Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1980 33 Páll Jónsson, Keflavík: Sameiningartákn allra landsmanna Forsetakosningar vekja hvar- vetna mikla athygli og víða mikið umrót. Á þetta þó sérstaklega við stórþjóðirnar, en hjá þeim flest- um, eru völd forsetans meiri en hérlendis. Samt sem áður er forsetaembættið æðsta embættið í okkar unga lýðveldi. Þess vegna hljótum við öll að samfagna því, að til framboðs í þessum forseta- kosningum hafa valizt fjórir val- inkunnir menn, sem vafalaust hver um sig mundu þjóna embætt- inu með mikilli sæmd. Við hljótum að fagna því inni- lega, hve lánsöm við erum að byggja fámennt lýðræðisland, þar sem aðeins er barizt með gamla laginu — rökræðum. — Margir halda því fram að einn helzti ókostur þess að búa í fámenni sé sá, hve allt líf og athafnir manna verði um of í sviðsljósinu, allt verði svo persónulegt. Ég held að forsetakosningar eigi einmitt að vera persónulegar, en með því á ég ekki við, að rægja og lítillækka eigi frambjóðendurna, þvert á móti. Það mundi verða okkur til ævarandi vansæmdar, ef við mynduðum okkur skoðun byggða á slúðri. En jákvætt per- sónulegt mat á frambjóðendum, þar sem það eitt ræður, hver þeirra sé hæfastur, og um leið líklegastur til að auka a sam- heldni allra landsmanna. — Þannig held ég að meirihluti íslenzku þjóðarinnar hugsi og um þetta held ég að kosningarnar 29. júní muni að verulegu leyti snú- ast. Þjóðin vill, að forsetaembættið verði einingartákn hennar í miklu dýpri skilningi en þeim, að forset- inn standi utan eða ofan við pólitíska flokkadrætti. Hann á jafnframt að vera, bæði inn á við og út á við, tákn þess bezta og markverðasta í menningu þjóðar- innar fyrr og nú. Menn hafa orð á því, og vafa- laust með réttu, að hér sé meiri þörf á slíku einingartákni heldur en víða annarsstaðar, þar sem við Islendingar séum svo hryggilega ósamþykkir og sundurlyndir inn- byrðis. Ef þetta ætlunarverk for- setans á að vera eitthvað meira en fagurgali á hátíðlegum stundum, þá verður að velja forseta með tilliti til þess, að líklegt sé að þjóðin öll geti sameinast um hann. Við búum í fallegu, harðbýlu landi, sem er svo gjöfult, að óvíða í heiminum er eins almenn vel- megun og hér á landi. Ef við höfum dug, vit og fyrir- hyggju til að hagnýta okkur lands- ins gæði, þurfum við engu að kvíða. „Hvert það ríki, sem í sjálfu sér er sundurþykkt, fær ekki staðizt". Þetta staðfestir reynslan á öll- um öldum hjá öllum þjóðum. n,10 Það, sem fyrr og síðar hefur skaðað okkur Islendinga mest sem þjóðfélag, er ósamlyndi, flokkadrættir og samtakaleysi, og þetta hefur einatt verið framför- um landsins til fyrirstöðu og dregið úr framkvæmdum lands- manna til eflingar almennra fé- lagsheilla. Það er því þjóðinni að kenna, ef þetta land á ekki fagra framtíð í vændum. Þjóðerni okkar er byggt upp á sterku stríði við náttúruna. Þetta stríð setur engan í fyrir- rúm, skipar kenndunum í sitt rétta sæti. í öndvegi situr framsýn og djúp hugsun feðra okkar, og þegar hugurinn er sannfærður, slær hjartað með. Ég sagði í upphafi að allir væru frambjóðendurnir hæfir til að gegna forsetaembættinu, en þar sem okkur er gert að velja aðeins einn þeirra, er eðlilegt að við athugum nánar hvað þeim er Erla Magnúsdóttir gæslukona: Sjálfstæður mannkostamaður Stundum heyrast þær raddir í yfirstandandi kosningabaráttu, að ekki sé ákjósanlegt að stjórn- málamaður verði kosinn forseti. Þetta eru í raun furðuleg rök, því reyndur stjórnmálamaður hlýtur að vera betur undir forsetaemb- ættið búinn en flestir aðrir. Ásgeir Ásgeirsson naut almennr- ar virðingar og aldrei heyrðist að hans langi stjórnmálaferill væri honum fjötur um fót, nema síður væri. Stöku sinnum koma fram stjórnmálamenn, sem njóta per- sónulegs fylgis fólks úr hvaða flokk sem er, — einn þeirra er Albert Guðmundsson. Maður sem nýtur slíks trausts og slíkar virðingar almennings sem hann, er maðurinn sem við þörfnumst í forsetastól. Það verður eftirsjá af Albert sem stjórnmálamanni, en reynsla hans og þekking á þjóðmálum mun nýtast honum vel sem forseta. Aðrir frambjóðendur eru vissulega ágætasta fólk, en ekk- ert þeirra hefur komið málefnum almennings jafnmikið við og Al- bert. Aðalsmerki hans þykir mér vera starf hans í þágu þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu, og sú djörfung sem hann hefur sýnt þegar honum hefur ekki þótt rétt að láta flokkssjónarmið ráða. Þetta sýnir að þar fer sjálfstæður mannkostamaður, og þess vegna kýs ég Albert Guð- mundsson. Erla Magnúsdóttir, gæslukona. ósameiginlegt, og síðan hljótum við að mynda okkur skoðun byggða á þeirri niðurstöðu. Af frambjóðendunum fjórum virðist allt benda til þess að tveir þeirra hafa það lítið fylgi sbr. skoðanakannanir siðdegisblað- anna fyrir nokkrum dögum og umræður manna á milli, að hvert atkvæði þeinT greitt, falli fyrir utangarð í raunverulegu vali á næsta forseta okkar. Eftir standa tveir frambjóðendur, sem virðast í þessum sömu skoðanakönnunum hafa svipað fylgi, þessvegna má með sanni segja að baráttan standi milli þeirra. Það er sannfæring mín, að aðeins einn frambjóðandinn — Guðlaugur Þorvaldsson — geti orðið sameiningartákn allra landsmanna. Hann er í mínum augum full- trúi þess bezta og æskilegasta sem þjóðarleiðtoga má prýða. Hann hefur aldrei haft lífsframfæri af stjórnmálum, og þar af leiðandi eiga stjórnmálamennirnir ekki eins greiðan aðgang að honum. Guðlaugur Þorvaldsson mundi án efa verða fulltrúi fólksins, og þá um leið aðhald stjronmálamann- anna, en aðhald er hverjum manni nauðsynlegt — það þekkja allir úr eigin lífi. Guðlaugur uppfyllir óskir mínar í menningarlegu tilliti og ekki síður sem líklegur sáttaberi, en þetta tvennt er hvað mest nauð- synlegt að þjóðarleiðtoga prýði. Menntun og störf hans í lífinu benda ótvírætt til þess að hann einn frambjóðenda geti orðið sam- einingartákn allra landsmanna. Á Islandi eru mörg erfið verk fyrir höndum, þungar byrðar og fár herðar að bera. Og dýrmæt- asta eign þjóðarinnar er andlegur og líkamlegur máttur borgaranna. Enginn er svo veikur, að hann geti að ósekju verið troðinn undir fótum. Þýðing nútímaþjóðskipu- lags er í því fólgin, að það byggir á reynslunni, og verndar betur en undanfarnar aldir hvert smáblóm, sem langar til að gróa. Vopnlaus þjóð og fámenn, sem reisir tilveru sina á þjóðtungu sinni og menningu, hlýtur að telja frambjóðanda það til ágætis, að hafa helgað líf sitt menningar- málum og sáttaumleitunum. Okkur íslendingum þykir mikið til þess koma að hjá okkur er engin stéttarskipting og þannig viljum við að það sé — hér hafa múrari og bændur komizt í ráð- herrastóla, vegna eigin dugnaðar. Guðlaugur er úr þessum dugn- aðarhópi, — Grindvíkingur sem braust til mennta og hefur síðn notað sér menntunina og lífsins skóla á þann veg, að líklegt má telja að hann verði verðskuldað okkar næsti forseti. Hans ágæta og tignariega eig- inkona mundi án efa verða verð- ugur fulltrúi íslenzkra kvenna. Guðlaugur og Kristín gjör- þekkja lífið úti á landsbyggðinni — þau eru í orðsins fyllstu merkingu — ein af okkur —. Þess vegna held ég að okkur yrði sómi að því að næstu búendur á Bessastöðum ættu ættir að rekja til Suðurnesjasvæðisins. Arnar Hákonarson gjaldkeri, Stefán Einarsson varaforseti. Haukur Þorsteinsson forseti og Georg Franklínsson ritari. Landsamband Islendinga- félaga stofnað í Svíþjóð NÝLEGA var stofnað Lands- samband íslendingafélaga i Svi- þjóð. Að stofnuninni stóðu nokk- ur íslendingafélaganna þar i landi og telur það um 2000 meðlimi. Meðal fyrstu verkefn- anna verður samvinna aðildarfé- laganna um gerð dagskráa fyrir staðbundnar útvarpssendingar og sameiginleg hlaðaútgáfa, seg- ir i frétt frá Landssambandinu. Laugardaginn 31. maí voru stofnuð ný félagasamtök, Lands- samband íslendingafélaga í Sví- þjóð. Stofnaðilar samtakanna voru fjögur Islendingafélög sem telja um 2000 meðlimi. Árið 1979 voru rúmlega 3500 íslendingar í Svíþjóð og er vonast til að sem flestir þeirra gangi í sambandið. Megin viðfangsefni Landssam- bandsins verða á sviði menning- armála auk blaðaútgáfu og gerð útvarpsdagskrár. Landssamband- ið hefur mikinn áhuga á að fá að vita um ferðir íslenskra lista- manna til Svíþjóðar til að greiða götu þeirra, og til að sem flestir geti notið hæfileika þeirra. I sambandsstjórnina voru kjörnir: Haukur Þorsteinsson for- seti, Stefán Einarsson varaforseti, Arnar Hákonarson gjaldkeri og Georg Franklínsson ritari. I ritstjórn fyrir blað sambands- ins voru kjörnir: Jón Börkur Árnason ritstjóri, Reynir Guð- mundsson útgáfustjóri, Georg Viðar Björnsson og Ásrún Sigur- bjartsdóttir. Halla Tómasdóttir: Kjósum forseta, sem við getum treyst Þegar velja skal mann í emb- ætti forseta Islands verður að vanda það val, og varast að láta mikinn áróður á sig fá. Notum dómgreindina og veljum sjálf. Hver fyrir sig. Það er margt sem mælir með því að Guðlaugur Þorvaldsson verði kjörinn næsti forseti ís- lands, og ekki hvað síst af ungu fólki. Guðlaugur er hógvær og prúður, en þó hefur hann sýnt í störfum sínum, að hann getur tekið á málum með einurð og festu. Hann hefur af eigin reynslu mikla þekk- ingu á lífi og störfum fólksins í landinu. Störfum bæði við undir- stöðu atvinnuvegi þjóðarinnar og í embættis- og menntakerfinu. En á besta aldri tók hann við rektorsembættinu við Háskóla ís- Áslaug Sólbjört Jensdóttir: Mun sóma sér veji í embætti forseta íslands Það mun ekki til tíðinda talið að fyrir röskum þrjátíu árum réðst ungur stúdent til kennslustarfa við Alþýðuskólann á Núpi. En því nefni ég þetta að engum duldist að þarna var á ferðinni maður traustur og festulegur í hvívetna. Ungur að árum bar hann með sér virðuleika og einbeitni, svo að ekki varð hjá því komist að taka eftir að í honum bjó óvenju mikið mannsefni sem vænlegt, yrði til ábyrgðar og forystu í þjóðfélag- inu. Engum sem fylgst hefur með hinum glæsilega starfsferli Guð- laugs Þorvaldssonar gegnum árin þurfti því að koma á óvart að hann yrði valinn frambjóðandi til for- setakjörs. íslenska þjóðin hefur gengið gæfuleið í vali forseta sinna. Allir hafa þeir áunnið sér ást og virðingu þjóðarinnar sakir mannkosta. Veit ég að Guðlaugur muni sóma sér vel í embætti forseta íslands. lands. Það er vissulega þýð- ingarmikið starf að stjórna þeirri stofnun, sem sér um menntun mörg þúsund ungmenna. í háskóla er margt fólk á þeim aldri og með þá hugsun að hlutirnir eru annað hvort svartir eða hvítir. Öfgar eru oft miklar. Á þeim tímum þegar Guðlaugur var kjörinn rektor Háskóla ís- lands var mikil ólga í háskólum í Vestur-Evrópu og hryðjuverk unnin, var háskólum lokað víða og lögreglu beitt gegn námsmönnun- um. Háskóli íslands slapp við þessi ósköp og má sjálfsagt þakka það ýmsum aðstæðum hér. En starf rektors hefur þar átt sinn góða þátt, þó ugglaust hafi það ekki alltaf verið auðvelt. Það er á þessum vettvangi sem Guðlaugur kynnist viðhorfum ungs fólks og sýndi að hann hefur góðan skilning á málefnum þess. Því sýnist mér að æska þessa lands gæti með stolti fylkt sér undir merki hans, veitt honum verðugt brautargengi við kosn- ingarnar í júnílok. Þó að öll störf sem að vel eru unnin í samfélagi okkar séu þýð- ingarmikil þá er ég ekki í yafa um að starf rektors Háskóla íslands, svo nátengt sem það er starfi stórs hóps ungmenna er einn sá besti undirbúningur sem unnt er að fá undir farsælt starf sem forseti íslands. Ef við viljum forseta sem á rætur að rekja til hins óbreytta en kjarnmikla stofns þjóðarinnar, sem hefur þá hæfileika til mála- miðlunar sem embættið krefst og sem hefur sýnt ótvíræðan skilning á vandamálum unga fólksins, for- seta sem við getum treyst á, á viðkvæmum stundum í ólgusjó þjóðmála, þá kjósum við Guðlaug Þorvaldsson, og gerum sigur hans sem glæsilegastan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.