar eðlilegt ástand skapast að kúrnum loknum. All- ar fullyrðingar um allt að 10 kíló á tveimur vikum flokkast því undir sölustarfsemi fyrir bókina, enda gæti ekki einu sinni maður í algjöru svelti lést svo mikið á svo skömmum tíma nema með því að þorna hreinlega upp. Kostir Scarsdale-kúrsins eru þeir, að þrátt fyrir mjög ein- strengingslegt fæði, þá er óneit- anlega um fremur holla fæðu að ræða, og að því leyti standast ýmsir aðrir tískukúrar engan samanburð, eins og til dæmis hinn fituríki Dr. Atkins-kúr, en hann sló öll met í vinsældum á sínum tíma, enda nýnæmið mik- ið í þeim boðskap. Ókostir Scarsdale-kúrsins eru hins vegar þeir, að árangur slíkra skammtíma einstreng- ingskúra er sjaldan varanlegur. Reynslan hefur margsýnt, að þeir sem berjast við offitu ná engum langtímaárangri með tveggja vikna grettistaki. Árangur við megrun er fyrst og fremst háður markvissri þjálfun í breyttum fæðuvenjum og breyttu viðhorfi til fæðunnar til langframa. Slíkt næst ekki með einstrengingslegum boðum og bönnum, því í kjölfar strangra WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir StliyiPllaiyiDtuiir Vesturgötu 16, sími 13280 kúra fylgir allt of oft uppgjöf og síðan ofát vegna óánægju með eigin frammistöðu. Scarsdale-kúrinn er gamall draugur endurvakinn og sem næringarfræðingur treysti ég mér ekki til að mæla með honum frekar en öðrum þeim skamm- tíma tískukúrum, sem hingað til hafa borist manna á meðal á hárgreiðslustofum, skólum og vinnustöðum. Þeim sem huga að megrun, vil ég benda á bók Jóns Óttars Ragnarssonar, Næring og heilsa, en hún gefur skynsamleg- ar leiðbeiningar um fæðuval til megrunar. Ijtvfcy Steingrímsdótlir er dósent í næringarfræói rið Háskóla íslands og formaður Manneldisfélags ís- lands. 5 af helstu verslunum sem bjóöa skíöi og skíöavörur á höfuðborgarsvæðinu. EUROCARD TIL DAGLEGRA NOTA Gódan daginn! Bekanntmachung betreffend Sommerekzem In Zusammenarbeit mit der staatlichen V eterinárbehörde in Island im Landwirtschafts- ministerium, dem Instilut fiir Anatomie Physiologie und Hy- giene der Haustiere der Uni- versitat Bonn, dem Landesver- band der I.P.Z.V. Nordrhein- Westfalen und dem Gestiit Aegidienberg wurde ein Be- triebserhebungsbogen fur Pfer- defreunde, die Pferde mit Sommerekzem besitzen, erar- beitet. Man will damit weitere Mög- lichkeiten erforschen, die Pla- ge „Sommerekzem“ wirkungs- voll zu bekampfen. Interessier- ten Pferdefreunden, die mit ih- ren Pferden unter dem Som- merekzem zu leiden haben, be- kommen den Betriebserhe- bungsbogen nach Anforderung durch das Gestút Aegidien- berg, 5340 Bad Honnef 6, Tele- fon: 02224/80030, gerne zuge- schickt. í tilkynningunni er talað um dýra- læknastofnun á íslandi við landbún- aðarráðuneytið. Hvaða stofnun er það? berg vekur furðu og vonbrigði ís- landshestavina í Evrópu og spillir áliti lands og þjóðar á erlendum vettvangi. Sé einungis um auglýs- ingabrellu að ræða, hlýtur ráðu- neytið að óska eftir leiðréttingu. Varla er til of mikils mælst að íslenskir hestamenn fái skýringu frá hlutaðeigendum. Fyrir malarvegi Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbaróasölum um land allt Bridgestone diagonal (ekki radial) hjólbaróar meö eöa án hvíts hrings. 25 ára reynsla Bridgestone á íslandi sannar öryggi og endingu. Gerió samanburó á verói og gæóum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.