Morgunblaðið - 27.04.1983, Side 6

Morgunblaðið - 27.04.1983, Side 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Tootsie Ilandrit: Larry Gelbart og Murray Schisgal eftir sögu Don McGurie og Larry Gelbart. Kvikmyndun: Owen Roisman Tónlist: Dave Grusin Leikstjóri: Sidney Pollack Sýningarstaður: Stjörnubíó Það er eiginlega sama hvar mann ber niður í sambandi við Dustin Hoffman, drengurinn er hreinst frábær. Svo frábær að sumar myndir lifa eingöngu hans vegna. Persónulega er ég á þeirri skoðun að Dustin Hoff- man sé einn allra fremsti kvik- myndaleikari tuttugustu aldar. Hann hefir að vísu ekki burði í hlutverk sem menn á borð við Marlon Brando eða Klaus Kinski gætu leyst af hendi auðveldlega, en á móti kemur að Dustin Hoffman er einstakur á sínu sviði. Hver eru þá endimörk þess sviðs sem leikur Dustin Hoff- man spannar? Ef ég lít í hugan- um yfir þær myndir, þar sem stjarna Dustin Hoffmans hefur skinið hvað skærast, verða fyrrgreind mörk harla óljós. Hvað t.d. um myndina, sem gerði Hoffman að þeirri heimsstjörnu sem hann óneitanlega er í dag, „The Graduate", sem gerð var 1967? Á ungi uppreisnargjarni pabbastrákurinn í þeirri mynd eitthvað sameiginlegt með fréttamanninum í mynd Alan J. Pakula „All the President’s Men“, manni sem gegnir heims- sögulegu hlutverki? I fljótu bragði virðist sem Hoffman hafði náð ótrúlegum þroska sem leikari frá því '67 og þar til hann kemur fram í „All The President’s Men“ 1976. En þegar betur er að gáð og leikfer- ill Dustin Hoffmans rýndur nán- ar er ekki svo mikill munur á pabba-drengnum og fréttamann- inum — báðar eru þessar per- sónur knúðar áfram af eldhvöss- um viljastyrk sem er slíkur að hann smitar út frá sér og hefur samleikaranastyrkur sem gerir Hoffman að stórleikara — sama hvaða hlutverki hann skrýðist — og hrífur ekki aðeins samleikara hans heldur og áhorfandann, sem kemst ekki hjá því að taka þátt í æðisgenginni glímu Dustin Hoffmans við það hlutverk sem hann færist í fang hverju sinni. Þegar hins vegar áhorfandinn Mynd no. 27: Þróun. Friðarvika Samhygðar MIÐVIKUDAGINN 27. aprfl hefst Friðarvika, sem hreyfíngin Samhygð stendur fyrir. í þessari vikur munu tugir Sam- hygðarfélaga tala við fólk út um allt land og gefa öllum kost á því að taka þátt í skriflegri áskorun til íslendinga um að miðvikudag- urinn 4. maí verði dagur án ofbeldis. Þennan dag skorar Samhygð á alla íslendinga að þeir sýni hver öðrum umburðarlyndi, gagn- kvæma virðingu og að þeir beiti hvorki sjálfa sig né aðra þvingun- Að skipta um kyn SVEFNHERI Vinsælu svefnherberg- ishúsgögnin eru nú komin afturí miklu úr- vali. Einnig geysigott úrval af alls konar húsgögn- um af ýmsum gerðum. Opið 10—5 KM- húsgögn, Langholtsvegi 111, sími 37010 — 37144. Lífrænar víddir varpsþætti. Dorsey, sem hefir verið atvinnulaus í um það bil tvo áratugi, grípur til þessa bragðs í örvæntingu. Hyggst hann stofna metnaðarfullan leikhóp og kann því afar illa við sig í gervinu. Hvað um það þá tekst Dustin Hoffman frábær- lega að smjúga inní Tootsie. Svo frábærlega að ég stóð bókstaf- lega á öndinni fyrst í stað. Hinu er ekki að leyna að þrátt fyrir að förðunin og gervishönnun heppnist vel þá skín ætíð í meistarann. Kannski vegna þess að áhorfandinn veit að Hoffman er bak við maskann. Ég sagði áðan að hinn eld- hvassi viljastyrkur Dustin Hoffmans væri slíkur að hann lyfti samleikurunum á hærra plan. Ég held að þessi lýsing eigi ágætlega við í Tootsie. I það minnsta man ég ekki eftir að Jessica Lange hafi staðið sig jafn vel og í þessari mynd. Þessi stórglæsilegi kvenmaður er að vísu nokkuð óörugg í leit sinni að hæfilegum túlkunarmáta og tel ég fáránlegt að veita henni Óskarsverðlaun fyrir frammi- stöðuna. En það er víst ekki kvikmyndaskríbents norðan við Ballarhaf að ákveða slíkt. Sá hefði talið að Sidney Pollack sjálfur í hlutverki George Fields, umboðsmanns hins ógæfusama leikara Michael Dorsey, ætti skilið Óskarinn. Um aðra leikara myndarinnar er ekki nema gott eitt að segja; þeir virðast smit- aðir af þeim eldmóð sem Dustin Hoffman ber með sér. Raunar er eins og blessað fólkið hafi af- klæðst hlutverkunum, svo mann- leg, eðlileg og ástúðleg er fram- koma þess í þessari mynd. En mitt í hópnum trónar Dustin Hoffman, skærasta stjarna vest- ræns kvikmyndaiðnaðar þessa stundina. Hafi menn áhuga á að sjá raunverulega stjörnu skína á hinum heiða himni Hollywood ættu þeir að bregða sér á Tootsie í Stjörnubíói. Stjarnan sú blind- ar að vísu engan, en við missum hvergi sjónar á henni — nema ef til vill þegar Dustin Hofman gleymir sér andartak á götum New York-borgar og verður aft- ur sá Dustin Hoffman sem við þekkjum frá fyrri tíð. Höfum við annars nokkuð á móti því að hitta manninn í eigin persónu? Varla — sá er munurinn á Dust- in Hoffman og þeim stjörnum sem fyrrum skinu á því himin- hvolfi sem hvolfist yfir Holly- wood-borg. sjónarmið, sjálft formið á sér rætur í nútíma súrrealisma, og þekki ég engan íslenskan mál- ara, sem unið hefur á líkan hátt og Vilhjálmur hefur gert undan- farin ár. Hann hefur mikið átt við myndlist og unnið af elju og þrótti, enda eru verk hans hnitmiðuð, einkum og sér í lagi er það litameðferð hans, sem vekur eftirtekt. Það mætti halda því fram, að Vilhjálmur byggði verk sín aðallega á þremur höf- uðtónum: Bláum, grænum og brúnum. Formið er ekki eins fjölskrúðugt og litameðferð Vilhjálms, og hann virðist verða meir og meir háður afmörkuðu svæði, sem hann endurtekur í mismunandi litbyggingu. Það er magnaður kraftur í sumum þeirra verka, sem nú eru á Kjarvalsstöðum, svo að á stund- um verða áhrifin allt að því óhugnanleg. Vilhjálmur Bergs- son hefur náð afmarkandi árangri, sem hann verður að endurskoða á komandi tímum; að öðrum kosti á hann það á hættu að endurtaka viðfangsefn- in um of. Ég minnist á þetta vegna þess, hve augljós sú hætta virðist, er þessi sýning er borin saman við seinustu sýningu Vil- hjálms. Það má vel minnast á nokkur verk á þessari sýningu og verður það ekki löng rolla að sinni, þótt fleiri verk verðskuldi ekki síður, að athygli sé á þeim vakin. Þau verk sem leita á hugann einna ákveðnast eru: no. 22 Þrenna, eitt af eftirminnilegustu verkum á sýningu Vilhjálms, og no. 27, 28, 30, 42 og 65. Að mínum dómi eru þetta verk, sem mynda þungamiðju á sýningu Vil- hjálms, og hafði ég ánægju af að kynnast þeim. stendur frammi fyrir Marlon Brando þá hvarflar ekki að hon- um að hér sé leikari sem þurfi eitthvað að leggja á sig til að samsamast hlutverkinu. Það má vera að Dustin Hoff- man hafi tekið að sér að leika Tootsie í þeirri von að sanna fyrir áhorfandanum í eitt skipti fyrir öll að hann geti leikið hvaða hlutverk sem er. Að hinn eldhvassi vilji megni að færa björg og jafnvel breyta konu í karl. Hér ber þess að geta að Dustin Hoffman er ákaflega fín- gerður maður sem á mun auð- veldara með að bregða sér í kvenhlutverk en til dæmis raum- ur á borð við Brando. En hvernig tekst Dustin Hoffman að glíma við kvenímyndina. Tekst honum á áreynslulausan hátt að smjúga í konulíkamann? Hér hjálpar söguþráðurinn nokkuð því í myndinni Tootsie vill þannig til að leikarinn Michael Dorsey, sem Dustin Hoffman leikur, bregður sér í kvenmannsgervi í þeirri von að fá hlutverk í sjón- Dustin Hoffman sem Michael Dor- sey og Dorothy Michels (Tootsie). DUSTIN HOFTMÆM Tootsie Valtýr Pétursson Vilhjálmur Bergsson hefur um árabil nefnt sýningar sínar „Lífrænar víddir“, og verð ég að játa, að þetta hugtak hefur verið heldur óljóst í huga mér og mér hefur orðið erfitt fyrir að skil- greina það til nokkurrar hlítar. Én hvað um það, allir leggja sinn persónulega skilning f hlutina, og Vilhjálmur hlýtur að hafa sýnar ástæður fyrir nafngift- inni. Slíkar nafngiftir hafa ekki úrslitagildi, en það eru verkin sjálf, sem annaðhvort standa fyrir sínu eða ekki. I vestursalnum að Kjarvals- stöðum hefur Vilhjálmur komið 65 olíumálverkum fyrir að þessu sinni. Hann hefur haldið því striki, sem hann hafði dregið er hann hélt sýningu á verkum sín- um seinast og engar teljandi breytingar hafa átt sér stað í myndgerð hans. Vilhjálmur er með nokkra sérstöðu sem málari hér á landi. Hann vinnur lit- byggingu verka sinna á klassísk- an hátt, ef svo mætti til orða taka. Hann sver sig í ætt við hina öldnu meistara og sækir dulúð til að mynda til hina gömlu Spánverja. Það er Iiturinn fyrst og fremst, sem túlkar þessi Myndlíst (Úr fréttatilkynningu.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.