Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980 Á myndinni eru frá vinstri: Jasper Ilolmes, Colin Porter og GuOlauKur Bergmann. Gagnkvæmur samningur Karnabæjar og bresks tískufyrirtækis: Báðir aðilar vænta góðs af samstarfinu - segir Guðlaugur Bergmann KARNABÆR h.f. hefur gert samning við breska tískufyrirtækið Jasper, um gagnkvæma framleiðslu á tískuvörum. Hið breska fyrirtæki mun þannig framleiða vörur frá Karnabæ undir vörumerkinu Bandido sem hannað er hér á landi, af Colin Porter aðalhönnuði fyrirtækisins. í samtali við Morgunblað- ið sagði Guðlaugur Berg- mann forstjóri Karnabæjar, að fyrirtækið hefði verslað við hina erlendu aðila und- anfarin ár. „Við höfum rætt möguleikana á gagnkvæm- um samningum, þannig að þeir framleiddu vörur frá okkur undir merkinu Band- ido og seldu á mörkuðum erlendis. Þá munum við fá snið frá þeim til framleiðslu hér. Þessir samningar hafa tekist og vænta báðir aðilar góðs af samstarfinu," sagði Guðlaugur. Jasper Holmes, eigandi Jasper í Bretlandi er stadd- ur hér á landi og spjallaði Morgunblaðið stuttlega við hann um þessi mál. „íslenskur fatnaður sem hannaður er á íslandi hefur ekki fyrr verið framleiddur og seídur erlendis," sagði Jasper Holmes. „Okkur finnst Bandido-vörurnar, sem hannaðar eru af Colin Porter, fyllilega þess virði að framleiða þær í okkar verksmiðjum og selja þær í Englandi og víðar. Vjð mun- um hefja framleiðsluna næsta vor, en Karnabær byrjar að framleiða okkar vörur strax í haust. Það er erfiðara fyrir okkur en Karnabæ að hefja fram- leiðslu á nýjum vörutegund- um, vegna þess að heims- markaðurinn er ekki jafn sveigjanlegur og markaður- inn á íslandi. Þá verðum við einnig að skipuleggja starfið lengra fram í tímann. Mér líst mjög vel á sam- starfið við Karnabæ. Sniðin eru mjög góð og ég hef trú á því að þau muni verða vin- sæl á mörkuðum okkar. Einnig gefur samstarfið góða möguleika á ýmsum sviðum fyrir báða aðila," sagði Jasper Holmes. Morgunblaðið spurði Guð- laug Bergmann að því hver staða íslenskra tískuvara væri, samanborið við er- lendar vörur. „Okkar vörur eru síst verri en hinar erlendu og mat okkar á tískunni sem slíkri, er síst minna virði," sagði Guðlaugur. „Við erum meira að segja oft á undan erlendum fyrirtækjum með framleiðslu á tískuvörum. Ég get nefnt sem dæmi gallabuxur sem voru í tísku í fyrra haust. Við vorum nokkrum mánuðum á undan umheiminum að koma vör- unni á markaðinn. Það er alveg ljóst að við erum síst lægra settir en erlendir aðil- ar á þessu sviði,“ sagði Guðlaugur Bergmann. Eftir þetta getur SVFR ekki staðið að neinni ræktun - segir Karl Ómar Jónsson formaður „EITT AF markmiðum Stangaveiöifélags Reykjavíkur hefur verið það að rækta upp vatnasvæði og höfum við í þessu skyni ræktað seiði í klak- og eldisstöðinni við Elliðaár.“ sagði Karl Ómar Jónsson formaður SVFR í samtali við Mbl., en borgarstjórn samþykkti á fimmtu- dagskvöld að vísa frá gerðum samningi við Stangaveiði- félagið um klak- og eldisstöðina. „í stöðinni hefur okkur tekist að rækta seiðin á ódýrari hátt en annars hefði verið mögulegt. Eftir þessa afgreiðslu í borgarstjórn, má búast við að Stangaveiðifélag- ið geti ekki staðið að neinni ræktun. Hingað til höfum við sett seiði í ýmsar ár sem við höfum haft á leigu og hefur það verið liður í samningum okkar við landeigendur. Þetta hefði ekki verið mögulegt, hefðum við ekki haft þessa stöð. Þessi stöð hefur hjálpað okkur mikið, því við höf- um getað reiknað seiðin á lægra verði en ella, vegna þess að við ræktum þau sjálfir. Því höfum við getað selt veiðileyfin til okkar félaga ódýrar en annars hefði verið hægt,“ sagði Karl Ómar. „Það gefur auga leið, að Stanga- veiðifélag Reykjavíkur er nú í mun verri aðstöðu en áður, ekki síst með tilliti til samkeppninnar. Sérstaklega á það við um ný svæði sem við hefðum áhuga á að taka til ræktunar. Hvað Elliðaárnar varðar, þá höfum við sett seiði í þær og boðið þau á lægra verði en aðrir hafa getað. Nú má búast við að verðið á seiðunum hækki og veiðileyfin sömuleiðis. Að vísu þarf ekki að setja seiði í árnar nú, vegna þess að nóg er af seiðum í þeim, en það er ekki víst, að það verði þannig til frambúðar," sagði Karl Ómar Jónsson. Tollar lækkaðir á spænskum iðnaðarvör- um og saltfiski héðan HINN 1. júli næstkomandi koma til framkvæmda hér á landi nokkrar tollalækkanir á spænsk- um iðnaðarvörum samkvæmt ákvæðum viðskiptasamninga EFTA-landanna og Spánar, sem gekk í gildi 1. mai sl. Samtimis koma til framkvæmda á Spáni nokkrar tollalækkanir á iðnað- arvörum EFTA-landanna, m.a. íslands, svo og á vissum tegund- um sjávarafurða. Lækkar t.d. tollur á saltfiski, sem er aðalút- flutningsvara íslendinga til Spánar, úr 10% í 7,5%, segir í fréttatilkynningu frá viðskipta- ráðuneytinu. Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar hjá Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda, að tollar og inn- flutningsgjöld hefðu verið 22.5% á Spáni og fyrrnefnd 10% verið hluti af þeim tollum. Gert hefði verið ráð fyrir að þessi lækkun kæmi til framkvæmda fyrir mörg- um mánuðum síðan, en það hefði dregizt af hálfu yfirvalda á Spáni. Við samningagerð í vetur um sölu á saltfiski héðan hefði verið gert ráð fyrir þessari lækkun. Innflytj- endur á Spáni hefðu greitt fullan toll á þau 4350 tonn af saltfiski, sem þegar hefðu verið flutt til Spánar, en hins vegar kæmi þessi tollalækkun innflytjendum til góða varðandi þau 6850 tonn af saltfiski, sem eftir eru samkvæmt samningum. Gunnar Karlsson skipaður prófess- or í íslandssögu í FRÉTT frá menntamálaráðu- neytinu segir, að forseti íslands hafi að tillögu menntamálaráð- herra, skipað dr. Gunnar Karlsson prófessor í Islandssögu í heim- spekideild Háskóla íslands frá 1. júlí nk. að telja. Þorsteinn Egilson: I>á vitum við það Þrír lögvísir menn, þeir Garðar Gíslason, Gunnar G. Schram og Þór Vilhjálmsson, hafa nú frætt okkur um það, í sjónvarpi og útvarpi, hvaða vald forseti íslands hefur. Þetta vald er mikið í orði, en jafnan lítið á borði. Þó getur það komið fyrir, að stjórnlagalegt vald forsetans verði óskorað, og getur þá skipt sköpum fyrir þjóð- ina, um langa framtíð, hvort eða á hvern hátt þessu valdi er beitt. Þannig, eða þessu líkt, tók einn þremenninganna til orða. Störfum forsetans má skipta í tvo meginþætti. Forsetinn er þjóð- höfðingi landsins og samein- ingartákn þess og kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar, bæði hér og erlendis. Forsetinn er einnig æðsti embættismaður ríkisins að því er varðar löggjafar- og fram- kvæmdavaldið. Þá vitum við það. Þremenningarnir fræddu okkur ekki um það, hvaða kostum þjóð- höfðinginn þyrfti helst að vera búinn, enda voru þeir ekki til þess kvaddir. Um þetta mun sitt sýnast hverjum, eins og gengur, en öll hljótum við að vera sammála um, að hann verði að vera gagnmennt- aður maður, á þjóðlega og alþjóð- lega vísu. Gagnvart okkur þarf hann að þekkja sögu, menningu og hagi þjóðarinnar, og ástkæra yl- hýra málið verður að vera honum tamt. Gagnvart útlendingum þyrfti hann að vera málamaður góður, kunna skil á sögu þeirra og menningu, helst einnig á högum þeirra. Mjög æskilegt hlýtur að vera, að þjóðhöfðinginn þekki per- sónulega þjóðhöfðingja og áhrifa- menn erlenda, það gæti verið okkur ómetanlegt í menningarlega og efnalegu tilliti. Þremenningarnir sögðu okkur, að forsetinn sem æðsti embættis- maður landsins stýrði ríkisráðs- fundum, með ráðherrum sínum, en þar væru málefni þjóðarinnar borin upp og rædd. Þetta verður formsatriði eitt, ef forsetinn er ekki nægilega vel kunnugur mál- um. Hér hefði mátt bæta við, að það er ekki aðeins á ríkisráðsfund- um, sem ráðherrarnir geta leitað til forsetans, heldur ávallt, en þar á bak við verða að vera vit, þekking og staðfesta. Hér er komið að hinum óbeinu áhrifum forsetans, sem þremenn- ingarnir fræddu okkur ekki um. Þessi áhrif geta verið þýðingar- meiri en bein völd, enda eru bestu verkin oft ekki unnin fyrir opnum tjöldum. Þorsteinn Egilson Ríkisstjórnir koma og fara, og að þeim standa oft tveir eða fleiri pólitískir flokkar, en forsetinn situr lengur. Ráðherrarnir, hvar í flokki sem þeir eru, verða að geta treyst fyllilega forseta sínum, og því hlýtur að vera óheppilegt, að forsetinn sjálfur sé pólitískur maður. Margur heldur því fram, að forsetinn þurfi ekki að hafa mikla stjórnlagalega þekkingu sem æðsti embættismaður þjóðarinn- ar, jafnvel ekki þegar til hans kasta kæmi að mynda ríkisstjórn á erfiðum tímum. í því sambandi er bent á, að Kristján forseti muni ekki hafa haft mikla þekkingu á þeim efnum þegar hann var fyrst kosinn. Það kann rétt að vera, en Kristján forseti stóð sennilega aldrei frammi fyrir miklum stjórnlagalegum vanda fyrr en í lok valdatíma síns, eftir tólf ára setu í forsetastóli, og á þeim tíma hefur hann óefað lært margt. Það er margt sem bendir til, að næsti forseti fái ekki sama um- þóttunartíma og forveri hans. Þingstuðningur núverandi ríkis- stjórnar er eins veikur og hugsast getur og miklir erfiðleikar blasa við, bæði hér heima og erlendis. Það ætti að vera augljóst mál, að okkur væri hollast að vanda vel valið á forseta vorum í lok mánað- arins. Máltækið segir, að greindur nærri geti, en reyndur viti betur. Því mætti bæta við, að greindur og reyndur geti og viti þó best.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.